Skipulagsnefnd

1247. fundur 20. október 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1409010 - Bæjarráð - 2743. Fundur haldinn 18. september 2014.

1409005F - Skipulagsnefnd, 15. september, 1244. fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

1405447 - Faxahvarf 10. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1407257 - Glaðheimar gatnagerð
Samþykkt og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1409155 - Álmakór 17. Hækkun götukóta.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1409016 - Bæjarstjórn - 1102. Fundur haldinn 23. september 2014.

1405447 - Faxahvarf 10. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið með 11 atkvæðum.

1407257 - Glaðheimar gatnagerð
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1409155 - Álmakór 17. Hækkun götukóta.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

3.1409017 - Bæjarráð - 2744. Fundur haldinn 2. október 2014.


1409012F - Skipulagsnefnd, 22. september, 1245. fundargerð í 6 liðum
Lagt fram.

1210126 - Breiðahvarf 4/Funahvarf. Breytt deiliskipulag
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulag fyrir Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3. Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1409395 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Aðgerðaráætlun.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1409209 - Vesturhluti Kársness. Deiliskipulag
Samþykkt. Skipulagsnefnd verði reglulega upplýst um framvindu verkefnisins. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1409252 - Bryggjuhverfi á Kársnesi. Færsla byggingarreita.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkir því breytinguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1410011 - Bæjarstjórn - 1103. Fundur haldinn 14. október 2014.

1210126 - Breiðahvarf 4/Funahvarf. Breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1409395 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Aðgerðaráætlun.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 11 atkvæðum.

1409209 - Vesturhluti Kársness. Deiliskipulag
Samþykkt. Skipulagsnefnd verði reglulega upplýst um framvindu verkefnisins. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 11 atkvæðum.

1409252 - Bryggjuhverfi á Kársnesi. Færsla byggingarreita.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkir því breytinguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

5.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: "Deiliskipulag. Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 30.9.2014. Í lýsingunni koma m.a. fram áherslur bæjaryfirvalda við deiliskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo og um kynningu og samráð gangvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Enn fremur lagt fram í samræmi við 38. gr. ofangreindra laga erindi Regins hf. og Smárabyggðar ehf. dags. 15.10.2014 þar sem óskað er heimildar bæjaryfirvalda að vinna deiliskipulag af svæði sem afmarkast af Smárahvammsvegi, Fífuhvammsvegi, Reykjanesbraut og Hæðasmára.
Frestað.

6.1406468 - Melaheiði 19. Bílskúr. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Jóhanns Magnúsar Kristinssonar, dags. 13.6.2014, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúr á lóðinni Melaheiði 19. Í breytingunni felst að stækka við bílskúr til suðurs um 2,7 m eða 17,2 m2. Einnig er verði reist 23m2 opið bílskýli fyrir framan bílskúr á lóðamörkum sbr. uppdráttum dags. 26.4.2014 í mkv. 1:100 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 21.7.2014 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Melaheiði 17 og 21 ásamt Álfhólsvegi 90, 92 og 94. Kynningu lauk 3.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

7.1407369 - Langabrekka 25. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga STÁSS akritekta fh. lóðarhafa að viðbyggingu við Löngubrekku 25. Í tillögunni dags. 18. júní 2014 fellst að byggt er við neðri hæð núverandi einbýlishúss til vesturs um 60m2 viðbygging. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 18, 20, 21, 22, 23, 27, Álfhólsvegi 43, 43a, 45. Kynningu lauk 1.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1406119 - Almannakór 2, 4 og 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, dags. 5.6.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðanna við Almannakór 2, 4, og 6. Í breytingunni felst að í stað þriggja einbýlishúsa verði byggð þrjú parhús. Byggingarreitur stækkar úr 16x17m í 16x20m, þ.e. á hverri lóð stækkar byggingarreitur um 1,5m á hvorri hlið. Tvö bílastæði verða fyrir hverja íbúð. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 400m2 í 450m2 og hámarkshæð verður 6,75m í stað 6,3m sbr. erindi og uppdráttum dags. 4.6.2014. Kynningartíma lauk 6. ágúst 2014. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Ágústi Sverri Egilssyni og Soffíu G. Jónasdóttur, Akrakór 7 og Ármanni E. Lund og Sigríði Láru Guðmundsdóttur, Akrakór 14 sbr. bréf daga. 5. ágúst 2014; Óskari Þór Ólafssyni og Ingunni Hjördísi Kristjánsdóttur, Almannakór 3 sbr. bréf dags. 29. júlí 2014; Örnu G. Tryggvadóttur og Birgi Ingimarssyni, Almannakór 8 sbr. bréf dags. 30. júlí 2014; erindi frá íbúum Almannakór 3, 8, Aflakór 21, 23, Akrakór 7 sbr. bréf dag. 30. júlí 2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.8.2014 var málinu frestað.
Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Sigríður Kristjánsdóttir, Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir samþykktu að hafna framlagðri tillögu.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá.

9.1410292 - Örvasalir 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Andra Freys Gestssonar dags. 14.10.2014 vegna breytts deiliskipulags Örvasala 1. Í breytingunni felst að farið er 1,4x5m út fyrir byggingarreit á suðurhlið og 2x6,4m á vesturhlið. Aukning á byggingarmagni er í heildina 19,8m2 sbr. uppdráttum dags. 6.10.2014.

Þá lagður fram uppdráttur dags. 6.10.2014 með skriflegu samþykki lóðarhafa Örvasala 2, 3, 4, 6, 8, 10 Öldusala 2 og 4.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa, sveitarfélagsins og þeirra sem veitt hafa samþykki fyrir breytingunni. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1410243 - Íbúafundur - Smárahverfi

Lögð fram tillaga skipulagsstjóra þess efnis að haldinn verði kynningarfundur með íbúum Smárahverfis til að kynna Hverfisáætlun Smárans og vinnu við skipulagslýsingu að deiliskipulagi fyrir suðursvæði Smáralindar dags. 30.9.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir að haldinn verði íbúafundur fimmtudaginn 13. nóvember 2014.

11.1410241 - Marbakkabraut 10. Bílastæði á lóð.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Sólveigar Guðmundsdóttur, Marbakkabraut 10, þar sem óskað er eftir að bæta tveimur bílastæðum á NV horni lóðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28 og 30.

12.1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, dags. 14.10.2014 þar sem óskað er eftir að reisa þriggja hæða viðbyggingu við austurhlið Askalindar 1. Mesta hæð viðbyggingar verður 11,3m og heildarbyggingarmagn viðbyggingar er áætlað 555m2. Einnig verður kjallari stækkaður 12,7m til suðurs um á suðaustur horni lóðarinnar að lóðamörkum Akralindar 2. Stækkun kjallara verður 300m2 og heildaraukning á byggingarmagni því 855m2. Á lóðinni verða 49 bílastæði eftir breytingu og nýtingarhlutfall verður 0,80 sbr. uppdráttum frá Vektor dags. 20.6.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Akralindar 2a og 3; Askalindar 2 og 4; Fitjalindar 14, 16 og 18; Fjallalindar 20 og 22; Fjallalindar 52 og 54.

13.1410278 - Mánalind 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts, dags. 14.10.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Mánalindar 4. Í breytingunni felst að reisa 31,4m2 viðbyggingu á einni hæð við norðurhlið íbúðarhússins. Útlit viðbyggingar verður í samræmi við núverandi íbúðarhús. Hámarkshæð viðbyggingar verður 3,2m, nýtingarhlutfall er í dag 0,25 en verður eftir stækkun 0,29 sbr. uppdráttum dags. 14.10.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánalindar 1, 2, 3 og 6, Múlalindar 5, 7, 9 og 11; Laxalindar 1, 3 og 5.

14.1409176 - Austurkór 153. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Haralds Valbergssonar, byggingarfræðings, dags. 10.10.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytts deiliskipulags Austurkórs 153. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á einni hæð og kjallara (þremur pöllum) komi einbýlishús á einni hæð. Aðkomukóti íbúðarhússins verður 119,50 og bílgeymsla 10cm neðar sbr. uppdráttum dags. 10.10.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 151, 155, 159, 161, 163 og 165.

15.1409469 - Markavegur 2, 3 og 4. Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi

Lagt fram bréf frá úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála dags. 19. september 2014 vegna kæru sem barst nefndinni 19.9.2014 þar sem kærð er ákvörðun Kópavogsbæjar um breytingu á deiliskipulagi við Markaveg 2, 3 og 4 í Kópavogi.
Lagt fram.

16.1409373 - Langabrekka 2. Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi

Lagt fram bréf frá úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála dags. 12. september 2014 vegna kæru sem barst nefndinni 7. september 2014 þar sem kærð er ákvörðun Kópavogsbæjar um breytingu á deiliskipulagi við Löngubrekku 2.
Lagt fram.

17.1410090 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar dags. 2.10.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Dalaþings 36. Í breytingunni felst að engin bílgeymsla verði á lóðinni eins og skilmálar kveða á um en þess í stað verði bílskýli á neðri hæð hússins. Þá er óskað eftir að reisa útbyggingu á austurhlið hússins sem verður framlenging á bílskýli, 3x9m að stærð með 3m vegghæð. Útbygging rúmast innan leyfilegs byggingarreits bílgeymslu skv. gildandi skilmálum. Einnig er óskað eftir því að hafa svalir á norður hlið hússins, 2m á dýpt og 6m að lengd sbr. uppdráttum dags. 2.10.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþings 26, 27, 28 og 34.

18.1410082 - Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Örns Þórs Halldórssonar, arkitekts, dags. 17.9.2014, f.h. lóðarhafa vegna breytingu á Auðbrekku 16. Í breytingunni felst að efstu hæð hússins verði breytt í íbúð og settar verði svalir úr stáli á suðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 17.9.2014.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32.

19.1406416 - Þrymsalir 1. Einbýli í tvíbýli.

Lagt fram að nýju erindi Arinbjarnar Snorrasonar þar sem óskað er eftir að breyta þegar byggðu einbýlishúsi við Þrymsali 1 í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þrymsala 2, 3, 5, Þrúðsala 1, 2 og Þorrasala 17. Kynningu lauk 29.9.2014. Athugasemdir bárust frá Guðmundi Erni Guðmundssyni, Þrymsölum 19, dags. 15.8.2014; frá Jóni Sigurðssyni, Þrymsölum 15, dags. 22.8.2014; frá Herdísi Björk Brynjarsdóttur, Þrymsölum 2, dags. 2.9.2014; frá Leifi Kristjánssyni, Þrymsölum 5, dags. 28.9.2014; frá Birni Inga Victorssyni, Þrymsölum 12, dags. 14.8.2014.
Hafnað á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Guðmundur Gísli Geirdal, Sigríður Kristjánsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson og Margrét Júlía Rafnsdóttir samþykktu að hafna tillögunni.

Anna María Bjarnadóttir og Ása Richardsdóttir sátu hjá.

20.1405260 - Sunnubraut 30. Parhús.

Lagt fram að nýju erindi Péturs Björnssonar, arkitekts, dags. 26.4.2014 f.h. lóðarhafa að breytingum að Sunnubraut 30. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum 25, 26, 27, 28, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, Þinghólsbrautar 25, 27, 29, 31. Kynningu lauk 10.9.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma frá Kristjáni Orra Helgasyni og Ingibjörgu Jónu Guðmundsdóttur, Sunnubraut 35, dags. 28.8.2014; frá Guðjóni Ingjólfssyni og Huldu Jónsdóttur, Sunnubraut 31 dags. 9.9.2014; frá Ormari Skeggjasyni, Sunnubraut 32, dags. 9.9.2014. Á fundi skipulagsnefdnar 15.9.2014 var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

Lögð fram breytt tillaga dags. 16.7.2014 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemidir. Einnig lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var 8.10.2014, erindi frá íbúum Sunnubrautar 31 vegna fyrirhugaðra framkvæmda dags. 8.10.2014 og greinargerð byggingaraðila og lóðarhafa Sunnubrautar 30 vegna innsendra athugasemda dags. 15.10.2014.
Frestað.

21.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Tennisfélags Kópavogs og Tennishallarinnar er varðar stækkun tennishallarinnar til austurs. Viðbygging verður 36,7 x 39 metrar að stærð eða 1432m2. Hæsti punktur hennar verður 10m en vegghæð 6m. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var málinu frestað og óskað eftir frekari tillögum frá umsóknaraðilum.

Lagt fram bréf frá Þresti Jóni Sigurðssyni f.h. Sporthússins dags. 13.8.2014.

Lagt fram ásamt uppfærðum teikningum að útliti hússins og fyrirkomulagi bílastæða dags. 10.9.2014.
Lögð fram tillaga frá Sigríði Kristjánsdóttur um að deiliskipulagstillagan verði samþykkt: Kristinn Dagur Gissurarson, Anna María Bjarnadóttir og Sigríður Kristjánsdóttir samþykkja tillöguna. Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ása Richardsdóttir og Guðmundur Geirdal hafna tillögunni.

Lögð fram tillaga frá Sverri Óskarssyni um að deiliskipulagstillögunni verði hafnað: Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ása Richardsdóttir og Guðmundur Geirdal samþykkja að deiliskipulagstillögunni verði hafnað. Kristinn Dagur Gissurarson, Anna María Bjarnadóttir og Sigríður Kristjánsdóttir eru á móti.

"Áður en frekari bygging mannvirkja verður leyfð í Kópavogsdal er mikilvægt að bæjaryfirvöld vinni heildarsýn um framtíðarnotkun dalsins."
Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

22.1410294 - Kynning á ferli aðalskipulagsbreytinga

Skipulagsstjóri fór yfir ferli aðalskipulagsbreytinga sbr. 30. og 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagt fram og kynnt.

23.1403302 - Furugrund 3. Breytt notkun húsnæðis.

Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts dags. 8.14.2014, f.h. lóðarhafa að breyttri nýtingu húsnæðis á lóð nr. 3 við Furugrund. Á fundi skipulagsnefndar 15.9.2014 var erindinu frestað og óskað eftir umsögn frá menntasviði og Markaðsstofu Kópavogs.

Lagt fram bréf frá Snælandsskóla dags. 1.10.2014 þar sem spurst er fyrir um byggingaráform við Furugrund 3.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn menntasviðs dags. 17.10.2014 og Markaðsstofu Kópavogs dags. 16.10.2014.

Þá lögð fram lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Furugrund dags. 20.9.2014.
Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Sigríður Kristjánsdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson samþykktu tillöguna.

Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir sátu hjá.

Lögð verður áhersla á að tillagan verði gerð aðgengileg á heimasíðu bæjarins.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að lýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 sem nær til Furugrundar 3. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið.