Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breytti deiliskipulagi fyrir Jórsali 2.
Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að Jórsölum 2 dags. 31.5.2012. Í breytingunni felst ósk um að setja skyggni yfir bílastæði við húsið.
Tillaga að skyggni við húsið að Jórsölum 2 var grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 síðla árs 2011 með athugasemdafresti til 13. nóvember 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsnefndar 17.6.2012 var umrædd tillaga lögð fram, ásamt framkomnum athugasemdum, ábendingum og umsögn skipulags- og byggingardeildar sem er dagsett 14.12.2011 og yfirfarin 17.6.2012. Skipulagsnefnd samþykki tillöguna ásamt ofangreinda umsögn skipulags- og byggingardeildar. Á fundi bæjarráðs Kópavogs 26.7.2012 var framangreind afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
Til að breytingar á deiliskipulagi taki gildi þarf að birta auglýsingu um samþykkt sveitarstjórnar í B-deild Stjórnartíðinda innan ákveðinna tímamarka. Í ferli málsins að Jórsölum 2 láðist að birta í B-deild samþykkt sveitarstjórnar á umræddri breytingu eins og tilskilið var í skipulagslögum 123/2010 fyrir síðustu áramót en fresturinn var þrír mánuðir. Rétt þykir að benda á að þessu ákvæði var breytt með lögum nr. 135/2012 sem tók gildi 31.12.2012 en þar kemur m.a. fram að auglýsingu um óverulega breytingu á deiliskipulagi skal birta í B-deild innan árs frá samþykki sveitarstjórnar annars telst samþykktin ógild.
Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 lagði skipulagsstjóri til að umrædd tillaga yrði kynnt að nýju. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Jórsala 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Kynningu lauk 8.3.2013. Athugasemd barst frá Önnu Maríu Guðmundsdóttur og Þóri Oddssyni, Jórsölum 12, dags. 24.2.2013 og Óskari H. Valtýssyni og G. Rannveigu Jónsdóttur, Jórsölum 18, dags. 8.3.2013.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16.4.2013.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fróðaþings 9, 11, 12, 13 og 16 ásamt Frostaþingi 13 og 15.