Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er lagt fram erindi byggingafulltrúa dags. 15. september 2009 um byggingarleyfisumsókn lóðarhafa nr. 19 við Víghólastíg. Í erindi lóðarhafa er óskað eftir leyfi til að byggja við húsið, alls um 45,7 m².
Meðfylgjandi: Skýringarteikningar.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Víghólastígs 15, 15a, 16, 17, 18, 20, 21, 22 og 24. Bjarnhólastígs 16, 18, 20, 21, 22 og 24.
Kynning fór fram 23. október til 27. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er erindið lagt fram á ný.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.