Skipulagsnefnd

1173. fundur 15. desember 2009 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson
Dagskrá

1.901230 - Kjóavellir, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 20. janúar 2009 er lagt fram erindi Skipulags- umhverfissviðs varðandi breytt fyrirkomulag byggingarreita og lóðarmark á hesthúsasvæðinu við Kjóavelli. Vísað er í gildandi deiliskipulag fyrir Kjóavelli hesthúsabygg samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs þann 24. júní 2008. Í tillögunni felst að byggingarreitum er snúið um 90° til hagræðingar og betri legu húsa í landi. Hestagerði færast í norðurhluta lóðanna. Byggingarmagn er óbreytt en lóðum fjölgar um eina. Varðandi skipulagsskilmála og húsagerðir er vísað er í gildandi skipulagsskilmála dags. 26. júní 2008. Fjöldi hesta er óbreyttur.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. jan. 2009.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt er í bæjarráði Kópavogs 22. janúar 2009 og í bæjarstjórn Garðabæjar 4. júní 2009 að auglýsa tillöguna.
Tillagan var auglýst 25. september til 23. október 2009, með athugasemdafresti til 6. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

2.908025 - Víghólastígur 19, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 15. september 2009 er lagt fram erindi byggingafulltrúa dags. 15. september 2009 um byggingarleyfisumsókn lóðarhafa nr. 19 við Víghólastíg. Í erindi lóðarhafa er óskað eftir leyfi til að byggja við húsið, alls um 45,7 m².
Meðfylgjandi: Skýringarteikningar.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Víghólastígs 15, 15a, 16, 17, 18, 20, 21, 22 og 24. Bjarnhólastígs 16, 18, 20, 21, 22 og 24.
Kynning fór fram 23. október til 27. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd hefur grenndarkynnt erindið og vísar því til afgreiðslu byggingarnefndar.

3.907161 - Reynihvammur 29, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Á fundi skipulagsnefndar 26. ágúst 2009 er lagt fram bréf byggingarfulltrúa varðandi nr. 29 við Reynihvamm dags. 21. júlí 2009. Erindið varðar leyfi til að breyta einbýli í tvíbýli.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. maí ´09.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðarhafi hlutist til um gerð húsa- og bæjarkönnun skv. 23. gr. skipulags og byggingarlaga og að senda málið í kynningu til lóðarhafa að Reynihvammi 22, 23, 24, 25, 27, 31, 33 og 35.
Skipulagsstjóri hefur yfirfarið gögn.
Neðri hæð hússins uppfyllir ekki lágmarkskröfur fyrir lofthæð.
Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til byggingarfulltrúa.

4.907099 - Hæðarendi 1, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 15. júlí 2009 er lagt fram erindi Sveins Ívarssonar f.h. lóðarhafa nr. 1 við Hæðarenda á Kjóavöllum, dags. 8. júlí 2009. Í erindinu er óskað eftir því að fá að fylla út í byggingarreit húsa að Hæðarenda 1 sem er 12 metrar en skilmálar segja til um að heildarbreidd húsa verði 10,5 m. Einnig er óskað eftir 45 sm hækkun mænisáss. Meðfylgjandi: Grunnmyndir í mkv 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir að breytingin verði kynnt lóðarhöfum við Markarveg 1, 3, 5, 7 og Hæðarenda 2, 4, 5, 6, 7, 8.
Kynning fór fram 6. október til 10. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

5.909192 - Grundarhvarf 17, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lagt fram erindi ES teiknistofunnar fh. lóðarhafa nr. 17 við Grundarhvarf. Erindið varðar leyfi til að breyta 72 m² vinnustofu í suðurhluta hússins í íbúð.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 15. sept. ´09 í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda málið í kynningu til lóðarhafa Grundarhvarfi 1 til 27 og Brekkuhvarfi 18, 20, 22 og 24.
Kynning fór fram 3. nóvember til 8. desember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

6.911027 - Hafnarbraut 21 - 23, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 21 - 23 við Hafnarbraut dags. 2. nóvember 2009, þar sem óskað er eftir leyfi til þess að breyta innra skipulagi hússins þannig að þremur stökum herbergjum á 2. hæð verði breytt í eina studió íbúð. Íbúðum verði þannig fjölgað úr 10 í 11. Fyrir liggur umsögn byggingarfulltrúa um erindið dags. 14. október 2009.
Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er erindi lóðarhafa nr. 21 - 23 við Hafnarbraut lagt fram.

Frestað, óskað er eftir samþykki meðeigenda. 

7.911395 - Hólmsheiði, deiliskipulagsbreyting

Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar varðandi athafnasvæði á Hólmsheiði, deiliskipulagsbreyting. Tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis, greinargerð og skipulagsskilmálar dags. 2. mars 2009. Deiliskipulagssvæðið er 132 ha. Byggingarmagn 461.000 m². Tillagan er til kynningar með athugasemdafresti til 16. desember 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir eftirfarandi bókun: ,,Vatn úr settjörnum á fyrirhuguðu athafnasvæði á Hólmsheiði mun fara í Hólmsá sem rennur í Elliðavatn. Í Elliðavatni eru lögsögumörk Reykjavíkur og Kópavogs. Vatnið er undir hverfisvernd (borgarvernd og bæjarvernd) skv. aðalskipulagi Reykjavíkur og Kópavogs. Reykjavík og Kópavogur hafa unnið saman að umfangsmiklum rannsóknum á lífríki og náttúrufari vatnsins. Elliðavatn og umhverfi eru náttúruperlur og útivistarsvæði sem íbúar alls höfuðborgarsvæðisins nýta sér. Því er í skipulagi í landi Kópavogs miðað við að allt ofanvatn frá byggð við vatnið verði leitt framhjá Elliðavatni. Hafa bæjaryfirvöld lagt í mikinn kostað því samfara. Skipulagsnefnd Kópavogs beinir því þeirri eindregnu ósk til borgaryfirvalda að yfirfara áætlanir sínar um að veita hluta ofanvatnsins frá fyrirhuguðu athafnasvæði á Hólmsheiði í Hólmsá og Elliðavatn þannig að öllu ofanvatni verði veitt framhjá Elliðavatni. Slíkt mun viðhalda hreinleika vatnsins."

8.911381 - Fornahvarf 1, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 1 við Fornahvarf dags. 11. desember 2009. Í erindi felst að óskað er eftir að skipta landinu í tvo hluta.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 10. nóv. ´09 í mkv. 1:500

Skipulagsnefnd hafnar tillögunni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

9.912635 - Austurkór 64, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er lagt fram erindi Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 15. desember 2009 fh. lóðarhafa nr. 64 við Austurkór. Í erindi er óskað eftir breyttri aðkomu að bílageymslu. Heildarflatarmál húss aukist um 95 m2. Bygging fer út fyrir byggingarreit á suður, vestur, norður og austurhlið. Einnig fer bygging upp úr byggingarreit vestan og austan megin. Sótt er um stækkun lóðar.
Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. desember 2009.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið til kynningar til lóðarhafa Austurkórs 56, 58, 60, 62, 66, 68 og 70.

Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá við afgreiðsluna.

10.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Á fundi skipulagsnefndar 15. desember 2009 er niðurstaða íbúafunda kynnt.
Á fundi bæjarráðs 5. nóvember 2009 er samþykkt að fela skipulags- og umhverfissviði að halda hverfafundi með íbúum um endurskoðun Aðalskipulags og Staðardagskrá 21.
Þrír hverfafundir voru haldnir 18. til 25. nóvember 2009. Kórar, Hvörf og Þing, 19. nóv. Smárar, Lindir og Salir, 23. nóv. Vestur- og austurbær 25. nóv.

Lögð eru fram gögn, með upplýsingum og ábendingum frá hverfafundunum. Skipulagsnefnd þakkar íbúum fyrir þátttökuna og góðar hugmyndir, sem og starfsfólki bæjarins fyrir góða vinnu.

Samantekt vegna funda skipulagsnefndar:
2009 voru haldnir 16 fundir og 351 mál tekin fyrir.
2008 voru haldnir 26 fundir og 601 mál tekin fyrir.
2007 voru haldnir 24 fundir og 799 mál tekin fyrir.
2006 voru haldnir 26 fundir og 765 mál tekin fyrir.
2005 voru haldnir 27 fundir og 663 mál tekin fyrir.

Fundi slitið - kl. 18:30.