Á fundi skipulagsnefndar 20.11.2012 var lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20 þar sem sótt er um leyfi til að hækka núverandi hús um eina hæð og hafa þrjár íbúðir í húsinu í stað tveggja. Einnig sótt um leyfi til að byggja bílskúr og geymslur á lóð sbr. uppdráttum dags. 12.11.2012 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum að Grænatúni 16, 18, 22, 24, Álfatúni 1, 3, Nýbýlavegi 100, 102 og 104. Kynningu lauk 15.1.2013. Athugasemdir og ábendingar bárust frá nágrönnum. Málinu var frestað og skipulags- og byggingardeild var falið að taka sama umsögn um framkomnar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir. Málinu var frestað og var skipulags- og byggingarnefnd falið að boða til samráðsfundar með lóðarhöfum Grænatúns 18, 20 og 22. Bréf dags. 6.2.2013 var sent til lóðarhafa Grænatúns 18, 20 og 22 þar sem óskað var eftir samráðsfundi 14.2. 2013 kl. 15 í Fannborg 6. Þann 13.2. óskuðu ofangreindir lóðarhafar eftir frestun á umræddum fundi.
Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var lögð fram breytt tillaga sem fólst í því að rífa húsið á lóðinni og byggja parhús á tveimur hæðum í staðinn. Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 43. gr. skipulagslaga að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22, 24; Álfatúns 1, 3 og Nýbýlavegi 100, 102 og 104.
Tillagan var send út í kynningu 18.3. 2013 og athugasemdafrestur var til 19.4. 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust dags. 16.4.2013.
Lögð fram minnisblöð frá samráðsfundum sem haldnir voru 22.4.2013 og 6.5.2013 með lóðarhöfum Grænatúns 18 og 22. Einnig lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var að Grænatún 20 þann 23.5.2013.
Á fundi skipulagsnefndar 27. maí 2013 var lögð fram breytingartillaga dags. 23.5.2013 þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Enn fremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar dags. 23. maí 2013. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu ásamt umsögn dags. 23. maí 2013 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar sem staðfesti framangreinda ákvörðun skipulagsnefndar 11. júní 2013. Umrædd breytingartillaga hefur ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda hefur því ekki öðlast gildi sbr. skipulagslög.
Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 2. júlí 2013 þar sem m.a. fylgir afrit af kæru dags. 27. júní 2013, ásamt fylgigögnum þar sem kærð er ákvörðun skipulagsnefndar og bæjarstjórnar Kópavogsbæjar um samþykki á tillögu að breyttu deiliskipulagi við Grænatún 20. Í kærunni kemur m.a. fram "að mati kærenda hefur teikningin skv. síðustu deiliskipulagstillögu aldrei verið tekin til umræðu á samráðsfundum og því engin sátt um hana."
Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 23. ágúst 2013.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt greinargerð dags. 23. ágúst 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Helga Jónsdóttir og Tjörfi Dýrfjörð sitja hjá.