Skipulagsnefnd

1229. fundur 27. ágúst 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
 • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
 • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
 • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
 • Þóra Hrönn Ólafsdóttir varafulltrúi
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
 • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
 • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
 • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
 • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Smári Smárason
Dagskrá

1.1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 20.11.2012 var lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20 þar sem sótt er um leyfi til að hækka núverandi hús um eina hæð og hafa þrjár íbúðir í húsinu í stað tveggja. Einnig sótt um leyfi til að byggja bílskúr og geymslur á lóð sbr. uppdráttum dags. 12.11.2012 í mkv. 1:100.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum að Grænatúni 16, 18, 22, 24, Álfatúni 1, 3, Nýbýlavegi 100, 102 og 104. Kynningu lauk 15.1.2013. Athugasemdir og ábendingar bárust frá nágrönnum. Málinu var frestað og skipulags- og byggingardeild var falið að taka sama umsögn um framkomnar athugasemdir.

Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir. Málinu var frestað og var skipulags- og byggingarnefnd falið að boða til samráðsfundar með lóðarhöfum Grænatúns 18, 20 og 22. Bréf dags. 6.2.2013 var sent til lóðarhafa Grænatúns 18, 20 og 22 þar sem óskað var eftir samráðsfundi 14.2. 2013 kl. 15 í Fannborg 6. Þann 13.2. óskuðu ofangreindir lóðarhafar eftir frestun á umræddum fundi.

Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var lögð fram breytt tillaga sem fólst í því að rífa húsið á lóðinni og byggja parhús á tveimur hæðum í staðinn. Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 43. gr. skipulagslaga að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22, 24; Álfatúns 1, 3 og Nýbýlavegi 100, 102 og 104.

Tillagan var send út í kynningu 18.3. 2013 og athugasemdafrestur var til 19.4. 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust dags. 16.4.2013.

Lögð fram minnisblöð frá samráðsfundum sem haldnir voru 22.4.2013 og 6.5.2013 með lóðarhöfum Grænatúns 18 og 22. Einnig lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var að Grænatún 20 þann 23.5.2013.

Á fundi skipulagsnefndar 27. maí 2013 var lögð fram breytingartillaga dags. 23.5.2013 þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Enn fremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar dags. 23. maí 2013. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu ásamt umsögn dags. 23. maí 2013 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar sem staðfesti framangreinda ákvörðun skipulagsnefndar 11. júní 2013. Umrædd breytingartillaga hefur ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda hefur því ekki öðlast gildi sbr. skipulagslög.

Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 2. júlí 2013 þar sem m.a. fylgir afrit af kæru dags. 27. júní 2013, ásamt fylgigögnum þar sem kærð er ákvörðun skipulagsnefndar og bæjarstjórnar Kópavogsbæjar um samþykki á tillögu að breyttu deiliskipulagi við Grænatún 20. Í kærunni kemur m.a. fram "að mati kærenda hefur teikningin skv. síðustu deiliskipulagstillögu aldrei verið tekin til umræðu á samráðsfundum og því engin sátt um hana."

Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 23. ágúst 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að afturkalla samþykkt sína frá 11. júní 2013 og varðar breytingu á deiliskipulagi við Grænatún 20. Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í ábendingu bæjarlögmanns að endurauglýsa tillögu að breyttu deilisklipulagi fyrir Grænatún 20 sbr. uppdrátt og greinargerð dags. 27. maí 2013, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.1102243 - Kópavogsbakki 2-4. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi við Kópavogsbakka 2-4. Vegna 2,5 til 3,0 m hæðarmunar á götu og landi sunnan við Kópavogsbakka 2 og 4 völdu lóðarhafar að reisa húsin á háum sökklum í stað þess að vera með jarðvegsbúða undir þeim eins og gert var á húsunum í Kópavogsbakka 6, 8 og 10. Heimiluð hefur verið nýting á hluta sökkulsrýmis í húsinu nr. 4 en ekki í nr. 2. Umrædd breyting felur í sér heimild til lóðarhafa Kópavogsbakka 2 og 4 að nýta umrædd sökkulrými undir einbýlishúsunum fyrir geymslur og íveruherbergi. Samanlagt flatarmál húsanna eykst og þ.m. lóðarnýting.
Tillagan er sett fram á uppdætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 14. maí 2013

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála nr. 46/2011 dags. 6.5.2013. Jafnframt er lagt fram erindi bréf frá Forum Lögmenn dags. 8.5.2013 vegna úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 46/2011. Þá er lagt fram samkomulag lóðarhafa Kópavogsbakka 4 og 6 dags. í febrúar 2011 um frágang lóða á milli Kópavogsbakka 4 og 6 og erindi lóðarhafa Kópavogsbakka 2 dags. í febrúar 2011 og lóðarhafa Kópavogsbakka 4 dags. 11. febrúar 2011 um mögulega nýtingu á óútfylltu sökkulrými.

Skipulagnefnd samþykkti 27. maí 2013 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu og í Lögbirtingi 28.6.2013. Kynningu lauk 12. ágúst 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Sverri Matthíassyni og Ásdísi Ólafsdóttur, Kópavogsbakka 3, dags. 8.82013; Jóni D. Ólafssyni, Kópavogsbakka 7, dags. 11.7.2013; Birni Inga Sveinssyni, Kópavogsbakka 8, dags. 13.8.2013; Bjarnveigu Ingvarsdóttur og Magnúsi Vali Jóhannssyni, Kópavogsbakka 5, dags. 11.8.2013.

Lögð fram greinargerð skipulags- og byggingardeildar þar sem fram koma ofangreindar athugasemdir og ábendingar, umsögn við þær og fylgiskjöl. Er greinargerðin dags. 23. ágúst 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt greinargerð dags. 23. ágúst 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Helga Jónsdóttir og Tjörfi Dýrfjörð sitja hjá.

3.1306829 - Sandskeið. Viðbygging við klúbbhús Svifflugfélags Íslands.

Lagt fram að nýju erindi Kristjáns Sveinbjörnssonar, form. Svifflugfélags Íslands dags. 21. júní 2013 þar sem óskað er eftir heimild til að stækka klubbhús félagsins á Sandskeiði.

Skipulagsnefnd hafnar erindi Kristjáns Sveinbjörnssonar fh. SÍ um viðbyggingu við klúbbhús félagsins en samþykkir fyrir sitt leyti stöðuleyfi til eins árs fyrir þrjár færanlegar kennslustofur staðsettar austan við núverandi flugskýli enda verði þær ekki teknar í notkun fyrr en samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1108100 - Ennishvarf 6, breytt lóðarmörk.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar fh. lóðarhafa Ennishvarfi 6, dags. 19. júlí 2011, þar sem óskað er eftir heimild til að stækka lóðina sem nemur um 300 m2 til austur sbr. meðfylgjandi uppdrátt í mkv. 1:500. Samþykki aðliggjandi lóðarhaf liggur fyrir sbr. erindi dags. 26. ágúst 2013.
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðarmörkum Ennishvarfs 6 til austurs sem nemur um 130 m2. Er tillagan dags. 23. ágúst 2013 í mkv. 1:500

Samþykkt enda verði greitt fyrir umrædda stækkun skv. verðskrá. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

5.1201100 - Hundaleikvöllur í Kópavogi

Lögð fram hugmynd að útfærslu og kostnaðaráætlun.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að gert verði hundagerði (hundaleikvöllur) í hluta gamla skeiðvallarins við Álalind. Svæðið verði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.

6.1308483 - Versalir - Salaskóli. Fjölgun bílastæða, breytt aðkoma.

Lögð fram drög að breyttu deiliskipulagi sem felst í fjölgun bílastæða og breyttri aðkomu við Íþróttamiðstöðina Versali og Salaskóla sbr. uppdrátt í mkv. 1:1000 dags. 23. ágúst 2013.

Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar íþróttaráðs og skólanefndar.

7.1305237 - Urðarhvarf 2, 4, 6 og 8. Breytt aðal- og deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Orra Árnasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir breytingu á skipulagi landnotkunar á lóðunum Urðarhvarf 2, 4, 6 og 8 á þann veg að í þegar byggðum húsum verði möguleiki á íbúðum og verslunum í stað skrifstofuhúsnæðis.

Það er mat skipulagsnefndar að umrædd hugmynd að skipulagsbreytingu við Urðarhvarf 2, 4, 6 og 8 að sé það viðamikil að nauðsynlegt sé fyrir bæjaryfirvöld að horfa til mun stærra svæðis m.t.t. landnotkunar, landnýtingar, gatnakerfis og þjónustu m.a. alls norðursvæðis Vatnsenda. Jafnframt skal bent á að umrædd breyting kallar á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, aðalskipulagi og deiliskipulagi.

8.705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga.

Lögð fram tillaga að nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Enn fremur lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 23. ágúst 2013 þar sem m.a. kemur fram tillaga að athugasemdum og ábendingum við hið nýja aðalskipulag borgarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir ofangreint minnisblað skipulagsstjóra dags. 23. ágúst 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Tillaga.

Tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs var samþykkt á fundi skipulagsnefndar 7. maí 2013 og í bæjarstjórn 28. maí 2013 og yfirfarin m.t.t. athugasemda og ábendinga Skipulagsstofnunar dags. 5. júlí 2013. Auglýsing á tillögunni var samþykkt í skipulagsnefnd 23. júlí og bæjarráði 25. júlí 2013 skv. 1.mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Greint frá stöðu mála.

Skipulagsnefnd samþykkir að halda kynningarfund 12. september 2013 þar sem auglýst tillaga verður kynnt.

10.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Í tillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Kópavogs, sem nú er til kynningar skv. 31. gr. skipulagslaga, er gengið út frá heildarendurskoðun svæðiskjarnans í Kópavogi þ.e. á svæðinu sunnan Smáralindar og í Glaðheimum. Þar er lagt er til að tekið verði á þáttum eins og landnotkun og landnýtingu með það að markmiði að byggðin verði blönduð íbúðum og verslunar- og þjónustuhúsnæði. Jafnfram yrði samgöngukerfið á svæðinu yfirfarið, sett markmið um yfirbragð byggðar (hæð og form byggðar) opin svæði, gróður, tengingar á milli svæða, göngu- og hjólaleiðir og mögulega áfangaskiptingu.

Greint frá stöðu mála.

Lagt fram og kynnt.

11.1307007 - Bæjarráð - 2695. Fundur haldinn 25.7.2013.

1307006F - Skipulagsnefnd, 23. júlí
1228. fundur. Lagt fram.

1305505 - Auðbrekka 9-11. Viðbygging.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir breytingartillöguna.

1302745 - Brekkutún 13. Breytt deiliskipulag.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

1305011 - Kópavogsbraut 1a-c, Kópavogstún 3, 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 23.7.2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna.

1307353 - Boðaþing 1-3. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir, með hjásetu eins fulltrúa, að fela skipulagsstjóra að grenndarkynna tillöguna vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1305238 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

1307022 - Stækkun á íþróttahúsnæði Gerplu að Versölum.
Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða breytingartillögu. Einnig er skipulags- og byggingardeild falið að vinna tillögu að úrbótum í bílastæðamálum á lóðinni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að tillagan verði auglýst með vísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1211206 - Erindi v/ strandblaks aðstöðu
Skipulagsnefnd telur tillöguna ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir breytinguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir breytinguna.

1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
Með tilvísan í framlögð gögn og afgreiðslu skipulagsnefndar frá 7. maí og bæjarstjórnar 28. maí 2013 samþykkir skipulagsnefnd framlagða tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 með áorðnum breytingum: greinargerð, umhverfisskýrslu, þéttbýlisuppdrátt í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdrátt í mkv. 1:50.000. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Jóhann Ísberg bókar eftirfarandi: Ég samþykki gott og afar vel unnið aðalskipulag en geri athugasemd við að felld sé út byggð í Bolabás.

Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri kom til fundarins og gerði grein fyrir vinnu við aðalskipulag Kópavogs 2012-2024.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

12.1306550 - Melgerði 20-22. Kynning á byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Rafns Kristjánssonar f.h. lóðarhafa Melgerðis 20 og 22. Sótt er um að byggja ofan á svalir á 2. hæð og leggja af núverandi býslag á suðurhlið hússins. Gluggum verður bætt við á vestur- og austurhlið sbr. uppdráttum dags. 3.6.2013 í mkv. 1:100. Skipulagsnefnd samþykkti 2. júlí 2013 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna umrædda breytingu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 18, 19, 21, 24 Borgarholtsbrautar 35, 37 og 39. Kynningu lauk 9.8.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og  bæjarstjórnar.

13.1307075 - Perlukór 10, stækkun byggingarreits og bygging bílgeymslu.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kjartans Rafnssonar, K.J. Hönnun ehf., þar sem sótt er um að stækka byggingarreit til austur við Perlukór 10 og byggja þar auka bílskúr. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa að Perlukór 12 liggur fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti 2. júlí 2013 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að senda tillöguna í grenndarkynningu til lóðarhafa Perlukórs 3 a, b, c, d og 12. Einnig var kynningin send til lóðarhafa Perlukórs 3e. Kynningu lauk 15.8.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og  bæjarstjórnar.

14.1302688 - Ennishvarf 27. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Haralds Ingvarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að lóðinni við Ennishvarf 27 er skipt í tvær sjálfstæðar lóðir. Lóð nr. 27a verður 844m2, lóð nr. 27b verður 792m2 og byggingarmagn á hvorri lóð fyrir sig verður 250m2 auk möguleika á 50m2 innbyggðri bílageymslu. Þrjú bílastæði verða á hvorri lóð sbr. uppdráttum dags. 4.3.2012. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Ennishvarf 14, 16, 18, 20, 21, 23, 25 og 29. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsnefndar 2.7.2013 var afgreiðslu erindisins frestað og skipulagsstjóra falið að boða til fundar með aðilum málsins. Miðvikudaginn 25.7.2013 var haldinn samráðsfundur með lóðarhöfum Ennishvarfs 21 og 23 sbr. minnisblaði.

Frestað

15.1305517 - Hólmaþing 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi að Hólmaþingi 7. Í breytingunni felst að bílageymsla verði með aðkomu frá Vatnsendavegi og breytingum á byggingarreit sem samsvara breyttri legu bílageymslu. Hækkun gólfkóta 1. hæðar í 91,15. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 340m2 í 398m2 sbr. uppdráttum dags. 21.5.2013. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hólmaþings 3, 5, 5a, 9, 11, 13 og 15 ásamt landeiganda Vatnsenda. Kynningu lauk 11. júlí 2013. Athugasemd barst frá Sigurbirni Þorbergssyni, hrl, f.h. Þorsteins Hjaltested dags. 9.7.2013.

Með tilvísan í framkomna athugasemd er lögð fram ný og breytt tillaga dags. 14.8.2013 þar sem fallið er frá breytingu á aðkomu og legu bílskúrs í fyrirhuguðu húsi. Að öðru leyti er tillagan óbreytt frá fyrri umsókn.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu dags. 14. ágúst 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og  bæjarstjórnar.

16.1308288 - Desjakór 10. Sólskáli.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa að byggingu sólskála við vesturenda hússins að Desjakór 10 sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 22. júlí 2013.
Enn fremur lagt fram samþykki lóðarhafa Desjakórs 7 og Dofrakórs 7 dags. 23. júlí 2013.

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1308322 - Þinghólsbraut 63. Viðbygging.

Lagt fram erindi arkitektastofunnar Kurt og Pí f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggð er bílageymsla á norð-vestur horni hússins og svalir þar
framan við, sem tengjast núverandi svölum. Núverandi stigi niður í garð er endurgerður. Innbyggð sorpgeymsla er á austurhlið bílageymslu. Undir bílageymslu er geymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Jafnframt er gluggum breytt á vesturhlið. Allur frágangur og efnisval viðbyggingar er í samræmi við núverandi hús sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30.7.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 62, 64, 65 og 66.

Fundi slitið - kl. 18:30.