Skipulagsnefnd

1271. fundur 18. janúar 2016 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
 • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
 • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1511024 - Bæjarráð - 2799. Fundur haldinn 3. desember 2015.

1511018F - Skipulagsnefnd, dags. 30. nóvember 2015.
1269. fundur skipulagsnefndar í 26. liðum.
Lagt fram.

15082227 - Austurkór 42 og 44. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram að nýju erindi Byggvír ehf., f.h. lóðarhafa, dags. 17.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 42 og 44. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 27.11.2015 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511074 - Álalind 1-3. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 1-3. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1510547 - Álalind 2. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga KRADS arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 2. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511076 - Álalind 4, 6 og 8. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi Zeppelin arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformumum fyrir Álalind 4, 6 og 8 dags. 27.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511077 - Álalind 10. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga KRark dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 10. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1508150 - Álalind 14. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 17.8.2015 að byggingaráformum fyrir Álalind 14. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511749 - Álalind 16. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga KRark dags. 5.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 16. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511688 - Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi lóðarhafa mótt. 24.11.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 5. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15062180 - Bæjarlind 7-9. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga Atelier arkitekta dags. 23.11.2015, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 7-9. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1511789 - Glaðheimar - austurhluti. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Glaðheima - austurhluta dags. 27.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15082892 - Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöð / fjölorkustöð.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi VA Arkitekta dags. 18.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð við suðurenda byggingar. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1510008 - Þorrasalir 31. Breytt deiliskipulagFrá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa dags. 1.10.2015 að breyttu deiliskipulagi Þorrasala 31.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1512006 - Bæjarstjórn - 1128. Fundur haldinn 15. desember 2015.

1511018F - Skipulagsnefnd, dags. 30. nóvember 2015.
1269. fundur skipulagsnefndar í 26. liðum.
Lagt fram.

15082227 - Austurkór 42 og 44. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram að nýju erindi Byggvír ehf., f.h. lóðarhafa, dags. 17.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 42 og 44. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 27.11.2015 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1511074 - Álalind 1-3. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 1-3. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1510547 - Álalind 2. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 1-3. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1511076 - Álalind 4, 6 og 8. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi Zeppelin arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformumum fyrir Álalind 4, 6 og 8 dags. 27.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1511077 - Álalind 10. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga KRark dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 10. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1508150 - Álalind 14. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 17.8.2015 að byggingaráformum fyrir Álalind 14. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagnefndar með 11 atkvæðum.

1511749 - Álalind 16. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga KRark dags. 5.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 16. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1511688 - Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi lóðarhafa mótt. 24.11.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 5. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

15062180 - Bæjarlind 7-9. Breytt deiliskipulag

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga Atelier arkitekta dags. 23.11.2015, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 7-9. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1511789 - Glaðheimar - austurhluti. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Glaðheima - austurhluta dags. 27.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

15082892 - Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöð / fjölorkustöð.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi VA Arkitekta dags. 18.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð við suðurenda byggingar. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Sverrir Óskarsson lagði til að afgreiðslu málsins verði frestað. Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins með 11 atkvæðum.

1510008 - Þorrasalir 31. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa dags. 1.10.2015 að breyttu deiliskipulagi Þorrasala 31. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

3.1512011 - Bæjarráð - 2801

1512001F - Skipulagsnefnd, dags. 14. desember 2015.
1270. fundur skipulagsnefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

1509325 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning.Frá skipulagsstjóra, dags. 15. desember, lagt fram að nýju að lokinni kynningu frá byggingafulltrúa erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.9.2015. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1512018 - Bæjarstjórn - 1129. Fundur haldinn 12. janúar 2015.

1509325 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. desember, lagt fram að nýju að lokinni kynningu frá byggingafulltrúa erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 1.9.2015. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

5.1601007 - Bæjarráð - 2804. Fundur haldinn 14. janúar 2016.

15082892 - Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöð / fjölorkustöð.

Frá Festi hf., dags. 15. desember, lagt fram bréf vegna synjunar skipulagsnefndar á erindi félagsins, sem lóðarahafa við Skógarlind 2, um heimild til að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti, rafmagnshleðslu eða aðra umhverfisvæna orkugjafa. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarstjórnar þann 15.12.15. Farið er þess á leit við bæjarstjórn að staðfesta ekki afgreiðslu skipulagsnefndar heldur vísa málinu aftur til meðferðar hjá skipulagsnefnd þar sem synjun hafi ekki byggst á málefnalegum sjónarmiðum að mati félagsins. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

6.1312123 - Hverfisskipulag/hverfisáætlun

Verkefnisstjóri hverfisáætlunar gerði grein fyrir samantekt frá samráðsfundi með íbúum Kársness sem haldinn var 27.11.2015.
Kynnt.

Það er ákaflega ánægjulegt að sjá áherslur íbúa Kársnes frá þessum samráðsfundi. Óskir um bætta göngu- og hjólastíga og varðveislu og fegrun strandlengju og útivistarsvæða eru áberandi og margítrekaðar. Það er mikilvægt að skipulagsyfirvöld í Kópavogi taki fullt mark á sjónarmiðum íbúa á Kársnesi.
Ása Richardsdóttir.
Margrét Júlía Rafnsdóttir og Jón Finnbogason taka undir þessa bókun.

7.1409209 - Kársnes - vesturhluti. Þróunarsvæði. Skipulagslýsing vegna gerðar deiliskipulags.

Með tilvísan í samþykkt skipulagsnefndar frá 15. september 2014 eru lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness dags. 18. janúar 2016. Nánar tiltekið nær fyrirhugað deiliskipulagssvæði til umhverfis Kópavogshafnar og hluta athafnasvæðisins norðan og austan þess, meðfram Vesturvör og norðan og vestan Kársnesbrautar. Í skipulagslýsingunni koma fram áherslur bæjaryfirvalda við fyrirhugaða deiliskipulagsgerð, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og skipulagsferli svo og um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Kynnt.

8.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 5.1.2016 þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að í umsögn Kópavogsbæjar um framkomnar athugasemdir við endurkoðun deiliskipulags Smárans sé ekki nægjanlega skýr rökstuðningur er varðar bílastæðamál Hagasmára 1 og 3. Lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 15.1. 2016 þar sem fram kemur frekari rökstuðningur við afgreiðslu athugasemda hvað varðar kvöð um samnýtingu bílastæða Hagasmára 1 og 3 og áhrif deiliskipulagsbreytingarinnar á aðgengi lóðarhafa Hagasmára 3 að bílastæðum á deiliskipulagssvæðinu.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1510808 - Faldarhvarf 8, 10 og 12. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi A2 arkitekta f.h. lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12 þar sem óskað er eftir að breyttu deiliskipulagi lóðanna. Í breytingunni felst að bílskúr húss nr. 8 er færður af norðvesturhorni yfir á norðausturhorn þess. Einnig er óskað eftir að hækka hús nr. 12 um 80 cm og lækka hús nr. 10 um 20 cm sbr. uppdrætti dags. 14.10.2015. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Faldarhvarfs 8, 10 og 12. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var samþykkt með tilvísun til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu fyrir lóðarhöfum Faxahvarfs 1; Faldarhvarfs 9, 11, 13, 15 og 17. Lagt fram skriflegt samþykki fyrrnefndra lóðarhafa mótt. 14.12.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi Faldarhvarf 8, 10 og 12. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1511754 - Hafraþing 9-11. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hafraþings 9-11. Í breytingunni felst að í stað parhúss á tveimur hæðum verði reist parhús á einni hæð. Grunnflötur hvors hús stækkar úr 165 m2 í 240 m2. Byggingarreitur stækkar um 2 m til norðurs og suðurs og um 4,2 m til vesturs. Hús nr. 11 verður 80 cm lægra en hús nr. 9. Lóðamörk milli húsanna færast um 1 m til norðurs. Lóð nr. 9 verður 636 m2 með nýtingarhlutfall 0,38 en lóð nr. 11 verður 792 m2 með nýtingarhlutfall 0,3 sbr. uppdrætti og erindi dags. 26.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hafraþings 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 10 og 12; Dalaþingi 2 og 4. Kynningu lauk 11.1.2016. Athugasemd barst frá Ásmundi Helgasyni og Sigurborgu S. Guðmundsdóttur, Hafraþingi 7, dags. 11.1.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

11.1509373 - Nýbýlavegur 78. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, byggt árið 1961, verði rifið. Þess í stað verði reist íbúðarhús með 6 íbúðum á tveimur hæðum og kjallara. Á lóð verða 6 bílastæði ásamt bílgeymslum fyrir tvo bíla sbr. teikningum dags. 4.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 56, 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76 og 80; Túnbrekku 2 og 4; Lundarbrekku 2 og 4. Kynningu lauk 18.1.2016. Athugasemd barst frá Halldóri Ingvarssyni og Hjördísi Ólafsdóttur, Nýbýlavegi 68, dags. 18.1.2016; frá Lundabrekku 2, 13 undirskriftir, dags. 18.11.2016; frá Nýbýlavegi 72, 4 undirskriftir, dags. 18.1.2016; frá Nýbýlavegi 76, 1 undirskrift, dags. 18.1.2016; frá Nýbýlavegi 80, 3 undirskriftir, dags. 18.1.2016; frá Túnbrekku 2, 3 undirskriftir, dags. 18.1.2016; frá Túnbrekku 4, 6 undirskriftir, dags. 18.1.2016.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

12.1512566 - Aflakór 23. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Tangram arkitekta, f.h. lóðarahafa, dags. 16.12.2015 vegna breytts deiliskipulags Aflakórs 23. Í breytingunni felst að byggja u.þ.b. 98 m2 bílskúr/geymslu á suðvesturhluta lóðar. Bygging verður að mestu leyti undir garði en sá hluti byggingar sem fer upp úr landi verður hannaður sem hluti af garðrými með heitum potti, leiksvæði og skjólveggjum. Núverandi stoðveggur á lóðamörkum verður aðlagaður byggingunni og bæjarlandi að vestan. Áætluð stærð bílskúrs/geymslu verður 14 m x 7 m sbr. uppdráttum dags. 7.12.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 20 og 21; Akrakórs 14; Almannakórs 8 og 11.

13.1512744 - Borgarholtsbraut 48. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Mansard teiknistofu, f.h. lóðarhafa dags. 17.12.2015 vegna fyrirhugaðra breytinga á Borgarholtsbraut 48. Á lóðinni í dag stendur einbýlishús á einni hæð, byggt 1950. Skv. tillögu lóðarhafa verður núverandi hús rifið og í stað þess reist 440 m2 tveggja hæða fjórbýlishús. Íbúðir verða 3-4 herbergja. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,12 í 0,48 eftir breytingu sbr. uppdráttum og erindi dags. 17.12.2015.
Lagt fram og kynnt.

Steingrímur Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

14.1601579 - Ennishvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga KRark, dags. 15.3.2015, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Einnishvarfs 12. Á lóðinni í dag stendur tæplega 300 m2 einbýlishús. Í breytingunni felst að byggð verður u.þ.b. 150 m2 aukahæð með sér íbúð ofan á suður helming hússins. Á vesturhlið hússins kemur stigahús á tveimur hæðum sem nær 2,5 metra út fyrir núverandi húshlið. Aukning á byggingarmagni umfram leyfilegt byggingarmagn skv. gildandi deiliskipulagi eru 110 m2. Stækkun rúmast að öllu leyti innan núverandi byggingarreits sbr. uppdráttum dags. 15.3.2015.
Hafnað. Ekki í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála frá 29. júlí 2002 hvað varðar fjölda íbúða. Í skipulagsskilmálunum kemur m.a. fram að: "...hámarki er gert ráð fyrir einni íbúð á hverri lóð." Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1601589 - Kársnesbraut 102a. Breytt notkun húsnæðis. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Arkiteó, f.h. Stoðhúsa ehf., dags. 26.11.2015 vegna breyttrar notkunar Kársnesbrautar 102a. Í breytingunni felst að núverandi iðnaðarhúsnæði verði breytt í íbúðarhúsnæði með allt að 14 íbúðum. Á norðurhluta hússins verður bætt við einni inndreginni hæð, á lóð verða alls 14 bílastæði eða 1 stæði pr. íbúð sbr. uppdrætti dags. 26.11.2015.
Lagt fram og kynnt.

16.1601517 - Kársnesskóli. Skólgerði. Færanlegar kennslustofur.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga sviðsstjóra umhverfisviðs dags. 18.1.2016 um heimild til að setja niður þrjár færanlegar kennslustofur vestan við Kópavogsskóla við Skólagerði sbr. uppdrátt.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skólagerðis 1, 3, 5, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 17; Holtagerðis 26, 28, 30, 32, 33, 34, 35 og 37.

17.1601641 - Selbrekka 20. Fjölgun íbúða.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi KRark, dags. 30.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta Selbrekku 20 úr einbýlishúsi í tvíbýlishús.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Selbrekku 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26.

18.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að stækkun tennishallarinnar frá Tennisfélagi Kópavogs og Tennishöllinni dags. 8.9.2015. Tillagan var til sýnis á skipulags- og byggingardeild frá 16.11.2015 til 11.1.2016. Þá var tillagan auglýst í Fréttablaðinu 13.11.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 16.11.2015. Þá var dreifibréf sent 17.11.2015 í íbúðarhús í nágrenni Tennihallarinnar til að vekja athygli á auglýstri tillögu. Kynningu lauk 11.1.2016. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Að auki bárust erindi til bæjaryfirvalda þar sem mælt var með stækkun Tennishallarinnar. Erindi bárust frá eftirtöldum:

Helga Óskari Óskarssyni, Hlíðarvegi 64, dags. 5.1.2016; frá Sigurði Erni Magnasyni, Lækjasmára 98, dags. 8.1.2016; frá Friðriki Þór Sigmarssyni, dags. 8.1.2016; frá Önnu Magnúsdóttur, Kópavogstúni 6, dags. 8.1.2016; frá Guðrúnu Benediktsdóttur, Ásmundi Hilmarssyni, Helga Þórissyni og Jóhannesi Birgi Jenssyni, dags. 11.1.2016; frá Guðrúnu Benediktsdóttur, Brekkusmára 2, dags. 11.1.2016; frá Unnsteini Jónssyni, Lindasmára 22, dags. 11.1.2016; frá Valtý Þórissyni og Elísu Guðlaugu Jónsdóttur, Lindasmára 2; Eggert Kistinssyni og Guðlaugu Hinriksdóttur, Lindasmára 42; Sylvíu Ólafsdóttur, Lindasmára 40; Elísu Guðlaugu Jónsdóttur, Lindasmára 42; Krístrúnu Zakaríasdóttur og Friðriki Haraldssyni, Lindasmára 50 dags. 11.1.2016; frá Guðmundi Sigurbergssyni, dags. 11.1.2016. Að auki barst athugasemd frá Gunnari Gylfasyni, Þinghólsbraut 33, dags. 11.1.2016, eftir að fresti til að skila inn athugasemdum lauk; Elísabetu Ólafsdóttur, Aðalþingi 11, dags. 8.1.2016; frá Ágústi Sigurjónssyni, Lautasmára 12, dags. 8.1.2016; frá Rut Steinsen, Þrymsölum 4, dags. 8.1.2016; frá Páli Kristinssyni, Lækjasmára 96, dags. 8.1.2016; frá Björg Ósk Bjarnadóttur, Klukkubergi 41, dags. 10.1.2016; frá Sólbjört Aðalsteinsdóttur, dags. 10.1.2016; frá Sigurði Óskarssyni, Hörðukór 1, dags. 10.1.2016; frá Emil B. Karlssyni, Brekkutúni 11, dags. 10.1.2016; frá Dr. Nínu Margréti Grímsdóttur og Styrkár Hendrikssyni, dags. 10.1.2016; frá Sigurði Norðdahl, dags. 10.1.2016; frá Grími Stein Emilssyni, dags. 10.1.2016; frá Gunnari Þór Finnbjörnssyni, Bakkasmára 21, dags. 10.1.2016; frá Heimi Þór Hermannssyni, Starhólma 12, dags. 10.1.2016; frá Eggerti Þór Þorsteinssyni, Hrauntungu 81, dags. 10.1.2016; frá Guðrúnu Ástu Magnúsdóttur og Joaquín Amesto Nuevo, Hlíðarvegi 18, dags. 10.1.2016; frá Ólafi Sveinssyni, dags. 11.1.2016; frá Sigurði Þorsteinssyni, Bollasmára 8, 11.1.2016; frá Stjórn Tennissambands Íslands, dags. 11.1.2016; frá Ingimar Guðjóni Bjarnasyni, Fífuhvammi 7, 11.1.2016; frá Klettaskóla, dags. 6.1.2016; frá Ernu Sigurðardóttur, Lautasmára 26, dags. 11.1.2016; frá Sigurði Jónssyni, dags. 11.1.2016; frá Helgu Hauksdóttir og Geir Gestssyni, Fífuhvammi 21, dags. 11.1.2016; frá Hildi Sigurðardóttur, Þinghólsbraut 67, dags. 11.1.2016; frá Bjarna Jóhanni Þórðarsyni, Álfatúni 25, dags. 11.1.2016; frá Eyþóri Gunnari Jónssyni, Núpalind 6, dags. 11.1.2016; frá Hótel Smára, Hlíðarsmára 13, dags. 11.1.2016; frá Kolbrúnu Sigurðardóttur og Jóni Þór Guðmundssyni, Straumsölum 5, dags. 9.1.2016; frá Dröfn Sigurðardóttur og Guðmundi Þorsteinssyni, Lindasmára 61, dags. 8.1.2016; frá Guðbrandi Elí Lúðvíkssyni, Þorrasölum 1-3, dags. 11.1.2016; frá Ólafi Helga Jónssyni, dags. 11.1.2016; frá Guðlaugu Hörpu Gunnarsdóttur, dags. 11.1.2016; frá Rögnu Sigurðardóttur, dags. 11.1.2016; frá Ragnari Tómas Árnasyni, dags. 11.1.2016; frá Rúrik Vatnarssyni, dags. 11.1.2016; frá Ernu Guðrúnu Sigurðardóttur, Lautasmára 26, dags. 11.1.2016; frá Helga Magnússyni, Hamraborg 5, dags. 11.1.2016; frá Júlíusi Þór Halldórssyni, dags. 11.1.2016.

Að auki barst undirskriftalisti með fyrirsögninni "Við styðjum stækkun Tennishallar" með 507 undirskriftum, mótt. 11.1.2016.
Hlé var gert á fundi kl. 18:25

Fundi var framhaldið kl. 18:38

Frestað.
Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Ása Richardsdóttir voru fylgjandi frestun.
Kristinn Dagur Gissurarson var á móti frestun.
Jón Finnbogason og Anna María Bjarnadóttir sátu hjá.

Kristinn Dagur Gissurarsona, fulltrúi Framsóknarflokksins telur að eðlileg málsmeðferð hefði verið að fresta málinu og vísa athugasemdum til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Anna María Bjarnadóttir tók undir bókun Kristins Dags Gissurarsonar.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi að Dalsmára 13 hefur verið kynnt í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs. Skipulags- og byggingardeild hefur móttekið erindi með athugasemdum og ábendingum frá fjölda bæjarbúa vegna tillögunnar. Undirrituð telja rétt að skipulags- og byggingardeild vinni úr innsendum erindum og leggi fyrir 1272. fund skipulagsnefndar málið til afgreiðslu.
Jón Finnbogason, Anna María Bjarnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson.

Þrír nefndarmenn óskuðu eftir að málinu verði frestað, m.a. vegna þess að gögn voru ekki aðgengileg fundarmönnum. Það er eðlileg stjórnsýsla að verða við því.
Ása Richardsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sverrir Óskarsson.

19.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði. Deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3. Tillaga er sett fram í skipulagsskilmálum og á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 10. ágúst 2015 í mkv. 1:1000. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 22.10.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 23.10.2015. Tillagan var send Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirlti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, Umhverffisstofnun, Isavia ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur til umsagnar. Kynningu lauk 7.12.2015. Athugasemd barst frá Vegagerðinni, dags. 13.11.2015; frá félagasamtökum Sukyo Mahikari, Nýbýlavegi 6, dags. 7.12.2015; frá Teiti Má Sveinssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Auðbrekku 7, dags. 7.12.2015. Ennfremur lögð fram umsögn Isavia, dags. 9.12.2015.

Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 18. janúar 2016.

Eftir að athugasemdafresti lauk bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum við Löngubrekku 41, 43, 45, og 47, dags. 17.1.2016; frá Árna Davíðssyni, dags. 15.1.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma.

Með tilvísan í lið 2.4 í skipulagsskilmálum svæðisins samþykkir skipulagsnefnd jafnframt að unnin verði nánari útfærsla á hönnun bæjarlandsins á deiliskipulagssvæðinu. Lögð verði áhersla á vandaða hönnun og efnisval m.a hvað varðar torg, opin svæði, gróður, lýsingu, göngu- og hjólaleiðir svo og yfirborð gatna. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti. Lindarvegur frá Bæjarlind að Fífuhvammsvegi. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta. Í breytingunni felst breikkun Lindarvegur um eina akrein frá Bæjarlind að Fífuhvammsveg. Lega göngustíga og hljóðmana/hljóðveggja breytist. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringaryppdráttum og umhverfisskýrslu og matslýsingu dags. 18.1.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bjærstjórnar.

21.1509910 - Brekkuhvarf 20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga ES Teiknistofu f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 20. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016 ásamt breyttri tillögu dags. 18.1.2016 þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir. Þá greint frá samráðsfundi með aðilum máls sem haldinn var 14.1.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 18.1.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn dags. 18.1.2016. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Sverrir Óskarsson, Jón Finnbogason, Sigríður Kristjánsdóttir og Anna María Bjarnadóttir samþykktu framlagða tillögu.

Margrét Júlía Rafnsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson og Ása Richardsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

22.1510036 - Lyngbrekka 18. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Ártúns ehf, f.h. lóðarhafa dags. 28.9.2015. Í erindi er óskað eftir að setja handrið úr gleri ofan á bílskúrsþak og timburpall ásamt tröppum sunnan- og vestanmegin við bílskúrinn sbr. uppdráttum dags. 28.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulag- og byggingardeildar.

Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar

23.15062191 - Sunnubraut 21-45 (oddatölur). Lóðaleigusamningar.

Lögð fram að nýju tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs að breyttum lóðamörkum Sunnubrautar 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43 og 45 vegna endurnýjunar á lóðaleigusamningum. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var málinu frestað og vísað til umsagnar bæjarlögmanns.
Frestað.

24.1509356 - Ögurhvarf 4a (áður Vatnsendablettur 72). Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa dags. 14.9.2015 að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 72. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lögð fram breytt tillaga dags. 18.1.2016 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.1.2016.
Frestað.

25.1601095 - Litlavör, breytt aðkoma.

Lagt fram erindi Bjarna S. Benediktssonar, Litluvör 3, dags. 28.12.2015 vegna gatnamótanna við Litluvör og Vesturvör.
Skipulagsnefnd samþykkti að farið verði í heildarendurskoðun á skipulagi Vesturvarar allt frá Urðarbraut í austur að Bakkabraut í vestur.

26.1601066 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breyting - RÚV reitur.

Lagt fram erindi frá umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur dags. 22.12.2015 vegna verklýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar á s.k. RÚV reit. Óskað er eftir umsögn fyrir 15.1.2016.
Lagt fram.

27.1601410 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breyting, nýr kirkjugarður.

Lagt fram erindi frá Reykjavíkurborg dags. 11.1.2016. Með vísan til 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, eru lögð fram til kynningar, drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 ásamt drögum að umhverfisskýrslu um nýjan kirkjugarð í Reykjavík.
Lagt fram.

28.1512568 - Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016. Breyting á aðalskipulagi vegna deiliskipulagsbreytingar Kauptúns.

Lagt fram erindi frá skipulagsstjóra Garðabæjar vegna breytingar á Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 í tengslum við breytingar á deiliskipulagi Kauptúns.
Lagt fram.

29.1601669 - Aðalskipulag Ölfus 2010-2022. Breyting.

Lögð fram til kynningar tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa Ölfuss að breyttu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Tillagan er sett fram á sveitarfélagsuppdrætti í mkv. 1:50.000 og þéttbýlisuppdrætti í mkv. 1:10.000 dags. 2.12.2015 ásamt greinargerð dags. 25.11.2015.
Lagt fram.

30.1601845 - Samantekt vegna funda skipulagsnefndar

Samantekt á fjölda mála sem tekin hafa verið fyrir hjá skipulagsnefnd árin 2005-2015.

2015 voru haldnir 19 fundir og 380 mál tekin fyrir.
2014 voru haldnir 17 fundir og 260 mál tekin fyrir.
2013 voru haldnir 14 fundir og 252 mál tekin fyrir.
2012 voru haldnir 20 fundir og 286 mál tekin fyrir.
2011 voru haldnir 12 fundir og 257 mál tekin fyrir.
2010 voru haldnir 12 fundir og 228 mál tekin fyrir.
2009 voru haldnir 16 fundir og 351 mál tekin fyrir.
2008 voru haldnir 26 fundir og 601 mál tekin fyrir.
2007 voru haldnir 24 fundir og 799 mál tekin fyrir.
2006 voru haldnir 26 fundir og 765 mál tekin fyrir.
2005 voru haldnir 27 fundir og 663 mál tekin fyrir.
Lagt fram.

31.16011064 - Hnoðraholt/Smalaholt. Aðgengi gangandi og hjólandi.

Fyrirspurn frá Sverri Óskarssyni um aðgengi gangandi og hjólandi yfir Arnarnesveg.
Óskað er eftir að skoðaðar verði aðstæður gangandi og hjólandi yfir Arnarnesveg á framkvæmdartíma og möguleg brú yfir Arnarnesveginn skv. gildandi deiliskipulagi.

Fundi slitið.