Skipulagsráð

2. fundur 06. febrúar 2017 kl. 16:30 - 19:10 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varamaður
 • Ása Richardsdóttir aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir
 • Smári Magnús Smárason
 • Steingrímur Hauksson
 • Salvör Þórisdóttir
 • Valdimar Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1701023 - Bæjarráð - 2854 - 19. janúar 2017

16051144 Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1611459 Álmakór 2. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16061213 Fjallalind 94. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1610247 Dalaþing 26. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1611552 Álmakór 6. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1701368 Gulaþing 19. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1605472 Holtagerði 8. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1701362 Hólmaþing 5 og 5b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1701534 Gunnarshólmi. Endurbætur og breytingar útihúsa.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1701507 Austurkór 50. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1701367 Fossvogsdalur stígar. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1701020 - Bæjarstjórn - 1150 - 24. janúar 2017

16051144 Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1611459 Álmakór 2. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

16061213 Fjallalind 94. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1610247 Dalaþing 26. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1611552 Álmakór 6. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1701368 Gulaþing 19. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1605472 Holtagerði 8. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1701362 Hólmaþing 5 og 5b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Ólafs Þórs Gunnarssonar.

1701534 Gunnarshólmi. Endurbætur og breytingar útihúsa.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1701507 Austurkór 50. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1701367 Fossvogsdalur stígar. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

3.1702044 - Smárinn. Reitur A01. Byggingaráform

Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 5 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram tillaga ARKÍS/TARK arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reit A01 í 201 Smári. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er ráðgert að byggja á reitnum 4-7 hæða fjölbýlishús með 55 íbúðum. Arnar Þór Jónsson, Halldór Eiríksson, arkitektar og Ingvi Jónasson, framkævmdastjóri Klasa ehf. kynna byggingaráformin.
Skipulagsráð telur að framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir reit A01 í deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1312123 - Hverfisáætlun Kársness 2017.

Lögð fram að nýju tillaga að Hverfisáætlun Kársness 2017. Hverfisáætlun er unnin í kjölfar aðalskipulags og þar koma fram nánari skilgreiningar og ákvæði fyrir hverfi bæjarins. Ein megin forsenda hverfisáætlunar er að færa stefnumið aðalskipulagins nær íbúum, taka miða af þörfum þeirra sem búa og starfa í hverfinu og skilgreina innviði þess sem nýtast áframhaldandi uppbyggingu og við endurbætur í hverfinu.
Lagt fram. Staða málins kynnt.

5.1609380 - Kársnes þróunarsvæði. Deiliskipulagslýsing.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Deiliskipulagslýsingin er dags. í október 2016. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. október 2016 var framangreind samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Ofangreind skipulagslýsing var kynnt frá 23. nóvember 2016 til 22. desember 2016. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2016 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Tekið var við athugasemdum og ábendingum til 16. janúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 18. nóvember 2016; frá Vegagerðinni sbr. bréf dags. 24. nóvember 2016; frá Samgögnustofu sbr. bréf dags. 12. desember 2016; Heilbrigðiseftirliti Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 29. nóvember 2016; frá Isavia dags. 28. nóvember 2016; frá Garðabæ sbr. bréf dags. 24. nóvember 2016 og frá Reykjavíkurborg sbr. bréf dags. 16. desember 2016. Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilu.

Eftirfarandi lagt fram:

1.
Deiliskipulagslýsing fyrir þróunarsvæði Kársnes. Hefur lýsingin verið yfirfarin með tilvísan í framkomnar ábendingar umsagnaraðila.
2.
Greinargerð VSÓ ráðgjöf: Uppbygging á Kársnesi. Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði dags. í desmeber 2016.
3.
Samantekt með athugasemdum og ábendingum er bárust skipulags- og byggingardeild Umhverfissvið er deiliskipulagslýsing þróunarsvæðis Kársness var kynnt, dags. 16. janúar 2016.
4.
Tillaga að vinnuskjali með atriðalista yfir þá þætti sem hafa skal til hliðsjónar við gerð deiliskipulags innan þróunarsvæðisins og fram komu m.a. í athugasemdum og ábendingum er deiliskipulagslýsingin var kynnt.
Með tilvísan í deiliskipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness samþykkir skipulagsráð að hefja megi vinnu við gerð deiliskipulags á reitum 5, 8, 9, 12 og 13 á þróunarsvæðinu.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Undirrituð vill hér eftir deiliskipuleggja vestasta hluta Kársnes sem eina heild en ekki í bútum líkt og hér er lagt til. Einnig er þörf á aðalskipulagsbreytingu, nýir tímar kalla á það. Táin öll, reitir 1-13 eru eitt svæði þar sem mikilvægt er að hugsa alla uppbyggingu samþætt, nýta frábærar hugmyndir úr skipulagssamkeppni um svæðið, vinna með eigendum núverandi húsnæðis og auglýsa eftir uppbyggingaraðilum með opnum hætti. Það er mikilvægt fyrir íbúa nessins, Kópavogsbúa og Höfuðborgarbúa alla að vita hver heildræn stefna bæjarins er varðandi gullmolann Kársnestá."

Fundarhlé kl 18:42
Fundi fram haldið kl 18:57

Bókun frá Theódóru Þorsteinsdóttur, Sigríði Kristjánsdóttur, Andrési Péturssyni, Ármanni Kr Ólafssyni, Karen Halldórsdóttur og Guðmundi Geirdal:
"Nýlegt aðalskipulag Kópavogs tekur á Kársnesinu í heild þar með kársnestánni. Kópavogsbúar komu að vinnu við aðalskipulag á íbúafundum og í gegnum kynningarferli tóku þeir þar þátt í að móta heildræna stefnu Kársnes.
Sú skipulagslýsing sem kynnt hefur verið fjallar um skilgreint þróunarsvæði í nýlegu aðalskipulagi Kópavogs. Í lýsingu er horft á svæðið heildstætt, er því ekki um neinn bútasaum um að ræða heldur vinnu sem tekur mið af því að gera uppbyggingu á Kársnesi sem best úr garði."

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Hér er lagt til að skipuleggja fimm reiti. Tveir eru búnir. Þá eru sex reitir eftir"

Bókun frá Ármanni Kr Ólafssyni:
"Skipulagslýsingin tekur á þessu öllu"

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Væri því ráð að skipuleggja samkvæmt því."

6.16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Aðalskipulagslýsing.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að aðalskipulagslýsingu fyrir brú yfir Fossvog sem ætluð verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Lýsingin er dags. í september 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. október 2016 var framangreind samþykkt skipulagsnefndar staðfest.
Ofangreind skipulagslýsing var kynnt frá 23. nóvember 2016 til 22. desember 2016. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 23. nóvember 2016 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Tekið var við athugasemdum og ábendingum til 16. janúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 28. nóvember 2016; frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sbr. bréf dags. 22. desember 2016; frá Náttúrufræðistofu Kópavogs bréf dags. 14. desember 2016; frá Heilbrigðiseftirliti Hafarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 29. nóvember 2016; og frá Umhverfisstofnun sbr. bréf dags. 9. desember 2016; Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilu.

Eftirfarandi lagt fram:

1.
Aðalskipulagslýsing fyrir Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Hefur lýsingin verið yfirfarin með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar umsagnaraðila.
2.
Greinargerð VSÓ ráðgjöf: Uppbygging á Kársnesi. Áhrif á umferð, hljóðvist og loftgæði dags. í desmeber 2016.
3.
Samantekt með athugasemdum og ábendingum er bárust skipulags-og byggingardeild Umhverfissviðs er aðalskipulagslýsingin var kynnt
Með tilvísan til ofangreindrar aðalskipulagslýsingar samþykkir skipulagsráð að hefja megi vinnu við gerð aðalskipulagsbreytingar vegna Brúar yfir Fossvogs fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Til að hægt sé að réttlæta eins umfangsmikla og dýra framkvæmd sem þessa brú, þurfa að liggja fyrir upplýsingar um að hún sé veruleg samgöngubót fyrir vistvænar samgöngur. Undirrituð hefur ítrekað óskað eftir upplýsingum um greiningu á þörf fyrir umrædda brú, könnun á ferðavengjum fólks og styttingu á göngu- og hjólaleiða sem brúin skapar, en hef ekki fengið svör.
Ég vil enn og aftur fara fram á að fá þær upplýsingar.
Jafnframt vil ég biðja um að skipulagsráð verði upplýst um áætlaðan kostnað við byggingu brúarinnar, hlutdeild Kópavogs í þeim kostnaði og hvernig Kópavogur áætlar að fjármagna þann kostnað.
Mikilvægt er að hraða uppbyggingu göngu- og hlólreiðastíga í Kópavogi, þannig að hjólreiðar verði raunhæfur valkostur í samgöngum fyrir sem flesta. Ljóst er að fjármagn þarf í þær framkvæmdir. Það verkefni ætti að vera í forgang umfram brúarframkvæmdir.
Ég vil taka undir athugasemd Landsambands hjólreiðarmanna um að fjármögnun við umrædda brú verði óháð framlagi ríkisins til stígagerðar. Ekki er síður mikilvægt að árétta að fjármögnun umræddrar brúar verði óháð framlagi Kópavogs til stígagerðar."

Margrét Júlía situr hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun frá Ármanni Kr Ólafssyni:
"Flest ef ekki allt það sem Margrét Júlía hefur spurningar um mun skýarst í vinnu þess starfhóps sem nú er að störfum og í sitja fulltrúar Kópavogs, Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar."

Fundi slitið - kl. 19:10.