Lögð fram að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að staðsetningu færanlegra kennslustofa á lóð Kársnesskóla við Vallargerði. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. í mars 2017.
Skipulagsráð samþykkti 20. mars 2017 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og Kópavogsbrautar 41, 43, 45, 47, 49, 51, 55, 57. Athugasemdafresti lauk 27. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. maí 2017.