Skipulagsráð

8. fundur 15. maí 2017 kl. 16:30 - 19:35 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Ása Richardsdóttir aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir
 • Smári Magnús Smárason
 • Steingrímur Hauksson
 • Salvör Þórisdóttir
 • Valdimar Gunnarsson
 • Auður Dagný Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla skipulagsstjóra

1.1704020F - Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 2. fundur 24.04.2017

1702040 Breiðahvarf 4a. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsstjóri samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

1701368 Gulaþing 19. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsstjóri samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

1702250 Fornahvarf 1. Viðbygging og hesthús. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsstjóri samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1704024F - Bæjarráð - 2868. fundur 27.04.2017

16111197 Fagraþing 2. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.1704031F - Bæjarráð - 2869. fundur 04.05.2017

1701368 Gulaþing 19. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1702250 Fornahvarf 1, viðbygging og hesthús. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

4.1705002F - Bæjarstjórn - 1157. fundur frá 09.05.2017

1701368 Gulaþing 19. Breytt deiliskipulag.
Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra. Bæjarstjórn staðfestir embættisafgreiðslur skipulagsstjóra með 11 atkvæðum.

1702250 Fornahvarf 1, viðbygging og hesthús. Breytt deiliskipulag.
Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra. Bæjarstjórn staðfestir embættisafgreiðslur skipulagsstjóra með 11 atkvæðum.

16111197 Fagraþing 2. Breyting á deiliskipulagi.
Skipulagsráð. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

5.1611452 - Smárinn. Nafngiftir á götum.

Á fundi skipulagsráðs 3. apríl 2017 var lagt fram vinnuskjal dags. 28. mars 2017 með tillögum er bárust í nafnasamkeppni - götur og torg í 201 Smári. Alls bárust liðlega 1.200 tillögur um nöfn.
Skipulagsráð fól skipulags- og byggingardeild að taka saman í samvinnu við Klasa ehf. og Reginn hf. lista með amk. 10 tillögum er bárust í nafnasamkeppni um götur og torg í 201 Smári og leggja fyrir næsta afgreiðslufund ráðsins.
Lagt fram að nýju.
Lögð fram tillaga starfshóps að nafngiftum í samkeppni - götur og torg í 201 Smári. Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

6.1705484 - Lyngbrekka 2. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Lyngbrekku 2 dags. 2. maí 2017 þar sem farið er fram á heimild til að taka niður kant og gangstétt og útbúa nýtt bílastæði með aðkomu frá Bröttubrekku.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

7.1705485 - Huldubraut 23. Breytt aðkoma á bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Huldubrautar 23 dags. 5. maí 2017 þar sem óskað er eftir að útbúa viðbótar innkeyrslu og bílaplan vestan megin við húsið skv. meðfylgjandi skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

8.1702406 - Víghólastígur 14. Kynning á byggingaleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingatæknifræðings dags. 11. janúar 2017 fyrir hönd lóðarhafa að Víghólastíg 14 þar sem óskað er eftir breytingum á þaki bílskúrs. Uppdráttur í mælikvarða 1:100. Samþykki meðeiganda liggur fyrir.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víghólastígs 11a, 11b, 12, 13 og Digranesvegi 75 og 77. Athugasemdafresti lauk 19. apríl 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1703842 - Hlégerði 17. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa íbúðar 01-01 við Hlégerði 17 þar sem óskað er eftir stækkun íbúðar. Í breytingunni felst viðbygging til vesturs að heildarstærð 58,2 m2. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:1000 og skýringarmyndum dags. 30. nóvember 2016 ásamt undirrituðu samþykki meðeigenda dags. 6. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkti 20. mars 2017 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Hlégerðis 8, 10, 12, 15, 19 og Kópavogsbrautar 84 og 86. Athugasemdafresti lauk 15. maí 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1703541 - Kársnesskóli við Skólagerði. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að staðsetningu færanlegra kennslustofa á lóð Kársnesskóla við Skólatröð. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. í mars 2017.
Skipulagsráð samþykkti 20. mars 2017 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hófgerðis 12, 14, 16 og Skólagerðis 1 og 6. Athugasemdafresti lauk 27. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. maí 2017.
Frestað.

Almenn erindi

11.1703542 - Kársnesskóli við Vallargerði. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að staðsetningu færanlegra kennslustofa á lóð Kársnesskóla við Vallargerði. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. í mars 2017.
Skipulagsráð samþykkti 20. mars 2017 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og Kópavogsbrautar 41, 43, 45, 47, 49, 51, 55, 57. Athugasemdafresti lauk 27. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. maí 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1701484 - Álfhólsvegur 102, Álfhólsskóli. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að lokinni kynningu erindi sviðsstjóra Umhverfissviðs dags. 30. maí 2017 varðandi viðbyggingu við Álfhólsskóla við Álfhólsveg 102. Í tillögunni dags. 16. janúar 2017 er gert ráð fyrir að byggja við núverandi húsnæði til austurs og norðurs. Byggingarreitur fyrirhugaðrar viðbyggingar er um 30 m að lengd og 16 m á breidd. Vegg- og hámarkshæð viðbyggingar er áætluð 4,8 m til 7 m. Hámarks byggingarmagn viðbyggingar á áætlað um 990 m2. Aðkoma breytist og bílastæðum fjölgar um 45 stæði á norðausturhluta lóðarinnar sbr. teikningar Benjamíns Magnússonar í mkv. 1:100 dags. 29. maí 2010. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum 16. janúar 2017 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 98, 104, 115, 117, 119, 121, 123, 125, 127, 129, 131, Álfheiðar 8, 10 og Skálaheiðar 7 og 9. Kynningartíma lauk 27. febrúar 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 15. maí 2017. Í umsögninni er lagt til að komið sé til móts við athugasemdir varðandi bílastæði, fallist er á að bílastæðafjöldi og aðkoma verði óbreytt miðað við núverandi ástand.
Tillagan lögð fram að nýju með ofangreindum breytingum dags. 15. maí 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.1705480 - Hlíðarvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnarssonar byggingarverkfræðings fyrir hönd lóðarhafa að Hlíðarvegi 37 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja tvo samliggjandi bílskúra við hlið bílskúrs sem stendur á lóðinni. Hvor bílskúr verður 35,9 m2, samtals 71,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 4. apríl 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum að Hlíðarvegi 35, 39, Hrauntungu 54, 56 og 58.

Almenn erindi

14.1704288 - Fagrabrekka 13. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga Byggvir ehf. hönnunar- og tækniþjónusta þar sem óskað er heimildar til að endurgera þak hússins að Fögrubrekku 13. Við endurgerðina hækkar hluti þaksins um 50 sm miðað við núverandi þak. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 11, 12, 14, 15, Álfhólsvegi 143, 143a, 145 og 147.
Lóðarhafi sendi í kjölfarið erindi með ósk um undanþágu með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin mun hafa óveruleg áhrif, ef nokkur á "landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn" þeirra lóðarhafa sem átti að grenndarkynna tillöguna fyrir. Lagður fram uppdráttur þar sem ofangreindir lóðarhafar við Fögrubrekku og Álfhólsveg hafa undirritað og gera því ekki athugasemdir við að þak á Fögrubrekku 13 verði breytt skv. teikningu dags. 30. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1702247 - Markavegur 9. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að lokinni kynningu erindi Arnars Þorvaldssonar lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni Markavegi 9. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og lóð um 5 m. til austurs. Uppdráttur í mælikvarða 1:100 dags. 1. febrúar 2017 ásamt erindi. Skipulagsráð samþykkti 9. febrúar 2017 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Heimsenda 16 og 18. Athugasemdafresti lauk 3. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 15. maí 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.1704228 - Skjólbraut 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram af nýju leiðrétt erindi lóðarhafa Skjólbrautar 11 dags. 6. apríl 2017 þar sem fram kemur að húsið er á deiliskipulögðu svæði. Í erindinu felst ósk um að rífa einbýlishús á lóðinni um 120 m2 að flatarmáli byggt úr holsteini 1945 ásamt 17 m2 bílskúr byggður 1950. Lóðin er um 990 m2 að flatarmáli. Í erindinu er jafnframt óskað eftir að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og parhús með samtals fjórum íbúðum verði byggð á lóðunum. Samanlagt gólfflatarmál er áætlað um 570 m2 og nýtingarhlutfall 0,58. Uppdrættir ES Teikninstofu í kv. 1:100 og 1:500 dags. 4. apríl 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.1703848 - Bakkabraut 8. Hafnarbraut 13 -15. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga Basalts arkitekta dags. 16. mars 2017 fh. lóðarhafa Bakkabrautar 8. Í tillögunni felst að breyta annari hæð í norðurhluta hússins í tvær íbúðir. Auk þess er sótt um að spennistöð verði færð á vesturhluta lóðar Hafnarbrautar 9-15, við lóðamörk Bakkabrautar 8. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum dags. 16. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkti 20. mars 2017 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Bakkabrautar 5a, 5b, 5c, 5d, 5e, 7a, 7b, 7c, 7d, 6, 8, 10 og Hafnarbrautar 9, 11 og 13. Athugasemdafrestur var til 5. maí 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Lagt fram að nýju ásamt framkomnum athugasemdur og ábendingum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. maí 2017. Í umsögninni er lagt til að komið sé til móts við framkomnar athugasemdir varðandi spennistöð við lóðamörk Hafnarbrautar 13 - 15 og Bakkabrautar 8. Þá lögð fram tillaga Basalt arkitekta dags. 11. maí 2017 að breyttu yfirbragði hússins nr. 8 við Bakkabraut.
Tillagan lögð fram að nýju með áorðnum breytingum dags. 15. maí 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Guðmundur Geirdal vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

18.1704287 - Hafnarbraut 13-15. Byggingaráform.

Með tilvísan í deiliskipulag fyrir Hafnarbraut 9-15 og Bakkabraut 10 samþykkt í bæjarstjórn 12. apríl 2016 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 23. maí 2016 er lögð fram tillaga Teiknistofunnar Traðar fh. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Hafnarbraut 13- 15 dags. í maí 2017 þar sem jafnframt kemur staðsetning spennistöðvar á mörkum lóðanna Hafnarbraut 13-15 og Bakkabraut 8.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

Almenn erindi

19.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Vesturvör 38-50. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs dags. 3. október 2016 að breyttu deiliskipulagi við Vesturvör 38 til 50. Í tillögunni er gert ráð fyrir að breyta lóðarmörkum Vesturvarar 38a og stækka lóðina úr 5.000 m2 í 8.900 m2, auka núverandi byggingarmagn úr 3.000 m2 í 12.000 m2 og færa byggingarreit til norðurs. Auk þess er gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu 6.800 m2 að stærð. Hámarks grunnflötur er áætlaður 3.600 m2. Mænishæð og hámarks vegghæð hækkar úr 10 metrum í 16 metra. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 240 stæði þar af um 200 stæði í niðurgrafinni bílageymslu.
Lóðarmörk Vesturvarar 38b breytast og stækkar lóðin úr 5.000 m2 í 11.300 m2. Gert er ráð fyrir að auka núverandi byggingarmagn úr 3.000 m2 í 12.000 m2 og færa byggingarreit til norðurs. Auk þess er nú gert ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu 6.800 m2 að stærð. Hámarks grunnflötur er áætlaður 4.800 m2. Mænishæð og hámarks vegghæð hækkar úr 10 metrum í 27 metra. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 240 stæði þar af um 200 stæði í niðurgrafinni bílageymslu.
Einnig er gert ráð fyrir að breyta lóðarmörkum Vesturvarar 40, minnka hana úr 11.700 m2 í 8.400 m2 með því að færa norðurlóðarmörk til suðurs um 50 metra og breyta heiti lóðarinnar í Vesturvör 40 til 42. Dregið er úr byggingarmagni sem ráðgert var 6.000 m2 í 5.000 m2 og byggingarreitur færður til suðurs. Hámarks grunnflötur er 3.900 m2. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 100 m2 húsnæðis eða um 50 stæði.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að breyta lóðarmörkum Vesturvarar 42-48, minnka hana úr 11.700 m2 í 9.000 m2 með því að færa norðurlóðarmörk til suðurs um 50 metra og breyta heiti lóðarinnar í Vesturvör 44 til 48. Dregið er úr byggingarmagni sem ráðgert var 6.000 m2 í 4.500 m2 og byggingarreitur færður til suðurs og rúmar hann þrjá innri byggingarreiti með mænisstefnur í austur ? vestur. Hámarks grunnflötur er 3.000 m2. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 90 stæði.
Aðkoma að svæðinu er óbreytt en ný gata er lögð í framhaldi af Versturvör vestan við hús nr. 32 til 36 sem aðkoma að lóðunum nr. 40 til 50. Ekki er gert ráð fyrir að Vesturvör milli atvinnuhúsanna nr. 34 og 36 tengist húsagötunni við Vesturvör 38a og 38b.
Skipulagssvæðið er óbyggt landfyllingarsvæði sem að stærsta hluta er búið að verja fyrir ágangi sjávar. Kantur sjóvarnar verður í kóta 5 en meðal hæð núverandi fyllingar er í kóta 4.2. Gert er ráð fyrir að hluta núverandi landfyllingar verði hækkuð í kóta 5.4.
Byggingarreitur og lóðin að Vesturvör 50 er óbreytt.
Heildar aukning fermetra í athafnahúsnæði er um 15.500 m2. Almennt er vísað í samþykkt deiliskipulag fyrir Vesturvör 38 til 50, birt í B- deild Stjórnartíðinda 30. nóvember 2012. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 3. október 2016. Tillagan var kynnt í samræmi við 1. mg. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 7. mars 2017. Auglýsing um breytinguna birtist í Fréttablaðinu 4. mars 2017 og í Lögbirtingablaðinu 7. mars 2017. Tillagan var jafnframt kynnt á almennum fundi í Kársnesskóla 29. nóvember 2016. Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum var til 25. apríl 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Isavia dags. 5. maí 2017. Einnig barst erindi frá Reykjavíkurborg dags. 5. maí 2017 þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Þá lögð fram umsögn við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 15. maí 2017. Í umsögninni kemur m.a. fram að laggt er til að komið sé til móts við innsendar athugasendir og ábendingar Isavia með því að skýra betur á deiliskipulagsuppdrætti að byggingarreitur Vesturvarar 38a og 38b fari ekki uppfyrir hindrunarflöt Reykjavíkurflugvallar.
Tillagan lögð fram að nýju með áorðnum breytingu dags. 15. maí 2017.
Skipulagsráð samþykkir framlagað tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Undirrituð leggst gegn því að deiliskipuleggja norðvesturtá Kársnes, einvörðungu sem atvinnusvæði. Þar ætti að breyta aðalskipulagi og reisa blandaða byggð. Hér er ein fallegasta strandlengja höfuðborgarlandsins sem mikilvægt er að sem flestir fái notið."

Bókun frá Theódóru Þorsteinsdóttur, Sigríði Kristjánsdóttur, Júíusi Hafstein, Guðmundi Gierdal, Kristni Degi Gissurarsyni, Andrési Péturssyni og Ármanni Kr. Ólafssyni:
"Hér er verið að samþykkja deiliskipulag á lóðunum Vesturvör 38-40. Útfærsla svæðis suður og vestur af henni mun taka breytingum við síðari útfærslu á svæðinu."

Margrét Júlía tekur undir þessa samþykkt og að tillögunni sé vísað áfram.

Ása Richarsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Almenn erindi

20.17031299 - Kársneshöfn. Bakkabraut 1 til 23, Nesvör 1 og Vesturvör 29 og 31. Svæði 8. Breytt deiliskipulag

Lögð fram til tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 15. maí 2017 að breyttu deiliskipulagi Kársneshafnar sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. janúar 1990. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðarmörkum Vesturvarar 30 og 32 til norðurs, lóðarmörkum Bakkabrautar 6-16 til austurs, smábátahafnarinnar til suðurs og opnu bæjarlandi til vesturs.
Svæðið sem er um 5 ha að stærð er hluti þróunarsvæðis Kársnes og nær til núverandi lóða Bakkabrautar 5, 7, 9 og Vesturvarar 29. Deiliskipulagssvæðið er sem svæði 8, reitir 1-7 í samþykktri skipulagslýsingu fyrir umrætt svæði.
Í breytingunni felst að koma fyrir um 129 nýjum íbúðum á svæðinu, endurnýja hluta eldra athafnahúsnæði og reisa nýtt húsnæði fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir að núverandi athafnahúsnæði við Bakkabraut 9 verði rifið. Heildarbyggingarmagn á svæði 8 verður eftir breytingu um 25.000 m2 þar af um 11.000 m2 í verslun, þjónustu og athafnahúsnæði. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum, greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 15. maí 2017. Þá lögð fram greinargerðin Kársnes-Þróunarsvæði. Umhverfisskýrsla. Mannvit 12. maí 2017 og minnisblað Mannvits dags. 12. maí 2017 Deiliskipulag þróunarsvæðis á Kársnesi - svæði 8 - umhverfismál.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

21.1703856 - Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts dags. í áí 2017 þar sem óskað er heimildar til að rífa einbýlishús á lóðinni byggt 1953 ásamt bílskúr byggður 1977 samtals 112,7 m2 að flatarmáli. Lóðin er 986,0 m2 og núverandi nýtingarhlutfall 0,11. Jafnframt er óskað heimildar til að byggja á lóðinni fjögurra íbúða hús á tveimur hæðum auk kjallara og tveimur innbyggðum bílskúrum. Samanlagður gólfflötur er áætlaður liðlega 750 m2 og nýtingarhlutfall 0,8. Hámarkshæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 6,2 m. Miðað er við tvö bílastæði á íbúð innan lóðar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

22.1705033 - Víðigrund 35. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Ingunnar Hafstað arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Víðigrundar 35 þar sem óskað er eftir heimild fyrir viðbyggingu á vesturhlið hússins og tengibyggingu á austurhlið að bílskúr sem einnig er sótt um. Viðbyggingin er 16 m2, tengibyggingin er 11,4 m2 og bílskúrinn 29,5 m2, samtals stækkun 56,9 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 11. apríl 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 19, 21, 33, 37 og 39.

Almenn erindi

23.1705482 - Álfhólsvegur 23. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Alterance arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Álfhólsvegar 23 þar sem óskað er eftir heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni um 160 m2 að flatarmáli byggt 1957 og byggja í staðin 6 íbúða hús með einu bílastæði á hverja íbúð. Lóðin er um 1,050 m2 að flatarmáli. Nýbyggingin yrði um 721 m2 og nýtingarhlutfallið því 0,69 fyrir utan hjólaskýli og sorpgeymslu. Lagt fram ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. apríl 2017.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

24.1705523 - Aflakór 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Aflakórs 4 að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að hámarkshæð þaks lækkar úr 7,5 í 7,3 m. Gert er ráð fyrir einhalla þaki sem fer upp fyrir byggingarreit að hluta í suðurenda hússins. Uppdráttur ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 23. apríl 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagað tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 1, 2, 3, 5, 7 og 6.

Almenn erindi

25.1702284 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Verklýsing. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 20. febrúar 2017 var lögð fram tillaga að verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040. Lýsingin, sem dags. er í febrúar 2017 nær til hágæðakerfis almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlínu. Tillagan var kynnt í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. mars til og með 25. apríl 2017. Umsagnir bárust frá: Baldri Snæ Jónssyni dags. 21. apríl 2017 þar sem óskað er eftir svörum við nokkrum spurningum sem lúta aðallega að járnbrautum verði þær fyrir valinu; frá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 4. apríl 2017 sem ráðleggur hvernig best er að nálgast loftgæðamælingar úr farstöðvum á höfuðborgarsvæðinu; frá Minjastofnun, dags. 7. apríl 2017 sem bendir á að fullnægjandi minjaskrá þurfi að liggja fyrir á áhrifasvæði framvæmda eigi stofnunin að geta metið áhrif framkvæmda á fornleifar, hús og mannvirki; frá Samgöngustofu, dags. 30. mars 2017 sem gerir að svo stöddu engar athugasemdir við verkefnislýsingu svæðisskipulagsbreytinga; frá Skipulagsráði Kópavogs, dags. 2. mars 2017 þar sem fram kemur bókum um að Kópavogsbær leggi ofurkapp á að fyrsti áfangi Borgarlínuverkefnis fari um Smárann sem er í svæðisskipulagi skilgreindur sem svæðiskjarni; frá Skipulagsstofnun, dags. 31. mars 2017 sem bendir á mikilvægi þess að við umhverfismat svæðis- og aðalskipulagsbreytinga séu metin áhrfi aukinnar uppbyggingar við Borgarlínu á yfirbragð byggðar og nærumhverfið. Einnig leggur Skipulagstofnun til að tilgreina eigi Landsskipulagsstefnu 2015-2026 þar sem fjallað verður um samræmi við aðrar áætlanir stjórnvalda; frá Umhverfisstofnun, dags. 6. apríl 2017 sem telur jákvætt að festa í sessi leið sem þjóna á hágæða almenningssamgöngum þar sem slíkt gæti bætt loftgæði, dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar þörf fyrir auknar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu; frá Vegagerðinni, dags. 6. apríl 2017 sem gerir engar athugasemdir við verkefnislýsingar svæðis- og aðalskipulagsbreytinga.
Þá lagt fram erindi svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 9. maí 2017 um framvinduskýrslu COWI - valkostagreining Borgarlínu ásamt framvinduskýrslu COWI "Recommended Borgarlína alignments - progress report dags. í maí 2017.
Lagt fram. Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri gerði grein fyrir málinu.

Almenn erindi

26.1602246 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Breyting. Verklýsing. Borgarlína og auknar byggingarheimildir.

Á fundi skipulagsráðs 20. febrúar 2017 var lögð fram verkefnalýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Í lýsingunni felst að gert verður ráð fyrir Borgarlínu og auknum byggingarheimildum innan áhrifasvæða hennar í aðalskipulagi bæjarins. Lýsingin sem er samhljóða lýsingum fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Gaðabæjar, Seltjarnarness, Reykjavíkur og Morfellsbæjar er dags. í febrúar 2017. Lýsingin var kynnt með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 frá 10. mars til og með 25. apríl 2017.
Lagt fram.

Almenn erindi

27.1705575 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Breyting á aðalskipulagi. Afmörkun samgöngu- og þróunaráss höfuðborgar-svæðisins.Vinnslutillaga.

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 er lögð fram vinnslutillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. í tillögunni kemur fram lega og afmörkun samgöngu- og þróunarás Borgarlínu höfuðborgarsvæðisins innan lögsögu Kópavogsbæjar, helstu stöðvar (kjarnastöðvar) Borgarlínunnar ásamt viðmiðum (heimildum) um aukið byggingarmagn og bílastæðakröfur á áhrifasvæðum hennar. Breytingin er sett fram í greinargerð dags. í maí 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða vinnslutillögu að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.
Sigríður Kristjánsdóttir, undir liðnum önnur mál, færði skipulagsstjóra bókina "Um skipulag bæja" eftir Guðmund Hannesson, endurútgáfa Reykjavík 2017.

Fundi slitið - kl. 19:35.