Skipulagsráð

9. fundur 29. maí 2017 kl. 16:30 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hreiðar Oddsson varamaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson
 • Salvör Þórisdóttir
 • Valdimar Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Hreiðar Oddsson mættur sem varamaður Theódóru S. Þorsteinsdóttur af A-lista.
Pétur Hrafn Sigurðsson mættur sem varamaður Ásu Richardsdóttur af B-lista.
Guðmundur Geirdal varaformaður stýrði fundi í fjarveru formanns.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1705008F - Bæjarráð - 2871. fundur - 18.05.2017

1702040 Breiðahvarf 4a. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1611452 Smárinn. Nafngiftir á götum.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1702406 Víghólastígur 14. Kynning á byggingaleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1703842 Hlégerði 17. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1703542 Kársnesskóli við Vallargerði. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1701484 Álfhólsvegur 102, Álfhólsskóli. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1704288 Fagrabrekka 13. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1702247 Markavegur 9. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1704228 Skjólbraut 11. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1703848 Bakkabraut 8. Hafnarbraut 13 -15. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1103073 Kársneshöfn. Athafnasvæði. Vesturvör 38-50. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

17031299 Kársneshöfn. Bakkabraut 1 til 23, Nesvör 1 og Vesturvör 29 og 31. Svæði 8. Breytt deiliskipulag
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1705015F - Bæjarstjórn - 1158. fundur frá 23.05.2017

1702040 Breiðahvarf 4a. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1611452 Smárinn. Nafngiftir á götum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1702406 Víghólastígur 14. Kynning á byggingaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1703842 Hlégerði 17. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1703542 Kársnesskóli við Vallargerði. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1701484 Álfhólsvegur 102, Álfhólsskóli. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða þessa fundar Lagður er fram uppfærður uppdráttur og umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 19.05.2017, sem unnið var á milli funda, með ákvörðun skipulagsráðs. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1704288 Fagrabrekka 13. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1702247 Markavegur 9. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1704228 Skjólbraut 11. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Ólafs Þórs Gunnarssonar.

1703848 Bakkabraut 8. Hafnarbraut 13 -15. Breytt deiliskipulag.
Guðmundur Gísli Geirdal vék af fundi vegna vanhæfis við afgreiðslu málsins. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

1103073 Kársneshöfn. Athafnasvæði. Vesturvör 38-50. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum gegn atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurlaugar Kristínar Sævarsdóttur.

17031299 Kársneshöfn. Bakkabraut 1 til 23, Nesvör 1 og Vesturvör 29 og 31. Svæði 8. Breytt deiliskipulag
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.17051491 - Hólahjalli 2. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Hólahjalla 2 dags. 18. maí 2017 þar sem farið er fram á heimild til að taka niður kant, gangstétt og ljósastaur svo hægt sé að útbúa nýtt bílastæði á lóðinni sbr. meðfylgjandi ljósmynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

4.17051598 - Skólagerði 21. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Skólagerðis 21 dags. 19. maí 2017 þar sem farið er fram á heimild til að taka niður kant og gangstétt svo hægt sé að útbúa nýtt bílastæði fyrir framan húsið á lóðinni sbr. meðfylgjandi ljósmynd.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

5.1703844 - Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkítekts dags. 23. febrúar 2017 fh. lóðarhafa lóðar nr. 7 við Mánabraut þar sem sótt er um stækkun á húsi um 49,2 m2. Í breytingunni felst hækkun þaks og gólfs í bílskúr um 50 cm. auk stækkunar til suðurs og norðurs, húsið stækkað til suðurs og verður að hluta til stofa og herbergi, fyrirkomulag innanhúss endurskipulagt og steyptur nýr stigi niður í kjallara auk þess að þakskyggni húss yrði framlengt fram yfir núverandi bílskúr að norðanverðu og að hluta að sunnanverðu yfir nýjan sólpall. Uppdráttur í mkv. 1:100, 1:1200 og 1:1500 ásamt skýringarmyndum og erindi dags. 23. febrúar 2017. Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 5, 6, 8, 9 og Sunnubrautar 6 og 8. Athugasemdafresti lauk 5. maí 2017. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Mánabrautar 9 dags. 4. maí 2017. Lagt fram undirritað samkomulag lóðarhafa Mánabrautar 7 og 9 dags. 12. maí 2017. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 23. maí 2017.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1608511 - Jórsalir 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar arkítekts fyrir hönd lóðarhafa Jórsala 12 þar sem óskað er eftir að setja kvist í þak í norður og byggja við þak á vesturgafl. Uppdrættir í mælikvarðanum 1:500 og 1:100, dags. 15. júní 2011. Skipulagsnefnd samþykkti 15. ágúst 2016 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Jórsölum 6, 8, 10, 14 og Logasölum 9. Lagður fram uppdráttur móttekinn 18. maí 2017 með undirrituðun ofangreindra lóðarhafa sem gera ekki athugasemd við breytinguna.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.17011004 - Lækjasmári 11-17. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi húsfélagsins Lækjasmára 11-17 dags. 23. janúar 2017 þar sem óskað er eftir að sameina lóðir húsanna nr. 11, 13, 15 og 17 við Lækjasmára þannig að um eina lóð sé að ræða í stað fjögurra lóða. Á fundi skipulagaráðs 20. mars 2017 var erindinu hafnað þar það væri ekki skilyrði í lögum um fjöleignahús nr. 26/1994 að fjölbýlishús standi á einni lóð svo hægt sé að gera eignaskiptayfirlýsingu. Þá lagt fram erindi Björns Ragnars Lárussonar fh. stjórnar húsfélagsins Lækjasmára 11-17 dags. 29. mars 2017 þar sem m.a. koma fram nánari upplýsingar vegna óska húsfélagsins um að sameina ofangreindar lóðir. Lagt fram erindi lögfræðideildar dags. 24. maí 2017 varðandi endurupptöku málsins.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Lækjasmára 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23.

Almenn erindi

8.1701362 - Hólmaþing 5 og 5b. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Björns Árdal, lóðarhafa Hólmaþingi 5 dags. 13. janúar 2017 þar sem óskað er eftir að skipta 3.165 m2 lóð að Hólmaþingi 5 í tvær lóðið. Hólmaþing 5 verður eftir breytingu 2.020 m2 og lóðin að Hólmaþingi 5b verður 1.145 m2. Ný aðkoma er gerð að Hólmaþingi 5 sem færist frá Hólmaþingi að Gulaþingi. Á lóðinni að Hólmaþingi 5 verður byggingarréttur óbreyttur en á lóðinni Hólmaþingi 5b er gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð auk kjallara. Grunnflötur er áætlaður 136 m2 og samanlagður gólfflötur 272 m2. Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð. Aðkoma yrði óbreytt sbr. gildandi deiliskipulag þ.e. milli Hólmaþing 3 og 7. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 13. janúar 2017. Skipulagsráð samþykkti erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Athugasemdafresti lauk 3. apríl 2017. Ábendingar og athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn um athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma, dags. 15. maí 2017.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1703870 - Faldarhvarf 11-13. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju eftir kynningu tillaga Helga Hjálmarssonar arkítekts dags. 17. mars 2017 fh. lóðarhafa Faldarhvarfs 11-13. Breytingin felur í sér fella út fyrri samþykkt fyrir hringstiga og breyta í pallastiga, stækkun á stigapalli á norðurhlið húsanna yrði 160 cm. x 240 cm. eða í heild 3,84 m2. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 29. desember 2016. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda breytingu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfi 2, 4, 4a og Faldarhvarfi 1, 3, 5, 7, 9, 15 og 17. Athugasemdafresti lauk 15. maí 2017.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1610149 - Fífuhvammur 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sindra Freys Ólafssonar, lóðarhafa Fífuhvammi 11 dags. í september 2016 þar sem óskað er eftir leiðréttingu á skráningu fasteignar á þann veg að ósamþykkt íbúð verði skráð samþykkt og fái fastanúmer. Fífuhvammur 11 er fjölbýlishús með þremur samþykktum íbúðum, einni ósamþykktri og tveimur bílskúrum. Á fundi skipulagsnefndar 17. október 2016 var afgreiðslu erindisins frestað og óskað eftir umsögn byggingarfulltrúa. Á fundi skipulagsnefndar 21. nóvember 2016 var málinu frestað og óskað eftir lagfærðum teikningum.
Lagðar fram lagfærðar teikningar unnar af Ólafi V. Björnssyni verkfræðingi í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 28. mars 2017. Ennfremur fylgir með samþykki meðeiganda Fífuhvammi 11.Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 9, 13 og Víðihvamms 4.
Lagður fram uppdráttur þar sem ofangreindir lóðarhafar við Fífuhvamm og Víðihvamm hafa undirritað og gera því ekki athugasemd við að ósamþykkt íbúð verði skráð samþykkt og fái fastanúmer.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.17051668 - Langabrekka 43. Byggingaráform.

Lagðar fram teikningar Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa Löngubrekku 43 þar sem fram koma hugmyndir um viðbyggingu til norðurs og vesturs samtals liðlega 32 m2. Gert er ráð fyrir kjallararými undir hluta viðbyggingarinnar. Uppdætttir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. maí 2017.
Neikvætt. Skipulagsráð bendir á að fyrirhugð viðbygging til norðurs fer út úr þeirri götulínu húsa við Löngubrekku sem miðað hefur verið við.
Guðmundur Gísli Geirdal, J. Júlíus Hafsteinn, Sigríður Kristjánsdóttir, Andrés Pétursson, Hreiðar Oddsson og Pétur Hrafn Sigurðsson greiddu atkvæði gegn tillögunni. Kristinn Dagur Gissurarson greiddi atkvæði með tillögunni.

Almenn erindi

12.1704543 - Fífan, nýtt auglýsingaskilti.

Lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem sendar hafa verið bæjaryfirvöldum vegna breytinga á framsetningu auglýsinga á skiltaturnum við Hafnarfjarðarveg og Reykjanesbraut. Breytingin felst í því að flettiskilti (veltiskilti) verða led-skjáir. Þá lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra Billbord dags. 10. maí 2017, umsögn byggingarfulltrúa dags. 16. maí 2017 vegna fyrirspurnar í bæjarráði 4. maí 2017 og fundargerð bæjarráðs frá 18. maí 2017. Vésteinn Gauti Hauksson, framkvæmdastjóri Billboard Led Umhverfisauglýsinga mætir á fundinn.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð leggur til að unnið verði að samræmdum verklagsreglum um uppsetningu auglýsingarskilta (LED-skjáa). Í verklagsreglunum verði m.a. fjallað staðsetningu, gerð og áhrif þeirra á nær umhverfið s.s. sjónræna mengun, birtu, áhrif á íbúa og umferð.

Almenn erindi

13.1705613 - Lundur 24-26 og 28-30. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Lund 24-26 og 28-30. Í breytingunni felst að vegna landhalla verði byggð pallaskipt hús í stað tveggja hæða húsa með óbreyttri hámarkshæð og byggingarreitur stækkar til suðurs um 8 m2 fyrir Lund nr 24 og 28. Einnig er óskað eftir því að lóðarmörk Lundar 24 og 28 stækki um 3 m til suðurs og lóða Lundar nr. 22 minnki sem því nemur. Uppdrætti í mkv. 1:200 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkigrundar 9b, 11, 11A, Lundar 8-12, 14-18 og 20.

Almenn erindi

14.1705661 - Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114. Svæði 12. Deiliskipulag.

Lögð fram til kynningar tillaga Teiknistofunnar Traðar að deiliskipulagi fyrir reit 12 í skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Nánar tiltekið nær tillagan til götureitar sem afmarkast af Nesvör til norðurs, Kársnesbraut til austurs, Þinghólsbraut til suðurs og Hafnarbraut til vesturs. Í tillögunni felst að núverandi byggingar að Hafnarbraut 4, 6, 8 og 10 verða rifin og nýtt fjögurra hæða íbúðarhúsnæði með kjallara byggt í þeirra stað. Á lóðinni Hafnarbraut 4-8 verða að hámarki 38 íbúðir og áætlað nýtingarhlutfall 1,97 (2,46 með kjallara) og 1,3 bílastæði á íbúð. Á lóð Hafnarbrautar 10 eru ráðgerðar 40 íbúðir áætlað nýtingarhlutfall 1,83 (2,28 með kjallara) og 1,3 bílastæðum á íbúð.
Á lóðunum Kársnesbraut 108-114 er í tillögunni gert ráð fyrir að byggja eina íbúðarhæð ofan á núverandi atvinnuhúsnæði með samtals 34 íbúðum. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 5. maí 2017. Þá greint frá samráðsfundi með lóðarhöfum ofangreindra lóða sem haldinn var 9. mái 2017 á skipulags- og byggingardeild. Hans-Olav Andersen arkitekt gerir grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Guðmundur Gísli Geirdal, J. Júlíus Hafsteinn, Sigríður Kristjánsdóttir, Andrés Pétursson, Hreiðar Oddsson og Kristinn Dagur Gissurarson greiddu atkvæði með tillögunni.
Pétur Hrafn Sigurðsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Almenn erindi

15.1703424 - Furugrund 3. Breytt aðalskipulag. Vinnslutillaga.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu aðalskipulagi fyrir Furugrund 3. Breytingin nær til reits VÞ-5, lóðarinnar nr. 3 við Furugrund þar sem verslun og þjónustu er breytt í íbúðarsvæði. Verslun- og þjónusta auk geymslna fyrir íbúðir verður í u.þ.b. 1/3 húsnæðisins (kjallara) en íbúðir í u.þ.b. 2/3 hluta (1-2 hæð). Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að byggð verður hæð ofan á núverandi hús. Eftir breytinguna verður húsið að Furugrund 3 um 1.700 m2 að samanlögðum gólffleti með allt að 12 íbúðum. Ofangreind breyting kemur til af því að innan reits VÞ-5 hefur verslunarstarfsemi dregist saman á undanförnum árum og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði meðal annars við Nýbýlaveg.
Greint frá samráðsfundum sem haldnir voru á skipulags- og byggingardeild með íbúum næst Furugrund 3 16. mars og 30. mars 2017. Þá kynntar mögulegar breytingar á húsnæði Furugrundar 3, útlit, þversnið og grunnmyndir ásamt fyrirkomulagi á lóð (aðkoma og bílastæði).

Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

16.1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Tillaga.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu aðalskipulagi á kolli Nónhæðar. Tillagan fjallar um breytingu á landnotkun og talnagrunni fyrir Nónhæð. Nánar tiltekið nær breytingin til svæðis sem afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og og 34 í vestur. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á svæðinu samfélagsþjónusta og opin svæði en breytist samkvæmt tillögunni í íbúðarbyggð og opin svæði sem mun nýtast almenningi til leikja og útiveru. Áætlað er að fjöldi íbúða verði allt að 140. Skipulagslýsing verkefnisins var afgreidd af skipulagsnefnd og samþykkt í bæjarstjórn nóvember 2016 til janúar 2017. Lýsingin var kynnt frá 21. janúar til 20. febrúar 2017. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 21. janúar 2017 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Smáraskóla 9. febrúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 2. febrúar 2017; frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 1. febrúar 2017; frá Mosfellsbæ sbr. bréf dags. 1. febrúarar 2017; frá Samtökum sveitarfélags á höfuðborgarsvæðinu sbr. bréf dags. 7. febrúar 2017. Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Á fundi skipulagsráðs 20. febrúar 2017 var samþykkt að hefja gerð aðalskipulagsbreytingar fyrir koll Nónhæðar. Á fundi skipulagsráðs 18. apríl 2017 var samþykkt að kynna framlögð drög að breyttu aðalskipulagi (tillögu á vinnslustigi) í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 29. apríl 2017 þar sem vakin er athygli á því að vinnslutillaga vegna fyrirhugaðrar breytinga á aðalskipulagi væri til kynningar á heimasíðu Kópavogsbæjar og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs. Jafnframt var auglýst opið hús 4. maí og 8. maí 2017 í Fannborg 6 2h frá kl. 17 - 18 þar sem drögin voru kynnt sérstaklega þeim sem þess óskuðu. Alls mættu fimm íbúar 4. maí og 8. maí mættu þrír. Þá lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 8. maí 2017: Kæruleiðir er varðar skipulagsmál. Þá lagt fram erindi Guðrúnar Benediktsdóttur, Brekkusmára 2 og Ásmundar Hilmarssonar, Eyktarsmára 1 dags. 10. maí 2017 og varðar breytingu á skipulagi Nónhæðar. Enn fremur lagt fram erindi lögfræðideildar dags. 29. maí 2017: Svar við erindi vegna Nónhæðar.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.
Pétur Hrafn Sigurðsson bókar "Mikilvægt er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu og ekki óeðlilegt að horft sé til Nónhæðar í því samhengi. Á sama hátt er mikilvægt að taka tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er og breyta ekki ásýnd hverfisins verulega. Yfir 50 athugasemdir hafa borist frá íbúum hverfisins og flestar hníga í þá átt að takmarka hæð húsanna við þrjár hæðir. Ég tek undir athugasemdir íbúa um að hámarkshæð á íbúðarhúsnæði í Nónhæð verði þrjár hæðir."
Fundarhlé gert kl. 18:50.
Fundur hélt áfram kl. 19:00.

Almenn erindi

17.16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Breytt aðalskipulag. Vinnslutillaga.

Lögð fram á vinnslustigi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Tillagan gerir ráð fyrir að á göngu- og hjólabrú yfir Fossvog, sem gildandi aðalskipulag gerir nú þegar ráð fyrir, verði einnig heimilaður akstur almenningsvagna, til samræmis við skipulagsákvæði um sömu brú í aðalskipulagi Reykjavíkur. Tillagan er sett fram í greinargerð Alta dags. 29. maí 2017.
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, skipulagsfræðingur Alta gerir grein fyrir málinu.

Samhliða breytingu á aðalskipulagi er unnið samhljóða deiliskipulag Kópavogs og Reykjavíkur fyrir Fossvogsbrú, þar sem tilgreind er nánari útfærsla á fyrirhugaðri brú og nágrenni hennar. Þá er einnig í vinnslu breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaganna til að innleiða í skipulag Borgarlínu, hágæðakerfi almenningssamgangna, en áætlað er að Borgarlínan muni liggja um Fossvogsbrú.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Kristinn Dagur Gissurarson bókar "Undirritaður telur ásættanlegt að byggð verði brú sem getur nýst til almenningssamgangna af einhverju tagi en höfuðáhersla verði á gangandi og hjólandi. Einnig er rétt að horfa til tengingar við Álftanes. Varðandi fyrirhugaða Borgarlínu lýsir undirritaður yfir miklum efasemdum um kosti þess að fara um Borgarholtsbraut og yfir fyrirhugaða brú."
Guðmundur Gísli Geirdal, J. Júlíus Hafsteinn, Sigríður Kristjánsdóttir, Andrés Pétursson, Hreiðar Oddsson og Ármann Kr. Ólafsson bóka "Hér er eingöngu verið að taka afstöðu til brúar fyrir hjólandi, gangandi og almenningsvagna, ekki er verið tað taka afstöðu til Borgarlínu á þessu vinnslustigi."
Margrét Júlía Rafnsdóttir bókar "Hvaða reglur gilda um svör við fyrirspurnum frá nefndarfólki? Ég hef ítrekað komið með skriflegar fyrirspurnir um ýmiss mál á fundum en þær hafa alltaf verið virtar af vettugi og aldrei verið svarað skriflega"

Fundi slitið - kl. 19:00.