Skipulagsráð

12. fundur 31. júlí 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Ása Richardsdóttir aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson
 • Smári Magnús Smárason
 • Auður Dagný Kristinsdóttir
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir
Fundargerð ritaði: Sólveig H. Jóhannsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

Almenn erindi

1.1707002F - Bæjarráð - 2877. fundur frá 13.07.2017

1705523 Aflakór 4. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

1607188 Borgarholtsbraut 67. Grenndarkynning.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

1703626 Austurkór 85. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1707037 Þorrasalir 21. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

1103073 Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fjórum atkvæðum gegn einu.

Almenn erindi

2.1707274 - Bakkasmári 21. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Bakkasmára 21 dags. 20. júlí 2017 þar sem farið er fram á heimild til að taka niður kant og gangstétt til að auðvelda aðgengi að bílastæði á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

3.1704274 - Kársnesbraut 57. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Bjarna Snæbjörnssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu við íbúðarhúsið að Kársnesbraut 57. Um er að ræða viðbyggingu sem mun tengja saman núverandi bílaskúr og íbúðarhús, tveggja hæða bygging að samanlögðum gólfflefi um 40 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum.
Á fundi skipulagsráðs 18. apríl 2017 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 55, 59 og Holtagerðis 4, 6 og 8. Athugasemdafresti lauk 14. júlí 2017. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1703846 - Melahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Gunnars Sigurðssonar arkitekts fh. lóðarhafa lóðar nr. 3 við Melahvarf um byggingu einbýlishúss ásamt hljóðveri og gestahúsi. Í tillögunni felst að byggja 127,3 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 246,9 m2 hljóðveri með milligólfi og 54 m2 stakstæðu gestahúsi, í heildina samtals 428,2 m2. Lóðin er 1,569 m2 og með byggingunum yrði nýtingarhlutfall 0,27. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:1500 ásamt skýringarmyndum dags. 2. janúar 2017. Á fundi skipulagsráðs 20. mars var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda breytingu. Á fundi bæjarstjórnar 28. mars 2017 var ofangreind afgreiðsla skipulagsrás staðfest. Tillagan var auglýst frá 7. júní 2017. Athugasemdafresti lauk 21. júlí 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1703542 - Kársnesskóli við Vallargerði. Færanlegar kennslustofur.

Lögð fram að lokinn kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar að fjölgun færanlegra kennslustofa á lóð Kársnesskóla við Vallargerði (á gamla Vallargerðisvellinum) um 8 miðað við fyrri kynningu og samþykkt bæjaryfirvalda þannig að alls verði staðsettar 20 færanlegar kennslustofur á skipulagssvæðinu. Í tillögunni kemur jafnframt fram að sleppisvæði fyrir þá nemendur sem keyrðir eru í skólann verður frá núverandi bílastæði austan við Vallargerðisvöll og frá Kópavogsbraut. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. í júní 2017. Athugasemdafresti lauk 31. júlí 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

6.1707230 - Austurkór 66. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Ívars Haukssonar byggingartæknifræðings dags. 14. júní 2017 fyrir hönd lóðarhafa Austurkórs 66. Í tillögunni felst að hækka hluta hússins þannig að hámarkshæð fari upp í 6,9 m. Leyfileg hámarkshæð er 7,5 m. en hún er breytileg eftir staðsetningu á byggingarreit. Við breytinguna nær tæplega 6 m2 hluti af þaki hússins upp fyrir ytri byggingarreit, frá 0-51 cm. Sjá skilmálateikningu dags. 15. janúar 2017 og uppfærð 29. maí 2017. Einnig lagt fram undirskrifað samþykki lóðarhafa Austurkórs 64A, 64B, 80, 82, 84 og 86.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1707229 - Austurkór 68. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Ívars Haukssonar byggingartæknifræðings dags. 14. júní 2017 fyrir hönd lóðarhafa Austurkór 68. Í tillögunni felst að hækka hluta hússins þannig að hámarkshæð fari upp í 6,9 m. Leyfileg hámarkshæð er 7,5 m. en hún er breytileg eftir staðsetningu á byggingarreit. Við breytinguna nær tæplega 6 m2 hluti af þaki hússins upp fyrir ytri byggingarreit, frá 0-51 cm. Sjá skilmálateikningu dags. 15. janúar 2017 og uppfærð 29. maí 2017. Einnig lagt fram undirskrifað samþykki lóðarhafa Austurkórs 64A, 64B, 80, 82, 84 og 86.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1707226 - Laufbrekka 22. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Þórðar Þorvaldssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Laufbrekku 22 þar sem óskað er eftir að reisa 37,1 m2 viðbyggingu við austurhlið hússins, sbr. uppdrætti í mkv 1:100 og 1:500 dags. 2. desember 2016.
Einnig lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa Laufbrekku 24.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laufbrekku 17, 19, 20, 21, 23 og 24.

Almenn erindi

9.1707228 - Hlíðasmári 12. Kynning á byggingaleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Einarssonar arkitekts dags. 6. júlí 2017 fyrir hönd lóðarhafa þar sem óskað er eftir að reisa reiðhjólaskýli framan við húsið sbr. uppdrátt í mkv. 1:500.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarsmára 12 og 14.

Almenn erindi

10.1707232 - Austurkór 171. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 171 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa á lóðinni einlyft timburhús á einni hæð með innbyggðri bílageymslu á steyptum grunni, 189 m2 að grunnfleti. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja á lóðinni einlyft einbýlishús með kjallara, hámarksstærð grunnflatar er 180 m2 og hámarksflatarmál 250 m2. Í breytingunni felst að á lóðinni verði reist einbýlishús á einni hæð án kjallara og kóti aðkomhæðar er lækkaður úr 122,8 í 122,45. Einnig er grunnflötur hússins stækkaður um 9 m2. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir. Uppdrátt í mkv. 1:200 og 1:1000 ásamt greinargerð dags. 31. júlí 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkór 157, 159, 161, 169, 183 og 185.

Almenn erindi

11.1703856 - Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju leiðrétt tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts dags. 16. mars 2017 þar sem fram kemur að lóðin er á deiliskipulögðu svæði. Í erindinu felst ósk um heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni byggt 1953 ásamt bílskúr byggður 1977 samtals 112,7 m2 að flatarmáli. Lóðin er 986,0 m2 og núverandi nýtingarhlutfall 0,11. Jafnframt er óskað heimildar til að byggja á lóðinni fjögurra íbúða hús á tveimur hæðum auk kjallara og tveimur innbyggðum bílskúrum. Samanlagður gólfflötur er áætlaður liðlega 750 m2 og nýtingarhlutfall 0,8. Hámarkshæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 6,2 m. Miðað er við tvö bílastæði á íbúð innan lóðar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 75. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1707262 - Smárinn. Reitur A 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Tendra arkitektúr fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á svæði A10 í 201 Smári. Í tillögunni felst að lega og fyrirkomulag bílastæða og opinna svæða á lóð fyrirhugaðra húsa á svæðinu breytist. Opin bílgeymsla við hús A er felld út; hús A verður 4-6 hæðir í stað 4-7 hæða; hús C verður 4-7 hæðir í stað 4 hæða og í því húsi verður fjöldi íbúða 18 í stað 9. Fjöldí bílastæða ofanjarðar er óbreyttur þ.e. 30 stæði en bílastæðum í bílageymslu neðanjarðar er fjölgað úr 55 í 57. Sorp verður í djúpgámum við gangstíg í stað sorpgeymslum í kjallara fyrirhugaðra húsa. Þá er sett inn kvöð um sjónlínur frá útkeyrslu milli húsa A og b til að auka umferðaröryggi gagnvart umferð úr suðri. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 19. júlí 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi á reit A 10. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Samþykkt.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Tel óráðlagt að tvöfalda íbúðafjölda úr 9 í 18 í húsi C, það eykur ennfrekar álag á umhverfi og nærliggjandi byggð."

Bókun frá Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Júlíusi Hafstein, Sigríði Kristjánsdóttur, Kristni D. Gissurarsyni, Guðmundi G. Geirdal, Ásu Richardsdóttur og Andrési Péturssyni:
"Í þessari tillögu er ekki verið að auka byggingarmagn heldur er verið að fjölga minni íbúðum Fjölgun minni íbúða í Kópavogi er algjörlega í samræmi við þá húsnæðisstefnu sem birtist m.a. í Húsnæðisskýrslu sem unnin var í þverpólitískri sátt strax í upphafi kjörtímabilsins."

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Mikill fjöldi lítilla íbúða er nú þegar í byggingu í Kópavogi."

Almenn erindi

13.1707278 - Vesturvör 16-28 og Hafnarbraut 20. Deiliskipulag. Svæði 5.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar og Tvíhorfs arkitekta, dags, 31. júlí 2017 að deiliskipulagi svæði 5 sem samanstendur af lóðunum Vesturvör 16-20, 22-24, 26-28 og Hafnarbrautar 20. Nánar til tekið nær tillagan til svæðis sem er um 35.000 m2 að flatarmáli og afmarkast af lóðarmörkum Hafnarbrautar 12 og Vesturvarar 96 til 104 til suðurs, lóðarmörkum Hafnarbrautar 25 og 27 til vesturs , Fossvogi til norðurs og lóðarmörkum Vesturvarar 14 og Bryggjuhverfi Kópavogs til austurs.

Í tillögunni felst að sameina lóðirnar að Vesturvör 22 og 24 og byggja fjölbýlishús á 2-4 hæðum auk inndreginnar þakhæðar og kjallara í stað 1.530 m2 atvinnuhúsnæðis sem fyrir er á lóðunum. Hámarksflatarmál hússins verður eftir breytingu 8.400 m2 þar af 600 m2 í kjallara og 1.800 m2 í niðurgrafinni bílageymslu. Lóðarmörk breytast og stækkar lóð til norðurs og verður eftir breytingu 5.135 m2. Gert er ráð fyrir 59 íbúðum á lóðinni. Að jafnaði er gert ráð fyrir 1.3 bílastæðum á íbúð í allt 79 stæði þar af 59 stæði í niðurgrafinni bílageymslu. Aðkoma að lóðinni verður frá Hafnarbraut.
Tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum, skýringarhefti B dags. 31. júlí 2017. Með tillögunni fylgir minnisblað frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 31. júlí 2017 sem fjallar um umhverfismál og möguleg áhrif uppbyggingar á svæðinu á nærliggjandi byggð.

Í tillögunni felst einnig að sameina lóðirnar að Vesturvör 26 og 28 og byggja fjölbýlishús á 2-4 hæðum auk inndreginnar þakhæðar og kjallara í stað 1.870 m2 atvinnuhúsnæðis sem fyrir er á lóðunum. Hámarksflatarmál hússins verður eftir breytingu 12.350 m2 þar af 900 m2 í kjallara og 2.750 m2 í niðurgrafinni bílageymslu. Lóðarmörk breytast og stækkar lóð til norðurs og verður eftir breytingu 4.784 m2. Gert er ráð fyrir 86 íbúðum á lóðinni. Að jafnaði er gert ráð fyrir 1.3 bílastæðum á íbúð í allt 112 stæði þar af 86 stæði í niðurgrafinni bílageymslu. Aðkoma að lóðinni verður frá Hafnarbraut.
Tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum, skýringarhefti B dags. 31. júlí 2017. Með tillögunni fylgir minnisblað frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 31. júlí 2017 sem fjallar um umhverfismál og möguleg áhrif uppbyggingar á svæðinu á nærliggjandi byggð.

Landnotkun á lóðunum við Hafnarbraut 20 og Vesturvör 16-20 er óbreytt.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mk. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skýringarhefti B, dags. 31. júlí 2017. Með tillögunni fylgir minnisblað frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 31. júlí 2017 sem fjallar um umhveffismál og möguleg áhrif uppbyggingar á svæðinu á nærliggjandi byggð.

Skipulagsráð samþykkir að með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Samþykkt af Theodóru S. Þorsteinsdóttur, Júlíusi Hafstein, Sigríði Kristjánsdóttur, Kristni D. Gissurarsyni, Ásu Richardsdóttur og Andrési Péturssyni.

Guðmundur Gísli Geirdal situr hjá.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Ég tel ástæðu til að útfæra frekar strandlengjuna á þessu svæði, hvað varðar notkun og útlit ."

Almenn erindi

14.1706410 - Hælið og gamli Kópavogsbærinn. Frágangur lóða / umhverfi.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar um að nærumhverfi gamla Kópavogsbæjarins og Hressingarhælisins verði útfært í samræmi við tíðaranda byggingarára húsanna hvað varðar frágang og efnisval.
Samþykkt.

Almenn erindi

15.1611457 - Nónhæð. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga ARKÍS, arkitekta að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar. Nánar tiltekið nær tillagan til svæðis sem er um 31.000 m2 að flatarmáli og afmarkast af Arnarnesvegi til suðurs, Smárahvammsvegi til austurs, suðurmörkum lóða við Foldarsmára 2-22 (sléttartölur) til norðurs og Arnarsmára 32 og 34 til vesturs. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir samfélagsþjónustu og opnu svæði á svæðinu en í tillögu að breyttu deiliskipulagi er ráðgerð íbúðarbyggð á svæðinu og opnu svæði, sem mun nýtast almenningi til leikja og útiveru. Í tillöguni eru ráðgerðar 3 lóðir A, B og C fyrir fjölbýlishús á 2-5 hæðum með allt að 140 íbúðum. Áætlað byggingarmagn ofanjarðar er allt að 15.600 m2 og nh. deiliskipulagssvæðisins því um 0,5. Að jafnaði eru ráðgerð 1,2 bílastæði á íbúð bæði ofanjarðar og í bílgeymslum neðanjarðar. Aðkoma að húsi A verður frá Arnarsmára og að húsum B og C frá Smárahvammsvegi. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti dags. í júlí 2017. Þá lögð fram greinargerð VSÓ ráðgjöf: Breyting á deiliskipulagi Nónhæðar. Umhverfismat skv. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 dags. í júlí 2017 og greinargerð VERKÍS: Nónhæð - deiliskipulag minnisblað varðandi hljóðvist dags. 7: júlí 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Ég minni á óskir íbúa hvað varðar hæð bygginga."

Önnur mál

16.1706498 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa (Margréti J. Rafnsdóttur) um svar til nefndarfulltrúa

Lagt fram erindi lögfræðideildar við fyrirspurn Margrétar Júlíu Rafnsdóttur dags. 15. júní 2017 um fyrirspurnir nefndarfulltrúa.
Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar varðandi fyrirspurn nefndarfulltrúa varðandi kvaðir um hleðslu fyrir rafbíla við nýbyggingar í Kópavogi.
Með tilvísan til fyrirspurnar Margrétar Júlíu sem fram kom á fundi skipulagsráðs þann 10. júlí 2017 um kvaðir um hleðslu fyrir rafbíla við nýbyggingar vill skipulags- og byggingardeild upplýsa að í skipulagsskilmálum fyrir Auðbrekku, Glaðheima reit 2, suðursvæði Smáralindar (201 Smári) og þróunarsvæða á vesturhluta Kárnes, er tillekið í almennum ákvæðum að gera skuli ráð fyrir hleðslu rafbíla í niðurgröfnum bílageymslum og gera ráð fyrir möguleika á að setja upp að minnsta kosti 2 hleðslustöðvar við hvert hús við bílastæði ofanjarðar. Skulu þær sýndar á aðaluppdráttum einstakra bygginga.

Hlutverk byggingarfulltrúa er að fylgja eftir ofangreindum ákvæðum í deiliskipulagi þessara svæða. Er það gert. Ekki verður veitt vottorð um lokaúttekt sé misbrestur á að ákvæðunum þessum sé fylgt.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Ég þakka fyrir svarið en óska jafnframt eftir formlegu svari um fyrirspurnir nefndarfulltrúa."

Fundi slitið - kl. 18:30.