Skipulagsráð

13. fundur 21. ágúst 2017 kl. 16:30 - 18:10 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir
  • Smári Magnús Smárason
  • Steingrímur Hauksson
  • Salvör Þórisdóttir
  • Auður Dagný Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1704274 - Kársnesbraut 57. Kynning á byggingarleyfi.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1703846 - Melahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.1707230 - Austurkór 66. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

4.1707229 - Austurkór 68. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

5.1703856 - Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

6.1707262 - Smárinn. Reitur A 10. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

7.1707278 - Vesturvör 16-28 og Hafnarbraut 20. Deiliskipulag. Svæði 5.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

8.1611457 - Nónhæð. Breyting á deiliskipulagi.

Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

Almenn erindi

9.16061110 - Fagrabrekka 26. Aðkoma og bílastæði.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 7. júlí 2017 að breyttu fyrirkomulagi lóðarinnar við leikskólann að Fögrubrekku 26 þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust við áður kynnta tillögu. Í breytingunni felst að bílastæðum er fjölgað úr 7 í 17 á suðurhluta lóðarinnar. Leikskólalóðin stækkar til vesturs og staðsetning sparkvallar breytist. Breytt aðkoma verður frá göngustíg austan leikskólans. Skýringarmyndir í 1:500 dags. 7. júlí 2017. Tillagan hefur verið kynnt fyrir hagsmunaaðilum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 25, 27, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45, 47, Lundarbrekku 12, 14, 16 og Þverbrekku 6 og 8.

Almenn erindi

10.1708516 - Kópavogsbraut 43. Tvö auka bílastæði á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa Kópavogsbrautar 43 dag. 10. ágúst 2017 þar sem óskað er eftir að breyta hluta framlóðar í tvö bílastæði.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

11.17081280 - Breiðahvarf 3. Aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Breiðahvarfs 3 dags.17.8.2017 þar sem er farið fram á heimild til að taka niður kant og gangstétt til að auðvelda aðgengi að bílastæði á lóðinni.
Skipulagsráð hafnar erindinu á grundvelli umsagnar deildarstjóra gatnadeildar Kópavogsbæjar.

Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

12.1707232 - Austurkór 171. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Austurkórs 171 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa á lóðinni einlyft timburhús á einni hæð með innbyggðri bílageymslu á steyptum grunni, 189 m2 að grunnfleti. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja á lóðinni einlyft einbýlishús með kjallara, hámarksstærð grunnflatar er 180 m2 og hámarksflatarmál 250 m2. Í breytingunni felst að á lóðinni verði reist einbýlishús á einni hæð án kjallara og kóti aðkomhæðar er lækkaður úr 122,8 í 122,45. Einnig er grunnflötur hússins stækkaður um 9 m2. Aðrir skilmálar haldast óbreyttir. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:1000 ásamt greinargerð dags. 31. júlí 2017.
Skipulagsráð samþykkti 31. júlí 2017 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkór 157, 159, 161, 169 og 183. Lagt fram samþykki ofangreindra lóðarhafa.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.1703542 - Kársnesskóli við Vallargerði. Færanlegar kennslustofur.

Lögð fram að lokinn kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar að fjölgun færanlegra kennslustofa á lóð Kársnesskóla við Vallargerði (á gamla Vallargerðisvellinum) um 8 miðað við fyrri kynningu og samþykkt bæjaryfirvalda þannig að alls verði staðsettar 20 færanlegar kennslustofur á skipulagssvæðinu. Í tillögunni kemur jafnframt fram að sleppisvæði fyrir þá nemendur sem keyrðir eru í skólann verður frá núverandi bílastæði austan við Vallargerðisvöll og frá Kópavogsbraut. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. í júní 2017. Athugasemdafresti lauk 31. júlí 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 31. júlí 2017 var afgreiðslu tillögunar frestað og henni vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Tillagan lögð fram að nýju ásamt umsögn dags. 18. ágúst 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. ágúst 2017 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.16111197 - Fagraþing 2. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga ARK þing arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Fagraþing. Í breytingunni felst að breyta núverandi einbýlishúsi í parhús. Jafnframt er lagt til að bætt verði við bílskýli norðvestan til í húsinu og á annari hæð verði svölum lokað að hluta. Fjöldi bílastæða breytist úr þremur stæðum í fimm og nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,34 í 0,43. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 12. apríl 2017.
Á fundi skipulagsráðs 18. apríl 2017 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda breytingu og var málinu vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 9. maí 2017 var framgreind afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Tillagan var auglýst frá 23. júní 2017 með athugasemdafrest til 8. ágúst 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Hans-Olav Andersen, arkitekt fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Í breytingunni felst að byggingarreitur 4. hæðar Hafnarbrautar 9 færist um fjóra metra til vesturs. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 15. ágúst 2017.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.1704228 - Skjólbraut 11. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa Skjólbrautar 11 dags. 6. apríl 2017 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi á lóðinni Skjólbraut 11. Í breytingunni felst að í stað einlyfts einbýlishúss með risi eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrri, verði reist á lóðinni tvílyft fjórbýlishús. Tvö bílastæði verða á hverja íbúð, átta í heildina. Er það aukning um fjögur stæði miðað við gildandi deiliskipulag. Fyrirhugað heildarbyggingarmagn á lóðinni verður skv. tillögunni 573,2 m2 og nýtingarhlutfall 0,58. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir að núverandi bygging á lóðinni, einbýlishús alls 136 m2 að stærð og byggt árið 1945, verði fjarlægð. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. maí 2017.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 23. maí 2017 var framangreind afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Tillagan var auglýst frá 23. júní 2017 með athugasemdafrest til 8. ágúst 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

17.1703847 - Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju breytt tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 1. júní 2016, fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 55. Í breytingunni felst viðbygging við íbúðarhús, eldhús og borðstofu ásamt þakverönd þar ofaná annarsvegar og andyri hinsvegar. Samtals 52 m2. Auk þess er ráðgert að reisa stakstæða vinnustofu á einni hæð, í suðvesturhluta lóðarinnar, alls 90 m2. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir viðbyggingu við og endurbótum á bílskúr alls 36 m2. Þak bílskúrs er hækkað og svölum komið fyrir á suðurhlið bílskúrsins. Samkvæmt tillögunni eykst byggingarmagn á lóðinni um 178 m2 og yrði heildarbyggingarmagn á lóðinni eftir breytingu 590 m2. Nýtingarhlutfall eftir breytingu yrði 0,38.
Skipulagsráð samþykkti 19. júní 2017 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

18.1705482 - Álfhólsvegur 23. Kynninga á byggingarleyfi

Lögð fram að nýju tillaga Alterance arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Álfhólsvegar 23 þar sem óskað er eftir heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni um 160 m2 að flatarmáli byggt 1957 og byggja í staðin 6 íbúða hús með einu bílastæði á hverja íbúð. Lóðin er um 1,050 m2 að flatarmáli. Nýbyggingin yrði um 721 m2 og nýtingarhlutfallið því 0,69 fyrir utan hjólaskýli og sorpgeymslu. Lagt fram ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. apríl 2017. Á fundi skipulagsráðs 15. maí 2017 var litið jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðslu frestað.

Ása Richardsdóttir situr hjá.

Almenn erindi

19.1708425 - Sunnubraut 30. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Sunnubrautar 30 dags. 13. júlí 2017. Í erindinu felst ósk um heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni byggt 1939 ásamt bílskúr byggður 1966 samtals 130,8 m2 að flatarmáli. Lóðin er 793,0 m2 og núverandi nýtingarhlutfall 0,16. Jafnframt er óskað heimildar til að reisa á lóðinni einbýlishús á tveimur hæðum með ásamt áfastri bílgeymslu með þaksvölum. Samanlagður gólfflögur er áætlaður 310 m2 og nýtingarhlutfall 0,39. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skýringarmyndum dag. 13. júlí 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 26, 27, 28, 29, 31, 32, 33, 34, 35 og Þinghólsbrautar 25, 27, 29 og 31.

Almenn erindi

20.1703424 - Furugrund 3. Breytt aðalskipulag. Tillaga.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu aðalskipulagi fyrir Furugrund 3. Breytingin nær til reits VÞ-5, lóðarinnar nr. 3 við Furugrund þar sem verslun og þjónustu er breytt í íbúðarsvæði. Verslun- og þjónusta auk geymslna fyrir íbúðir verður í u.þ.b. 1/3 húsnæðisins (kjallara) en íbúðir í u.þ.b. 2/3 hluta (1-2 hæð). Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að byggð verður hæð ofan á núverandi hús. Eftir breytinguna verður húsið að Furugrund 3 um 1.800 m2 að samanlögðum gólffleti með allt að 12 íbúðum. Ofangreind breyting kemur til af því að innan reits VÞ-5 hefur verslunarstarfsemi dregist saman á undanförnum árum og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði meðal annars við Nýbýlaveg.
Greint frá samráðsfundum sem haldnir voru á skipulags- og byggingardeild með íbúum næst Furugrund 3 16. mars og 30. mars 2017. Þá kynntar mögulegar breytingar á húsnæði Furugrundar 3, útlit, þversnið og grunnmyndir ásamt fyrirkomulagi á lóð (aðkoma og bílastæði).
Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2017 var samþykkt að kynna framlögð drög (tillögu á vinnslustigi) að breyttu aðalskipulagi fyrir Furugrund 3 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 1. júlí 2017 þar sem vakin er athygli á því að vinnslutillaga vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi væri til kynningar á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs. Vinnslutillagan var send til kynningar sveitarfélaginu Ölfusi, bæjaryfirvöldum í Garðabæ, Reykjavíkurborg og svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins sbr. bréf dags. 13. júlí 2017. Jafnframt var auglýst opið hús 13. júlí og 10. ágúst 2017 í Fannborg 6 2h frá kl. 17 - 18 þar sem drögin voru kynnt sérstaklega þeim sem þess óskuðu. Alls mættu sex íbúar 13. júlí og 10. ágúst mætti enginn.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Undirrituð styður að verkefnið sé unnið áfram en telur að fækka eigi fyrirhuguðum íbúðum í húsinu um fjórar. Íbúðir verði allt að 8 talsins."

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Ég legg til að íbúðir verði að hámarki 6-8 og stærri en gert er ráð fyrir. Í umræddu hverfi er meðalstærð íbúða ein sú minnsta í Kópavogi og skortur á stærri íbúðum."

Bókun frá Ármanni Kr. Ólafssyni, Guðmundi Geirdal, Júlíusi Hafstein, Andrési Péturssyni og Sigríði Kristjánsdóttur:
"Eftir fjölmarga samráðsfundi með íbúum Snælandshverfis þá er ánægjulegt að það sé að sjást til lands i þessu máli. Tillagan endurspeglar þá stefnu sem birtist í Húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar sem allir flokkar stóðu að og samþykktu."

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Vinnubrögð meirihlutans hafa verið ámælisverð í þessu máli. Það er ánægjulegt að sjá sinnaskipti á þeim bæ."

Almenn erindi

21.1708831 - Hófgerði 18a. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Rúnars Inga Guðjónssonar, byggingafræðings, fh. lóðarhafa að viðbyggingu (stækkun anddyris) við Hófgerði 18a. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 2. ágúst 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Hófgerðis 16, 18; Borgarholtsbrautar 32, 34, 36, 38 og Skólagerðis 4 og 6.

Almenn erindi

22.1708830 - Borgarholtsbraut 48. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings fh. lóðarhafa að nýbyggingu á lóðinni nr. 48 við Borgarholtsbraut. Í tillögunni felst að einbýlishús á einni hæð byggt úr timbri 1950 ásamt bílskúr byggður sama ár, samtals 109 m2 að flatarmáli eru rifin. Lóðin er 907 m2 og núverandi nýtingarhlutfall því 0,12. Í þeirra stað er byggt fjórbýlishús á tveimur hæðum samtals 457,0 m2 að samanlögðum gólffleti og er nýtingarhlutfall áætlað 0,5. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 24. maí 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 43, 44, 45, 46, 47, 49, 50, 51, 52 og Skólagerðis 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23.

Steingrímur Hauksson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Önnur mál

23.1706498 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa (Margréti J. Rafnsdóttur) um svar til nefndarfulltrúa

Lagt fram að nýju erindi lögfræðideildar við fyrirspurn Margrétar Júlíu Rafnsdóttur dags. 15. júní 2017 um fyrirspurnir nefndarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 18:10.