Skipulagsráð

14. fundur 19. september 2017 kl. 16:30 - 18:40 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir
 • Salvör Þórisdóttir
 • Valdimar Gunnarsson
 • Auður Dagný Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá
Bókun frá Pétri Hrafni Sigurðssyni:
"Undirritaður lýsir óánægju sinni með hringlandahátt í fundartíma skipulagsráðs. Gera verður þá kröfu til formanns ráðsins að hún sjái til þess að fundir séu haldnir á föstum fundadögum ráðsins".
Margrét Júlía Rafnsdóttir tekur undir þessa bókun og segir óásættanlegt að með svona stuttum fyrirvara sé fundartíma breytt.

Bókun frá Ármanni Kr. Ólafssyni:
"Undirritaður boðaði til annars fundar á reglulegum fundartíma skipulagsráðs, er beðist velvirðingar á því".

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1708009F - Bæjarráð - 2880. fundur frá 24.08.2017

1707232 Austurkór 171. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

1703542 Kársnesskóli við Vallargerði. Færanlegar kennslustofur.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

16111197 Fagraþing 2. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

1509372 Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

1703424 Furugrund 3. Breytt aðalskipulag. Tillaga.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

Almenn erindi

2.1702284 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Tillaga að breytingu. Verklýsing. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.

Lögð fram tillaga svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 er tekur til hágæða almenningsvagnakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið - Borgarlina. Er tillagan unnin á grundvelli samkomulags sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. desember 2016.

Vinnslutillögur svæðis- og aðalskipulags voru kynntar frá 29. maí til og með 21. júní 2017. Alls bárust athugasemdir og/eða ábendingar frá 33 aðilum og þar af 12 lögbundnum umsagnaraðilum. Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi hefur tekið nokkrum breytingum frá forkynningu. Tillagan byggir á greiningarvinnu COWI eins og hún birtist í lokaskýrslu dags. september 2017.

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins fjallaði um lokaskýrslu COWI og tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu sbr. ofangreint 8. september 2017. Svæðisskipulagsnefnd bókaði eftirfarandi:

Með tilvísan í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga samþykkir svæðisskipulagsnefnd að leggja til við aðildarsveitarfélögin að samþykkja að auglýsa tillöguna eftir athugun Skipulagsstofnunar.

Í ofangreindu samkomulagi sveitarfélaganna frá 2. desember 2016 þá er ætlunin að ljúka skipulagsvinnu á árinu 2017.

Eftirfarandi lagt fram:
Erindi svæðisskipulagsstjóra til skipulagsráðs Kópavogs, Afgreiðsla Kópavogs á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins dags. 14. septemer 2017; Svæðisskipulagið Höfuðborgarsvæðið 2040. Tillaga að beytingu á svæðisskipulagi. Hágæðakerfi almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlína, september 2017; Borgarlína - innkomnar athugasemdir og ábendingar við forkynningu vinnlutillagna dags. 7. september 2017; Höfuðborgarsvæðið 2040. Umferðarspá fyrir 2030 vegna svæðiskipulagsbreytingar. Forsendur og niðurstöður. Lokadrög september 2017; Borgarlína Recommendations Screening Report, COWI, september 2017.

Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri gerir grein fyrir málinu.
Frestað.

Gestir

 • Hrafnkell Á. Proppé - mæting: 16:30

Almenn erindi

3.1709244 - Austurkór 101. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 101 dags. 31. ágúst 2017 þar sem farið er fram á heimild til að taka niður kant og gangstétt og stækka með því bílastæði á lóð.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

4.1703287 - Austurkór 127. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að Austurkór 127, dags. 28. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að breyta einbýlishúsalóð í parhúsalóð. Jafnfram er óskað eftir að byggingarreitur verði breikkaður um 5 metra. Skipulagsráð samþykkti 20. mars 2017 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu. Athugasemdafresti lauk 4. september 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.17011004 - Lækjasmári 11-17, sameining lóða. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi húsfélagsins Lækjasmára 11-17 dags. 23. janúar 2017 þar sem óskað er eftir að sameina lóðir húsanna nr. 11, 13, 15 og 17 við Lækjasmára þannig að um eina lóð sé að ræða í stað fjögurra lóða. Á fundi skipulagaráðs 20. mars 2017 var erindinu hafnað þar það væri ekki skilyrði í lögum um fjöleignahús nr. 26/1994 að fjölbýlishús standi á einni lóð svo hægt sé að gera eignaskiptayfirlýsingu. Þá lagt fram erindi Björns Ragnars Lárussonar fh. stjórnar húsfélagsins Lækjasmára 11-17 dags. 29. mars 2017 þar sem m.a. koma fram nánari upplýsingar vegna óska húsfélagsins um að sameina ofangreindar lóðir. Lagt fram erindi lögfræðideildar dags. 24. maí 2017 varðandi endurupptöku málsins. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Lækjasmára 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23. Athugasemdafresti lauk 21. ágúst 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1705033 - Víðigrund 35, breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ingunnar Hafstað arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Víðigrundar 35 þar sem óskað er eftir heimild fyrir viðbyggingu á vesturhlið hússins og tengibyggingu á austurhlið að bílskúr sem einnig er sótt um. Viðbyggingin er 16 m2, tengibyggingin er 11,4 m2 og bílskúrinn 29,5 m2, samtals stækkun 56,9 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 11. apríl 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 19, 21, 33, 37 og 39. Í grenndarkynntri skipulagstillögu er einnig óskað eftir heimild til að nýta áður gerðan kjallara undir íbúðarhúsinu, 128 m2 að flatarmáli og koma fyrir tveimur gluggum á vesturhlið kjallara hússins.
Byggingarmagn á lóðinni fyrir breytingu er 131,2 m2 og nýtingarhlutfall 0,30. Samkvæmt tillögunni yrði byggingarmagn á lóðinni eftir breytingu 281,1 m2 og nýtingarhlutfall 0,61. Athugasemdafresti lauk 21. ágúst 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1703429 - Geislalind 6. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju eftir kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir stækkun á einbýlishúsi auk byggingar á stakstæðri vinnustofu og bílskúr á lóðinni nr. 1 við Geislalind. Í breytingunni felst að við einbýlishúsið yrði byggð viðbygging og sólskáli, heildarstærð einbýlishúss eftir stækkun yrði um 145 m2. Stærð stakstæðar byggingar er áætluð um 133 m2, brúttóstærð eftir breytingu er 278 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum og erindi dags. 1. mars 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu og vísaði henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 1. september 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1706667 - Ögurhvarf 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts, dags. 20. október 2015 f.h. Styrktarfélagsins Ás þar sem óskað er eftir leyfi til að stækka núverandi hús með 107 m2 viðbyggingu. Uppdrættir í mkv. 1:500 1:200 og 1:100 ásamt greinargerð og skýringarmyndum, dags. 20. október 2015. Einnig lagt fram undirskrifað samþykki lóðarhafa Dimmuhvarfs 19 og 21. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfi 19, 21, 23 og 25. Athugasemdafresti lauk 4. september 2017. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 14. september 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1703847 - Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju breytt tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 1. júní 2016, fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 55. Í breytingunni felst viðbygging við íbúðarhús, eldhús og borðstofu ásamt þakverönd þar ofaná annarsvegar og andyri hinsvegar. Samtals 52 m2. Auk þess er ráðgert að reisa stakstæða vinnustofu á einni hæð, í suðvesturhluta lóðarinnar, alls 90 m2. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir viðbyggingu við og endurbótum á bílskúr alls 36 m2. Þak bílskúrs er hækkað og svölum komið fyrir á suðurhlið bílskúrsins. Samkvæmt tillögunni eykst byggingarmagn á lóðinni um 178 m2 og yrði heildarbyggingarmagn á lóðinni eftir breytingu 590 m2. Nýtingarhlutfall eftir breytingu yrði 0,38.
Skipulagsráð samþykkti 19. júní 2017 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58. Athugasemdafresti lauk 14. ágúst 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var afgreiðslu erindisins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar. Er umsögnin dagsett 15. september 2017.
Hafnað með tilvísan í framkomnar athugasemdir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.17031299 - Kársnes, Kársneshöfn. Bakkabraut 1 til 23, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33. Breytt deiliskipulag. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 15. maí 2017 að breyttu deiliskipulagi Kársneshafnar, sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. janúar 1990. Skipulagssvæðið nær til Bakkabrautar 1 til 23, Nesvarar 1 og Vesturvarar 29, 31 og 33 og afmarkast af lóðarmörkum Vesturvarar 30 og 32 til norðurs, lóðarmörkum Bakkabrautar 6-16 til austurs, smábátahafnarinnar til suðurs og opnu bæjarlandi til vesturs.
Svæðið sem er um 5 ha að stærð er hluti þróunarsvæðis Kársnes og nær til núverandi lóða Bakkabrautar 5, 7, 9 og Vesturvarar 29. Deiliskipulagssvæðið er sem svæði 8, reitir 1-7 í samþykktri skipulagslýsingu fyrir umrætt svæði.
Í breytingunni felst að koma fyrir um 129 nýjum íbúðum á svæðinu, endurnýja hluta eldra athafnahúsnæði og reisa nýtt húsnæði fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir að núverandi athafnahúsnæði við Bakkabraut 9 verði rifið. Heildarbyggingarmagn á svæði 8 verður eftir breytingu um 25.000 m2 þar af um 11.000 m2 í verslun, þjónustu og athafnahúsnæði. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum, greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 15. maí 2017. Þá lögð fram greinargerðin Kársnes-Þróunarsvæði. Umhverfisskýrsla. Mannvit 12. maí 2017 og minnisblað Mannvits dags. 12. maí 2017 Deiliskipulag þróunarsvæðis á Kársnesi - svæði 8 - umhverfismál. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga að kynna framlagða tillögu. Athugasemdafresti lauk 30. ágúst 2017. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

11.1707228 - Hlíðasmári 12. Kynning á byggingaleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Einarssonar arkitekts dags. 6. júlí 2017 fyrir hönd lóðarhafa þar sem óskað er eftir að reisa reiðhjólaskýli framan við húsið sbr. uppdrátt í mkv. 1:500. Kynningartíma lauk kl. 15:00 mánudaginn 18. september 2017, athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

12.1709676 - Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Dalvegar 32 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32 við Dalveg. Í tillögunni felst breytt aðkoma að lóð sem verður frá gatnamótum Hlíðarhjalla og Dalvegar (ljósagatnamót) og fyrirkomulag bílastæða á lóð breytist. Fyrirhugaður byggingarreitur fyrsta áfanga færist um 1 m til suðurs. Gert er ráð fyrir kjallara undir hluta fyrsta áfanga hússins en í gildandi deiliskipulagi er miðað við að kjallari sé undir öllu húsinu. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag frá 4. október 2007. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. í september 2017.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.1610247 - Dalaþing 26 og 26a. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Björgvins Snæbjörnssonar arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Dalaþing 26 og 26a. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit til suðurs sem nemur 10 m2 á hvoru húsi fyrir sig. Uppdráttur í mkv. 1:150 og 1:50. Þá lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir ofangreindri breytingu.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.1709320 - Lundur 20 og 22. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Lundar 20 og 22 að breyttu deiliskipulagi. Í tillögunni felst a) breytt fyrirkomulag bílastæða við Lund 20 (Lundur 3 eða Gamli Lundur) b)fyrirhugað fjölbýlishús við Lund 22 færist 3 m til vesturs og gert er ráð fyrir inndreginni þakhæð á húsinu með einni íbúð þannig að heildafjöldi íbúða í húsinu verður 7 í stað 6 íbúðir. Fyrirhugað hús hækkar því úr 2 hæðum auk kjallara í 2 hæðir með inndreginni þakhæð auk kjallara. Bílastæðum á lóð er fjölgað úr 8 í 12. Uppdrætti í mkv 1:1000 dags. 1. september 2017. Þá lögð fram yfirlýsing Þorláks Jónssonar fh. húsfélagsins Lundar 20 dags. 22/8/2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1709733 - Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Móheiðar HH. Obel, arkitekts fh. lóðarhafa að breytt notkun húsnæðis að Digranesvegi 12. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði (tvíbeiðum bílskúr) er beytt í 45 m2 íbúð. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. ágúst 2017.
Frestað.

Almenn erindi

16.17082386 - Kaldalind 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar dags. 30. ágúst 2017 fyrir hönd lóðarhafa Köldulindar 4 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 27 m2 sólskála við íbúðarhúsið. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 17. ágúst 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Köldulindar 2 og 4.

Almenn erindi

17.1709251 - Ennishvarf 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Einars Tryggvasonar dags. 1. september 2017 fyrir hönd lóðarhafa Ennishvarfs 6 þar sem óskað er eftir heimild til að stækka til suðurs núverandi hesthús á lóðinni, samtals 49,3 m2 . Auk þess er óskað eftir stækkun lóðar við norðausturhluta hennar um 96,1 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt greinargerð dags. 2. ágúst 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Ennishvarfs 4 og 8 og Brekkuhvarfs 17.

Almenn erindi

18.1709734 - Melgerði 4. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga GP arkitekta fh. lóðarhafa að byggingu bílskúrs ásamt geymslu í norðaustur horni lóðarinnar. Samanlagður grunnflötur er áætlaður um 47 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 21. ágúst 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 2, 6 og Borgarholtsbrautar 21, 23.

Almenn erindi

19.1709728 - Kópavogsbraut 59. Breyting á deiliskipulagi. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Noland arkitekta, dags. 14. September 2017, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 varðandi fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
Samkvæmt gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu parhúss á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á lóðinni, hármarksfermetrafjöldi 440 m2.
Í breytingunni felst að nuverandi einbýlishús á lóðinni byggt árið 1959 verði rifið og reist í þess stað fjölbýlishús með blönduðum íbúðum á lóðinni. Um er að ræða fimm tveggja herbergja íbúðir, ein þriggja hæða íbúð og ein fjögurra herberja íbúð. Stærð íbúðanna er frá 51 m2 til 118 m2. Alls sjö íbúðir á lóðinni og heildarfermetrafjöldi 556 m2. Nýtt nýtingarhlutfall yrði 0,54. Gert er ráð fyrir 7 bílastæðum á lóðinni auk hjólastæða og djúpgáma fyrir sorp.
Hafnað. Það er mat skipulagsráðs að byggingaráform lóðarhafa falli ekki að aðliggjandi byggð og yfirbragð hverfisins m.a. hvað varðar stærð og hlutföll eins og skilyrt er í aðalskipulagi bæjarins. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

20.1705482 - Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga Alterance arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Álfhólsvegar 23 þar sem óskað er eftir heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni um 160 m2 að flatarmáli byggt 1957 og byggja í staðin 6 íbúða hús með einu bílastæði á hverja íbúð. Lóðin er um 1,050 m2 að flatarmáli. Nýbyggingin yrði um 721 m2 og nýtingarhlutfallið því 0,69 fyrir utan hjólaskýli og sorpgeymslu. Lagt fram ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. apríl 2017. Á fundi skipulagsráðs 15. maí 2017 var litið jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var afgreiðslu erindisins frestað.
Lögð fram tillaga Alterance arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu fyrirkomulagi bílastæða á lóð. Í breytingunni felst að bílastæðum er fjölgað um 2 þannig að þau verða 8 í stað 6 eins og fyrri tillaga gerði ráð fyrir þ.e. 1.3 stæði á íbúð. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. í september 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda byggingarleyfisumsókn með áorðnum breytingum fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 6, 6a, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, 16, 16a, 18, 18a, 19, 20, 20a, 21, 25 og 27, Löngubrekku 47 og Auðbrekku 12, 14, 16, 18 og 20.

Almenn erindi

21.17081314 - Vaxtamörk í landi Mosfellsbæjar - verkefnalýsing vegna breytingar á svæðisskipulagi.

Á 77. fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 23. júní 2017 var afgreitt erindi Mosfellsbæjar um að hefja breytingar á vaxtamörkum svæðiskipulags í landi Mosfellsbæjar þannig að athafnasvæði við Hólsheiði gæti stækkað til austurs. Svæðiskipulagsnefnd samþykkti verkefnalýsinguna með þeim breytingum að mörk athafnasvæðis verði minnkuð og skerpt verði á orðalagi um græna atvinnustarfsemi og lagði til við aðildarsveitarfélögin að afgreiða verkefnalýsinguna til kynningar og umsagnar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

22.1206417 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030

Lagt fram erindi skipulagsstjóra Mosfellsbæjar dags. 25. ágúst 2017 þar sem kynnt er fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir iðnaðarlóð fyrir vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells. Málsmeðferð er í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:40.