Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ingunnar Hafstað arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Víðigrundar 35 þar sem óskað er eftir heimild fyrir viðbyggingu á vesturhlið hússins og tengibyggingu á austurhlið að bílskúr sem einnig er sótt um. Viðbyggingin er 16 m2, tengibyggingin er 11,4 m2 og bílskúrinn 29,5 m2, samtals stækkun 56,9 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 11. apríl 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 19, 21, 33, 37 og 39. Í grenndarkynntri skipulagstillögu er einnig óskað eftir heimild til að nýta áður gerðan kjallara undir íbúðarhúsinu, 128 m2 að flatarmáli og koma fyrir tveimur gluggum á vesturhlið kjallara hússins.
Byggingarmagn á lóðinni fyrir breytingu er 131,2 m2 og nýtingarhlutfall 0,30. Samkvæmt tillögunni yrði byggingarmagn á lóðinni eftir breytingu 281,1 m2 og nýtingarhlutfall 0,61. Athugasemdafresti lauk 21. ágúst 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
"Undirritaður lýsir óánægju sinni með hringlandahátt í fundartíma skipulagsráðs. Gera verður þá kröfu til formanns ráðsins að hún sjái til þess að fundir séu haldnir á föstum fundadögum ráðsins".
Margrét Júlía Rafnsdóttir tekur undir þessa bókun og segir óásættanlegt að með svona stuttum fyrirvara sé fundartíma breytt.
Bókun frá Ármanni Kr. Ólafssyni:
"Undirritaður boðaði til annars fundar á reglulegum fundartíma skipulagsráðs, er beðist velvirðingar á því".