Skipulagsráð

15. fundur 02. október 2017 kl. 16:30 - 18:40 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varamaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir
  • Smári Magnús Smárason
  • Valdimar Gunnarsson
  • Auður Dagný Kristinsdóttir
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1709016F - Bæjarráð - 2883. fundur frá 21.09.2017

1703287 Austurkór 127. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

17011004 Lækjasmári 11-17, sameining lóða. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1705033 Víðigrund 35, breytt deiliskipulag
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1703429 Geislalind 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1706667 Ögurhvarf 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1703847 Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1709676 Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1610247 Dalaþing 26 og 26a. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1709320 Lundur 20 og 22. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1709728 Kópavogsbraut 59. Breyting á deiliskipulagi. Fyrirspurn.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

17081314 Vaxtamörk í landi Mosfellsbæjar - verkefnalýsing vegna breytingar á svæðisskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1709019F - Bæjarstjórn - 1162. fundur frá 26.09.2017

1703287 Austurkór 127. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

17011004 Lækjasmári 11-17, sameining lóða. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

1705033 Víðigrund 35, breytt deiliskipulag
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

1703429 Geislalind 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

1706667 Ögurhvarf 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

1703847 Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

1709676 Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

1610247 Dalaþing 26 og 26a. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

1709320 Lundur 20 og 22. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

1709728 Kópavogsbraut 59. Breyting á deiliskipulagi. Fyrirspurn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

17081314 Vaxtamörk í landi Mosfellsbæjar - verkefnalýsing vegna breytingar á svæðisskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráð með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1701009 - Lyklafellslína 1. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Á fundi skipulagsráðs 20. mars sl. var lagt fram erindi Landsnets hf. dags. 29. desember 2016 þar sem óskað er eftir að fá útgefið framkvæmdaleyfi Kópavogsbæjar fyrir Lyklafellslínu 1 (Sandskeiðslínu 1), 220/400 kV háspennulínu í upplandi Kópavogs. Afgreiðslu erindisins var frestað og óskað eftir samantekt um málið. Erindið var tekið fyrir að nýju á fundi ráðsins 3. apríl 2017 en þá mættu Þórarinn Bjarnason, Landsneti, Ólafur Árnason og Sigurður Thorlacius verkfræðistofunni Eflu og gerðu grein fyrir málinu. Lögð fram greinargerð Lyklafellslína 1 í Kópavogi dags. 27. september 2017 vegna afgreiðslu á umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi. Þá lögð fram tillaga að framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 í lögsögu Kópavogs. Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri Umhverfis og skipulags hjá VSÓ Ráðgjöf ehf. gerir grein fyrir málinu.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í lög nr. 772/2012 framlagt framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 í lögsögu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaleyfið byggir á þeim hönnunargögnum sem og öðrum gögnum og skilyrðum leyfisveitenda sem þar koma fram. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Sigríður Kristjánsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarsson, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson greiða atvæði með tillögunni.

Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
Þann 3. Apríl 2017 bókaði undirrituð í Skipulagsráði

"Það er óðsmannsæði að taka áhættu með vatnsból íbúa Höfuðborgarsvæðisins.Gögn málsins sýna að slík áhætta er fyrir hendi, sama til hvaða varúðarráðstafana eða "áhættuminnkandi aðgerða" yrði gripið.
Hæstiréttur dæmdi nú í febrúar 2017 að umhverfismat það sem fram fór vegna Suðvesturlínu hafi verið haldið svo verulegum annmörkum að óheimilt hafi verið að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli þess. Sandskeiðslína, nú kölluð Lyklafellslína, var hluti af því sama umhverfismati og byggir umsókn um framkvæmdaleyfi til Kópavogsbæjar á því."

Samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, segir m.a. í 13. gr. þar sem fjallað er um grannsvæði vatnsverndar:

"Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn. Á um 16 kílómetra kafla liggur línan um grannsvæði vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu og auk þess sem hún liggur fast að brunnsvæðum í Mygludölum.

Vatnsverndarsvæðin í Heiðmörk og nágrenni eru einstök að því leyti að þau liggja í sprungurein virks eldstöðvakerfis, þ.e. Krýsuvíkur. Svæðið einkennist af miklum fjölda af virkum gjám og sprungum sem margar hverjar eru opnar til yfirborðs. Þessar aðstæður valda því að vatnsverndarsvæðin eru einstaklega viðkvæm fyrir mengun frá yfirborði.

Vatnsból höfuðborgarsvæðisins eru meðal mikilvægustu auðlinda þjóðarinnar. Fyrirhugaðar stórframkvæmdir og rekstur háspennulína innan grannsvæða vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins bera vott um skammsýni. sem ég sem kjörinn fulltrúi vill ekki taka þátt í og leggst gegn veitingu framkvæmdaleyfisins."

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Ég styð ekki að veitt verði framkvæmdaleyfi."

Fundarhlé kl. 17:08
Fundi fram haldið kl. 17:18

Bókun frá Theódóru Þorsteinsdóttur, Karen Elísabetu Halldórsdóttur, Andrési Péturssyni, Sigríði Kristjánsdóttur og Ármanni Kr. Ólafssyni:
"Með tilvísan í yfirferð sérfræðinga og greinargerð sem Kópavogsbær lét vinna er ítrustu varúðar gætt við útgáfu framkvæmdaleyfisins."

Gestir

  • Stefán Gunnar Thors - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.1702284 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Tillaga að breytingu. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.

Á fundi skipulagsráðs 19. september var lögð fram tillaga svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 er tekur til hágæða almenningsvagnakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið - Borgarlina. Er tillagan unnin á grundvelli samkomulags sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 2. desember 2016.

Vinnslutillögur svæðis- og aðalskipulags voru kynntar frá 29. maí til og með 21. júní 2017. Alls bárust athugasemdir og/eða ábendingar frá 33 aðilum og þar af 12 lögbundnum umsagnaraðilum. Tillaga að breytingu á svæðisskipulagi hefur tekið nokkrum breytingum frá forkynningu. Tillagan byggir á greiningarvinnu COWI eins og hún birtist í lokaskýrslu dags. september 2017.

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins fjallaði um lokaskýrslu COWI og tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu sbr. ofangreint 8. september 2017. Svæðisskipulagsnefnd bókaði eftirfarandi:

Með tilvísan í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga samþykkir svæðisskipulagsnefnd að leggja til við aðildarsveitarfélögin að samþykkja að auglýsa tillöguna eftir athugun Skipulagsstofnunar.

Í ofangreindu samkomulagi sveitarfélaganna frá 2. desember 2016 þá er ætlunin að ljúka skipulagsvinnu á árinu 2017.

Eftirfarandi lagt fram:
Erindi svæðisskipulagsstjóra til skipulagsráðs Kópavogs, Afgreiðsla Kópavogs á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins dags. 14. septemer 2017; Svæðisskipulagið Höfuðborgarsvæðið 2040. Tillaga að beytingu á svæðisskipulagi. Hágæðakerfi almenningsvagna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlína, september 2017; Borgarlína - innkomnar athugasemdir og ábendingar við forkynningu vinnlutillagna dags. 7. september 2017; Höfuðborgarsvæðið 2040. Umferðarspá fyrir 2030 vegna svæðiskipulagsbreytingar. Forsendur og niðurstöður. Lokadrög september 2017; Borgarlína Recommendations Screening Report, COWI, september 2017.
Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri gerir grein fyrir málinu. Var afgreiðslu tillögunnar frestað.

Tillagan lögð fram að nýju ásamt ofangreindum gögnum.
Skipulagsráð Kópavogs ítrekar fyrri bókun sína, dags. 20. febrúar 2017, um að leggja eigi ofurkapp á að fyrsti áfangi Borgarlínuverkefnisins fari um svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins, Smárann og að kjarnastöð verði staðsett við Smáralind. Smárinn er lykilsvæði fyrir enn frekari uppbyggingu, blöndun byggðar og miðstöð verslunar og þjónustu í tengslum við Borgarlínuverkefnið. Skipulagsráð ítrekar jafnframt að eitt mikilvægasta stefnumið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins sé að fjölga þeim sem nýta almenningssamgöngur. Til að svo verði þarf Borgarlínan að fara um þar sem fólkið er og verður.
Það er mat skipulagsráðs að Smárinn sé lykilsvæði í því að Borgarlínan verði að veruleika og sú afstaða ráðsins er skýr að ekki sé hægt að fara í fyrsta áfanga Borgarlínunnar nema hún liggi um svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins Smárann með skiptistöð/biðstöð við Smáralind,- stærstu verslunarmiðstöð landsins.

Skipulagsráð leggur áherslu á að þeir þrír valkostir sem eru til skoðunar í vinnslutillögu að breytingu á aðalskipulagi Kópavogs vegna Borgarlínu rúmist innan samgönguása svæðisskipulagstillögunnar. Að mati skipulagsráðs þarf orðalag svæðisskipulagsbreytingar og framlögð gögn sem henni fylgja að vera skýrari hvað það varðar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn Kópavogs að samþykkja breytingartillögu svæðisskipulags og að hún verði auglýst að athugun Skipulagsstofnunnar lokinni. Jafnframt leggur skipulagsráð fram ofangreinda bókun sem athugasemd við auglýsta tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Sigríður Kristjánsdóttir, Ása Richardsdóttir, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson greiða atvæði með tillögunni.

Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Bókun skipulagsráðs gengur of skammt."

Almenn erindi

5.1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu aðalskipulagi á kolli Nónhæðar. Tillagan fjallar um breytingu á landnotkun og talnagrunni fyrir Nónhæð. Nánar tiltekið nær breytingin til svæðis sem afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og og 34 í vestur. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á svæðinu samfélagsþjónusta og opin svæði en breytist samkvæmt tillögunni í íbúðarbyggð og opin svæði sem mun nýtast almenningi til leikja og útiveru. Áætlað er að fjöldi íbúða verði allt að 140. Skipulagslýsing verkefnisins var afgreidd af skipulagsnefnd og samþykkt í bæjarstjórn nóvember 2016 til janúar 2017. Lýsingin var kynnt frá 21. janúar til 20. febrúar 2017. Með auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu 21. janúar 2017 var vakin athygli á því að kynning lýsingarinnar stæði yfir og að efni hennar mætti nálgast á heimasíðu bæjarins og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs. Lýsingin var kynnt á almennum fundi í Smáraskóla 9. febrúar 2017. Lýsingin var jafnframt send umsagnaraðilum til umsagnar. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 2. febrúar 2017; frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sbr. bréf dags. 1. febrúar 2017; frá Mosfellsbæ sbr. bréf dags. 1. febrúarar 2017; frá Samtökum sveitarfélags á höfuðborgarsvæðinu sbr. bréf dags. 7. febrúar 2017. Auk þess bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Á fundi skipulagsráðs 20. febrúar 2017 var samþykkt að hefja gerð aðalskipulagsbreytingar fyrir koll Nónhæðar. Á fundi skipulagsráðs 18. apríl 2017 var samþykkt að kynna framlögð drög að breyttu aðalskipulagi (tillögu á vinnslustigi) í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 29. apríl 2017 þar sem vakin er athygli á því að vinnslutillaga vegna fyrirhugaðrar breytinga á aðalskipulagi væri til kynningar á heimasíðu Kópavogsbæjar og í afgreiðslu skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs. Jafnframt var auglýst opið hús 4. maí og 8. maí 2017 í Fannborg 6 2h frá kl. 17 - 18 þar sem drögin voru kynnt sérstaklega þeim sem þess óskuðu. Alls mættu fimm íbúar 4. maí og 8. maí mættu þrír. Þá var lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 8. maí 2017: Kæruleiðir er varðar skipulagsmál. Þá lagt fram erindi Guðrúnar Benediktsdóttur, Brekkusmára 2 og Ásmundar Hilmarssonar, Eyktarsmára 1 dags. 10. maí 2017 og varðar breytingu á skipulagi Nónhæðar. Enn fremur lagt fram erindi lögfræðideildar dags. 29. maí 2017: Svar við erindi vegna Nónhæðar.

Skipulagsráð samþykkti 29. maí 2017 með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga. Á fundi bæjarstjórnar 19. júní 2017 var ofangreind afgreiðsla skipulagsráðs samþykkt. Í bréfi Skipulagstofnunar dags. 29. júní 2017 kemur m.a. fram að stofnunin hafi farið yfir framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 16. ágúst 2017 með athugasemdafrest til 29. september 2017. Greint frá opnu húsi á skipulags- og byggingardeild 21. september 2017 þar sem tillagan var kynnt sérstaklega þeim sem þess óskuðu. Alls mættu 12 íbúar á kynninguna.
Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar er bárust er tillagan var auglýst. Tillagan var jafnframt send til umsagnar Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis,Vegagerðinni, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfus, Garðabæ, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur og Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Erindi bárust frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 28. ágúst 2017, Mosfellsbæ dags. 1. september 2017, Garðabæ dags. 18. september 2017 og Minjastofnun Íslands dags. 7. september 2017. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

6.1611457 - Nónhæð. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga ARKÍS, arkitekta að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar. Nánar tiltekið nær tillagan til svæðis sem er um 31.000 m2 að flatarmáli og afmarkast af Arnarnesvegi til suðurs, Smárahvammsvegi til austurs, suðurmörkum lóða við Foldarsmára 2-22 (sléttartölur) til norðurs og Arnarsmára 32 og 34 til vesturs. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir samfélagsþjónustu og opnu svæði á svæðinu en í tillögu að breyttu deiliskipulagi er ráðgerð íbúðarbyggð á svæðinu og opnu svæði, sem mun nýtast almenningi til leikja og útiveru. Í tillöguni eru ráðgerðar 3 lóðir A, B og C fyrir fjölbýlishús á 2-5 hæðum með allt að 140 íbúðum. Áætlað byggingarmagn ofanjarðar er allt að 15.600 m2 og nh. deiliskipulagssvæðisins því um 0,5. Að jafnaði eru ráðgerð 1,2 bílastæði á íbúð bæði ofanjarðar og í bílgeymslum neðanjarðar. Aðkoma að húsi A verður frá Arnarsmára og að húsum B og C frá Smárahvammsvegi. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti dags. í júlí 2017. Þá lögð fram greinargerð VSÓ ráðgjöf: Breyting á deiliskipulagi Nónhæðar. Umhverfismat skv. 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 dags. í júlí 2017 og greinargerð VERKÍS: Nónhæð - deiliskipulag minnisblað varðandi hljóðvist dags. 7: júlí 2017.

Skipulagsráð samþykkti 31. júlí 2017 með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar og vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 10. ágúst 2017 var framangreind afreiðsla skipulagsráðs samþykkt. Tillagan var auglýst samhliða ofangreindri aðalskipulagsbreytingu í Nónhæð frá 16. ágúst 2017 með athugasemdafrest til 29. september 2017. Greint frá opnu húsi á skipulags- og byggingardeild 21. september 2017 þar sem tillagan var kynnt sérstaklega þeim sem þess óskuðu. Alls mættu 12 íbúar á kynninguna.
Tillagan var jafnframt send til umsagnar Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis,Vegagerðinni og bæjaryfirvöldum í Garðabæ. Erindi bárust frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 28. ágúst 2017, Garðabæ dags. 18. september 2017 og Minjastofnun Íslands dags. 7. september 2017. Þá lögð fram Fornleifakönnun vegna deiliskipulags á Nónhæð í Kópavogi, skýrsla Fornleifastofunnar dags. 18. september 2017. Lagt fram erindi Minjaverndar dags. 29. september 2017. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma.



Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

7.1704228 - Skjólbraut 11. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga lóðarhafa Skjólbrautar 11 dags. 6. apríl 2017 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi á lóðinni Skjólbraut 11. Í breytingunni felst að í stað einlyfts einbýlishúss með risi eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrri, verði reist á lóðinni tvílyft fjórbýlishús. Tvö bílastæði verða á hverja íbúð, átta í heildina. Er það aukning um fjögur stæði miðað við gildandi deiliskipulag. Fyrirhugað heildarbyggingarmagn á lóðinni verður skv. tillögunni 573,2 m2 og nýtingarhlutfall 0,58. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir að núverandi bygging á lóðinni, einbýlishús alls 136 m2 að stærð og byggt árið 1945, verði fjarlægð. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. maí 2017.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 23. maí 2017 var framangreind afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Tillagan var auglýst frá 23. júní 2017 með athugasemdafrest til 8. ágúst 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og bygguingardeildar, dags. dags. 29. september 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Tek undir athugasemdir nágranna um of mikið byggingarmagn. Ekki er um óverulega breytingu að ræða."

Almenn erindi

8.1709263 - Deiliskipulag fyrir Háveg, Álftröð og Skólatröð. Áskorun frá íbúum við Álfhólsveg, Skólatröð, Hátröð, Neðstutröð og Vallatröð um þéttingu byggðar

Á fundi bæjarráðs 21. september 2017 var lagt fram og vísað til úrvinnslu skipulagsráðs erindi frá íbúm við Álfhólsveg, Skólatröð, Hátröð, Neðstutröð og Vallartröð, þar sem fram kemur áskorun um sérstaka stefnumótun varðandi þéttingu byggðar í grónum íbúðahverfum og fyrirhugað deiliskipulag fyrir Háveg, Álftröð og Skólatröð.
Lagt fram og rætt. Skipulagsstjóra falið að taka saman gögn eftir þeirri forskrift sem nú þegar liggur fyrir í svæðis- og aðalskipulagi.

Almenn erindi

9.1703856 - Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu leiðrétt tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts dags. 16. mars 2017 þar sem fram kemur að lóðin er á deiliskipulögðu svæði. Í erindinu felst ósk um heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni byggt 1953 ásamt bílskúr byggður 1977 samtals 112,7 m2 að flatarmáli. Lóðin er 986,0 m2 og núverandi nýtingarhlutfall 0,11. Jafnframt er óskað heimildar til að byggja á lóðinni fjögurra íbúða hús á tveimur hæðum auk kjallara og tveimur innbyggðum bílskúrum. Samanlagður gólfflötur er áætlaður liðlega 750 m2 og nýtingarhlutfall 0,8. Hámarkshæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 6,2 m. Miðað er við tvö bílastæði á íbúð innan lóðar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Athugasemdafresti lauk 29. september 2017. Athugasemd barst.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

10.1707262 - Smárinn. Reitur A 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Tendra arkitektúr fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á svæði A10 í 201 Smári. Í tillögunni felst að lega og fyrirkomulag bílastæða og opinna svæða á lóð fyrirhugaðra húsa á svæðinu breytist. Opin bílgeymsla við hús A er felld út; hús A verður 4-6 hæðir í stað 4-7 hæða; hús C verður 4-7 hæðir í stað 4 hæða og í því húsi verður fjöldi íbúða 18 í stað 9. Fjöldí bílastæða ofanjarðar er óbreyttur þ.e. 30 stæði en bílastæðum í bílageymslu neðanjarðar er fjölgað úr 55 í 57. Sorp verður í djúpgámum við gangstíg í stað sorpgeymslum í kjallara fyrirhugaðra húsa. Þá er sett inn kvöð um sjónlínur frá útkeyrslu milli húsa A og b til að auka umferðaröryggi gagnvart umferð úr suðri. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 19. júlí 2017. Athugasemdafresti lauk 29. september 2017. engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1707031 - Bjarnhólastígur 3. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Svövu Jónsdóttur arkitekts, dags. 27. júní 2017 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að stækka húsið með 68,4 m2 viðbyggingu til norðurs. Lóðarstærð er 780 m2, nýtingarhlutfall lóðar yrði 0,317 í stað 0,26 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. júní 2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 38, 40, 42, 44, 46a, 46b, Hátröð 6, 8 og Bjarnhólastígs 1, 4, 6, 8, 9 og 10. Athugasemdafresti lauk 29. september 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.17091009 - Turnahvarf 6. Fyrispurn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi.

Lögð fram fyrirspurn Opus fasteignafélags dags. 1. september 2017 varðandi breytingu á aðal- og deiliskipulagi á lóðinni nr. 6 við Turnahvarf.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

13.17091076 - Vesturvör 40-48. Drög að breyttu deiliskipulagi.

Lögð fram drög T.ark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis á vestanverðu Kársnesi nánar tiltekið við Vesturvör 40-48 dags. í september 2017.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli framlagðra draga verði unnin tillaga að breyttu deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Theódóra Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Sigríður Kristjánsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson, Karen Elísabet Halldórsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson greiða atkvæði með tillögunni.

Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Undirrituð leggst gegn uppbyggingu við strandlengju Karsness sem skerðir aðgang almennings og aðeins þeir geta notið sem hafa efni á að borga."

Fundi slitið - kl. 18:40.