Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 7. júlí 2017 að breyttu fyrirkomulagi lóðarinnar við leikskólann að Fögrubrekku 26 þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust við áður kynnta tillögu. Í breytingunni felst að bílastæðum er fjölgað úr 7 í 17 á suðurhluta lóðarinnar. Leikskólalóðin stækkar til vesturs og staðsetning sparkvallar breytist. Breytt aðkoma verður frá göngustíg austan leikskólans. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 25, 27, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45, 47, Lundarbrekku 12, 14, 16 og Þverbrekku 6 og 8. Athugasemdafresti lauk 27. október 2017. Athugasemdir bárust.