Skipulagsráð

17. fundur 06. nóvember 2017 kl. 16:30 - 17:40 á Digranesvegi 1, Vatnsendi 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Ása Richardsdóttir aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Arnþór Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson
 • Smári Magnús Smárason
 • Steingrímur Hauksson
 • Salvör Þórisdóttir
 • Valdimar Gunnarsson
 • Auður Dagný Kristinsdóttir
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1710011F - Bæjarráð - 2887. fundur frá 19.10.2017

1707228 - Hlíðasmári 12. Kynning á byggingaleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1708831 - Hófgerði 18a. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1708425 - Sunnubraut 30. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1709733 - Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

17031299 - Kársneshöfn, svæði 8. Bakkabraut 1-23, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1710015F - Bæjarstjórn - 1164. fundur frá 24.10.2017

1707228 Hlíðasmári 12. Kynning á byggingaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1708831 Hófgerði 18a. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1708425 Sunnubraut 30. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1709733 Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

17031299 Kársneshöfn, svæði 8. Bakkabraut 1-23, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1711033 - Umhverfissvið, Digranesvegi 1

Ný húsakynni Umhverfissviðs, Digranesvegi 1 kynnt. Stutt vettvangsferð.
Skipulagsráð óskar umhverhverfissviði til hamingju með ný húsakynni.

Almenn erindi

4.1403199 - Laxalind 15. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Tómasar Þorvaldsonar hdl. dags. 17. mars 2014 f.h. lóðarhafa Laxalindar 15 að breyttu deiliskipulagi Laxalindar 15. Þá lögð fram minnisblöð lögræðideildar Kópavogsbæjar þar sem m.a. er tekin saman forsaga málsins, breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar og um framkvæmdir á lóðinni Laxalind 15. Eru minnisblöðin dags. 6. júní 2017 og 5. október 2017.
Á árunum 2011 og 2012 var farið í byggingarleyfisskyldar framkvæmdir á lóðinni nr. 15 við Laxalind, en þar reisti lóðarhafi tvö hús utan byggingarreits sbr. gildandi deiliskipulag og háa skjólgirðingu á lóðamörkum Laxalindar 15 og 17. Ekki var sótt um byggingarleyfi fyrir framkvæmdunum áður en þær hófust né óskað eftir breytingu á deiliskipulagi. Nú er tekin fyrir umsókn lóðarhafa um breytingu á deilsikipulagi vegna lóðarinnar svo framkvæmdirnar rúmist innan þess. Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. apríl 2017 er bent á að með umræddri deiliskipulagsbreytingu væri verið að víkja frá skilmálum skipulagsins er varðar umfang mannvirkja og fjarlægð þeirra frá lóðamörkum, sem gæti haft í för með sér nokkur grenndaráhrif. Breytingarnar séu til þess fallnar að breyta útliti og formi viðkomandi svæðis í Lindunum. Breytingin hefði jafnframt fordæmisgildi og vegna jafnræðissjónarmiða væri eðlilegra að breytingin næði til alls hverfisins sbr. deiliskipulag vesturhluta Fífuhvammslands - íbúðarsvæði norðan Fífuhvammsvegar samþykkt í bæjarstjórn 15. ágúst 1995.

Skipulagsráð getur ekki fallist á að víkja frá skilmálum deiliskipulagsins með þessum hætti og veita þannig fordæmi á svæðinu fyrir svo umfangsmiklum mannvirkjum á lóðamörkum. Beiðni um breytingu á deiliskipulagi vegna Laxalindar 15 er því hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

5.1707226 - Laufbrekka 22. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Þórðar Þorvaldssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Laufbrekku 22 þar sem óskað er eftir að reisa 37,1 m2 viðbyggingu við austurhlið hússins, sbr. uppdrætti í mkv 1:100 og 1:500 dags. 2. desember 2016. Á fundi skipulagsráðs 31. júlí var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laufbrekku 17, 19, 20, 21, 23 og 24. Athugasemdafresti lauk 23. október 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.16061110 - Fagrabrekka 26. Aðkoma og bílastæði.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 7. júlí 2017 að breyttu fyrirkomulagi lóðarinnar við leikskólann að Fögrubrekku 26 þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust við áður kynnta tillögu. Í breytingunni felst að bílastæðum er fjölgað úr 7 í 17 á suðurhluta lóðarinnar. Leikskólalóðin stækkar til vesturs og staðsetning sparkvallar breytist. Breytt aðkoma verður frá göngustíg austan leikskólans. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 25, 27, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45, 47, Lundarbrekku 12, 14, 16 og Þverbrekku 6 og 8. Athugasemdafresti lauk 27. október 2017. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

7.1708830 - Borgarholtsbraut 48. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings fh. lóðarhafa að nýbyggingu á lóðinni nr. 48 við Borgarholtsbraut. Í tillögunni felst að einbýlishús á einni hæð byggt úr timbri 1950 ásamt bílskúr byggður sama ár, samtals 109 m2 að flatarmáli eru rifin. Lóðin er 907 m2 og núverandi nýtingarhlutfall því 0,12. Í þeirra stað er byggt fjórbýlishús á tveimur hæðum samtals 457,0 m2 að samanlögðum gólffleti og er nýtingarhlutfall áætlað 0,5. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 43, 44, 45, 46, 47, 49, 50, 51, 52 og Skólagerðis 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23. Athugasemdafresti lauk 27. október 2017. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Steingrímur Hauksson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

8.1703856 - Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu leiðrétt tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts dags. 16. mars 2017 þar sem fram kemur að lóðin er á deiliskipulögðu svæði. Í erindinu felst ósk um heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni byggt 1953 ásamt bílskúr byggður 1977 samtals 112,7 m2 að flatarmáli. Lóðin er 986,0 m2 og núverandi nýtingarhlutfall 0,11. Jafnframt er óskað heimildar til að byggja á lóðinni fjögurra íbúða hús á tveimur hæðum auk kjallara og tveimur innbyggðum bílskúrum. Samanlagður gólfflötur er áætlaður liðlega 750 m2 og nýtingarhlutfall 0,8. Hámarkshæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 6,2 m. Miðað er við tvö bílastæði á íbúð innan lóðar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Athugasemdafresti lauk 29. september 2017. Athugasemd barst. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 3. nóvember 2017.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1710517 - Langabrekka 25. Grenndarkynning.

Lögð fram tillaga Helgu Guðrúnar Vilmundardóttur arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Löngubrekku 25 þar sem óskað er eftir að skipta einbýlishúsi upp í tvær aðskildar séreignir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, dags. 27. september 2017.
Skipulagsráð samþykkir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 18, 20, 22, 23 og 27.

Almenn erindi

10.1710602 - Ekrusmári 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Baldurs Ó Svanssonar arkitekts, dags. 30. október 2017, fyrir hönd lóðarhafa Ekrusmára 4 þar sem óskað er eftir stækkun á byggingarreit til norðurs. Húsið er í dag 182 m2 á einni hæð og lóðin er 784 m2, hámarksstærð viðbyggingar yrði 80 m2. Uppdráttur í mkv. 1:1000, dags. 6. júlí 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Ekrusmára 2, 6 og Grundarsmára 1, 3 og 5.

Almenn erindi

11.1711060 - Bláfjöll, lagnir fyrir rafmagn og ljósleiðara.

Lagt fram erindi Isavia dags. 2. nóvember 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að leggja lagnir fyrir rafmagn og ljósleiðara í Bláfjöllum.
Isavia er með þrjú hús í Bláfjöllum, tvö (sendahús og rafstöðvarhús) eru fyrir ofan skíðasvæðið í Kóngsgili og er eitt (móttökuhús) fyrir ofan skíðasvæðið í Suðurgili. Í húsunum er hýstur fjarskiptabúnaður fyrir talsamskipti við flugvélar. Milli senda og móttöku húsanna er um það bil 455m og liggur rafstrengur og símstrengur þar á milli. Strengir milli húsanna eru orðnir lélegir og er kominn tími til að endurnýja þá með nýjum raflögnum og ljósleiðara.
Isavia vill því sækja um leyfi til að grafa skurð milli húsanna (sjá mynd í viðhengi)á sama stað og núverandi lagnir eru í jörðu og leggja í skurðinn þrjú 110 mm rör. Einnig þarf að koma fyrir 3 tengibrunnum, einn verður við móttökuhús og tveir á milli húsanna, en 150 metrar verða á milli tengibrunnana.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Ása Richardsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

12.1711059 - Brattatunga 2. Byggingaráform.

Lögð fram tillaga Björns Skaptasonar, arkitekts um fyrirhugaðar breytingar á einbýlishúsinu að Bröttutungu 2. Í breytingunni felst m.a stækkur eftri hæðar um 10 m2 til suðurs og svala á suðurhlið hússins um 8,5 m ásamt stiga niður í garð. Enn fremur er fyrirhugað að endurhanna útlit hússins m.a þakkant og klæða húsið að utan með álklæðningu. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum dags. í ágúst 2017.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlögð byggingaráform og að þau verði unnin áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grenndarkynnt sbr. framangreinda grein skipulagslaga.

Almenn erindi

13.16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Tillagan gerir ráð fyrir að á göngu- og hjólabrú yfir Fossvog, sem gildandi aðalskipulag gerir nú þegar ráð fyrir, verði einnig heimilaður akstur almenningsvagna, til samræmis við skipulagsákvæði um sömu brú í aðalskipulagi Reykjavíkur. Tillagan er sett fram í greinargerð Alta dags. 3. nóvember 2017.
Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2017 var lögð fram vinnslutillaga, dags. 29. maí 2017, að ofangreindri breytingu og samþykkti skipulagsráð að hún skuli kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan var kynnt frá 16. september 2017. Enn fremur var vinnslutillagan send umsagnaraðilum sbr. erindi skipulagsstjóra dags. 15. september 2017. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni sbr. erindi dags. 26. október 2017; frá Garðabæ sbr. erindi dags. 3. október 2017 og frá Reykjavíkurborg sbr. erindi dags. 2. október 2017. Efnt var til opins húss á skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs 28. september 2017 þar sem vinnslutillagan var kynnt þeim er þess óskuðu. Tveir mættu á kynninguna.


Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.

Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

14.1705661 - Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114. Svæði 12. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Teiknistofunnar Traðar að deiliskipulagi fyrir reit 12 í skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Kársness. Nánar tiltekið nær tillagan til götureitar sem afmarkast af Nesvör til norðurs, Kársnesbraut til austurs, Þinghólsbraut til suðurs og Hafnarbraut til vesturs. Í tillögunni felst að núverandi byggingar að Hafnarbraut 4, 6, 8 og 10 verða rifin og nýtt fjögurra hæða íbúðarhúsnæði með kjallara byggt í þeirra stað. Á lóðinni Hafnarbraut 4-8 verða að hámarki 38 íbúðir og áætlað nýtingarhlutfall 1,97 (2,46 með kjallara) og 1,3 bílastæði á íbúð. Á lóð Hafnarbrautar 10 eru ráðgerðar 40 íbúðir áætlað nýtingarhlutfall 1,83 (2,28 með kjallara) og 1,3 bílastæðum á íbúð.
Á lóðunum Kársnesbraut 108-114 er í tillögunni gert ráð fyrir að byggja eina íbúðarhæð ofan á núverandi atvinnuhúsnæði með samtals 34 íbúðum. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 5. maí 2017. Þá greint frá samráðsfundi með lóðarhöfum ofangreindra lóða sem haldinn var 9. maí 2017 á skipulags- og byggingardeild. Athugasemdafresti lauk 16. október 2017. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar við fram komnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 3. nóvember 2017.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1710428 - Aðalskipulag Ölfus 2010-2022. Breyting á aðalskipulagi. Skipulags- og matslýsing.

Lögð fram skipulags- og matslýsing dags. 11. október 2017, fyrir breytingu á aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022. Nær breytingin til hafnarsvæðis Þorlákshafnar. Markmið skipulagsvinnunnar er að endurskoða skipulag á hafnarsvæðinu vegna breyttra forsendna og þróunar á hafnarsvæðinu. Skoðuð verður framtíðaraðkoma að hafnarsvæðinu og fyrirkomulag vegakerfis á norðurhluta svæðisins. Einnig verður skoðuð tenging við Þorlákshafnarveg, breytingar á hafnarmannvirkjum og staðsetning frárennslis.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

16.1710512 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur dags. í október 2017 vegna breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og nýs deiliskipulags fyrir efnisvinnslusvæðis í Álfnesvík.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

17.1710511 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls.

Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, dags. í september 2017, að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í breytingu á landnotkun og fjölgun íbúða við Hraunbæ-Bæjarháls.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 17:40.