Skipulagsráð

20. fundur 18. desember 2017 kl. 16:30 - 18:07 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir
  • Smári Magnús Smárason
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1712010F - Bæjarstjórn - 1167. fundur frá 12.12.2017

1611458 Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi.
Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með átta atkvæðum þeirra Sverris Óskarssonar, Andra Steins Hilmarssonar, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Birkis Jóns Jónssonar. Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddu ekki atkvæði.

1611457 Nónhæð. Breyting á deiliskipulagi.
Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með átta atkvæðum þeirra Sverris Óskarssonar, Andra Steins Hilmarssonar, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Johnson, Guðmundar Geirdal og Birkis Jóns Jónssonar. Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddu ekki atkvæði.

1705482 Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1708830 Borgarholtsbraut 48. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1711297 Arakór 5. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1705480 Hlíðarvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1711632 Vatnsendablettir 730-739. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1707278 Vesturvör 16-28 og Hafnarbraut 20. Deiliskipulag. Svæði 5.
Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1712002F - Bæjarráð - 2894. fundur frá 07.12.2017

1611457 Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1611457 Nónhæð. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1705482 Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1708830 Borgarholtsbraut 48. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1711297 Arakór 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1705480 Hlíðarvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1711632 Vatnsendablettir 730-739. Breytt deiliskipulag
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1707278 Vesturvör 16-28 og Hafnarbraut 20. Deiliskipulag. Svæði 5.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Anna Elísabet Ólafsdóttir sérfræðingur í lýðheilsumálum kynnir innleiðingu Lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.1707262 - Smárinn. Reitur A 10. Byggingaráform

Lögð fram tillaga Tendra - arkitekta að byggingaráformum á reit A10 í 201 Smári. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum og útliti fyrirhugaðra húsa á reitnum dags. 13. desember 2017. Þórarinn Malmquist, arkitekt og Ingvi Jónsson, framkvæmdastjóri Klasa mæta á fundinn og gera grein fyrir málinu.
Skipulagráð samþykkir framlögð byggingaráform.

Gestir

  • Þórarinn Malmquist - mæting: 17:09
  • Ingvi Jónsson - mæting: 17:09

Almenn erindi

5.1711333 - 201 Smári. Sunnusmári 1-7. Reitur A08 og 09. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Tendra - arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Sunnusmára 1-17 reitir A08 og 09. Í tillögunni felst að reitir A08 og 09 eru sameinaðir og tilfærsla á byggingarreit ofanjarðar til að stækka garðsvæði (inngarð) innan reitsins. Í tillögunni felst jafnframt að fjölga íbúðum úr 133 í 165 og breyta fyrirkomulagi bílastæða. Innkeyrsla að lóðinni er færð frá Hæðarsmára í Sunnusmára sem fækkar innkeyrslum inn í reitinn. Einnig felst í tillögunni að hækka eina byggingu um 2 hæðir þannig að hún verði 9 hæðir í stað 7 hæða, auka byggingarmagn um 1.000 m2, (fer úr 15.428 m2 í 16.428 m2 án kjallara) og fjölga bílastæðum í kjallara. Bílastæðakrafan 1,2 stæði á íbúð er óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag. Í tillögunni kemur fram staðsetning djúpgáma. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017.
Þórarinn Malmquist arkitekt og Ingvi Jónsson framkvæmdastjóri Klasa mæta á fundinn og gera grein fyrir málinu.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Þórarinn Malmquist - mæting: 17:09
  • Ingvi Jónsson - mæting: 17:09

Almenn erindi

6.1403302 - Furugrund 3. Breyting á aðalskipulagi

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. breytingin nær til reits VÞ-5, lóðarinnar nr. 3 við Furugrund þar sem verslunar- og þjónustusvæði er breytt í íbúðarsvæði. Verslun- og þjónusta auk geymslna fyrir íbúðir verður í u.þ.b. 1/3 húsnæðisins (kjallara) en íbúðir í u.þ.b. 2/3 hluta (1-2 hæð). Breyta á núverandi húsnæði að Furugrund 3 þannig að byggð verður hæð ofan á núverandi hús. Eftir breytinguna verður húsið að Furugrund 3 um 1.800 m2 að samanlögðum gólffleti með allt að 12 íbúðum. Ofangreind breyting kemur til af því að innan reits VÞ-5 hefur verslunarstarfsemi dregist saman á undanförnum árum og færst á önnur verslunar- og þjónustusvæði meðal annars við Nýbýlaveg. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. í maí 2017.

Tillagan var auglýst frá 24. október 2017 með tilvísun í 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga 123/2010 með athugasemdafrest til 11. desember 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

7.17082386 - Kaldalind 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hafsteinssonar dags. 30. ágúst 2017 fyrir hönd lóðarhafa Köldulindar 4 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 27 m2 sólskála við íbúðarhúsið. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 17. ágúst 2017. Kynningartíma lauk 15. desember 2017. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1710396 - Þinghólsbraut 79. Fyrirspurn um smáhýsi.

Lögð fram tillaga Alexanders Jóhönnusonar að nýbyggingum á lóðinni við Þinghólsbraut 79. Í tillögunni felst bygging lítilla sérbýla og skrifstofuhúsnæðis á tveimur hæðum ásamt sameiginlegu gróðurhúsi. Fyrirhugað nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,5-0,7.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

9.1610189 - Langabrekka 5. Viðbygging, Kynning á byggingarleyfi.

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem m.a. kemur fram að þann 16. nóvember 2017 hafi verið tekið fyrir mál nr. 113/2015 þar sem kærð var ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar frá 12. nóvember 2015 um synjun um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr að Löngubrekku 5. Í úrskurðarorðum kemur fram að ákvörðun byggingarfulltrúa sé felld úr gildi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að nýju erindi Teiknivangs f.h. lóðarhafa dags. 22.6.2015. Óskað er eftir að byggja við bílskúr til suðurs á lóðinni Löngubrekku 5. Viðbygging er 2,5 x 7,5 metrar að stærð eða um 19 m2 að grunnfleti. Hæð viðbyggingar verður 3,3 m og er 0,5 m frá lóðarmörkum við Álfhólsveg 61. Gólfkóti viðbyggingar verður 1,3m lægri en lóðin við Álfhólsveg 61 sbr. meðfylgjandi uppdrætti dags. 22.6.2015.
Frestað.

Almenn erindi

10.1712918 - Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga Krark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Akrakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 400 m2 í 544 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 7,5 m á hvorri hlið, hámarkshæð verði 6,6 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m og heimilaðar verði svalið á suðuhlið hússins 1,7 m út fyrir byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:07.