Skipulagsráð

22. fundur 29. janúar 2018 kl. 16:30 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Ása Richardsdóttir aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson varamaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1801013F - Bæjarráð - 2899. fundur frá 18.01.2018

1710517 - Langabrekka 25. Skipting einbýlishúss í tvær eignir.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1710174 - Fossvogsbrún, þjónustuíbúðir. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1801305 - Aflakór 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1801080 - Engihjalli 9. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1712884 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1712885 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1403302 - Furugrund 3. Breyting á aðalskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1801015F - Bæjarstjórn - 1169. fundur frá 23.01.2018

1710517 - Langabrekka 25. Skipting einbýlishúss í tvær eignir.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1710174 - Fossvogsbrún, þjónustuíbúðir. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1801305 - Aflakór 6. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1801080 - Engihjalli 9, kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1712884 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1712885 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1403302 - Furugrund 3. Breyting á aðalskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með átta atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Theódóru Þorsteinsdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar, Sverris Óskarssonar, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal og Kristins Dags Gissurarsonar gegn þremur atkvæðum þeirra Ásu Richardsdóttur, Margrétar Júlíu Rafnsdóttur og Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Almenn erindi

3.1801603 - Smáralind. Vettvangsferð

Framkvæmdastjóri Smáralindar kynnir þær breytingar sem gerðar hafa verið í verslunarmiðstöðinni og framtíðaráform.

Almenn erindi

4.16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Tillaga að breytingu aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Tillagan gerir ráð fyrir að á göngu- og hjólabrú yfir Fossvog, sem gildandi aðalskipulag gerir nú þegar ráð fyrir, verði einnig heimilaður akstur almenningsvagna, til samræmis við skipulagsákvæði um sömu brú í aðalskipulagi Reykjavíkur. Tillagan er sett fram í greinargerð Alta dags. 3. nóvember 2017.
Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2017 var lögð fram vinnslutillaga, dags. 29. maí 2017, að ofangreindri breytingu og samþykkti skipulagsráð að hún skuli kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan var kynnt frá 16. september 2017. Enn fremur var vinnslutillagan send umsagnaraðilum sbr. erindi skipulagsstjóra dags. 15. september 2017. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni sbr. erindi dags. 26. október 2017; frá Garðabæ sbr. erindi dags. 3. október 2017 og frá Reykjavíkurborg sbr. erindi dags. 2. október 2017. Efnt var til opins húss á skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs 28. september 2017 þar sem vinnslutillagan var kynnt þeim er þess óskuðu. Tveir mættu á kynninguna.

Skipulagsráð samþykkti 6. nóvember 2017 með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga. Á fundi bæjarstjórnar 14. nóvember 2017 var framangreind afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Tillagan var auglýst frá 27. nóvember 2017 með athugasemdafrest til 17. janúar 2018. Auglýsing um tillöguna birtist í Fréttablaðinu 27. nóvember 2017 og í Lögbirtingarblaðinu 29. nóvember 2017. Tillagan var jafnframt send lögboðnum umsagnaraðilum sbr. bréf dags. 24. nóvember 2017. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust frá Vegagerðinni sbr. erindi dags. 23. nóvember 2017; Umhverfisstofnun sbr. erindi dags. 15. janúar 2018 og Veitum sbr. erindi dags. 17. janúar 2018 og frá Skipulagsstofnun dags. 26. janúar 2018.

Tillagan lögð fram að nýju ásamt greinargerð með umsögnum er bárust á auglýsingartíma. Er tillagan dags. 29. janúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögnum í greinargerð dags. 29. janúar 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Undirritaður, fulltrúi framsóknarflokksins, getur ekki fallist á þá aðalskipulagsbreytingu sem hér er lögð til með hliðsjón af greinargerðinni sem með henni fylgir, þar sem "svokölluð Borgarlína" er ein meginröksemdin fyrir þessari breytingu á landnotkun.
Alls ekki er víst að Borgarlínan eins og hún er kynnt í dag verði að veruleika.
Hins vegar styður undirritaður að við hönnun brúarinnar verði reiknað með möguleika á almenningssamgöngum."

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Ég tel að ekki hafi farið fram þarfagreining á umræddri brú og get því ekki að svo stöddu stutt tillöguna sem kallar á mjög kostnaðarsama framkvæmd."

Bókun frá Ármanni Kr. Ólafssyni:
"Hér er eingöngu verið að samþykkja skipulag fyrir göngu- og hjólreiðabrú ásamt akrein fyrir almenningssamgöngur. Athyglisvert er að Framsóknaflokkurinn skuli leggjast gegn þessu framfaramáli í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu þá vekur það líka athygli að fulltrúi Vg sjái sér ekki fært að styðja þetta mikla umhverfismál."

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Brú yfir Fossvog fyrir gangandi og hjólandi fólk og almenningssamgöngur er mikið framfaraskref fyrir Kópavog. Þar skiptir ekki síst máli sú nýja tenging og staða í hjarta höfuðborgarlandsins sem Kópavogsbær fær með brúnni. Í næstu skrefum er mikilvægt að vandað umhverfismat fari fram."

Andrés Pétursson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson og Sigríður Kristjánsdóttir taka undir bókun Ásu.

Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Undirrituð vill efla umhverfisvænar samgöngur, almenningssamgöngur og uppbyggingu göngu- og hjólareiðastíga. Umrædd brú er ekki forsenda þess."

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Alrangt hjá Ármanni Kr. að undirritaður vilji ekki brú yfir Fossvog sem geti þjónað almenningssamgöngum. Bendi honum á að lesa fyrri bókun mína."

Almenn erindi

5.1705613 - Lundur 24-26 og 28-30. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Lund 24-26 og 28-30. Í breytingunni felst að vegna landhalla verði byggð pallaskipt hús í stað tveggja hæða húsa með óbreyttri hámarkshæð og byggingarreitur stækkar til suðurs um 8 m2 fyrir Lund nr 24 og 28. Einnig er óskað eftir því að lóðarmörk Lundar 24 og 28 stækki um 3 m til suðurs og lóða Lundar nr. 22 minnki sem því nemur. Á fundi skipulagsráðs 29. maí 2017 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Birkigrundar 9b, 11, 11a, Lundar 8-12, 14-18 og 20. Athugasemdafresti lauk 29. desember 2017. Athugasemdir bárust.

Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að umsögn um framkomnar athugasemdir og ábendingar, er umsögnin dags. 29. janúar 2018.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.1709320 - Lundur 20 og 22. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Lundar 20 og 22 að breyttu deiliskipulagi. Í tillögunni felst a) breytt fyrirkomulag bílastæða við Lund 20 (Lundur 3 eða Gamli Lundur) b) fyrirhugað fjölbýlishús við Lund 22 færist 3 m til vesturs og gert er ráð fyrir inndreginni þakhæð á húsinu með einni íbúð þannig að heildafjöldi íbúða í húsinu verður 7 í stað 6 íbúðir. Fyrirhugað hús hækkar því úr 2 hæðum auk kjallara í 2 hæðir með inndreginni þakhæð auk kjallara. Bílastæðum á lóð er fjölgað úr 8 í 12. Uppdrætti í mkv 1:1000 dags. 1. september 2017. Þá lögð fram yfirlýsing Þorláks Jónssonar fh. húsfélagsins Lundar 20 dags. 22/8/2017. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Athugasemdarfresti lauk 22. janúar 2018. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

7.1711735 - Brekkuhvarf 1-5. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Rafaels Pinho dags. 29. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1-5 að breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst að á lóðunum Brekkuhvarf 1a-1b, 3 og 5 verði reist raðhúsabyggð í þremur áföngum með samtals 22 íbúðum sem fá heimilisföngin Brekkuhvarf 1a-1p og Brekkuhvarf 7a-7f. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 11. janúar 2018 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1610283 - Kópavogsbraut 9-11. Breytt deiliskipulag. Fyrstu íbúðarkaup.

Lögð fram drög að tillögu skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 9-11. Í breytingunni felst sameining lóðanna og stækkun um 15 m til austurs. Fjórum byggingarreitum komið fyrir á lóðinni með alls 30 íbúðum á einni til tveimur hæðum ásamt kjallara. Fyrirhuguð stærð íbúða er 50-75 m2, 1-3 herbergi. Jafnframt er gert ráð fyrir 16 bílastæðum á lóðinni. Heildarbyggingarmagn er áætlað u.þ.b. 1800 m2 og nýtingarhlutfall 0,61.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

9.1801571 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin.

Lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur dags. 8. desember 2017 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar markmið um göngugötur í miðborginni. Tillögan er sett fram í greinargerð dags. 8. janúar 2018.
Lagt fram.

Almenn erindi

10.1206417 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Breyting. Stök íbúðarhús í Mosfellsdal.

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 er varðar stök íbúðarhús í Mosfellsdal þar sem heimilt verður að byggja annað íbúðarhús til viðbótar því sem fyrir er á viðkomandi landareign/lóð. Tillagan er sett fram á uppdráttum ásamt greinargerð dags. 11. janúar 2018.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.