Skipulagsráð

25. fundur 05. mars 2018 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Hreiðar Oddsson varamaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1802016F - Bæjarráð - 2904. fundur frá 22.02.2018

1706372 - Kópavogsgöng. Dalvegur 30. Tillaga. Breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1709320 - Lundur 20 og 22. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1709734 - Melgerði 4. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1711555 - Dalaþing 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

17091076 - Vesturvör 40-50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1802107 - Dalbrekka 12. Fjölgun íbúða. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1712912 - Auðbrekka 7. Byggingaráform. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1802020F - Bæjarstjórn - 1171. fundur frá 27.02.2018

1706372 - Kópavogsgöng. Dalvegur 30. Tillaga. Breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 samhljóða atkvæðum. Margrét Júlía Rafnsdóttir, Kristín Sævarsdóttir og Ása Richardsdóttir greiddu ekki atkvæði.

1709320 - Lundur 20 og 22. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1711555 - Dalaþing 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

17091076 - Vesturvör 40-50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Sverris Óskarssonar, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal og Kristins Dags Gissurarsonar. Ása Richardsdóttir og Kristín Sævarsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni en Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.

1802107 - Dalbrekka 12. Fjölgun íbúða. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1712912 - Auðbrekka 7. Byggingaráform. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.1802025F - Bæjarráð - 2905. fundur frá 01.03.2018

1705613 - Lundur 24-26 og 28-30. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1710225 - Nafnabreyting á götum í Kópavogi

Frá formanni Umhverfis- og samgöngunefndar lagt fram erindi varðandi nafnabreytingar á götum í Kópavogi dags. 11.10.2017. Erindi vísað til skipulagsráðs.
Frestað.

Almenn erindi

5.1802510 - Ögurhvarf 6. Hækkun á viðbyggingu. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts, dags. 20. október 2015 f.h. Styrktarfélagsins Ás þar sem óskað er eftir leyfi til að hækka nýlega samþykkta viðbyggingu við húsið. Í breytingunni felst að viðbygging á húsnæðinu til suðurs er hækkuð í sömu hæð og núverandi hús, snyrting í viðbyggingu stækkuð og hvíldarherbergi bætt við. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 ásamt skýringarmyndum, dags. 20. október 2015 ásamt eldri grenndarkynningaruppdrætti frá því að sótt var um viðbyggingu.
Skipulagsráð samþykkir í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 19, 21, 23 og 25.

Almenn erindi

6.1802571 - Vogatunga 22-34. Sameignalóðir botnlangans.

Lagt fram erindi lóðahafa Vogatungu 22-34, dags. 20. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir breytingu á lóðaleigusamning frá 1967 vegna sameignalóða í götunni.
Vísað til umsagnar umhverfissviðs Kópavogsbæjar.

Almenn erindi

7.1802765 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu parhúss á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á lóðinni, hármarksfermetrafjöldi 440 m2. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni, byggt árið 1959, verði rifið og reist í þess stað 6 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta með 1,3 bílastæði á íbúð. Hámarks grunnflötur hússins er 275 m2. Kjallari er að hámarki 150 m2 og lóðin er 1015 m2. Samanlagður gólfflötur hússins er 700 m2, heildarnýtingarhlutfall verður 0,69. Hámarkshæð hússins er 7,5 m miðað við aðkomuhæð. Uppdráttur í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1802766 - Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 69 og 71 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Í tillögunni felst heimild til að rífa núverandi íbúðarhús á lóðunum og reisa tvö 4 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta. Á báðum lóðum yrði hámarks grunnflötur húss 220 m2 á lóðum sem eru 660 m2. Samanlagður gólfflötur hvors húss er 462 m2, nýtingarhlutfall ofanjarðar er 0,60 og heildarnýtingarhlutfall á hvorri lóð er 0,70. Gert er ráð fyrir 6 bílastæðum við hvort hús, 1,3 stæði á íbúð. Hámarkshæð húsa er 6,2 miðað við aðkomuhæð. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 ásamt greinargerðum, skýringarmyndum og húsakönnun.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1709733 - Digranesvegur 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga Móheiðar HH. Obel, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttri notkun húsnæðis við Digranesvegi 12. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði er beytt í 45 m2 íbúð. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. ágúst 2017. Á fundi skipulagsráðs 16. október 2017 var málinu hafnað. Lóðarhafi óskaði eftir endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar með bréfi, dags. 20. desember 2017. Þá lagt fram minnisblað frá lögfræðideild, dags. 24. janúar 2018, vegna beiðni um endurupptöku á ákvörðun byggingarfulltrúa um synjun á útgáfu byggingarleyfis, Digranesvegur 12, breytt notkun. Bæjarráð samþykkti að endurupptaka málið og vísaði því til skipulagsráðs.
Skipulagsráð samþykkir með 4 atkvæðum Theódóru Þorsteinsdóttur, Sigríðar Kristjánsdóttur, Júlíusar Hafstein og Hreiðars Oddssonar að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 16a, Vogatungu 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34, Vallartröð 1 og Neðstutröð 2.

Kristinn Dagur Gissurarson, Ása Richardsdóttir og Guðmundur Geirdal greiddu atkvæði á móti.

Almenn erindi

10.1712884 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hauks Ásgeirssonar verkfræðings fh. lóðarhafa Melgerðis 11 að breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni felst viðbygging á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls 150 m2 að stærð. Fyrirhugað er að í viðbyggingunni verði ein íbúð á tveimur hæðum. Jafnframt er bílastæðum á lóðinni fjölgað úr tveimur í fjögur. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 202,2 m2 í 350.2 m2 við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,46. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær. Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. í janúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 9, 10, 12, 13, 14, Vallargerðis 10, 12 og 14.

Kristinn Dagur Gissurarson og Ása Richardsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

11.1704266 - Hafnarbraut 17-23. Bakkabraut 12, 14, 16. Svæði 9. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Hafnarbraut 17-19 og 21-23. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum, samtals um 1.800 m2 að flatarmáli, byggt á árunum 1968, 1974, 1983 og 1985 verði rifið og tvö fjölbýlishús byggð í þeirra stað. Húsið að Hafnarbraut 17-19 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 45 íbúðum, 50 bílastæði í kjallar og 7 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð. Húsið að Hafnarbraut 21-23 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 47 íbúðum og um 160 m2 verslunarrými á jarðhæð, 50 bílastæði í kjallara og 7 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð. Uppdráttur dags. 5. mars 2018 í mkv. 1:1000 ásamt tillögu að skipulagsskilmálum dags. 5. mars 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1802652 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar. Verklýsing.

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur dags. í febrúar 2018 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er felst í breyttri afmörkun landnotkunar fyrir samfélagsstofnanir og fleiri sambærilegar lagfæringar. Verklýsingin er sett fram í greinargerð dags. í febrúar 2018 og samþykkt til kynningar og umsagnar sbr. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað er eftir að athugasemdum við verklýsinguna verði komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fyrir 22. mars 2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

13.1802653 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, iðnaður og önnur landfrek starfsemi. Verklýsing.

Lögð fram verklýsing umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur dags. í febrúar 2018 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sem felst í að endurmeta einstök atvinnusvæði í ljósi nýrrar stöðu og á grundvelli heildstæðrar greiningar á iðnaðar- og athafnasvæðum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Verklýsingin er sett fram í greinargerð dags. í febrúar 2018 og samþykkt til kynningar og umsagnar sbr. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað er eftir að athugasemdum við verklýsinguna verði komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fyrir 22. mars 2018.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.