Lögð fram tillaga Noland arkitekta, dags. 28. febrúar 2018, fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 59 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi skipulagi er heimild fyrir byggingu parhúss á tveimur hæðum með innbyggðum bílageymslum á lóðinni, hármarksfermetrafjöldi 440 m2. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni, byggt árið 1959, verði rifið og reist í þess stað 6 íbúða fjölbýli á 2 hæðum auk kjallara að hluta með 1,3 bílastæði á íbúð. Hámarks grunnflötur hússins er 275 m2. Kjallari er að hámarki 150 m2 og lóðin er 1015 m2. Samanlagður gólfflötur hússins er 700 m2, heildarnýtingarhlutfall verður 0,69. Hámarkshæð hússins er 7,5 m miðað við aðkomuhæð. Uppdráttur í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum.