Skipulagsráð

27. fundur 16. apríl 2018 kl. 16:30 - 19:20 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
 • Andrés Pétursson aðalmaður
 • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Ása Richardsdóttir aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
 • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1803012F - Bæjarráð - 2908. fundur frá 22.03.2018

1711722 - Askalind 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1711333 - 201 Smári. Sunnusmári 1-17. Reitur A08 og A09. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1803970 - Urðarhvarf 16. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1702284 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1802372 - Breytt afmörkun vaxtamarka á Álfsnesi. Breyting á svæðisskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1803018F - Bæjarstjórn - 1173. fundur frá 27.03.2018

1711722 - Askalind 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1711333 - 201 Smári. Sunnusmári 1-17. Reitur A08 og A09. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1803970 - Urðarhvarf 16. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1702284 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn einu. Birkir Jón Jónsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

1802372 - Breytt afmörkun vaxtamarka á Álfsnesi. Breyting á svæðisskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.0812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Landslags að endurskoðuðu deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum, uppdráttur í mkv. 1:5000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og umhverfisskýrslu. Halldóra Narfadóttir, landfræðingur og Finnur Kristinsson, landslagsarkitekt gera grein fyrir tillögunni.
Tillagan lögð fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.
Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Brýnt er, að áður en hafist er handa við uppbyggingu í Bláfjöllum og snjóframleiðslu, sem mun auka umferð, verði Bláfjallavegur endurnýjaður þannig að verndun vatnsbóla sé tryggð."

Gestir

 • Halldóra Narfadóttir - mæting: 16:40
 • Finnur Kristinsson - mæting: 16:40

Almenn erindi

4.1804314 - 201 Smári. Reitir A03 og A04 (Sunnusmári 2-14). Byggingaráform.

Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 5 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram tillaga Arkís og Tark arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reitum A03 og A04 (Sunnusmára 2-14) í 201 Smári. Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja á reitunum um 33.000 m2, 269 íbúðir og þjónustuhúsnæði auk bílageymslna í kjallara. Fulltrúar Arkís, Tark og Klasa mæta á fundinn og gera grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir reiti A03 og A04 í deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlögð áform með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1804367 - Smáralind. Flutningur á sjálfvirkum eldsneytisdælum.

Lagt fram erindi Regins hf. og Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. dags. 12. apríl 2018 þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Hlíðarsmára 1 vegna flutnings á sjálfvirkum eldsneytisdælum sem staðsettar eru í sv-horni lóðarinnar. Deiliskipulagsbreytingin er áfangi í undirbúningi og uppbyggingu svæðisins sunnan Smáralindar. Eftir flutning verða dælurnar staðsettar fyrir miðri Smáralind nálægt meginaðkomu úr suðri frá Hagasmára. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 12. apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Brýnna væri að settar væru upp fleiri hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Smáralind, en þar er einungis ein hleðslustöð og engin önnur í nágrenninu, en fjöldi jarðefnaeldsneytisstöðva er í næsta nágrenni. Frekar þarf að fækka þeim."

Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Ég fagna mjög að eldsneytisstöð fari en ekki að önnur komi í staðinn, sérlega ekki á þeim stað sem gert er ráð fyrir. Það er nóg af dælum allt í kring og þörf á að fækka þeim og nýta landið betur en gert er í dag.
Ég leggst gegn þessum flutningi."

Almenn erindi

6.1710174 - Fossvogsbrún, íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Fossvogsbrún. Í gildi er deiliskipulag Fossvogsdals, austurhluta, samþykkt í bæjarráði/bæjarstjórn 14. maí 1996. Breytingin tekur til svæðis norðaustan Fossvogsbrúnar 2. Í breytingunni felst að þar verði ný lóð, Fossvogsbrún 2a, með byggingarreit fyrir íbúðakjarna fyrir fatlaða með allt að sjö íbúðum ásamt þjónusturými. Stærð lóðarinnar er áætluð 1200 m2 og stærð byggingarreits 600 m2. Hámark nýtingarhlutfalls á lóðinni verður 0,5 ofanjarðar. Aðkoma er frá Fossvogsbrún og þar sem fyrir eru tíu bílastæði, ráðgert er að fjölga þeim um fimm. Á fundi skipulagsráðs 15. janúar 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Samþykktin var staðfest í bæjarstjórn 23. janúar 2018. Athugasemdarfresti lauk 3. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1711735 - Brekkuhvarf 1-7. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Rafaels Pinho dags. 29. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1-5 að breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst að á lóðunum Brekkuhvarf 1a-1b, 3 og 5 verði reist raðhúsabyggð í þremur áföngum með samtals 22 íbúðum sem fá heimilisföngin Brekkuhvarf 1a-1p og Brekkuhvarf 7a-7f. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 11. janúar 2018 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Á fundi skipulagsráðs 29. janúar 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Samþykktin var staðfest í bæjarstjórn 13. febrúar 2018. Athugasemdafresti lauk 3. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Lögð fram samantekt skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir sem bárust er tillagan var kynnt ásamt umsögn dags. 12. apríl 2018.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.18031169 - Álalind 2. Fyrirspurn frá skipulagsráði.

Á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 kom fram fyrirspurn um hvort íbúðarhúsið að Álalind 2 uppfyllti skipulagsskilmála hvað varðar efnisnotkun í útliti húsa. Þá lögð fram úttekt skipulags- og byggingardeildar sbr. ofangreint dags. 12. apríl 2018.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

9.1712918 - Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Krark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Akrakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 400 m2 í 544 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 7,5 m á hvorri hlið, hámarkshæð verði 6,6 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m og heimilaðar verði svalið á suðuhlið hússins 1,7 m út fyrir byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. apríl 2018.
Frestað.

Almenn erindi

10.1803626 - Dalaþing 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Guðna Pálssonar arkitekts fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni við Dalaþing 12. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Nýr inngangur í íbúð á neðri hæð er fyrirhugaður á suðausturhorni hússins.
Á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn dags. 16. apríl 2018.
Frestað.

Almenn erindi

11.1804366 - Hrauntunga 62. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Ragnheiðar Aradóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 19.6.2015 vegna fyrirhugaðrar stækkunar við Hrauntungu 62. Í breytingunni felst að reist verði 25 m2 viðbygging við vesturhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 8. mars 2018.
Ennfremur lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1703847 - Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju breytt tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 8. mars 2018, fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 55. Í breytingunni felst viðbygging við íbúðarhús, eldhús og borðstofu ásamt þakverönd þar ofaná annarsvegar og andyri hinsvegar. Samtals 52 m2. Auk þess er ráðgert að reisa stakstæða vinnustofu á einni hæð, í suðvesturhluta lóðarinnar, alls 80 m2. Er vinnustofan staðsett 4 m austan lóðamarka Þinghólsbrautar 57. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir endurbótum á bílskúr (nýtt þak og klæðning nema á vesturhlið) ásamt viðbyggingu við bílskúrinn alls 25 m2 auk kjallara (þrír bílskúrar í stað tveggja). Það að auki skyggni 2,7 x 10,5 m fyrir framan bílskúranna og fjölgun bílastæða á lóð um eitt stæði þannig að þau verða þrjú í stað tveggja. Nýtingarhlutfall eftir breytingu yrði 0,38 í stað 0,27 eins og það er nú. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. mars 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58.

Almenn erindi

13.1804088 - Fífuhvammur 21. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Ragnheiðar Sverrisdóttur innanhússarkitekts fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 21 þar sem óskað er eftir að endurgera sólstofu ofan á bílskúr alls 28,7 m2. Áætlað er að sólstofna hækki um 20 sm miðað við núverandi þakhæð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1.500 dags. 15. mars 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 19, 23 og Víðihvamms 12, 14 og 16.

Almenn erindi

14.1804081 - Borgarholtsbraut 71. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Þorkels Guðnasonar, Borgarholtsbraut 71 f.h. lóðarhafa dags. 28. mars 2018 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja tvíbreiðann bílskúr á vesturhluta lóðarinnar, breyta lóðamörkum og fyrirkomulagi bílastæða.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að lóðarhafar Borgarholtsbrautar 71 leggi inn byggingarleyfisumsókn fyrir bílageymslu, breyttu fyrirkomulagi bílastæða ásamt lóðarstækkun til byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

15.1802241 - Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Krark f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32 við Dalveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur annars áfanga færist um 3,4 m til suðurs. Gert er ráð fyrir kjallara undir hluta annars áfanga húsins. Fyrirkomulag bílastæða breytist. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 26. september 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 6. desember 2017. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Ég leggst gegn tillögunni. Ég tel að risavaxið atvinnuhúsnæði á þessum stað séu mistök. Svæðið er í næsta námunda við stærstu verslunar og þjónustumiðstöð Íslands, Smáralind sem nú er að ganga í endunýjun lífdaga og "Borgarhverfi framtíðarinnar" Smárinn 201.
Efna ætti til samkeppni um svæðið frá Smáratorgi og upp Dalveginn með áherslu á starfsemi og hönnun sem hentar útivistarperlunni Kópavogsdal og blandaða byggð, þjónustu, afþreyingu útivist og vistvænar samgöngur."

Margrét Júlía Rafnsdóttir tekur undir bókun Ásu Richardsdóttur.

Bókun frá Ármanni Kr. Ólafssyni:
"Þetta er í samræmi við gildandi deiliskipulag, þar er talað um eina hæð og kjallara."

Almenn erindi

16.1804094 - Markavegur 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa að Markavegi 5 dags. 27. mars 2017 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggð er reiðskemma 28,0 x 12,3 m á lóðinni sem tengd verður núverandi hesthúsi að Markavegi 3-4 (sami lóðarhafi). Gólfkóti skemmunar yrði sami og í núvernadi hesthúsi 101,6 m í stað 102,5 m h.y.s. Einnig er sótt um að hækka mænishæð reiðskemmunar úr 4,5 m í 5,1 m miða við aðkomuhæð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. janúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagað tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.17091009 - Turnahvarf 6. Fyrispurn um breytingu á aðal- og deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa Turnahvarfs 6 dags. 1. september 2017. Í fyrirspurninni er óskað eftir breytingu á aðal- og deiliskipulagi lóðarinnar þannig að byggja megi á lóðinni 50-90 m2 íbúðir í 3-4 hæða húsi án bílkjallara.
Lögð fram umsögn skipulagstjóra dags. 12. arpíl 2018.
Skipulagsráð tekur undir niðurstöðu umsagnar skipulagstjóra dags. 12. apríl 2018 þar sem lagt er til að aðal- og deiliskipulagi á umræddri lóð verði ekki breytt.

Almenn erindi

18.17091058 - Turnahvarf 8. Óskað eftir breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa Turnahvarfs 8 dags. 25. september 2017. Í fyrirspurninni er óskað eftir breytingu á aðal- og deiliskipulagi lóðarinnar þannig að byggja megi á lóðinni "litlar og hagkvæmar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur".
Lögð fram umsögn skipulagstjóra dags. 12. apríl 2018.
Skipulagsráð tekur undir niðustöðu umsagnar skipulagstjóra dags. 12. apríl 2018 þar sem lagt er til að aðal- og deiliskipulagi á umræddri lóð verði ekki breytt.

Fundi slitið - kl. 19:20.