Skipulagsráð

35. fundur 01. október 2018 kl. 16:30 - 19:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1809011F - Bæjarráð - 2927. fundur frá 20.09.2018

1711632 - Vatnsendablettur 730-739. Breytt deiliskipulag.
Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1809259 - Kársneshöfn. Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Byggingaráform.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1809116 - Hamraborg - miðbæjarskipulag. Deiliskipulagslýsing.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

0812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1710602 - Ekrusmári 4. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

18081615 - Bakkabraut 5d. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1809232 - Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1807087 - Sunnubraut 40. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

18061053 - Sunnubraut 41. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

18061057 - Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1806682 - Digranesvegur 46. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1804562 - Smiðjuvegur 9a. Lóðarstækkun og viðbygging.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1703847 - Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1710512 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1809012F - Bæjarstjórn - 1181. fundur frá 25.09.2018

1711632 - Vatnsendablettur 730-739. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um breytt deiliskipulag með átta atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal, Birkis Jóns Jónssonar, Péturs Hrafns Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur gegn atkvæði Theódóru Þorsteinsdóttur. Einar Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiddu ekki atkvæði.

1809259 - Kársneshöfn. Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Byggingaráform.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1809116 - Hamraborg - miðbæjarskipulag. Deiliskipulagslýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

0812063 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með átta atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal, Birkis Jóns Jónssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur og Einars Þorvarðarsonar. Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir greiddu ekki atkvæði.

1710602 - Ekrusmári 4. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu með sex atkvæðum þeirra Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal og Birkis Jóns Jónssonar. Atkvæði greidd gegn afgreiðslu skipulasráðs greiddu Pétur Hrafn Sigurðsson, Einar Þorvarðarson, Theódóra Þorsteindóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir.

18081615 - Bakkabraut 5d. Breytt deiliskipulag.
Theódóra Þorsteindóttir lagði til að málinu yrði vísað til skipulagsráðs að nýju. Var það samþykkt með tíu atkvæðum gegn atkvæði Guðmundar Geirdal.

1809232 - Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1807087 - Sunnubraut 40. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

18061053 - Sunnubraut 41. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

18061057 - Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1806682 - Digranesvegur 46. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1804562 - Smiðjuvegur 9a. Lóðarstækkun og viðbygging.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 samhljóða atkvæðum. Karen Halldórsdóttir greiddi ekki atkvæði.

1703847 - Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1710512 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.1809012F - Bæjarstjórn - 1181. fundur frá 25.09.2018

Kosning aðalmanns í skipulagsráð.

Kristinn Dagur Gissurarson kjörinn aðalmaður í stað Baldurs Þórs Baldvinssonar.

Almenn erindi

4.1710602 - Ekrusmári 4. Ósk um rökstuðning.

Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var tillögu Baldurs Ó. Svanssonar arkitekts um breytt deiliskipulag lóðarinnar Ekrusmára 4 hafnað. Var afgreiðslu ráðsins vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. september 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Þá lagt fram erindi Baldurs Ó. Svavarssonar, arkitekts dags. 20. september 2018 þar sem óskað er eftir fh. lóðarhafa "formlegri röksemd fyrir afgreiðslu ráðsins og höfnun á framlagðri ósk um skipulagsbreytingu".
Þá lagt fram svar lögfræðideildar Kópavogsbæjar við beiðni um rökstuðning á synjun deiliskipulagsbreytingar, dags. 26. september 2018.
Skipulagsráð samþykkir erindi lögfræðideildar dags. 26. september 2018.

Almenn erindi

5.18081615 - Bakkabraut 5d. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Bakkabrautar 5 d þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 120 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði sbr. uppdrætti GLÁMA- KÍM arkitekta dags. 25. maí 2018. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var erindinu hafnað og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. september 2018 var samþykkt að vísa erindinu að nýju til skipulagsráðs.
Frestað.

Almenn erindi

6.1809725 - Kópavogsvöllur. Dalsmári 7. Gervigras og flóðlýsing.

Lögð fram tillaga VSÓ ráðgjöf fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Kópavogsvallar, Dalsmára 7. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir upphituðu gervigrasi á Kópavogsvelli og uppsetningu ljósamastra og ljósabúnaðar til flóðlýsingar við völlinn. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 25. september 2018.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1711735 - Brekkuhvarf 1a og b. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Rafael Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi Brekkuhvarfs 1a og b. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir einu einbýlishúsi og hvorrri lóð á 1-2 hæðum með nýtingarhlutfall 0,38. Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðunum verði byggð 8 raðhús á 1-2 hæðum auk riss og opinni bílgeymslu. Hámarks flatarmál íbúða er áætlað 140 - 155 m2 og hámarkshæð 8 m. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,64. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndur dags. 19. september 2018.
Afgreiðslu frestað. Skipulagsráð felur skipulagsstjóra að boða málsaðila til samráðsfundar þar sem framlögð tillaga verði kynnt.

Almenn erindi

8.1808023 - Holtagerði 35. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Yrkis arkitekta f.h. lóðarhafa að viðbyggingu samtals 123 m2 að flatarmáli við Holtagerði 35. Á lóðinni stendur einbýlishús á einni hæð ásamt 34,9 m2 áföstum bílskúr. Eftir breytingu verður íbúarhúsið samatals 228,6 m2. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,16 en verður eftir breytingu 0,3. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 33, 37 og Skólagerðis 10, 12, 14, 16, 18. Athugasemdafresti lauk 24. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1809399 - Laufbrekka 13. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Laufbrekku 13 dags. 13. september 2018 þar sem óskað er eftir fjölgun bílastæða á lóð sbr. skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

Almenn erindi

10.1809686 - Þinghólsbraut 27. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Sturlu Þórs Jónssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 27 um að breyta einbýli í tvíbýli sbr. teikningar í mkv. 1:100 og 1:500 dags.
Afgreiðslu frestað. Gera þarf grein fyrir fjölgun bílastæða á lóð.

Almenn erindi

11.1809715 - Víkurhvarf 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga KRark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Víkurhvarf 7. Í tillögunni felst að breyta niðurgrafinni bílgeymslu fyrir 34 bíla, um 900 m2 að flatarmáli, í geymsluhúsnæði. Í tillögunni er ráðgert að fjölga bílastæðum á lóð (ofanjarðar) um 6 stæði. Heildarfjöldi bílastæða á lóð verður 60 stæði þ.e. 1 stæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis og 1 stæði á hverja 100 m2 í geymsluhúsnæðis. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 27. september 2018.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Víkurhvarfs 5, 8, 14, 16 og Tónahvarfs 3.

Almenn erindi

12.1803193 - Brú yfir Fossvog. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Tillagan er unnin af Alta fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 1. október 2018.

Þóra Kjarval frá Alta gerir grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.

Gestir

  • Þóra Kjarval - mæting: 17:00

Almenn erindi

13.1312123 - Hverfisáætlun Kársness 2018. Drög.

Lögð fram til kynningar drög að hverfisáætlun Kársnes 2018. Hlutverk hverfisáætlunar er að kveða nánar en gert er í aðalskipulagi um helstu þætti hvers bæjarhluta með áherslu á hvar breytinga er að vænta eða hvar þeirra er þörf. Í áætluninni er fyrst og fremst fjallað um byggðina, þjónustu, umhverfi, umferð og íbúa.
Lagt fram og kynnt. Vísað til kynningar í umhverfis- og samgögnunefnd.

Almenn erindi

14.1809726 - Þróunarsvæði Kársness. Staðan.

Gerð grein fyrir stöðu mála á þróunarsvæði Kársness:
1.
Skipulagstölur þar sem farið verður yfir fjölda íbúða, fjölda íbúa og fjölda fermetra í atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði frá 2012-2018.
2.
Stöðu deiliskipulagsvinnunnar á hverjum reit, landnotkun, opin svæði, þjónustu og framkvæmdir.
3.
Samgöngukerfi þar sem farið verður yfir gatnakerfi, umferð, göngu- og hjólastíga og almenningssamgöngur
4.
Hugmyndir að útfærslu í göturými Bakkabrautar, Hafnarbrautar og Vesturvarar.

Undir þessum lið munu Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur VSÓ ráðgjöf og Pétur Jónsson, landslagsarkitekt Landark sitja fundinn.
Greint frá stöðu mála. Vísað til kynningar í umhverfis- og samgögnunefnd.

Gestir

  • Svanhildur Jónsdóttir - mæting: 18:05
  • Pétur Jónsson - mæting: 18:05

Fundi slitið - kl. 19:45.