Skipulagsráð

37. fundur 29. október 2018 kl. 16:30 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
 • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1810017F - Bæjarráð - 2930. fundur frá 18.10.2018

18081159 Íþróttasvæði Kórsins. Vallakór 12-16. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1712918 Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1810503 Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1810021F - Bæjarstjórn - 1183. fundur frá 23.10.2018

18081159 Íþróttasvæði Kórsins. Vallakór 12-16. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Hákon Helgi Leifsson greiddi ekki atkvæði.

1712918 Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1810503 Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1807024 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.

Farið verður yfir byggðarþróun í Kópavogi. Einkun verður horft til áranna 2012-2018.
Einnig verður farið yfir stöðu aðgerðaráætlunar aðalskipulags.
Lagt fram og kynnt. Umræður.

Fundi slitið - kl. 19:00.