Skipulagsráð

39. fundur 19. nóvember 2018 kl. 16:30 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1811004F - Bæjarráð - 2933. fundur frá 08.11.2018

1806687 - Fagrabrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1808010 - Víkingssvæðið. Breytt deiliskipulag. Flóðlýsing og gervigras.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18081575 - Þorrasalir 25. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1809035 - Holtagerði 84. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1809034 - Kársnesbraut 139. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1809715 - Víkurhvarf 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1803619 - Auðbrekka 25-27. Gistiheimili.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1802765 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1802766 - Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1811006F - Bæjarstjórn - 1184. fundur frá 13.11.2018

1806687 - Fagrabrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1808010 - Víkingssvæðið. Breytt deiliskipulag. Flóðlýsing og gervigras.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

18081575 - Þorrasalir 25. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1809035 - Holtagerði 84. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1809034 - Kársnesbraut 139. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1809715 - Víkurhvarf 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1803619 - Auðbrekka 25-27. Gistiheimili.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1802765 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1802766 - Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Almenn erindi

3.1808021 - Álalind 18-20. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Álalind 18-20. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 43 í 57 og fjölda bílastæða á lóð er fjölgað úr 73 í 84. Aðkomuhæð kjallara hækkar um 0,42 m og fyrstu hæðar um 0,32. Niðurgrafin bílgeymsla stækkar að grunnfleti um 300 m2. Að öðru leyti er tillagan óbreytt s.s. hámarkshæð og byggingarmagn íbúðarhúss á lóð.
Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var samþykkt að lóðarhafi ynni tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar og að hún verði auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi bæjarráðs 23. ágúst 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 13. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.18051288 - Fífuhvammur 47 (Hlíðarvegur 62a). Byggingaráform.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jakobs Líndals arkitekts dags. 29. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 47, áður Hlíðarvegur 62a, að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á lóðinni stendur íbúðarhús byggt 1932, 50 m2 að stærð. Óskað eftir að byggja við húsið 25 m2 til norðurs svo hægt sé að koma fyrir nýju salerni og stiga. Auk þess er óskað eftir að byggja nýtt íbúðarhús vestan við núverandi hús, alls 230 m2. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var samþykkt að tillagan yrði auglýst í samræmi við 1. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12. júní 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 13. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1804618 - Þinghólsbraut 63. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ásmundar Sturlusonar arkitekts dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 63 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja bílskúr og geymslu á norð-vestur horni hússins, samtals 68 m2. Undir bílgeymslunni verður útigeymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 64, 65 og 66. Kynningartíma lauk 12. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 15. október var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. 16. október 2018 var grenndarkynningin send að nýju vegna meintra galla á fyrri kynningu. Framlengdum athugasemdafresti lauk 14. nóvember 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 19. nóvember 2018.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1803619 - Auðbrekka 25-27. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Auðbrekku 25-27 dags. 16. nóvember 2018 um breytingar á notkun atvinnuhússins.
Í breytingunni felst að veitingarsal á efstu hæð hússins verði breytt í gistiheimili. Lóðarmörk breytast og stækkar lóð til suðurs.
Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist.

Þar sem um tímabundna breytingu atvinnuhúsnæðisins er að ræða er einnig lögð fram í samræmi við samþykkta skipulagslýsingu fyrir Auðbrekku dags. 4. maí 2015 áætlanir lóðarhafa um nýtt deiliskipulag og breytta notkun hússins þar sem gert er ráð fyrir að hækka húsið um eina hæð og koma fyrir 26 íbúðum á lóðinni.
Gert er ráð fyrir að bílastæðum fjölgi og verða 50 stæði á lóðinni þar af 10 í kjallara. Verslunar og þjónustu húsnæði verður áfram í hluta kjallara og á 1. hæð Auðbrekku megin.
Jákvætt, verði framlögð tillaga unnin í samræmi við reglugerð nr. 585/2007 6. og 8. gr.

Almenn erindi

7.1811312 - Hrauntunga 16. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Aðalsteins V Júlíussonar tæknifræðings fh. lóðarhafa Hrauntungu 16 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Íbúð á efri hæð verður 131 m2 og íbúð á neðri hæð verður 142,3 m2 og þrjú bílastæði á lóð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. júlí 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 6, 8, 10, 12, 14 og 18.

Almenn erindi

8.1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts ásamt nýjum teikningum dags. 16. október 2018 fh. lóðarhafa að Hlíðarvegi 40 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Íbúð á efri hæð verður 76.8 m2 og íbúð á neðri hæð verður 76.8 m2. og gert ráð fyrir einu bílastæði á lóðinni. Húsið er byggt 1959 og var tvíbýlishús samkvæmt eignaskiptasamningi frá 1976 en var síðar breytt í einbýli. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 16. október 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 33, 35, 36, 37, 38, 39, 42 og Reynihvammi 25, 27.

Almenn erindi

9.1810288 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Svæði 3. Tónahvarf 2, breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 19. nóvember 2018 að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendahvarf ? athafnasvæði. Svæði 3.
Í breytingunni felst að stofna nýja lóð, Tónahvarf 2 sem er 5.600 m2 að stærð og koma fyrir athafnahúsi á þremur hæðum og kjallara. Skipulagssvæðið sem er um 0.8 ha afmarkast af Vatnsendavegi til norðurs, fyrirhuguðum Arnarnesvegi til vesturs, Tónahvarfi 4 til suðurs og Tónahvarfi 3 til austurs. Samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir 90 m. háum fjarskiptaturni á deiliskipulagssvæðinu. Núverandi götur liggja innan afmörkunar og koma til með að breytast. Hámarksvegg er 15 metrar á norðurhlið og á suðurhlið 12 metrar. Hámarks þakhæð er 15 metrar. Þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis.
Hámarks byggingarmagn er 3.360 m2 en 3.800m2 með niðurgrafinni bílageymslu. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 9. október 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2. nóvember 2007.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1811314 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts dags. 10. október 2018 fh. lóðarhafa Dalaþings 36 þar sem óskað er eftir að byggja opið garðskýli á suðurhluta lóðarinnar og breyta skráningartöflu. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 10. október 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Dalaþings 15, 26 a og b, 27 og 34.

Almenn erindi

11.1811317 - Langabrekka 1. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Huldu Jónsdóttur arkitekts fh. lóðarhafa Löngubrekku 1 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir byggingu á sólstofu við suðurhlið hússins, samtals 31 m2 að stærð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 15. október 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, Álfhólsvegi 63, 65 og Lyngbrekku 2.

Almenn erindi

12.1811353 - Bláfjallavegur, Bláfjallaleið. Áætlun um úrbætur og mótvægisaðgerðir m.t.t. vatnsverndar.

Lögð fram drög að greinargerð um úrbætur og mótvægisaðgerðum á Bláfjallavegi og Bláfjallaleið m.t.t. vatnsverndar. Greinargerðin er unnin af VSÓ ráðgjöf fyrir Vegagerðina í samvinnu við Kópavogsbæ dags. í nóvember 2018. Erna Bára Hreinsdóttir, forstöðumaður skipulagsdeildar Vegagerðarinnar gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Erna B. Hreinsdóttir - mæting: 17:25

Almenn erindi

13.1811384 - Hágæða almenningssamgöngur á Kársnesi.

Lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjafar, dags. í nóvember 2018, um mögulegar útfærslur á hágæða almenningssamgöngum á Kársnesi. Svanhildur Jónsdóttir samgönguverkfræðingur gerir grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Svanhildur Jónsdóttir - mæting: 17:45
  • Kristjana E. Pálsdóttir - mæting: 17:45

Almenn erindi

14.1811227 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2015. Suðurhöfn.

Lögð fram tillaga Hafnarfjarðarbæjar að breytingu á aðalskipulagi 2013-2015 fyrir svæðið Suðurhöfn dags. 24. október 2018 ásamt ósk um umsögn frá Kópavogsbæ.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

15.1811228 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2015. Tímabundin breyting á á legu Hamraneslínu 1 og 2 við Skarðshlíð.

Lögð fram tillaga Hafnarfjarðarbæjar að breytingu á aðalskipulagi 2013-2015 fyrir svæðið Hamranes vegna tímabundinnar breytingar á legu Hamraneslínu 1 og 2 við Skarðshlíð, dags. 25. október 2018, ásamt ósk um umsögn frá Kópavogsbæ.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

16.1807024 - Endurskoðun Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024.

Farið verður yfir byggðarþróun í Kópavogi. Einkun verður horft til áranna 2012-2018.
Á fundi skipulagsráðs 29. október 2018 var farið yfir aðgerðaráætlun aðalskipulagsins kafla um byggð, atvinnulíf og umhverfi. Nú verður einkum horft til kaflans um grunnkerfi þ.e. samgögnur og veitur.
Lagt fram og kynnt. Umræður.

Fundi slitið - kl. 19:15.