Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jakobs Líndals arkitekts dags. 29. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 47, áður Hlíðarvegur 62a, að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á lóðinni stendur íbúðarhús byggt 1932, 50 m2 að stærð. Óskað eftir að byggja við húsið 25 m2 til norðurs svo hægt sé að koma fyrir nýju salerni og stiga. Auk þess er óskað eftir að byggja nýtt íbúðarhús vestan við núverandi hús, alls 230 m2. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var samþykkt að tillagan yrði auglýst í samræmi við 1. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12. júní 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 13. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.