Skipulagsráð

40. fundur 03. desember 2018 kl. 16:30 - 18:40 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1811017F - Bæjarráð - 2935. fundur frá 22.11.2018

1808021 - Álalind 18-20. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18051288 - Fífuhvammur 47 (Hlíðarvegur 62a). Byggingaráform.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1804618 - Þinghólsbraut 63. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1810288 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Svæði 3. Tónahvarf 2, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1811016F - Bæjarstjórn - 1185. fundur frá 27.11.2018

1808021 - Álalind 18-20. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

18051288 - Fífuhvammur 47 (Hlíðarvegur 62a). Byggingaráform.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1804618 - Þinghólsbraut 63. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1810288 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Svæði 3. Tónahvarf 2, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum með þeirri breytingu að eftirfarandi setning verði felld út: ,,Samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir 90 m. háum fjarskiptaturni á deiliskipulagssvæðinu."

Almenn erindi

3.1604382 - Heimsmarkmiðin 17 - Agenda 2030

Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar hjá Kópavogsbæ kynnir Heimsmarkmiðin.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.1804680 - Álfhólsvegur 73. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 73. Ferill málsins er sá að á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns þar sem óskað var eftir áliti skipulagsráðs á breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni fólst að fjarlægja núverandi byggingu á lóðinni, einbýlishús byggt árið 1945 alls 70,3 m2 að flatarmáli og reisa í þess stað hús með sex íbúðum á þremur hæðum. Stærð íbúða var ráðgerð 82-106 m2 brúttó. Fyrirhuguð aukning byggingarmagns á lóðinni úr 70,3 m2 í 597 m2 og aukning íbúða úr einni í sex. Jafnframt var gert ráð fyrir að fjölga bílastæðum úr tveimur í 8 eða 1,3 stæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkaði úr 0,08 í 0,66. Skipulagsráð ályktaði að tillagan hefði ekki jákvæð áhrif á aðliggjandi byggð og ekki samræmast rammaákvæðum aðalskipulags um breytingar í núverandi byggð hvað varðar byggingarmagn á lóðinni, hæð fyrirhugaðrar byggingar og legu byggingarreits. Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 10. apríl 2018 þar sem gert er ráð fyrir 4ra íbúða húsi, samtals 524 m2, með 1,5 bílastæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,08 í 0,597. Á fundi skipulasgráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 56, 58, 60, 62, 64, 71, 75 og Lyngbrekku 8, 10, 12 og 14. Athugasemdafresti lauk 10. ágúst 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Þá lögð fram breytt tillaga sem kemur til móts við sjónarmið í athugasemdum dags. 11. október 2018 ásamt fundargerð frá samráðsfundi dags. 11. október 2018. Á fundi skipulagsráðs 15. október var samþykkt að grenndarkynna breytta tillögu dags. 11. október 2018 fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 56, 58, 60, 62, 64, 71, 75 og Lyngbrekku 8, 10, 12, 14. Athugasemdafresti lauk 26. nóvember 2018. Athugasemd barst en var dregin til baka vegna yfirlýsingar lóðarhafa varðandi frágang á lóðarmörrkum. Þá lögð fram yfirlýsing lóðarhafa ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. september 2018.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.1809725 - Kópavogsvöllur. Dalsmári 7. Flóðlýsing.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga VSÓ ráðgjöf fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Kópavogsvallar, Dalsmára 7. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir upphituðu gervigrasi á Kópavogsvelli og uppsetningu ljósamastra og ljósabúnaðar til flóðlýsingar við völlinn. Á fundi skipulagsráðs 1. október 2018 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 27. nóvember 2018. Athugasemdir bárust.
Frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

6.1809232 - Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga KRark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Urðarhvarfs 8. Í tillögunni felst að bætt er 350 m2 viðbyggingu á efstu hæð hússins. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 var samþykkt að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Urðarhvarf 8 og hún auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 26. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1809686 - Þinghólsbraut 27. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga Sturlu Þórs Jónssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 27 um að breyta einbýli í tvíbýli sbr. teikningar í mkv. 1:100 og 1:500 dags. Á fundi skipulagsráðs 1. október 2018 var málinu frestað þar sem ekki var gert grein fyrir fjölgun bílastæða á lóð. Þá lögð fram ný tillaga þar sem gert er grein fyrir fjölgun bílastæða á lóð.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 19, 22, 23, 24, 25, 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37 og 38.

Almenn erindi

8.1811610 - Múlalind 6. Bifreiðastöður í götunni.

Lagt fram erindi lóðarhafa Múlalindar 6 varðandi bifreiðastöður í götunni sem valda erfiðleikum við akstur ökutækja til og frá húsi nr. 6.
Skipulagsráð vísar erindinu til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar.

Almenn erindi

9.1811614 - Gulaþing 60. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Arnar Þórs Halldórssonar arkitekts dags. 26. október 2018 fh. lóðarhafa í Gulaþingi nr. 60 þar sem óskað er eftir að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að bílgeymsla sem fyrirhuguð var á efri hæð hússins verði færð á neðri hæð. Við breytinguna eykst byggingarmagn á lóðinni um allt að 49,3 m2. Greinargerð og skýringarmyndir dags. 30. nóvember 2018.
Skipulagsráð samþykkir með vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga B verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Gulaþings 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17 og 19 og Hólmaþings 1, 3 og 5.

Almenn erindi

10.1811693 - Hlíðarvegur 31. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingafræðings dags. 22. október 2018 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta upp lóðinni og koma fyrir nýju einbýlishúsi á nýrri lóð. Ný lóð, Hlíðarvegur 31a, verður 450 m2 og nýbyggingin 128 m2 timburhús án bílgeymslu. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. október 2018.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

11.1811006 - Dalvegur, austurhluti.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Dalvegar - austurhluta. Deiliskipulagssvæði afmarkast af Dalvegi 18 til vesturs, opnu bæjarlandi norðan Dalvegar, Nýbýlavegi til austurs og Reykjanesbrautar til suðurs.
Í breytingunni felst að breyta byggingarreitum, byggingarmagni og hæð bygginga á þróunarsvæðishluta deiliskipulagssvæðisins (Dalvegi 20 til 30) auk þess að breyta legu fyrirhugaðrar tengibrautar sem samk. gildandi aðalskipulagi liggur milli Dalvegar 24 og 28.
Gert er ráð fyrir nýju hringtorgi við enda tengibrautar við Dalveg og endurbæta Dalveg með umferðaröryggi að leiðarljósi.
Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir þéttingu byggðar á Dalvegi 30 og koma fyrir verslunar og skrifstofubyggingum allt að 16.000 fermetrum þar með talið m2 í kjallara.
Aðkoma að lóðinni að Dalvegi 32 breytist og er umrædd tillaga í samræmi við fyrirhugaða þéttingu byggðar á lóðinni.
Með tillögunni fylgir minnisblað frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 3. desember 2018 þar sem farið er yfir möguleg umhverfisáhrif samfara þeim breytingum sem fylgir breyttu deiliskipulagi og mögulegum mótvægisaðgerðum.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

12.1802241 - Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Krark arkitektar fh. lóðarhafa Dalvegar 32 að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að lóð stækkar inn á bæjarland í austurhluta skipulagssvæðisins um 1,254 m2/ og verður stærð lóðar efir breytingu 19.872 m2/. Byggingarreitur á miðri lóðinni minnkar og verður eftir breytingu 60x28 metrar. Byggingarreitur á austurhluta lóðar breytist og stækkar til vesturs og austurs en minnkar til norðurs og suðurs og verður 75x40 metrar. Hæð byggingarreitar breytist og verður 5 og 6 hæðir. Hámarks vegghæð og þakhæð verður 22.5 metrar. Þakform er frjálst. Hámarks byggingarmagn með kjöllurum og niðurgrafinni bílageymslu er 15.897 m2/. Aðkoma, fyrirkomulaga bílastæða og bílastæða krafa breytist og verður eitt stæði 100 m2/ í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2/ í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2/ í verslunarrými.
Að öðru leyti er vísað til gildandi deiliskipulags fyrir Dalveg birt í B- deild Stjórnartíðinda 4. október 2007 og samþykkt af bæjarstjórn 13. júlí 2007 m.s.br. birt í B- deild 6. des. 2017 og 8. júní 2018
Afgreiðslu frestað.

Fundarhlé kl. 18:14
Fundi fram haldið kl. 18:18

Almenn erindi

13.1811007 - Vesturvör. Deiliskipulag göturýmis.

Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör milli Hafnarbrautar og Kársnesbrautar, Litluvör og Naustavör. Í tillögunni felst breytt skipulag göturýmisins. Vegtengingar eru bættar, tveimur hringtorgum er komið fyrir við gatnamót Vesturvarar og Naustavarar annarsvegar og við gatnamót Vesturvarar, Naustavarar og Litluvarar hinsvegar. Við austara hringtorgið er gert ráð fyrir nýrri tengingu til suðurs við Litluvör, undirgöngum vestan hringtorgsins og nýrri gönguleið milli lóðanna við Litluvör 17 og 19 sem tengir saman gönguleiðir sunnan og norðan Vesturvarar. Þá er gert ráð fyrir nýjum hljóðvörnum norðan Vesturvarar milli gatnamóta Vesturvarar og Naustavarar og bæði norðan og sunnan Vesturvarar milli gatnamóta Vesturvarar Naustavarar og Litluvarar.
Uppdrættir, greinargerð og skýringarmyndir dags. 3. desember 2018.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.1811696 - Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kársnesbrautar 76-84 og Vesturvör 7. Í breytingunni felst að Litlavör lengist til vesturs um u.þ.b. 95 metra og tengist fyrirhuguðu nýju hringtorgi á gatnamótum Vesturvarar, Naustavarar og Litluvarar. Gert er ráð fyrir undirgöngum vestan hringtorgsins ásamt nýrri gönguleið milli Litluvarar 17 og 19. Lóðamörk og götuheiti við Litluvör og Kársnesbraut breytast við breytinguna. Lóðirnar Kásnesbraut 76-82 verða Litlavör 17-23. Lóðamörk lóðanna við Litluvör 17-19 færast sunnar, fyrirkomulag aðkeyrslna og byggingarreitur bílageymslu breytist.
Uppdráttur, greinargerð og skýringarmynd dags. 3. desember 2018.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1811695 - Naustavör 1 og 3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 1-3(áður Vesturvör 10). Í breytingunni felst að lóðarmörk breytast og minnkar lóðin til allra átta um 2.670 m2 og verður eftir breytingu um 2.100 m2. Lega Naustavarar austan lóðar breytist með tilkomu nýs hringtorgs og aðkoma að lóð ásamt fyrirkomulagi bílastæða breytist. Í stað tveggja fjölbýlishúsa með 9 og 8 íbúðum eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir kemur einn byggingarreitur á 4 hæðum og kjallara með 17 íbúðum. Að öðru leiti er vísa í gildandi deiliskipulagsuppdrátt Bryggjuhvarfi í Kópavogi, samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2005 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 7. september 2016.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:40.