Skipulagsráð

46. fundur 04. mars 2019 kl. 16:30 - 19:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir varamaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1902013F - Bæjarráð - 2947. fundur frá 21.02.2019

18051169 - Kópavogsbraut 62. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

1902337 - Naustavör 13-15, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

1901481 - Endurskoðun aðalskipulags Kópavogs. Skipulagslýsing. Drög.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

1804314 201 Smári. Sunnusmári 2-14. Reitur A03 og A04. Byggingaráform.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1902017F - Bæjarstjórn - 1191. fundur frá 26.02.2019

18051169 - Kópavogsbraut 62. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1902337 - Naustavör 13-15, 52-58 og 60-68. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1901481 - Endurskoðun aðalskipulags Kópavogs. Skipulagslýsing. Drög.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1804314 - 201 Smári. Sunnusmári 2-14. Reitur A03 og A04. Byggingaráform.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1902262 - Smárinn, vestan Reykjanesbrautar. Svæði A05-A06. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Basalt arkitekta fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á svæðum A05 og A06 í Smárabyggð. Í breytingunni felst sameining tveggja lóða á svæðinu og endurskoðun byggingarreita. Greinargerð, uppdrættir og skýringarmyndir í mælikvarða 1:1000 dags. í febrúar 2019. Hrólfur Karl Cela frá Basalt og Bjarki Páll Eysteinsson frá Reginn kynna tillöguna.
Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi á svæðum A05 og A06 í Smárabyggð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. ofangreint. Tillagan verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.

Gestir

  • Hrólfur Karl Cela - mæting: 16:30
  • Bjarki Páll Eysteinsson - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.1902787 - 201 Smári. Útfærsla deiliskipulags í bæjarrými.

Lögð fram tillaga Landark ehf. fh. lóðarhafa dags. 1. mars 2019, að nánari útfærslu deiliskipulags bæjarrýmis í 201 Smári. Pétur Jónsson, landslagsarkitekt og Ingvi Jónasson,framkvæmdastjóri Klasa ehf. gera grein fyrir tillögunni.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Pétur Jónsson - mæting: 16:30
  • Ingvi Jónsson - mæting: 16:30
  • Halla Pétursdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

5.1901414 - Hverfisáætlun Fífuhvamms 2019.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að hverfisáætlun Fífuhvamms 2019.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1902778 - Íþróttagarður í Kópavogi. Hugmynd.

Lögð fram hugmynd skipulags- og byggingardeildar að íþróttagarði í Kópavogsdal við Kópavogslæk norðan og austan Tennishallarinnar þar sem boðið yrði upp á fjölbreytt afþreyingu fyrir alla fjölskylduna til útivistar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð samþykkir að Umhverfissvið móti hugmyndina frekar í samráði við umhverfis- og samgögnunefnd.

Almenn erindi

7.1901016 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta fh. lóðarhafa að Dalvegi 30 um breytt deiliskipulag á lóðinni. Breytingin er í samræmi við breytt Aðalskipulag Kópavogs sem staðfest var 3. september 2018. Í tillögunni felst að í stað gróðrarstöðvar verður lóðin nýtt fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum á lóðinni fyrir 3-5 hæða atvinnuhúsnæði auk kjallara. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er 0,8 og nýtingarhlutfall ofan- og neðanjarðar er 1,0.
Tillagan lögð fram að nýju með þeim breytingum að ein aðkoma verður inn á lóðina í stað tveggja ásamt kvöð um trjágóður meðfram Dalvegi. Heildarbyggingarmagn ofanjarðar er áætlað 16.500 m2 og neðanjarðar er 4.160 m2 eða samalagt um 20.660 m2. Heildarfjöldi bílastæða á lóð er áætlaður 360 stæði þar af um 110 stæði í bílageymslu neðanjarðar. Gert er ráð fyrir gönguleiðum milli bygginga og skilti sýnileg frá Reykanesbraut. Fyrirhugaður byggingarreitur austast á lóðinni (reitur 3) er færður fjær lóðarmörkum m.t.t. Kópavogslækjar. Sýnd er möguleg tenging yfir á lóð nr. 30 frá Dalvegi 28. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. febrúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1810288 - Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 19. nóvember 2018 að breyttu deiliskipulagi fyrir Tónahvarf 2, Vatnsendahvarf- athafnasvæði. Svæði 3. Í breytingunni felst að stofna nýja lóð, Tónahvarf 2 sem er 5.600 m2 að stærð og koma fyrir athafnahúsi á þremur hæðum og kjallara. Skipulagssvæðið sem er um 0.8 ha afmarkast af Vatnsendavegi til norðurs, fyrirhuguðum Arnarnesvegi til vesturs, Tónahvarfi 4 til suðurs og Tónahvarfi 3 til austurs. Samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir 90 m. háum fjarskiptaturni á deiliskipulagssvæðinu. Núverandi götur liggja innan afmörkunar og koma til með að breytast. Hámarksvegg er 15 metrar á norðurhlið og á suðurhlið 12 metrar. Hámarks þakhæð er 15 metrar. Þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Hámarks byggingarmagn er 3.360 m2 en 3.800m2 með niðurgrafinni bílageymslu. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafresti lauk 4. mars 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1804615 - Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 16. mars 2018 fh. lóðarhafa að Hlíðarvegi 40 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins.Íbúð á efri hæð verður 76.8 m2 og íbúð á neðri hæð verður 76.8 m2. Húsið er byggt 1959 og var tvíbýlishús samkvæmt eignaskiptasamningi frá 1976 en var síðar breytt í einbýli. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16. mars 2018.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1902532 - Hraunbraut 14. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Hraunbrautar 14, dags. 4. mars 2019, sem varðar 48 m2 rými, staðsett undir tvöföldum bílskúr á lóðinni. Á upphaflegum teikningum af húsinu er þetta rými merkt sem geymsla en frá árinu 1985 hefur rýmið verið notað sem íbúð. Ósk lóðarhafa er sú að fá þetta rými skráð sem íbúð á eigin fastanúmeri en fyrir eru þrjár íbúðir í húsinu.
Skipulagsráð lítur jákvætt á erindið.

Almenn erindi

11.1902775 - Fróðaþing 21. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Finns Inga Hermannssonar byggingafræðings, dags. 25. febrúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að byggja stoðvegg og svalir utan byggingarreits við lóðina Fróðaþing 21, við lóðarmörk Fróðaþings 19. Við vegginn kæmi stigi og svalir sem tengjast efri hæð hússins með tengingu við efri hluta garðs og lóðar. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Fróðaþings 19 og 23. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 22. febrúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1902721 - Huldubraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts dags. 22. febrúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir leyfi til að rífa 142,2 m2 einbýlishús, byggt 1969, og byggja í stað þess 477 m2 fjórbýlishús á þremur hæðum. Gert er ráð fyrir 8 bílastæðum á lóðinni. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. febrúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 16, 18 og 20.

Almenn erindi

13.1902720 - Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Helga Indriðasonar arkitekts, dags. 23. janúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að reisa stakstæða 48 m2 bílgeymslu á vesturhluta lóðarinnar. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. janúar 2019.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.1902772 - Fossvogsbrún 2a. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Önnu Margrétar Hauksdóttur arkitekts fh. Umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi við Fossvogsbrún 2a. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um til suðvesturs að hluta og til norðurs að hluta, samtals um ca 56 m2. Einnig er sótt um að setja útigeymslu á lóðina að hámarki 15 m2 að höfðu samráði við garðyrkjustjóra.
Byggingarmagn á lóðinni eykst ekki miðað við gildandi skipulagsskilmála.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 1. mars 2019.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.1901050 - Auðbrekka 25-27. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Orra Árnasonar arkitekts dags. 5. desember 2018 fh. lóðarhafa Auðbrekku 25-27. Í erindinu er óskað eftir breytingu á innra skipulagi hússins og koma fyrir 11 gistirýmum á 3. hæð hússins í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 8. gr. um stærri gistiheimili. Lóðamörk breytast og stækkar lóð til suðurs um 5 metra og verður eftir breytingu 2.110 m2. Bílastæðum fjölgar um 16 stæði. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 17, 18, 19, 20, 22, 23, 24, 26, 28, 30, 32, 34, 36 og 38, Laufbrekku 23, 24, 25, 26, 27, 28 og 30, Dalbrekku 29, 30, 32, 34 og 36 og Nýbýlavegs 8 og 10. Kynningartíma lauk 12. febrúar 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. mars 2019.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 19:15.