Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Glaðheima austurhluta - reit 2 lið 4 í almennum skilmálum deiliskipulagsins er lögð fram tillaga Tvíhorfs arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir lóðina Álalind 18-20. Í framlögðum byggingaráformum kemur m.a. fram hvernig fyrirhuguð bygging falli að gildandi deilisskipulagi hvað varðar grunnmynd, hæð,útlit, fjölda íbúða, stærðardreifingu íbúða, bílastæði ofanjarðar og í bílgeymslu sem og fyrirkomulag á lóð. Byggingaráformin eru sett fram í greinargerð dags. í mars 2019.