Skipulagsráð

48. fundur 01. apríl 2019 kl. 16:30 - 18:40 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1903014F - Bæjarráð - 2951. fundur frá 21.03.2019

1901050 - Auðbrekka 25-27. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins. Skipulagsstjóra er falið að ræða við lóðarhafa varðandi framtíðaráform þeirra um Brekkuhvarf 1a, 1b, 3 og 5.

1804616 - Borgarholtsbraut 21. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1903534 - Lækjarbotnaland 15. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1903018F - Bæjarstjórn - 1193. fundur frá 26.03.2019

1901050 - Auðbrekka 25-27. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1804616 Borgarholtsbraut 21. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1903534 Lækjarbotnaland 15. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Almenn erindi

3.1901016 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var lögð fram fyrirspurn Ask arkitekta fh. lóðarhafa að Dalvegi 30 um breytt deiliskipulag á lóðinni. Breytingin er í samræmi við breytt Aðalskipulag Kópavogs sem staðfest var 3. september 2018. Í tillögunni felst að í stað gróðrarstöðvar verður lóðin nýtt fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum á lóðinni fyrir 3-5 hæða atvinnuhúsnæði auk kjallara. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er 0,8 og nýtingarhlutfall ofan- og neðanjarðar er 1,0.
Tillagan lögð fram að nýju með þeim breytingum að ein aðkoma verður inn á lóðina í stað tveggja ásamt kvöð um trjágóður meðfram Dalvegi. Heildarbyggingarmagn ofanjarðar er áætlað 16.500 m2 og neðanjarðar er 4.160 m2 eða samalagt um 20.660 m2. Heildarfjöldi bílastæða á lóð er áætlaður 360 stæði þar af um 110 stæði í bílageymslu neðanjarðar. Gert er ráð fyrir gönguleiðum milli bygginga og skilti sýnileg frá Reykanesbraut. Fyrirhugaður byggingarreitur austast á lóðinni (reitur 3) er færður fjær lóðarmörkum m.t.t. Kópavogslækjar. Sýnd er möguleg tenging yfir á lóð nr. 30 frá Dalvegi 28. Skipulagsráð samþykkti á fundi 4. mars 2019 að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12. mars 2019 var tillögunni vísað til skipulagsráðs að nýju til frekari úrvinnslu. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. febrúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir að efnt verði til kynningarfundar um fyrirséðar breytingar við Dalveg m.a. mögulega breytt byggingarmagn einstakra lóða svo og um umferð á Dalvegi allt frá Smáratorgi að Nýbýlavegi.

Almenn erindi

4.1903955 - Álalind 18-20. Byggingaráform.

Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Glaðheima austurhluta - reit 2 lið 4 í almennum skilmálum deiliskipulagsins er lögð fram tillaga Tvíhorfs arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir lóðina Álalind 18-20. Í framlögðum byggingaráformum kemur m.a. fram hvernig fyrirhuguð bygging falli að gildandi deilisskipulagi hvað varðar grunnmynd, hæð,útlit, fjölda íbúða, stærðardreifingu íbúða, bílastæði ofanjarðar og í bílgeymslu sem og fyrirkomulag á lóð. Byggingaráformin eru sett fram í greinargerð dags. í mars 2019.
Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir Glaðheima austurhluta - reit 2 lið 4 í almennum skilmálum deiliskipulagsins og veitir lóðarhafa heimild til að skila inn aðalteikningum til byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

5.1901481 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.

Greint frá stöðu mála við endurskoðun aðalskipulagins. Farið yfir áætlað byggðaþrón til ársins 2030, ferill og stöðu vinnunnar, fyrirhugað samráð og kynningar, helstu áætlanir m.a íbúaþróun og þau svæði sem helst verður horft til í endurskoðunninni. Þá verða kynnt drög að ákvæðum rammahluta aðalskipulagins fyrir eldri byggð bæjarins (á ódeiliskipulögðum svæðum), samgöngumál og umhverfismál.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:40.