Skipulagsráð

60. fundur 21. október 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1910001F - Bæjarráð - 2973. fundur frá 10.10.2019

1907234 - Vesturvör 50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1908477 - Vesturvör 9. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1904921 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1909365 - Akrakór 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.1902333 - Borgarlína. Hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagstjóri gerir grein fyrir verkefninu og stöðu mála.
Staða mála kynnt.

Almenn erindi

3.1909529 - Strætó. Leiðakerfi.

Strætó bs. hefur í samvinnu við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu unnið vinnslutillögu að breyttu leiðakerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Ragnheiður Einarsdóttir, samgöngusérfræðingur Strætó bs. gerir grein fyrir tillögunni.
Staða mála kynnt.

Almenn erindi

4.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar

Lögð fram og kynnt drög að samgöngustefnu Kópavogs - Nýja línan þar sem m.a. er fjallað um almenningssamgöngur, göngu- og hjólreiðar, bílaumferð og tækninýjungar sem nýtast fyrir bættar samgöngur. Samgöngustefnunni fylgir aðgerðaráætlun sem tengd hefur verið við heimsmarkmið og yfirmarkmið bæjarstjórnar sem samþykkt voru 11. september 2018.
Staða mála kynnt.

Almenn erindi

5.1809116 - Hamraborg - miðbæjarskipulag. Deiliskipulag.

Greint frá stöðu mála.
Gestir fundarins verða Pálmar Kristmundsson, arkitekt Pkmd, Gísli Steinar Gíslason og Jón Helgi Erlendsson, Stólpum ehf. og Gylfi Gíslason, Jáverk ehf.
Staða mála kynnt.

Almenn erindi

6.1907316 - Dalvegur. Deiliskipulag.

Farið yfir stöðu deiliskipulags við Dalveg 2-32 m.a. þróun byggðar, breytingar á skipulagi, umferð og tengingar Reykjanesbrautar við Dalveginn.

Staða mála kynnt.

Almenn erindi

7.1909105 - Desjakór 2. Stækkun lóðar. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa Desjakórs 2 dags. 14. ágúst 2019 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til austurs og suðurs og reisa skjólgirðingu. Á fundi skipulagsráðs 7. október var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Desjakórs 1 og Dofrakórs 1. Lóðarhafi Desjakórs 2 skilaði inn undirrituðu samþykki lóðarhafa Desjakórs 1 og Dofrakórs 1 og því er kynningartími styttur. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:2000 dags. 3. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1910272 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Korpulína, breytt lega Rauðavatnslínu.

Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar þar sem kynnt eru drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006. Áformuð breyting felur í sér færslu Korpulínu milli Geitháls og tengivirkis við Korpu, við Vesturlandsveg. Jafnhliða færslu verður háspennustrengurinn færður í jörð. Breytingin mun einnig ná til lítilsháttar tilfærslu á Rauðavatnslínu. Drögin eru sett fram í greinargerð dags. í september 2019.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.