Skipulagsráð

64. fundur 02. desember 2019 kl. 16:30 - 17:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1911010F - Bæjarráð - 2979. fundur frá 21.11.2019

1809116 - Hamraborg - miðbæjarskipulag. Breytt aðalskipulag. Deiliskipulag. Skipulagslýsing.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1906472 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1907317 - Fagraþing 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

16031415 - Digranesvegur 82. Digraneskirkja - Aðkoma umferðar inn á Digranesveg.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1911155 - Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1910028F - Bæjarstjórn - 1205. fundur frá 26.11.2019

1809116 - Hamraborg - miðbæjarskipulag. Breytt aðalskipulag. Deiliskipulag. Skipulagslýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi ekki atkvæði.

1906472 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1907317 - Fagraþing 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

16031415 - Digranesvegur 82. Digraneskirkja - Aðkoma umferðar inn á Digranesveg.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1911155 - Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1907164 - Brattatunga 1-9. Stækkun lóða.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa Bröttutungu 1 dags. 5. júlí 2019 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til suðurs um 120 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var afgreiðslu málsins frestaði og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar. Fimmtudaginn 26. september 2019 var haldin samráðsfundur með lóðarhöfum Bröttutungu 1-9 þar sem rætt var ósamræmi í lóðablöðum og lóðamörkum. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðamörkum Bröttutungu 1-9 dags. 7. október 2019. Á fundi skipulagsráðs 7. október 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttum lóðamörkum Bröttutungu 1-9 fyrir lóðarhöfum Bröttutungu 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 9, Digranesvegi 78, 80, Hlíðarvegi 57, 61 og 66. Kynningartíma lauk 29. nóvember 2019. Ábendingar bárust á kynningartímanum og búið er að bregðast við þeim.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði settar ákveðnar kvaðir í lóðaleigusamning. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1911706 - Hraunbraut 18. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 19. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 18. Í erindinu er óskað eftir að reisa 100,3 m2 viðbyggingu við húsið að norðanverðu, að hluta til ofan á núverandi bílskúr. Auk þess verður komið fyrir nýju anddyri á neðri hæð hússins, tæknirými og lyftu sem tengir bílskúrinn við efri hæðina. Húsið er í dag 211,1 m2 en eftir breytingu verður það 311,4 m2. Uppdrættir í mvk. 1:100 og 1:500 dags. 19. nóvember 2019.
Skipulagsráð samþykkir með vísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 25, 27, 29, 31 og Hraunbrautar 11, 15, 16, 17, 19, 20 og 22.

Almenn erindi

5.1911661 - Gulaþing 60. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 4. september 2019 fh. lóðarhafa Gulaþings 60. Í erindinu er óskað eftir að reisa 25,4 m2 bílskýli á norðvestur horni lóðarinnar. Auk þess breytist aðkoman að húsinu með tröppum upp að inngangi á efri hæð og áður fyrirhugaður bílskúr verður herbergi með baðherbergi. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 4. september 2019.
Skipulagsráð samþykkir með vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Gulaþings 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17 og 19 og Hólmaþings 1, 3 og 5.

Almenn erindi

6.1909366 - Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 23. júlí 2019 fh. lóðarhafa Digranesheiði 31. Í erindinu er óskað eftir að reisa 69,2 m² viðbyggingu ofan á staðsteyptan bílskúr með risþaki. Samkvæmt samþykktum teikningum var gert ráð fyrir viðbyggingu, með einhalla skúrþaks, ofan á staðsteyptan bílskúr. Þessi hluti var ekki framkvæmdur.
Auk þess er óskað eftir að fá heimild til að breyta núverandi bílgeymslu í studíó íbúð. Alls verða þá þrjár íbúðir í húsinu og íbúafjöldi verða 6-8 manns. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. júlí 2019.
Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1911522 - Kársnesbraut 96. Kynning á byggingarleyfi. Fyrirpurn.

Lögð fram fyrirspurn Aðalheiðar Atladóttur arkitekts dags. 1. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 96. Í fyrirspurninni er óskað eftir leyfi til að rífa 60 m2 timburhús, byggt 1943, sem stendur á lóðinni og í stað þess reisa 6 íbúða fjölbýlishús að heildarstærð 689,5 m2 með 6 bílastæðum á lóð. Íbúðirnar eru frá 71,1 m2 upp í 123 m2, nýtingarhlutfall 0,67. Uppdráttur í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 30. október 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.1911866 - Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Þorgeirs Þorgeirssonar arkitekts fh. lóðarhafa að Grundarhvarfi 10. Lóðin er í dag einbýlishúsalóð en óskað er eftir að reisa parhús með kjallara í stað einbýlishúss á einni hæð. Í parhúsinu er gert ráð fyrir tveimur 150,6 m2 íbúðum en auk þess er undir öðru niðurgrafin bílgeymsla og geymsla, 67,9 m2 og undir hinu niðurgrafið opið bílskýli ásamt 16,3 m2 geymslu. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 25. nóvember 2019. Þá lagt fram undirritað samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Grundarhvarfi 10a.
Skipulagsráð samþykkir að málið verði unnið áfram í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 17:30.