Skipulagsráð

65. fundur 16. desember 2019 kl. 16:30 - 18:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.1911024F - Bæjarráð - 2981. fundur frá 05.12.2019

1907164 - Brattatunga 1-9. Stækkun lóða.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1909366 - Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.1911019F - Bæjarstjórn - 1206. fundur frá 10.12.2019

1907164 - Brattatunga 1-9. Stækkun lóða.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1909366 - Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu með 10 atkvæðum og hjásetu Jóns Finnbogasonar.

Almenn erindi

3.1911275 - Athafnasvæði sunnan Smáralindar, reitur A07. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á reit A07 á athafnasvæði sunnan Smáralindar. Í breytingunni felst að byggingarmagn á reitnum er aukið úr 2.400 m2 í 3.700 m2 að samanlögðum gólffleti, fjölda hæða í fyrirhugaðri byggingu er breytt úr 3-4 hæðum auk kjallara í 2-3 hæðir auk kjallara annars vegar og hins vegar í 2-6 hæðir auk kjallara næst Silfursmára. Mesta hæð fyrirhugaðs húss á reitnum er áætluð 24 m miðað við aðkomuhæð. Í breytingunni er gert ráð fyrir þakgarði sem verður afgirtur með girðingu eða glerskermun sem gengur allt að 5 m upp fyrir mestu hæð fyrirhugaðs húss. Fyrirkomulag bílastæða á reitnum breytist og fjöldi bílastæða fjölgar úr 69 stæðum í 74 stæði. Miðað er við 58 stæði í bílastæðakjallara og 16 stæði á lóð. Aðkoma að bílakjallara breytist. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði á hverja 50 fermetra í byggingum í stað 1. stæðis á hverja 35 m2 skv. gildandi deiliskipulagi. Breytingin er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og skýringarmyndum dags. í desember 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

4.19081140 - Hlíðarvegur 31 og 31a. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jóns H. Hlöðverssonar arkitekts dags. 9. ágúst 2019 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta lóðinni upp og reisa nýtt íbúðarhús á nýrri lóð, Hlíðarvegi 31a. Um er að ræða byggingu á einni hæð án bílskúrs og gert ráð fyrir þremur bílastæðum á lóð. Ný lóð væri 466 m2 og íbúðarhúsið 128,3 m2, nýtingarhlutfall 0,28. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 samþykkti skipulagsráð með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum við Hlíðarveg 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 72, Hrauntungu 48, 50, 52 og Grænutungu 8. Kynningartíma lauk 10. desember 2019. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

5.1912293 - Borgarholtsbraut 39. Kynning á byggingarleyfi. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Aðalheiðar Atladóttur arkitekts dags. 10. desember 2019 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 39. Óskað er eftir leyfi til að rífa 185,4 m2 timburhús, byggð 1948, og í stað þess reisa nýbyggingu með fjórum íbúðum með sex bílastæðum á lóð. Heildarbyggingarmagn eykst úr 185,4 m2 í 605 m2, nýtingarhlutfall fer úr 0,18 í 0,78. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 10. desember 2019.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.1912190 - Múlalind 10. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Vilborgar Guðjónsdóttur arkitekts, dags. 5. desember 2019 fh. lóðarhafa Múlalindar 10. Óskað er eftir leyfi til að rífa 77,8 m2 steypt íbúðarhús á lóðinni, byggt 1930, og byggja í stað þess 160 m2 einbýlishús og 30 m2 stakstæða bílgeymslu. Að mestu er stuðst við gildandi deiliskipulag en farið 40 m2 út fyrir innri byggingarreit og þak bílskúrsins er 3,2-3,4 m á hæð en í gildandi deiliskipulagi er talað um hámarkshæð 2,9 m. Forteikningar í mkv. 1:100 og 1:500
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði unnin áfram með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.

Almenn erindi

7.1912265 - Fjarskiptastöð Neyðarlínunnar á Vatnsendahæð.

Lagt fram erindi verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar ehf f.h. Neyðarlínunnar dags. 12. nóvember 2019 þar sem óskað er eftir 96 m2 lóð fyrir 9 m2 tækjaskýli og 21,3 metra háu mastri fyrir fjarskipti sem kemur í stað núverandi mastra í Vatnsendahvarfi og fjarskiptastöð.
Staðsetning lóðarinnar er í sunnanverðu Vatnsendahvarfi, 135 metrum norðan gatnamóta Kambavegar og Kleifakórs.
Uppdráttur í mkv. 1:5000 og 1:200 og 1:100 dags. 12. nóvember 2019.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.1912222 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu í Grundum ásamt tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Ása og Grundir.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem tekur til svæðis á Grundum auk tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ása og Grunda skv. 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:10.000 ásamt húsakönnun á Grundum og skýrslu yfir fornleifaskráningu.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:30.