Skipulagsráð

69. fundur 17. febrúar 2020 kl. 16:30 - 19:10 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Hreiðar Oddsson varamaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2001021F - Bæjarráð - 2988. fundur frá 06.02.2020

2001204 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2001835 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2001897 - Naustavör 44-50. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2001898 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

19081140 - Hlíðarvegur 31 og 31a. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2001016F - Bæjarstjórn - 1209. fundur frá 11.02.2020

2001204 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2001835 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2001897 - Naustavör 44-50. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

19081140 - Hlíðarvegur 31 og 31a. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1901481 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - nýtt tímabil 2018-2030

Gerð grein fyrir stöðu mála.
Gerð grein fyrir stöðu mála.

Almenn erindi

4.2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Vinnslutillaga að breyttu aðalskipulagi.

Gerð grein fyrir stöðu mála.
Gerð grein fyrir stöðu mála.

Almenn erindi

5.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Vinnslutillaga að breyttu deiliskipulagi.

Karl Kvaran arkitekt gerir grein fyrir stöðu mála.
Gerð grein fyrir stöðu mála.

Gestir

 • Karl Kvaran - mæting: 17:00

Almenn erindi

6.1904103 - Nónhæð. Arnarsmári 36-40, Nónsmári 9-15 og Nónsmári 1-7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Basalt arkitekta fh. lóðarhafa dags. 12. febrúar 2020 um breytingu á deiliskipulagi á kolli Nónhæðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. desember 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 4. maí 2018 nr. 438.
Nánar tiltekið nær breytingin til Arnarsmára 36-40 (hús A), Nónsmára 9-15 (hús B) og Nónsmára 1-7 (hús C). Í breytingunni felst eftirfarandi:
1) Arnarsmári 36-40: Í tillögunni er gert ráð fyrir bílakjallara vestan við fjölbýlishúsið allt að 950 m2 að flatarmáli með 22 stæðum (undir fyrirhuguðum bílastæðum á yfirborði). Bílastæði innan lóðar verða alls 61 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,2.
2) Nónsmári 9-15: Stærð bílakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 1.000 m2 í stað 1.400 m2 með 27 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 66 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,7.
3) Nónsmári 1-7: Stærð bílastæðakjallara við fyrirhugað fjölbýlishús verður um 950 m2 í stað 1.500 m2 með 33 bílastæðum. Fjöldi bílastæða innan lóðar verður 80 stæði. Fjöldi bílastæða á íbúð verður 1,5 í stað 1,6.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og skýringarmyndum dags. 12. febrúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2002329 - Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tilaga skipulags-og byggingardeildar dags. 12. febrúar 2020 varðandi breytt deiliskipulag fyrir lóðirnar við Dalveg 20 til 28 og tillögu að nýrri legu tengibrautar milli Dalvegar og Reykjanesbrautar með nýju hringtorgi við Dalveg. Nýir göngu- og hjólastígar verða lagðir samhliða götum. Samfelld akstursleið verður austast á lóðum við Dalveg 6-8 að Dalvegi nr. 32
Deiliskipulagssvæðið sem er um 4.5 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 30 til austurs, Kópavogsdal til norðurs, Dalvegi 18 til vesturs og Reykjanesbraut til suðurs.
Þeir umhverfisþættir sem skipulagsbreytingin er talin hafa áhrif á eru umferð, hljóðvist og andrúmsloft, borgarlandslag - samfélag og félagslegt umhverfi. Í minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 12. febrúar 2020 er nánar fjallað um möguleg umhverfisáhrif af uppbyggingu á Dalvegi frá 18 til 32.

Nánar tiltekið er gert ráð fyrir að:
1)
Á lóð nr. 20 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni hæð, 158 m2 að stærð og er ekki gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.04. Bílastæði á lóð verða 5. Lóðarstærð er áætluð 3.420 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 150 m2.
2)
Á lóð nr. 22 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni hæð 1.100 m2 að stærð og er ekki gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.19. Bílastæði á lóð verða 65 þar af 35 stæði fyrir stærri bíla. Lóðamörk og aðkoma breytist og stækkar lóð um 9 m2 og verður 6.378 m2.
3)
Á lóð nr. 24 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum, 2.721 m2 að stærð og er gert ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi að fjarlægja allar núverandi byggingar á lóðinni og reisa í þeirra stað verslunar- og þjónustuhús á 4 hæðum auk inndreginnar þakhæðar og niðurgrafinnar bílageymslu á tveimur hæðum. Grunnflötur byggingar er inndreginn á sama hátt og þakhæð um tvo metra. Heildarflatarmál eykst frá núverandi byggingarmagni sem er skráð 2.721 m2 í um 9,800 m2 án bílageymslu en hún er áætlað 5.000 m2 að stærð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 1,5 án bílageymslu en um 2.3 með bílageymslu. Bílastæði verða 270 stæði þar af 180 neðanjarðar. Lóðarstærð er áætluð 6.316 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist. Lóð minnkar um 1.188 m2. Vegna breyttra lóðamarka færist byggingarreitur færist til vesturs.
4)
Á lóð nr. 26 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði á einni og tveimur hæðum, 2.423 m2 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóðinni en gert ráð fyrir endurnýjun húsnæðis að hluta til. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.5. Bílastæði á lóð verða 25. Lóðarstærð er áætluð 4.430 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist. Lóðin minnkar um 275 m2.
5)
Á lóð nr. 28 við Dalveg er núverandi atvinnuhúsnæði að hluta til á tveimur hæðum, 844 m2 að stærð. Ekki er gert ráð fyrir auknu byggingarmagni á lóð en gert ráð fyrir endurnýjun húsnæðis að hluta til. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.26. Bílastæði á lóð verða 27. Lóðarstærð er áætluð 3.280 m2. Lóðamörk og aðkoma breytist og minnkar lóð um 285 m2.

Uppdrættir dags. 12. febrúar 2020 í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

8.2002330 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tilaga skipulags-og byggingardeildar dags. 12. febrúar 2020 í samráði við lóðarhafa Dalvegar 30 varðandi breytt deiliskipulag.
Deiliskipulagssvæðið sem er um 2.8 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 32 til austurs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Dalvegi 22 og 28 og opnu bæjarlandi til vesturs og Reykjanesbrautar til suðurs.
Í minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 12. febrúar 2020 er nánar fjallað um möguleg umhverfisáhrif af uppbyggingu á Dalvegi frá 18 til 32 og hvort þörf sé á sértækum mótvægisaðgerðum.
Gert er ráð fyrir að fjarlægja allar núverandi byggingar á lóðinni og reisa í þeirra stað verslunar- og þjónustuhúsnæði á 3-5 hæðum auk niðurgrafinnar bílageymslu. Heildarflatarmál eykst frá núverandi byggingamagni í um 16,500 m2 án bílageymslu en hún er áætluð um 3,500 -4,000 m2 að stærð. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað um 0.8 en um 1.0 með bílageymslu. Aðkoma, fyrirkomulag bílastæð og bílastæða krafa breytist og verður eitt stæði á hverja 100 m2 í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2 í verslunarrými. Hámarksfjöldi bílastæða á lóð verður eftir breytingu 470 þar af 140 neðanjarðar en með tilliti til bílastæðakröfu getur fjöldi minnkað ef hlutföll breytast. Sjá nánar í greinargerð með skipulagsskilmálum. Gert er ráð fyrir spennistöð á lóðinni staðsett í norðvestur hluta hennar. Aðkoma að svæðinu breytist með nýrri húsagötu að vesturhluta lóðarinnar og breyttum gatnamótum við Dalveg. Nýir göngu- og hjólastígar verða lagðir samhliða götum. Samfelld akstursleið verður austast á lóðum við Dalveg 6-8 að Dalvegi nr. 32

Nánar er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
1)
Á byggingarreit nr. 30 a við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur til fimm hæðum. Hámarkshæð er áætluð 24,2 m. og hámarks byggingarmagn er áætlað 10,500 m2
2)
Á byggingarreit nr. 30 b við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2.
3)
Á byggingarreit nr. 30 c við Dalveg er gert ráð fyrir verslun- þjónustu og atvinnuhúsnæði á þremur hæðum. Hámarkshæð er áætluð 14 metrar og hámarks byggingarmagn er áætlað 3,000 m2.

Stærð lóðar er 20,688 m2 að flatarmáli.
Uppdrættir dags. 12. febrúar 2020 í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

9.2002331 - Dalvegur 32 a, b og c. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tilaga skipulags- og byggingardeildar dags. 12. febrúar 2020 unnin í samráði við lóðarhafa Dalvegar 32 varðandi breytt deiliskipulag fyrir lóðina. Deiliskipulagssvæðið sem er um 2.0 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 30 til vesturs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Reykjanesbrautar til suðurs og Nýbýlavegar til austurs. Í minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannvit dags. 12. febrúar 2020 er nánar fjallað um möguleg umhverfisáhrif af uppbyggingu á Dalvegi frá 20 til 32 og hvort þörf sé á sértækum mótvægisaðgerðum.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að:
1)
Byggingarreitur Dalvegar 32a er óbreyttur.
2)
Byggingarreitur Dalvegar 32b verður eftir breytingu 60x28 metrar.
3)
Byggingarreitur Dalvegar 32c á austurhluta lóðar breytist og stækkar til vesturs og austurs en minnkar til norðurs og suðurs og verður 75x40 metrar. Auk þess er gert ráð fyrir byggingarreit á annarri og þriðju hæð yfir bílastæðum á norðausturhluta lóðarinnar. Hæð byggingarreitar Dalvegar 32c 3 hæðir eða 12,5 metrar auk kjallara og 5 hæðir auk kjallara í austurhluta byggingarreits. Hámarks hæð byggingarreitar verður 19,5 metrar. Þakform er flatt þak. Hámarks byggingarmagn á lóðinni með kjöllurum og niðurgrafinni bílageymslu verður 14.265 m2. Aðkoma, fyrirkomulag bílastæða og bílastæðakrafa breytist og verður eitt stæði á hverja 100 m2 í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2 í verslun. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Dalveg 32 birt í B- deild Stjórnartíðinda 4. október 2007 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 6. desember 2017 og 8. júní 2018.
Aðkoma að svæðinu breytist með nýrri húsagötu að vesturhluta lóðarinnar og breyttum gatnamótum við Dalveg.
Uppdrættir dags. 12. febrúar 2020 í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

10.1912293 - Borgarholtsbraut 39. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts dags. 10. desember 2019 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 39. Óskað er eftir leyfi til að rífa 185,4 m2 timburhús, byggt 1948, og í stað þess reisa nýbyggingu með fjórum íbúðum og sex bílastæðum á lóð. Heildarbyggingarmagn eykst úr 185,4 m2 í 605 m2, nýtingarhlutfall fer úr 0,18 í 0,78. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 10. desember 2019. Á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 37, 38, 40, 41, 42, Melgerðis 20, 22, 24 og 26. Kynningartíma lauk 5. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

11.2001008 - Sæbólsbraut 40. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts dags. í desember 2019 fh. lóðarhafa að Sæbólsbraut 40. Í erindinu er óskað eftir að stækka bílgeymslu um 6 m2 til suðurs og stækka anddyri um 3.6 m2 og með því stækka svalir ofan á anddyri um það sama. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. nóvember 2019. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 38, 42, 51 og 55. Kynningartíma lauk 4. febrúar 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1909366 - Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 23. júlí 2019 fh. lóðarhafa Digranesheiði 31. Í erindinu er óskað eftir að reisa 69,2 m² viðbyggingu ofan á staðsteyptan bílskúr með risþaki. Samkvæmt samþykktum teikningum var gert ráð fyrir viðbyggingu, með einhalla skúrþaki, ofan á staðsteyptan bílskúr. Þessi hluti var ekki framkvæmdur. Með viðbyggingunni stækkar íbúð á efri hæð hússins en íbúð á neðri hæð breytist ekki. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í febrúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 20, 22, 29, 33, Lyngheiði 10, 12 og 14.

Almenn erindi

13.2001088 - Fífuhjalli 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 29. nóvember 2019 fh. lóðarhafa Fífuhjalla 11. Í erindinu er óskað eftir að breyta skráningu hússins úr einbýli í tvíbýli auk þess að koma fyrir svölum á efri hæð hússins, sunnanmegin. Íbúð á neðri hæð verður 171,3 m2 eftir breytingu og íbúð á efri hæð veður 166,2 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 29. nóvember 2019. Á fundi skipulagsráðs 20. janúar 2020 var afgreiðslu málsins frestað.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.2002263 - Áfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu vestan núverandi einbýlishús að Álfhólsvegi 37. Áætlað er að fyrirhuguð viðbygging verði ein hæð og kjallari með tveimur íbúðum, 73,1 m2 að grunnfleti og 146,2 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarkshæð viðbyggingar er áætluð í kóta 54,64 mhys. Gert er ráð fyrir þremur nýju stæðum á lóð eða fimm stæðum alls á lóðinni. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000, 1:500 ásamt skýringarmyndum þar sem m.a. kemur fram skuggavarp, fyrirkomulag á lóð og útlitsmyndir dags. 20. desember 2019.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37.

Almenn erindi

15.2002332 - Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 69 við Kópavogsbraut. Á lóðinni stendur íbúðarhús og bílskúr úr steinsteypu og timbri, byggt 1950, samtals 164,9 m2. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2019, er heimilt að byggja einbýlishús á einni hæð auk kjallara og innbyggði bílgeymslu samtals um 220 m2, hámarkshæð 7,5 m miðað við aðkomuhæð og tvö bílastæði á lóð. Í framlagðri tillögu felst að á lóðinni verði reist tveggja hæða hús á pöllum, auk kjallara með samtals þremur íbúðum. Hámarks flatarmál er áætlað 450 m2 og nýtingarhlutfall lóðar því 0,68, hámarks hæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 8,0 m og fimm bílastæði á lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í febrúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2002333 - Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 71 við Kópavogsbraut. Á lóðinni stendur óskráður geymsluskúr samkvæmt fasteignamati. Í gildandi deiliskipulagi, samþykkt í bæjarstjórn 28. september 2010 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 28. október 2019, er heimilt að byggja einbýlishús á einni hæð auk kjallara og innbyggði bílgeymslu samtals um 220 m2, hámarkshæð 7,5 m miðað við aðkomuhæð og tvö bílastæði á lóð. Í framlagðri tillögu felst að á lóðinni verði reist tveggja hæða hús á pöllum, auk kjallara með samtals þremur íbúðum. Hámarks flatarmál er áætlað 450 m2 og nýtingarhlutfall lóðar því 0,68, hámarks hæð miðað við aðkomuhæð er áætluð 8,0 m og fimm bílastæði á lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í febrúar 2020.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.2002076 - Aðalskipulag Ölfuss 2010-2022. Endurskoðun aðalskipulags- skipulagslýsing.

Lögð fram skipulags- og matslýsing á Endurskoðun Aðalskipulags Ölfus dags. 23. janúar 2020. Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lýsingin kynnt hagsmunaraðilum og þeim gefið tækifæri til að skila inn umsögn eða athugasemdum.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu en áskilur sér rétt til að leggja þær fram á síðari stigum vinnunar.

Fundi slitið - kl. 19:10.