Skipulagsráð

73. fundur 06. apríl 2020 kl. 16:30 - 18:40 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2003010F - Bæjarráð - 2994. fundur frá 19.03.2020

2003236 - Borgarlínan. Verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1903010 - Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2001590 - Kársnesbraut 71. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1911866 - Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2001090 - Kársnesbraut 64. Kynning á byggingarleyfi.Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2003006F - Bæjarstjórn - 1212. fundur frá 24.03.2020

2003236 - Borgarlínan. Verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.með 11 atkvæðum.

1903010 - Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.með 11 atkvæðum.

1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.með 11 atkvæðum.

2001590 - Kársnesbraut 71. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.með 11 atkvæðum.

1911866 - Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.með 11 atkvæðum.

2001090 - Kársnesbraut 64. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Almenn erindi

3.2001204 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Bílastæðahús. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga ASK arkitekta að þriggja hæða bílastæðahúsi fyrir 310 bíla norðan Smáralindar að Hagasmára 1. Í tillögunni felst jafnframt að lóðarmörk Hagasmára 1 breytist við aðkomugötu frá Fífuhvammsvegi að Smáralind og aðkomugatan hliðrast að hluta til vesturs næst Smáralind og fyrirkomulag bílastæða og gatnatengingar næst norðurhlið Smáralindar breytast. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 28. janúar 2019. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 11. febrúar var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 3. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

4.2003273 - Kópavogskirkjugarður. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Landmótunar sf. dags. í mars 2020 fh. Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma að breyttu deiliskipulagi Kópavogskirkjugarðs. Breytingin er þríþætt: a)Í tillögunni gerð sú breyting að þrír stakstæðir byggingarreitir fyrir þjónustubyggingar í vesturhluta garðsins eru sameinaðir í einn byggingarreit fyrir einnar hæða byggingu alls um 500 m2 að flatarmáli. b)gatnakerfi fyrir akandi umferð innan garðsins er endurskoðað.
c)Skipulagsmörk og kortagrunnur eru endurbætt miðað við uppfærð gögn m.a. hvað varðar fyrirkomulag duftreits. Uppdrættir ásamt greinargerð og skýringarmyndum í mkv. 1:1000 dags. í mars 2020.
Þá lögð fram fundargerð sóknarnefndar Lindasóknar dags. 3. mars 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir sóknarnefnd Lindakirkju.

Almenn erindi

5.1910460 - Fagraþing 1 og Glæsihvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jakobs Líndal arkitekts dags. 16. október 2019 fh. lóðarhafa Fagraþings 1 og Glæsihvarfs 4 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í tillögunni felst að þessar tvær samliggjandi lóðir verði deilt upp í þrjár lóðir. Glæsihvarf 4 er í dag óbyggð lóð en á Fagraþingi 1 er 186 m2 einbýlishús úr timbri, byggt 1999. Til samans eru þessar tvær lóðir 4235 m2. Gert er ráð fyrir að reisa tvö ný einbýlishús á lóðunum, bæði um 300 m2 á tveimur hæðum. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 13. mars 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 16. mars var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 3. apríl 2020.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.1909365 - Akrakór 12. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju, að lokinni kynningu, erindi Ellerts Hreinssonar, arkitekts dags. 11. september 2019 fh. lóðarhafa Akrakórs 12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að á lóðinni rísi parhús í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Húsið verður á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúrum og tveimur bílastæðum á íbúð. Stærð íbúða er áætluð 200 m2 og 207 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. í september 2019. Á fundi skipulagsráðs 7. október 2019 var samþykkt að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Akrakórs 12 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Var tillögunni vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. október 2019 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningu lauk 25. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2. apríl 2020 ásamt uppfærðum teikningum hönnuðar þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir.

Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

7.2002609 - Kleifakór 20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Björgvins Snæbjörnssonar, arkitekts dags. 25. febrúar 2020 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Kleifakór 20. Í breytingunni felst að reisa 37 m2 bílskúr á norðurhlið hússins. Ofan á bílskúrnum verður komið fyrir verönd með handriði. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:150 dags. í febrúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 16. mars 2020 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kleifakór 18, 21, 22, 23 og 25. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa Kleifakórs 18, 21, 22, 23 og 25 fyrir breytingunni og því er kynningartími styttur.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1912293 - Borgarholtsbraut 39. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts dags. 10. desember 2019 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 39. Óskað er eftir leyfi til að rífa 185,4 m2 timburhús, byggt 1948, og í stað þess reisa nýbyggingu með fjórum íbúðum og sex bílastæðum á lóð. Heildarbyggingarmagn eykst úr 185,4 m2 í 605 m2, nýtingarhlutfall fer úr 0,18 í 0,78. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 10. desember 2019. Á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 37, 38, 40, 41, 42, Melgerðis 20, 22, 24 og 26. Kynningartíma lauk 5. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 17. febrúar 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 31. mars 2020.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

9.1910490 - Fífuhvammur 25. Kynning á byggingarleyfi. Sólstofa ofan á bílskúr.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 7. október 2019 fh. lóðarhafa Fífuhvamms 25. Í erindinu er óskað eftir að reisa 8,1 m2 sólstofu ofan á bílgeymslu. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 23, 27 og Víðihvamms 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 3. janúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lagt fram erindi Sævars Geirssonar dags. 14. janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2. apríl 2020 ásamt uppfærðri teikningu þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.1906334 - Skjólbraut 3a. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 7. október 2019 fh. lóðarhafa að Skjólbraut 3a. Í erindinu er óskað eftir að reisa 63 m2 stakstæða bílgeymslu með tómstundaherbergi og salernisaðstöðu á suðausturhlið lóðarinnar. Auk þess er óskað eftir reisa 17,5 m2 viðbyggingu á suðurhlið íbúðarhússins sem nýtist sem svalir fyrir efri hæð hússins. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 3 og 5 og Meðalbrautar 6, 8 og 10. Kynningartíma lauk 3. janúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Lagt fram erindi Sævars Geirssonar dags. 14. janúar 2020. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2. apríl 2020 ásamt uppfærðri teikningu þar sem fyrirhugaður bílskúr er færður fjær lóðarmörkum Meðalbrautar 8 og er hann fyrirhugaður því þremur metrum frá lóðamörkum Skjólbrautar 3a og Meðalbrautar 8 og í hæðakóta 27.4 sbr. uppfærð teikning. Samþykki lóðarhafa Skjólbrautar 3 liggur fyrir sbr. erindi dags. 9. mars 2020.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.


Almenn erindi

11.2001871 - Digranesvegur 48. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 10. janúar 2020 fh. lóðarhafa Digranesvegi 48 þar sem óskað er eftir að reisa 27 m2 stakstæða bílgeymslu á vesturhluta lóðarinnar. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10.janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegi 44, 46, 50 og Hrauntungu 41. Kynningartíma lauk 20. mars 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2001089 - Langabrekka 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Verkfræðistofu Ívars Haukssonar ehf. fh. lóðarhafa Löngubrekku 7 um að reisa tvíbreiðan bílskúr 55 m2 að grunnfleti á suðaustur hluta lóðarinnar sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 9. desember 2019. Samþykki lóðarhafa Álfhólsvegar 59 liggur fyrir sbr. erindi dags. 14. janúar 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 5, 9, Álfhólsvegi 59 og 61. Kynningartíma lauk 1. apríl 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingadeildar.

Fundi slitið - kl. 18:40.