Skipulagsráð

77. fundur 02. júní 2020 kl. 15:00 - 18:00 í Borgum - safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Birgir Hlynur Sigurðsson
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2005009F - Bæjarráð - 3003. fundur frá 20.05.2020

102004306 - Vogatunga 45. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

111911866 - Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

122003201 - Fífuhvammur 31. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

152005168 - Nýbýlavegur 2-12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

182005446 - Bergsmári 5. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2005007F - Bæjarstjórn - 1216. fundur frá 26.05.2020

102004306 - Vogatunga 45. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

111911866 - Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

122003201 - Fífuhvammur 31. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

152005168 - Nýbýlavegur 2-12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

182005446 - Bergsmári 5. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2031 . Vinnslutillaga. Drög.

Lögð fram og kynnt drög að vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi fyrir Kópavogsbæ, Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2031 . Í vinnslutillögunni sem er dags. 18. maí 2020 kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 12 ára. Þá lögð fram og kynnt umferðarspá VSÓ ráðgjöf sem unnin er í tengslum við endurskoðun aðalskipulagsins, greinargerð dags. í apríl 2020. Í umferðarspánni eru settir fram útreikningar fyrir ástand umferðar árið 2019, umferðarspá fyrir skipulagstímabilið þ.e. til ársins 2030 og síðan fyrir 2030 plús þar sem rýnt er lengra inn í framtíðina. Ennfremur lagt fram og kynnt umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. maí 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
Gestir:
Svanhildur Jónsdóttir og Grétar Mar Hreggviðsson, samgönguverkfræðingar VSÓ-ráðgjöf og Rúnar Dýrmundur Bjarnason, umhverfisfræðingur og fagstjóri umhverfismála hjá Mannviti.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.2003236 - Borgarlínan. Kynning.

Kynning á stöðu vinnu við fyrstu lotu Borgarlínu frá Ártúni í Reykjavík að Hamraborg í Kópavogi. Gerð verður m.a. grein fyrir mögulegri útfærslun á legu Borgarlínu á Bakkabraut frá brúarenda fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar eftir Borgarholtsbraut að Hamraborg.
Gestir:
Hrafkell Á. Proppé, verkefnastjóri Borgarlínuteymis
Hildur Inga Rós Raffnsöe, arkitekt í hönnunarteymi Borgarínu.
Hallbjörn R. Hallbjörnsson, samgönguverkfræðingur í hönnunarteymi Borgarlínu.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar. Nýja línan.

Lögð fram og kynnt tillaga að samgöngustefnu Kópavogs - Nýja línan þar sem m.a. er fjallað um almenningssamgöngur, göngu- og hjólreiðar, bílaumferð og tækninýjungar sem nýtast fyrir bættar samgöngur. Samgöngustefnunni fylgir aðgerðaráætlun sem tengd hefur verið við heimsmarkmið og yfirmarkmið bæjarstjórnar sem samþykkt voru 11. september 2018.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:00.