Skipulagsráð

80. fundur 17. ágúst 2020 kl. 16:30 - 19:10 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir varamaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2007001F - Bæjarráð - 3009. fundur frá 16.07.2020

2007070 - 201 Smári. Lóðir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2004626 - Hlíðarhvammur 12. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

2.2008002F - Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 4. fundur frá 07.08.2020

  • 2.1 2005174 Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 7. maí 2020 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. íbúðunum fylgja 11 bílastæði. Samþykki lóðarhafa í húsinu liggur fyrir. Á fundi skipulagsráðs 16. júní 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4. Kynningartíma lauk 31. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 4 Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
  • 2.2 1909366 Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 23. júlí 2019 fh. lóðarhafa Digranesheiði 31. Í erindinu er óskað eftir að reisa 69,2 m² viðbyggingu ofan á staðsteyptan bílskúr með risþaki. Samkvæmt samþykktum teikningum var gert ráð fyrir viðbyggingu, með einhalla skúrþaki, ofan á staðsteyptan bílskúr. Þessi hluti var ekki framkvæmdur. Með viðbyggingunni stækkar íbúð á efri hæð hússins en íbúð á neðri hæð breytist ekki. Á fundi skipulagsráðs 17. febrúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 20, 22, 29, 33, Lyngheiði 10, 12 og 14. Kynningartíma lauk 28. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 4 Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
  • 2.3 1902260 Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa á aðliggjandi lóð, Löngubrekku 7. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni. Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Löngubrekku 1-13, Laufbrekku 1 og 3, Álfhólsvegar 59 og 61. Kynningartíma lauk 27. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
    Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 4 Afgreiðslu frestað. Vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingardeilar.
  • 2.4 2008124 Álmakór 9b. Ósk um stækkun lóðar.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Álmakórs 9b þar sem óskað er eftir að stækka lóðina um 4. metra til suðurs inn á bæjarland. Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 4 Erindi hafnað. Samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir leiksvæði á bæjarlandi auk þess sem stækkun lóðar er fordæmisgefandi fyrir nærliggjandi byggð.
  • 2.5 2007804 Víðigrund 21. Stækkun á byggingarreit. Fyrirspurn.
    Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Hafstað dags. 21. júlí 2020 fh. lóðarhafa Víðigrundar 21. Í fyrirspurninni er óskað eftir leyfi til að stækka byggingarreit fyrirhugaðrar bílgeymslu og kjallara um 2. metra til suðurs. Við þetta lengist bílskúrinn og grunnflötur stækkar um 7 m2, úr 25m2 í 32m2 og heildar gólfflötur með kjallara verður 64m2. Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 4 Embætti skipulagsstjóra lítur jákvætt á að tillaga að deiliskipulagi verði unnin áfram. Taka skal fram að fyrirhuguð bílgeymsla þarf að vera að öllu leyti innan lóðamarka.
  • 2.6 2007805 Víðigrund 35. Stækkun á byggingarreit. Fyrirspurn.
    Lögð fram fyrirspurn Ingunnar Hafstað dags. 21. júlí 2020 fh. lóðarhafa Víðigrundar 35. Í fyrirspurninni er óskað eftir leyfi til að stækka byggingarreit fyrirhugaðrar bílgeymslu og kjallara um 2. metra til suðurs. Við þetta lengist bílskúrinn og grunnflötur stækkar um 7 m2, úr 25m2 í 32m2. Auk þess er gert ráð fyrir að kjallari bílgeymslunar stækki um 13,3 m2. Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 4 Embætti skipulagsstjóra lítur jákvætt á að tillaga að deiliskipulagi verði unnin áfram.
  • 2.7 2008080 Haukalind 12. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Haukalindar 12 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og færa ljósastaur nær lóðarmörkum Haukalindar 10 til að koma fyrir auka bílastæði framan við húsið. Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 4 Embætti skipulagsstjóra samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd greidd af lóðarhafa.
  • 2.8 2008079 Lómasalir 33. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Lómasala 33 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir auka bílastæði framan við húsið. Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 4 Embætti skipulagsstjóra samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd greidd af lóðarhafa.

Almenn erindi

3.1912312 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu á Vífilstaðalandi, þróunarsvæði B.

Lagt fram að nýju erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings fh. Garðabæjar dags. 11. júní 2020 og varðar vinnslutillögu að fyrirhugaðri breytingu á rammahluta Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 fyrir Vífilsstaðaland, þróunarsvæði B. Erindinu fylgja jafnframt þrjár deiliskipulagsáætlanir innan þess svæðis sem aðalskipulagsbreytingin nær til þ.e. fyrir blandaða byggð í Vetrarmýri, norður hluta Hnoðraholts þar sem fyrirhuguð er íbúðarbyggð ásamt verslun og þjónustu svo og fyrir Rjúpnadal þar sem gert er ráð fyrir kirkjugarði og meðferðarstofnun. Þá lagt fram minnisblað VSÓ dags. 10. ágúst 2020 þar sem gerð er grein fyrir áhrifum á vegakerfi Kópavogsbæjar. Grétar Mar Hreggviðsson og Svanhildur Jónsdóttir frá VSÓ fara yfir minnisblaðið.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Grétar Mar Hreggviðsson - mæting: 16:30
  • Svanhildur Jónsdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

4.2008291 - Hraunbraut 1-16. Ósk íbúa um að loka götunni við Ásbraut.

Lagt fram erindi lóðarhafa Hraunbrautar 1-16 þar sem óskað er eftir að loka aðkomu inn í götuna frá Ásbraut og með því gera þennan hluta Hraunbrautar að botnlangagötu.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Gestir

  • Birkir Rútsson - mæting: 16:30

Almenn erindi

5.2007830 - Beiðni um opnun Selbrekku

Lagt fram erindi Ólafar Björnsdóttur lóðarhafa í Selbrekku 16 þar sem óskað er eftir því að opnuð verði aftur aksturleið frá Túnbrekku inn í Selbrekku við hús nr. 2 í götunni. Þá lagt fram erindi og undirskriftir frá lóðarhöfum í götunni, að hluta.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.
Berglind Ósk Kjartansdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.

Gestir

  • Birkir Rútsson - mæting: 16:30

Almenn erindi

6.20061078 - Gnitakór 1. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Gnitakórs 1 þar sem óskað er eftir að bæta við bílastæði til hliðar við núverandi bílastæði og lækka þar með kantstein á ca. 3 metra kafla sbr. erindi og skýringamyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði kostnaður greiddur af lóðarhafa.

Almenn erindi

7.20061266 - Kópavogsbraut 65. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Kópavogsbrautar 65 þar sem óskað er eftir að bæta við tveimur bílastæðum til hliðar við núverandi bílastæði og lækka þar með kantstein sbr. erindi og skýringamyndir.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsis.

Almenn erindi

8.1903010 - Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu, ásamt athugasemdum, tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 fyrir Traðarreit - eystri (B29). Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Í gildandi aðalskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem íbúðarsvæði. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955.
Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir óbreyttri landnotkun en svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði þar sem byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í mars 2020 og uppdrætti dags. í mars 2020.
Þá eru lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

9.1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Traðarreits - eystri, reits B29, sem unnin er af Tark-arkitektum f.h. lóðarhafa. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Álftröð í austur, Digranesvegi í suður, skólalóð Kópavogsskóla í vestur og Hávegi í norður. Skólatröð er hluti deiliskipulagssvæðis. Stærð skipulagssvæðisins er um 8.300 m2 og á því standa nú 8 íbúðarhús með samtals 12 íbúðum sem byggð eru á árunum 1952 til 1955. Í framlagðri tillögu er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 180 íbúðir í tveggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum með kjallara og inndreginni þakhæð. Gert er ráð fyrir allt að 200 m2 atvinnuhúsnæðis á jarðhæð með aðkomu frá Álftröð. Samkvæmt tillögunni er áætlað nýtingarhlutfall svæðisins ofanjarðar 2,45 og með kjallara 3,70. Í tillögunni er miðað við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000, ásamt greinargerð og skipulagsskilmálum dags. 16. mars 2020. Þá lagt fram minnisblað VSÓ Ráðgjafar, Traðarreitur-eystri, samgöngugreining dags. 16. mars 2020; minnisblað VSÓ Ráðgjafar Traðarreitur-eystri, Hljóðvistarreikningar, dags. 16.03.2020; Traðarreitur-austur, Digranesi Kópavogi, áður Álftröð 1-7 og Skólatróð 2-8, Húsakönnun, dags. í nóvember, 2019 unnin af Tark-arkitektum og Traðarreitur-austur, Digranes Kópavogi, Nágrannabyggð (Digranesvegi og Hávegi), nóvember 2019 unnin af Tark-arkitektum.
Einnig lagðar fram innsendar athugasemdir frá stofnunum, íbúum og hagsmunaaðilum.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

10.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Umfjöllun um vinnudrög að fimm stefnumarkandi áætlunum. Auður Finnbogadóttir kynnir erindið.
Lagt fram og kynnt. Umræður.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir - mæting: 17:30

Almenn erindi

11.2002263 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu vestan núverandi einbýlishús að Álfhólsvegi 37. Áætlað er að fyrirhuguð viðbygging verði ein hæð og kjallari með tveimur íbúðum, 73,1 m2 að grunnfleti og 146,2 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarkshæð viðbyggingar er áætluð í kóta 54,64 mhys. Gert er ráð fyrir þremur nýju stæðum á lóð eða fimm stæðum alls á lóðinni. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000, 1:500 ásamt skýringarmyndum þar sem m.a. kemur fram skuggavarp, fyrirkomulag á lóð og útlitsmyndir dags. 20. desember 2019. Tillagan var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 24, 24a, 26, 28, 28a, 30, 30a, 35, 39 og Löngubrekku 33, 35 og 37. Kynningartíma lauk 8. júní 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 7. júlí sl. var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. ágúst 2020.
Afreiðslu frestað.

Almenn erindi

12.2007801 - Nónhæð. Fyrirspurn um fjölgun íbúða.

Lögð fram fyrirspurn Hrólfs Karls Cela arkitekts dags.10. júlí 2020 fh. Nónhæðar ehf. þar sem óskað er eftir heimild fyrir auknu byggingarmagni og fjölgun íbúða í Nónsmára 1-9. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á lóðum B og C. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða á lóð B úr 45 í 50 og á lóð C úr 55 í 61, samtals fjölgun um 11 íbúðir. Einnig er óskað eftir fjölgun bílastæða í bílakjöllurum á umræddum lóðum. Á lóð B yrði bílastæðum í bílakjallara fjölgað úr 27 í 36 og á lóð C úr 33 í 43 stæði eða 1,5 stæði á íbúð. Uppdrættir í mkv. 1:250 og 1:300 ásamt skýringarmyndum dags. í júlí 2020.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

13.2007819 - Naustavör 52-58. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags. 23. júní 2020 fh. lóðarhafa Naustavarar 52-58. Í erindinu er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi sem heimilar fjölgun íbúða í húsinu úr 44 í 45. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 26. júní 2020.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.2007569 - Birkigrund 60. Ósk um stækkun lóðar.

Lögð fram tillaga lóðarhafa Birkigrundar 60 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að annarsvegar stækki lóðin um 2 metra í norður og vestur inn á sameignarlóð og hinsvegar eru tillögur að byggingarreitum fyrir bílgeymslur fyrir Birkigrund 60 og 64. Þá lagðar fram skýringarmyndir og undirritað samþykki lóðarhafa Birkigrundar 56-74.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.2008277 - Ekrusmári 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Ekrusmára 6 dags. í júlí 2020 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsi á lóðinni í tvíbýlishús með tveimur fastanúmerum. Eftir breytingu verður íbúð á efri hæð um 165 m2 með bílskúr en íbúð á neðri hæð rúmlega 60 m2. Þá lögð fram skýringarmynd ásamt undirrituðu samþykki lóðarhafa í gennd, að hluta.

Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2007821 - Víðigrund 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts dags. 15. maí 2020 fh. lóðarhafa Víðigrundar 7 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að ónýtt og kalt kjallararými undir húsinu verði íverurými þar sem koma á fyrir svefnherbergjum, baðherbergjum, þvottahúsi og geymslum auk þess sem rúmlega 30 m2 rýmis verður nýttur sem vinnustofa. Einnig mun ásýnd hússins breytast þar sem anddyri færist frá vesturhlið hússins á austurhlið auk þess sem komið verður fyrir gluggum og útidyrahurðum á kjallararýmið. Uppdrættir í mkv. 1:50 og 1:100 dags. í maí 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Víðigrund 5, 9, 11 og 13.

Almenn erindi

17.2007822 - Reynihvammur 16. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Ragnars Más Ragnarssonar byggingafræðings dags. 23. júní 2020 fh. lóðarhafa Reynihvamms 16. Í tillögunni felst að reisa viðbyggingu við húsið sem staðsett verður á núverandi svölum á suðurhlið hússins og stækka með því stofuna um 18,2 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í júní 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Reynihvamms 14, 18, Birkihvamms 13, 15 og 17.

Almenn erindi

18.2008415 - Kársnesbraut 17. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Steinunnar Guðmundsdóttur arkitekts dags. 21. júlí 2020 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 17, rishæðar. Í erindinu er óskað eftir byggja kvist með svalahurð á norðurhlið hússins og koma fyrir svölum framan við kvistinn sem mun einnig þjóna sem skyggni yfir inngangshurðuum 1. hæðar og rishæðar. Fyrir liggur samþykki allra lóðarhafa í húsinu. Upprættir í mkv. 1:100 dags. 21. júlí 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17 og 19.

Almenn erindi

19.2007800 - Aðalskipulag Hafnafjarðar. Tvöföldun Reykjanesbrautar.

Lögð fram skipulagstillaga Hafnafjarðarbæjar sem varðar breytta legu Reykjanesbrautar og tvöföldun hennar frá Krýsuvíkurvegi að mörkum sveitafélagsins Voga.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:10.