Skipulagsráð

82. fundur 21. september 2020 kl. 16:30 - 19:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2009002F - Bæjarráð - 3014. fundur frá 10.09.2020

2002329 - Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2002330 - Dalvegur 30. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1903010 - Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

2008415 - Kársnesbraut 17. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2007070 - 201 Smári. Lóðir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2005174 - Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2005168 - Nýbýlavegur 2-12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1911155 - Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2002263 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.2004555 - Arnarnesvegur, síðasti áfangi.

Yfirferð á stöðu Arnarnesvegar.
Greint frá stöðu málsins.

Gestir

 • Erna Bára Hreinsdóttir - mæting: 16:30

Almenn erindi

3.1711368 - Bakkabraut 2-4 og Bryggjuvör 1, 2, 3. Svæði 13. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Atelier arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2-4 og Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77-79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi ÞR-1. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðamörkum Þinghólsbrautar í austur, að Borgarholtsbraut í norðri, Bakkabraut til vesturs og göngustíg í suðri. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 1,35 bílastæðum pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 18.950 m2 ofanjarðar og 2.800 m2 neðanjarðar (A-rými), 24.730 m2 ofanjarðar og 5.700 m2 neðanjarðar (A og B-rými). Fyrirhugað breytt nýtingarhlutfall á svæðinu er ráðgert 1,77 ofanjarðar og 2,18 ofanjarðar og neðanjarðar samanlagt. Uppdrættir í mælikvarða 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 8. júlí 2020.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

 • Björn Skaptason - mæting: 17:00

Almenn erindi

4.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Staða málsins rædd.
Staða málsins rædd.

Almenn erindi

5.2009392 - Bláfjallavegur (417-01.02). Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 3. september 2020 um framkvæmdaleyfi fyrir lagfæringu vegfláa á Bláfjallavegi frá Suðurlandsvegi að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Lögð fram tillaga skipulagsstjóra að framkvæmdaleyfi sbr. framangreind. Er tillagan dags. 17. september 2020.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.19081242 - Kársnesbraut 104. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu breytt erindi Guðjóns Magnússonar arkitekts, dags. 22. maí 2019, breytt 7. september 2020, f.h. sælgætisverksmiðjunnar Freyju þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir að hluta með því að draga úr byggingarmagni og lækka vegghæð fyrirhugaðrar viðbyggingar. Í erindinu dags. 22. maí og breytt 7. september 2020 er óskað eftir að reisa tvær viðbyggingar við húsið. Önnur viðbyggingin verður á suðurhlið hússins og snýr að Kársnesbraut, samtals 80 m2. Hin viðbyggingin verður við norður hlið hússins og snýr að Vesturvör, hún verður þrjár hæðir með lyftu í stigahúsi samtals 1,060 m2. Stækkun í heild verður 1,140 m2 og húsið eftir breytingu verður 3,845 m2 og nýtingahlutfallið 1,09.
Á fundi skipulagsráðs 2. september 2019 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbraut 102A, Kársnesbraut 106, Hafnarbraut 12, Vesturvör 22, 24 og 26-28. Kynningartíma lauk 3. febrúar 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Á fundi skipulagsráðs 3. febrúar 2020 var afgreiðslu frestað og erindinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Ásamt erindinu með áorðnum breytingum er lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 3. febrúar 2020 og uppfærð 21. september 2020 m.t.t. uppfærðra teikninga vegna athugasemda. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. maí 2019 og breytt 7. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.1907192 - Kleifakór 2-4. Nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða. Þjónusta við íbúa við Kópavogsbraut 5a.

Lögð fram að nýju drög að breyttu deiliskipulagi AVH efh. fh. Kópavogsbæjar að sjö þjónustuíbúðum fyrir fatlaða við Kleifakór 2 og 4. Drögin gera ráð fyrir 15 bílastæðum og inngangi á austurhlið hússins og sólstofu á vesturhlið. Ofangreind drög að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar voru sett í forkynningu og lóðarhöfum Kleifakórs 1-25 gefinn kostur að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fyrir föstudaginn 18. september 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

8.2006230 - Hlíðarvegur 63. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Ólafs Tage Bjarnasonar byggingarfræðings, dags. 7. ágúst 2020, fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 63. Óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á austurhlið lóðarinnar, við lóðarmörk. Bílgeymslan er samtals 91,3 m2 og hæð hennar er 4,9 m. Íbúðarhúsið á lóðinni er með innbyggða bílgeymslu. Samþykki lóðarhafa nr. 61 og 65 við Hlíðarveg liggur fyrir sbr. erindi dags. 25. maí 2020. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. ágúst 2020.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 61, 65, Bröttutungu 4 og 6.

Almenn erindi

9.1912293 - Borgarholtsbraut 39. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Aðalheiðar Atladóttur arkitekts fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 39 þar sem óskað var eftir leyfi til að fjarlægja núverandi einbýlishús á lóðinni og reisa þar nýbyggingu með fjórum íbúðum. Á fundi skipulagsráðs 6. janúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum borgarholtsbrautar 37, 38 40, 41, 42, Melgerðis 20, 22, 24 og 26. Kynningartíma lauk 5. febrúar 2020, athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram breytt tillaga þar sem komið er til móts við sjónarmið í innsendum athugasemdum og undirskriftir lóðarhafa Borgarholtsbrautar 37 og 41 sem gera ekki athugasemdir við breytta tillögu. Einnig er lögð fram uppfærð umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2009375 - Reynihvammur 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 20. september 2006, breytt 3. september 2020 fh. lóðarhafa Reynihvamms 5. Óskað er eftir að stækka bílgeymslu um 14,8 m2 sem verður eftir breytingu 48,5 m2 og koma fyrir svölum ofan á bílskúr. Anddyri 1 hæðar er stækkað um 5,7 m2 og felldur út stigi innanhúss og komið fyrir anddyri þar sem stigaopið var áður. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20 september 2006, breytt 3. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Reynihvamms 3, 7, Hlíðarvegar 18 og 20.

Almenn erindi

11.2009380 - Hjallabrekka 32. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Steinunnar Guðmundsdóttur arkitekts dags. 10. september 2020 fh. lóðarhafa Hjallabrekku 32. Óskað er eftir að reisa bílgeymslu upp við vesturhlið hússins, að lóðamörkum og upp við bílgeymslu Hjallabrekku 30. Fyrirhuguð bílgeymsla er 47,8 m2 að stærð og er hluti þaksins hugsaður sem dvalarsvæði með útgengi um svalahurð í stofunni. Samþykki lóðarhafa Hjallabrekku 30 liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hjallabrekku 30, 34 og Lyngbrekku 23.

Almenn erindi

12.2009017 - Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings dags. 30. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Bollasmára 6. Óskað er eftir á reisa sólstofu á vesturhlið hússins með útgengi frá efri hæð. Fyrirhuguð stækkun er 21,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. ágúst 2020.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar og hún kynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

13.2009273 - Bæjartún 11. Breyting á nýtingu húsnæðis. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ívars Guðmundssonar arkitekts dags. 31. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Bæjartúns 11. Íbúðarhúsið á lóðinni er skráð 292,6 m2 en þar af eru 92,8 m2 kjallararými sem notað er sem geymslur. Lofthæð kjallara er 2,5 m og búið er að koma fyrir gluggum á vestur og suðurhlið hússins. Óskað er eftir að breyta þessu rými í íbúð, gestasvítu eða vinnustofu og fá rýmið skráð á sér fastanúmer. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 31. ágúst 2020.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

14.2008291 - Hraunbraut 1-16. Ósk íbúa um að loka götunni við Ásbraut.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Hraunbrautar 1-16 þar sem óskað er eftir að loka aðkomu inn í götuna frá Ásbraut og með því gera þennan hluta Hraunbrautar að botnlangagötu. Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 25. ágúst 2020 var afgreiðsla málsins á þá leið að umhverfis- og samgöngunefnd telur jákvætt að Hraunbraut verði gerð að botnlangagötu og að götunni verði lokað við Ásbraut. Um er að ræða bætt umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:30.