Skipulagsráð

83. fundur 05. október 2020 kl. 16:30 - 19:41 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
 • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2009003F - Bæjarstjórn - 1221. fundur frá 22.09.2020

2005626 - Tillaga frá Pírötum, BF Viðreisn og Samfylkingunni um íbúaknnun og árangursmat. Niðurstöður íbúakönnunar í Glaðheimahverfi.
Lagt fram og kynnt.

2002329 - Dalvegur 20-28. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar, Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2002330 - Dalvegur 30. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar, Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

1903010 - Traðarreitir. B29. Breytt aðalskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2008415 - Kársnesbraut 17. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2007070 - 201 Smári. Lóðir A03 og A04. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2005174 - Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum gegn þremur atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Einars A. Þorvarðarsonar.

2005168 - Nýbýlavegur 2-12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1911155 - Akrakór 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur og Péturs H. Sigurðssonar.

2002263 - Álfhólsvegur 37. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Einars A. Þorvarðarsonar og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur.


Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2009017F - Bæjarráð - 3016. fundur frá 24.09.2020

2009392 - Bláfjallavegur (417-01.02). Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

19081242 - Kársnesbraut 104. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

1912293 - Borgarholtsbraut 39. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2008291 - Hraunbraut 1-16. Ósk íbúa um að loka götunni við Ásbraut.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

3.2009019F - Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 5. fundur frá 28.09.2020

20061268 - Víghólastígur 13. Kynning á
byggingarleyfi.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2007822 - Reynihvammur 16. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2009468 - Kleifakór 10. Breytt aðkoma að bílastæði.
Embætti skipulagsstjóra samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd greidd af lóðarhafa.

2009467 - Ennishvarf 10. Breytt aðkoma að bílastæði.
Embætti skipulagsstjóra hafnar erindindinu.

2009464 - Víðihvammur 2. Breytt aðkoma að bílastæði.
Embætti skipulagsstjóra samþykkir erindið enda verði kostnaður af umræddri framkvæmd greidd af lóðarhafa.

Almenn erindi

4.2009322 - Miðbær - Rýni utan að komandi aðila á tillögur að heildarskipulagi miðbæjarsvæðisins

Lögð fram rýni Yrki arkitekta dags. 14. september 2020 og Arkís dags. 10. september 2020 á tillögu að heildarskipulagi miðbæjarsvæðisins.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

 • Ásdís Helga Ágústsdóttir - mæting: 16:30
 • Gunnar Ágústsson - mæting: 16:30
 • Arnar Þór Jónsson - mæting: 16:30

Almenn erindi

5.2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri vinnslutillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 300 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56.
Hámarksfjöldi bílastæða á reitnum er 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 100 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Í tillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,9.
Hámarksfjöldi bílastæða á reit B4 er 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð á reitnum. Hámarksfjöldi bílastæði fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Ekki eru ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er tillagan dags. Tillagan er sett fram í greinagerð dsgs. 11. ágúst 2020.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram að deiliskipulagstillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í september 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í vinnslutillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 3-13 hæðum rísi á svæðinu fyrir allt að 300 íbúðir ásamt verslun og þjónustu s.s. hótel og gististarfsemi. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 3.17 án bílakjallara og 5.17 með bílastæðakjallara.Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2)
Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í vinnslutillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 3-9 hæðum fyrir allt að 300 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 25.000 m2 að samanlögðum gólffleti. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.75 án bílakjallara og 4.73 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast.
3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum í mkv. 1:1000 og í mkv. 1:500 dags. í september 2020. Sett fram tafla yfir fyrirhugað byggingarmagna, fjölda fermetra í íbúðum og í verslunar og þjónustu; fjöldi bílastæða og hjólastæða ásamt nýtingarhlutfalli. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dags. 11. nóvember 2019 þar sem nánar er fjallað um möguleg umhverfisáhrif af fyrirhugaðri uppbyggingu ásamt minnisblaði VSÓ-ráðgjöfum dags 23. september 2019 þar sem fjallað er nánar um umferðargreiningu af fyrirhugaðri uppbyggingu.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

7.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Staða málsins rædd.
Staða málsins rædd.

Almenn erindi

8.2002331 - Dalvegur 32 a, b og c. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu breytt tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 12. febrúar 2020 og breytt 15. júní 2020 og 7. september 2020 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32a, b og c. Deiliskipulagssvæðið sem er um 3.0 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 30 til vesturs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Reykjanesbrautar til suðurs og Nýbýlavegar til austurs. Í tillögunni er gert ráð fyrir að: 1) Byggingarreitur Dalvegar 32a er óbreyttur. 2) Byggingarreitur Dalvegar 32b verður eftir breytingu 60x28 metrar. 3) Byggingarreitur Dalvegar 32c á austurhluta lóðar breytist, stækkar til vesturs og verður 72,1 metrar að lengd og 46,4 metrar á breiddina. Gert ráð fyrir að byggingarreitur á annarri og þriðju hæð í norðaustur hluta lóðar verði á súlum yfir niðurgrafinni bílageymslu. Hæð verslunar- og skrifstofu hússins að Dalvegi 32c verður að hluta til 3 hæðir eða 11,8 metrar auk kjallara og 5 hæðir auk kjallara í austurhluta byggingarreits. Hámarks hæð byggingarreitar verður 19 metrar. Þakform er flatt þak. Hámarks byggingarmagn á lóðinni með kjöllurum og niðurgrafinni bílageymslu verður 14.265 m2 þar af er gert ráð fyrir 2.000 m2 í bílageymslu og kjallara Dalvegar 32c. Aðkoma, fyrirkomulag bílastæða og bílastæðakrafa breytist og verður eitt stæði á hverja 100 m2 í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2 í verslun. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Dalveg 32 birt í B- deild Stjórnartíðinda 4. október 2007 m.s.br. sem birtar voru í B- deild Stjórnartíðinda 6. desember 2017 og 8. júní 2018.
Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 10. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. júní 2020 og breytt 5. október 2020. Eftirfarandi breytingar dags. 15. júní 2020 og 5. október eru lagðar fram og koma til móts við hluta innsendra athugasemda. A) Vegstæði sunnan Dalvegar 32a og 32b er fært til suðurs. B) Sett inn kvöð um rykbindingu á framkvæmdartíma. Sett er kvöð um akstursleið aðeins til vesturs á lóðarmörkum í suðvesturhluta lóðar. Í sérákvæðum skipulagsskilmála (sbr. lið 13) eru auglýsingarskilti ekki heimiluð ofan á þökum bygginga. Gert er ráð fyrir einu reiðhjólastæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði í skýli á lóð / eða innan bygginga (sbr. lið 7 og breyttum deiliskipulagsuppdrætti. Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020, breytt 15. júní 2020 og 7. september 2020 í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

9.2007804 - Víðigrund 21. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ingunnar Hafstað arkitekts, dags. 25. september 2020, fh. lóðarhafa Víðigrundar 21 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar og reisa bílgeymslu. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fylgir Víðigrund 21 bílskúrsréttur á lóð við hlið óbyggðar bílgeymslu Víðigrundar 35. Í breytingunni felst að reisa bílgeymslu og kjallara undir hana, samtals 64,4 m2 að stærð við hlið fyrirhugaðrar bílgeymslu Víðigrundar 35. Komið verður fyrir gluggum á austurhlið, þremur á efri hæð bílgeymslunnar og tveimur á kjallara. Íbúðarhúsið að Víðigrund 21 er skráð 130 m2 og eftir breytingu verður íbúðarhúsið ásamt bílskúr og kjallara 196,4 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 25. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 19, 21, 31, 33, 35, 37 og 39.

Almenn erindi

10.2007805 - Víðigrund 35. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ingunnar Hafstað arkitekts, dags. 25. september 2020, fh. lóðarhafa Víðigrundar 35 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi bílgeymslu. Í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar frá október 2017 er gert ráð fyrir að reisa bílgeymslu og tengibyggingu við húsið, samtals 57 m2. Í breytingunni felst að undir bílgeymsluna verður komið fyrir kjallararými sem tengist núverandi kjallara hússins. Auk þess verður komið fyrir anddyri sem tengir íbúðarhúsið við bílgeymsluna svo rýmið verður innangengt bæði frá kjallara og aðalhæð, heildar fermetrafjöldi bílgeymslu og kjallararýmis verður 95 m2. Gert er ráð fyrir útidyrahurð frá kjallara á suðurhlið hússins og tröppum upp, tröppurnar liggja 2,5 m. frá lóðarmörkum. Íbúðarhúsið að Víðigrund 35 er skráð 280,1 m2 og eftir breytingu verður íbúðarhúsið ásamt bílskúr, anddyri og kjallara 371, m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 25. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 19, 21, 31, 33, 35, 37 og 39.

Almenn erindi

11.2006762 - Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts dags. 29. maí 2020 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðinni Þorrasalir 37. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 145 m2 til vesturs í átt að sveitafélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar og 105 m2 viðbygging á einni hæð við núverandi einbýlishús á lóðinni. Þá er gert ráð fyrir þakverönd ofaná fyrirhugaðri viðbyggingu. Við breytinguna eykst byggingarmagn á lóðinni úr 287 m2 í 392 m2 og nýtingarhlutfall úr 0,48 í 0,53 mv. stækkun lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 23. júní 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 7. september 2020. Athugasemdir bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 7. september 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 5. október 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27. september 2016 þar sem óskað er eftir að byggja 21,7 m2 bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016. Þá lögð fram undirrituð yfirlýsing lóðarhafa um að hann standi straum af öllum kostnaði við að færa fráveitulögn sem er staðsett þar sem bílgeymslan á að rísa. Einnig samþykkir hann að starfsmenn umhverfissviðs hafi eftirlit með framkvæmdinni. Á fundi skipulagsráðs 15. júní 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt lóðarhöfum Löngubrekku 1-13, Laufbrekku 1 og 3, Álfhólsvegar 59 og 61. Kynningartíma lauk 27. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 7. ágúst 2020 var málinu frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5. október 2020.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2006264 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Nýi Skerjafjörður.

Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. september 2020 þar sem kynnt er tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 2. júlí 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, samkvæmt 1. mgr. 36. gr, sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla, sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Breytingartillagan nær til landsvæðis austan núverandi íbúðarbyggðar í Skerjafirði og varðar meðal annars breytta landnotkun, fjölgun íbúða, breytta legu stíga og breytt umfang fyrirhugaðrar landfyllingar. Í meginatriðum felst breytingin í því að landfylling er minnkuð um rúma 2 ha og lagt til að hún verði formuð og aðlöguð eins og kostur er að hinni náttúrulegu strandlengju. Heimildir um fjölda íbúða er hækkaður úr 800 íbúðum í 1300, m.a. til að skapa tryggari grunn að sjálfstæðu skólahverfi. Athugasemdir og ábendingar berist umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur fyrir 28. október 2020.
Í kynntri tillögu að breyttu Aðalskipulagið Reykjavíkur 2010-2030, Nýi Skerjafjörður er gert ráð fyrir fyllingu út fyrir dælustöð Skerjafjarðarveitu. Það mun þýða að annaðhvort þurfi að færa dælustöðina og lagnir henni tengdar eða lengja yfirfallslögn lengra út í Skerjafjörð. Enn fremur er í tillögunni gert ráð fyrir verslunar- og þjónustukjarna og íbúabyggð með 2ja til 5 hæða húsum sem gera má ráð fyrir að verði með bílastæðakjallara, þar sem núverandi lögn Skerjafjarðarveitu liggur. Kópavogsbær setur það sem skilyrði að færsla eða breytingar á lögn eða öðrum mannvirkjum tengt Skerjafjarðaveitu verði að öllu leiti kostaðar af Reykjavíkurborg og ekki af þeim aðilum sem standa að Skerjafjarðarveitu.

Almenn erindi

14.2006260 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Sérstök búsetuúrræði.

Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 10. júní 2020, uppfært 31. ágúst 2020, þar sem kynnt er tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 2. júlí 20202 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, samkvæmt 1. mgr. 36. gr, sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010. Markmið aðalskipulagsbreytingar er að skerpa almennt á landnotkunarheimildum er varða staðsetningu sértækra búsetuúrræða. Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að finna ýmsum sérstökum búsetuúrræðum stað í landi borgarinnar. Af gefnu tilefni er brýnt að skýra betur heimildir um mögulega staðsetningu þessara húsnæðislausna innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins. Í breytingunni felst að sérstök búsetuúrræði geta verið heimil innan eftirfarandi landnotkunarsvæða: Íbúðarbyggðar (ÍB), Samfélagsþjónustu (S), Verslunar- og þjónustusvæða (VÞ), Miðsvæða (M), Athafnasvæða (AT), Hafnarsvæða (H), Iðnaðarsvæða (I), Opinna svæða og Landbúnaðarsvæða (L). Athugasemdir og ábendingar berist umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur fyrir 28. október 2020.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

15.2006258 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Stefna um íbúðarbyggð - stakir reitir.

Lögð fram tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. í júní 2020 að breyttu aðalskipulagi. Tillagan felur í sér að skilgreindar eru heimildir um fjölda íbúða á nokkrum nýjum og eldri byggingarreitum auk skilgreiningar nýrra hverfiskjarna. Breytingartillögur ná til eftirfarandi svæða: Arnarbakki í Neðra-Breiðholti; Eddufell-Völvufell-Suðurfell í Efra-Breiðholti; Rangársel í Seljahverfi; reits á mörkum Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Háaleitis- og Bústaðahverfi; reits á mörkum Grensásvegar og Bústaðavegar í Háaleitis- og Bústaðahverfi; reits við Vindás og Brekknaás í Seláshverfi. Athugasemdir og ábendingar berist umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur fyrir 28. október 2020.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

16.2009653 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Endurskoðun aðalskipulags - Skipulagslýsing.

Lagt fram erindi Kristins Pálssonar skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þar sem kynnt er skipulagslýsing fyrir nýtt aðalskipulag sveitafélagsins. Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar samþykkti í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna skipulagslýsingu fyrir nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins. Um er að ræða endurskoðun á gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 sem tók gildi 03.10.2013.
Lýsingin verður kynnt fyrir hagsmunaaðilum og íbúum sveitarfélagsins. Öllum verður gefið tækifæri til þess að skila inn umsögn eða athugasemd við lýsinguna. Lýsingin kynnir helstu viðfangsefni, forsendur og meginmarkmið væntanlegs aðalskipulags ásamt því að veita upplýsingar um samráðsferil, umsagnaraðila og tímasetningar helstu verkáfanga. Ábendingar og umsagnir berist Umhverfissviði Mosfellsbæjar fyrir 23. október 2020.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:41.