Skipulagsráð

84. fundur 19. október 2020 kl. 16:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2009028F - Bæjarráð - 3018. fundur frá 08.10.2020

2006762 - Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2009007F - Bæjarstjórn - 1223. fundur frá 13.10.2020

2009392 - Bláfjallavegur (417-01.02). Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

19081242 - Kársnesbraut 104. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1912293 - Borgarholtsbraut 39. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2008291 - Hraunbraut 1-16. Ósk íbúa um að loka götunni við Ásbraut.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2006762 - Þorrasalir 37. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1902260 - Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

3.2010005F - Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 6. fundur frá 12.10.2020

2009380 - Hjallabrekka 32. Kynning á byggingarleyfi.
Embætti skipulagsstjóra samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2005566 - Hljóðalind 9. Breytt deiliskipulag.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

2010170 - Marbakkabraut 22. Kynning á byggingarleyfi.
Embætti skipulagsstjóra samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 12, 14, 16, 18, 20 og 24.

2010171 - Helgubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.Embætti skipulagsstjóra samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Helgubrautar 1-33.

2009780 - Hrauntunga 60. Kynning á byggingarleyfi.Embætti skipulagsstjóra samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 58, 61, 62, 64, 69, 77 og Hlíðarvegar 39 og 41.

Almenn erindi

4.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Nýtt aðalskipulag fyrir lögsögu Kópavogsbæjar.

Með tilvísan til samþykktar skipulagsráðs 7. september 2020 er lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til ársins 2040. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 16. október 2020. Ennfremur er lagt fram umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. október 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Almenn erindi

5.2010364 - Miðbær Kópavogs. Yfirlit yfir stöðu skipulags.

Kynnt staða skipulagsvinnu á miðbæjarsvæði Kópavogs. Tekið er fyrir svæðið allt frá Traðarreit-eystri að Borgarholti og milli Hamrabrekku og Digranesvegar sbr. greinargerð dags. 15. október 2020. Ennfremur er gerð grein fyrir minnisblaði um tengsl þéttingareita á Kársnesi og Digranesi við stofnstígakerfi og leiðakerfi Strætó bs. og fyrirhugaða Borgarlínu. Er minnisblaðið dags. í september 2020.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri tillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Hámarksfjöldi bílastæða á reitnum er 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 100 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Í tillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,9.
Hámarksfjöldi bílastæða á reit B4 er 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð á reitnum. Hámarksfjöldi bílastæði fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Ekki eru ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er tillagan dags. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 11. ágúst 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.

Almenn erindi

7.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram að deiliskipulagstillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í október 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum í mkv. 1:1000 og í mkv. 1:500 dags. í október 2020. Sett fram tafla yfir fyrirhugað byggingarmagna, fjölda fermetra í íbúðum og í verslunar og þjónustu; fjöldi bílastæða og hjólastæða ásamt nýtingarhlutfalli. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dags. 11. nóvember 2019 þar sem nánar er fjallað um möguleg umhverfisáhrif af fyrirhugaðri uppbyggingu ásamt minnisblaði VSÓ-ráðgjöfum dags 23. september 2019 þar sem fjallað er nánar um umferðargreiningu af fyrirhugaðri uppbyggingu. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílstæðabókhald á miðbæjarsvæði dags. 14. október 2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi fyrirkomulag bílastæða á framkvæmdatíma dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílastæðabókhald á miðsvæði dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi bílakjallara dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi ramp dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi aðgengi á framkvæmdatíma dags. 15. október 2020. Lögð fram umsögn Isavia varðandi tillögu að breyttu aðal- og deiliskipulagi dags. 29. júní 2020.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi vesturhluta Glaðheima (reit 1). Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut til norðurs, Álalind 1-3 og athafnasvæði við Askalind og Akralind til austurs og veghelgunarsvæði Arnarnesvegar til suðurs. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslun- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar.
Á fundi skipulagsráðs 4. maí 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 9. júní 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 19. ágúst 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Á fundi skipulagsráðs 7. september 2020 var erindinu frestað og vísað til umsagnar skipulags-og byggingardeildar.
Til að koma til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar er tillagan var kynnt er tillagan lögð fram að nýju með þeirri breytingu að turn á norðvestur hluta deiliskipulagssvæðisins er lækkaður úr 25 hæðum sbr. kynnt tillaga í 15 hæðir og dregið er úr byggingarmagni atvinnuhúsnæðis á svæðinu sem því nemur. Jafnframt er byggingarreitur við húsagötu B nr. 7 færður lítillega til suðurs vegna athugasemd frá Veitum. Hin breytta tillaga er dagsett 19. október 2020.
Nánar felst því í tillögunni að breyttu deiliskipulagi fyrir vesturhluta Glaðheima (reit 1) að fyrirhugaðri byggð á hluta deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 5 fjölbýlishúsum sem verða 5-12 hæða með um 270 íbúðum, leikskóla og opins svæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi af núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist. Vestan og norðar fyrirhugaðs Glaðheimavegar að Reykjanesbraut er gert ráð fyrir 12 lóðum fyrir verslun og þjónustuhúsnæði á 3, 4 og 5 hæðum en nyrst á svæðinu, næst Bæjarlind er gert ráð fyrir 15 hæða verslunar- og þjónustuhúsnæði í stað 32. hæða byggingu eins og ráðgerð er í gildandi deiliskipulagi. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Heildarstærð atvinnuhúsnæði með kjallara og bílageymslum breytist frá auglýstri tillögu dags. 20. apríl 2020 og er áætluð um 85.000 m2 og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 37.000 m2. Stærð leikskóla er áætluð 1.500 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er því áætlað um 123.000 m2 þar af um 75.000 m2 ofanjarðar. Nýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.45 og 0.9 án geymslna og bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 í verslun og þjónustu, einu stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofu- og atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m2 í geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,3 stæði á hverja íbúð. Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 730 íbúar.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum dags. 20. apríl 2020 og breytt 19. október 2020 ásamt skýringarhefti B dags. 20. apríl 2020. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 20. apríl 2020 sem og uppfært minnisblað Mannvits dags. 17. október 2020 þar sem rakin er áhrif ofangreinda breytinga á tillögunni á nágrennið. Þá lög fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags 17. október 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.2002331 - Dalvegur 32 a, b og c. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu breytt tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 12. febrúar 2020 og breytt 15. júní 2020 og 7. september 2020 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32a, b og c. Deiliskipulagssvæðið sem er um 3.0 ha að stærð, afmarkast af Dalvegi 30 til vesturs, Kópavogsdal ásamt Skógar,- og Lækjarhjalla til norðurs, Reykjanesbrautar til suðurs og Nýbýlavegar til austurs. Í tillögunni er gert ráð fyrir að: 1) Byggingarreitur Dalvegar 32a er óbreyttur. 2) Byggingarreitur Dalvegar 32b verður eftir breytingu 60x28 metrar. 3) Byggingarreitur Dalvegar 32c á austurhluta lóðar breytist, stækkar til vesturs og verður 72,1 metrar að lengd og 46,4 metrar á breiddina. Gert ráð fyrir að byggingarreitur á annarri og þriðju hæð í norðaustur hluta lóðar verði á súlum yfir niðurgrafinni bílageymslu. Hæð verslunar- og skrifstofu hússins að Dalvegi 32c verður að hluta til 3 hæðir eða 11,8 metrar auk kjallara og 5 hæðir auk kjallara í austurhluta byggingarreits. Hámarks hæð byggingarreitar verður 19 metrar. Þakform er flatt þak. Hámarks byggingarmagn á lóðinni með kjöllurum og niðurgrafinni bílageymslu verður 14.265 m2 þar af er gert ráð fyrir 2.000 m2 í bílageymslu og kjallara Dalvegar 32c. Aðkoma, fyrirkomulag bílastæða og bílastæðakrafa breytist og verður eitt stæði á hverja 100 m2 í geymslurými, eitt stæði á hverja 50 m2 í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2 í verslun. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Dalveg 32 birt í B- deild Stjórnartíðinda 4. október 2007 m.s.br. sem birtar voru í B- deild Stjórnartíðinda 6. desember 2017 og 8. júní 2018.
Á fundi skipulagsráðs 2. mars 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 10. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 11. maí 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. júní 2020 og breytt 5. október 2020. Eftirfarandi breytingar dags. 15. júní 2020 og 5. október eru lagðar fram og koma til móts við hluta innsendra athugasemda. A) Vegstæði sunnan Dalvegar 32a og 32b er fært til suðurs. B) Sett inn kvöð um rykbindingu á framkvæmdartíma. Sett er kvöð um akstursleið aðeins til vesturs á lóðarmörkum í suðvesturhluta lóðar. Í sérákvæðum skipulagsskilmála (sbr. lið 13) eru auglýsingarskilti ekki heimiluð ofan á þökum bygginga. Gert er ráð fyrir einu reiðhjólastæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði í skýli á lóð / eða innan bygginga (sbr. lið 7 og breyttum deiliskipulagsuppdrætti. Uppdrættir dags. 27. febrúar 2020, breytt 15. júní 2020 og 7. september 2020 í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum, minnisblaði; Deiliskipulag Dalvegar 20-32 og breytingar á Dalvegi - umhverfismat dags. 12. febrúar 2020 ásamt hljóðskýrslu dags. í janúar 2020.
Þá lagt fram minnisblað VSÓ-ráðgjafar dags. 15. október 2020 varðandi tengingu milli Dalvegar 30 og 32 ásamt minnisblaði lögfræðideildar Kópavogs dags. 8. október 2020, Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag, staða mála.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Einar Örn Þorvarðarson greiðir atkvæði gegn tillögunni. Bergljót Kristinsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

10.2010251 - Vesturvör, Litlavör, Naustavör. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör og Litluvör. Í breytingunni felst að austari tengingu Litluvarar við Vesturvör verði lokað og hljóðvarnir meðfram Vesturvör lengdar til austurs. Við þetta verður Litlavör botngata með tengingu við Vesturvör um hringtorg í vesturenda götunnar.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Litluvarar 1-23, Kársnesbrautar 78, 82a, 84 og Vesturvarar 7.

Almenn erindi

11.2009186 - Brekkuhvarf 1a-1g. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 19. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a-1g að byggingaráformum á lóðinni. Fyrirhugað er að reisa 3 parhús á tveimur hæðum á lóðinni eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Í greinargerð deiliskipulagsins er kveðið á um að frumdrög af byggingaráformum skuli kynnt skipulagsráði til afgreiðslu áður en aðalteikningar eru lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Þar segir að hönnun og frágangur húsa og lóða skuli falla að þeim viðmiðum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem koma fram á skýringaruppdrætti deiliskipulagsins. Í framlögðum byggingaráformum er gert ráð fyrir að færa byggingarreiti til norðvesturs þ.e. fjær Fornahvarfi, minnka sameiginleg umferðarsvæði og breyta hæðarsetningu húsa til þess að jafna hæðamun á milli þeirra. Byggingaráformin eru sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 30. september 2020.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 2,3 og 4.

Almenn erindi

12.1909366 - Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 23. júlí 2019 fh. lóðarhafa Digranesheiði 31. Í erindinu er óskað eftir að reisa 69,2 m² viðbyggingu ofan á staðsteyptan bílskúr með risþaki. Samkvæmt samþykktum aðalteikningum af húsinu er gert ráð fyrir viðbyggingu, með einhalla þaki, ofan á staðsteyptan bílskúr. Þessi hluti hússins var ekki framkvæmdur. Með viðbyggingunni stækkar íbúð á efri hæð hússins en íbúð á neðri hæð breytist ekki. Á fundi skipulagsráðs 17. febrúar 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiði 20, 22, 29, 33, Lyngheiði 10, 12 og 14. Kynningartíma lauk 28. júlí 2020. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartímanum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 7. ágúst 2020 var málinu frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar dags. 5. október 2020.
Tillaga lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar. Er umsögnin dags. 6. október 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2010355 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Tillaga að breytingu og nýtt deiliskipulag Norðurhluta 4.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 18. september 2020 er varðar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna svæðis 5.04 Vþ í Urriðaholti og endurauglýsingu á nýju deiliskipulagi Urriðaholts, norðurhluta 4. Erindinu fylgir skipulags- og matslýsing dags. 27. ágúst 2020.
Lagt fram.

Almenn erindi

14.2010356 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.

Lagt fram erindi Haralds Sigurðssonar skipulagsfræðings f.h. Reykjavíkurborgar dags. 15. október 2020 er varðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunum felst m.a. heildaruppfærsla á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreining nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdum málaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040. Erindinu fylgir skipulagstillögur ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum.
Lagt fram. Skipulagsráð áskilur sér rétt til að koma með athugasemdir og ábendingar á síðari stigum málsins.

Fundi slitið.