Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ólafs Tage Bjarnasonar byggingarfræðings, dags. 7. ágúst 2020, fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 63. Óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á austurhlið lóðarinnar, við lóðarmörk. Bílgeymslan er samtals 91,3 m2 og hæð hennar er 4,9 m. Íbúðarhúsið á lóðinni er með innbyggða bílgeymslu. Samþykki lóðarhafa nr. 61 og 65 við Hlíðarveg liggur fyrir sbr. erindi dags. 25. maí 2020. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 23. október 2020. Ábending barst á kynningartímanum.