Lagt fram að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnardóttur arkitekts dags. 10. september 2020 fh. lóðarhafa Hrauntungu 60. Óskað er eftir að fá einbýlishúsinu að Hrauntungu 60 breyttu í tvíbýli. Húsið er byggt 1965 sem tvíbýlishús og ekki gert ráð fyrir stiga á milli hæða. Síðar fékkst það skráð sem einbýlishús en nú er óskað eftir að það verði fært í fyrra horf. Íbúð neðri hæðar verður 91 m2 og íbúð efri hæðar 184,7 m2 auk bílskúrs á tveimur hæðum, alls 56 m2. Þrjú bílastæði eru innan lóðar. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. september 2020. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 58, 61, 62, 64, 69, 77 og Hlíðarvegar 39 og 41. Kynningartíma lauk 12. nóvember 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.