Skipulagsráð

87. fundur 30. nóvember 2020 kl. 16:30 - 19:10 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2011009F - Bæjarráð - 3024. fundur frá 19.11.2020

1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2010171 - Helgubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2010691 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2010274 - Kópavogsbraut 65. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2005566 - Hljóðalind 9. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2009780 - Hrauntunga 60. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2010273 - Selbrekka, lóðarleigusamningar. Sameiginlegar lóðir.Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2011003F - Bæjarstjórn - 1226. fundur frá 24.11.2020

1901024 - Traðarreitir. Reitur B29. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2010171 - Helgubraut 6. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsstjóra með 11 atkvæðum.

2010691 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2010274 - Kópavogsbraut 65. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs sem hafnaði erindinu með 8 atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Ragnhildar Reynisdóttur.

2005566 - Hljóðalind 9. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Ragnhildar Reynisdóttur.

2009780 - Hrauntunga 60. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2010273 - Selbrekka, lóðarleigusamningar. Sameiginlegar lóðir.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Tillaga.

Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar þar sem fram koma ábendingar, tillögur á sameiginlegum fundi skipulagsráðs og bæjarfulltrúar 18. nóvember 2020 og úrvinnsla þeirra sem færðar hafa verið inn í tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins. Einnig lögð fram fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2020.

Með tilvísan til samþykktar skipulagsráðs 7. september 2020 er lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 ásamt umhverfismati. Í tillögunni er sett fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til ársins 2040. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dags. 24. nóvember 2020. Ennfremur er lagt fram umhverfismat aðalskipulagsins unnið af verkfræðistofunni Mannviti, umhverfisskýrsla dags. í nóvember 2020. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að
hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.

Almenn erindi

4.2011504 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa Nónsmára 1-7 og 9-15 (lóðir B og C) að breyttu deiliskipulagi á kolli Nónhæðar. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrirhugaðs fjölbýlishúss á lóð B, Nónsmára 9-15 er sameinaður í einn samfelldan byggingarreit, lögun hans breytist en stærð hans í fermetrum er óbreytt. Afmörkun byggingarreits fyrir bílageymslu neðanjarðar á lóðinni breytist. Á lóð C, Nónsmára 1-7 færist byggingarreitur til norðurs, lögun hans breytist en stærð hans í fermetrum er óbreytt. Afmörkun byggingarreits fyrir bílageymslu neðanjarðar á lóðinni breytist. Að öðru leyti er tillagan í samræmi við gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 28. apríl 2020 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. maí 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.2011268 - Nónhæð. Byggingaráform á lóðum B og C.

Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála á kolli Nónhæðar kafla 4 er lögð fram fh. lóðarhafa tillaga Basalt arkitekta að byggingaráformum við Nónsmára 1-7 og 9-15 (lóðir B og C), uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. í nóvember 2020.
Skipulagsráð samþykkir framlögð byggingaráform.

Almenn erindi

6.2011328 - Lyklafellslína 1 og Ísallína 3. Beiðni um umsögn um tillögu að matsáætlun

Lagt fram að nýju erindi Skipulagsstofnunar dags. 12. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar um tillögu að matsáætlun um Lyklafellslínu 1 og Ísallínu 3 ásamt niðurrifi Hamraneslínu 1 og 2 og Ísallínu 1 og 3. Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt viðaukum dags. í nóvember 2020. Á fundi skipulagsráðs 16. nóvember 2020 var erindið lagt fram og vísað til umsagnar umhverfissviðs. Þá lögð fram umsögn dags. 24. nóvember 2020.
Lagt fram og kynnt. Kópavogsbær áskilur sér rétt til athugasemda á seinni stigum málsins.

Almenn erindi

7.2011395 - Arnarnesvegur, vegamót við Breiðholtsbraut. Breyting á útfærslu gatnamóta. Matskyldufyrirspurn. Umsögn.

Lögð fram umsögn sviðsstjóra Umhverfissviðs dags. 24. nóvember 2020 sbr. umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar dags. 16. nóvember 2020 og varðar matskyldufyrirspurn Vegagerðarinnar um Arnarnesveg og útfærslu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar.
Lagt fram.

Almenn erindi

8.2011203 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2036. Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 28. október 2020. Óskað er eftir umsögn vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Urriðavatnsdölum. Skipulagslýsingin er dags. 1. október 2020, óskað er eftir að umsögn berist fyrir 30. nóvember 2020. Erindinu fylgir skipulagslýsing dags. 1. október 2020.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda skipulagslýsingu enda sé tryggt að ekki sé þrengt að vegsvæði fyrirhugaðs Ofanbyggðarvegar sbr. erindi skipulagsstjóra Garðabæjar dags. 19. nóvember 2020.

Önnur mál

9.2011721 - Miðbæjarskipulag. Samráð og kynning.

Lögð fram beiðni Bergljótar Kristinsdóttur dags. 22. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir að Umhverfissvið leggi fyrir skipulagsráð tillögu að framkvæmd kynningarátaks meðal bæjarbúa um tillögur að heildarskipulagi miðbæjarsvæðisins í og við Hamraborg.
Þá lagt fram minnisblað Sigrúnar Maríu Kristinsdóttur, dags. 30. nóvember 2020.

Fundi slitið - kl. 19:10.