Skipulagsráð

88. fundur 07. desember 2020 kl. 16:30 - 19:50 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2011021F - Bæjarráð - 3026. fundur frá 03.12.2020

1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040. Tillaga.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2011504 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15.
Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.2007804 - Víðigrund 21. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ingunnar Hafstað arkitekts, dags. 25. september 2020, fh. lóðarhafa Víðigrundar 21 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fylgir Víðigrund 21 bílskúrsréttur á lóð við hlið óbyggðar bílgeymslu Víðigrundar 35. Í breytingunni felst að reisa bílgeymslu og kjallara undir hana, samtals 64,4 m2 að stærð við hlið fyrirhugaðrar bílgeymslu Víðigrundar 35. Komið verður fyrir gluggum á austurhlið, þremur á efri hæð bílgeymslunnar og tveimur á kjallara. Íbúðarhúsið að Víðigrund 21 er skráð 130 m2 og eftir breytingu verður íbúðarhúsið ásamt bílskúr og kjallara 196,4 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 25. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 5. október 2020 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 19, 21, 31, 33, 35, 37 og 39. Kynningartíma lauk 2. desember 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2007805 - Víðigrund 35. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju ð lokinni kynningu erindi Ingunnar Hafstað arkitekts, dags. 25. september 2020, fh. lóðarhafa Víðigrundar 35 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar frá október 2017 er gert ráð fyrir að reisa bílgeymslu og tengibyggingu við húsið, samtals 57 m2. Í breytingunni felst að undir bílgeymsluna verður komið fyrir kjallararými sem tengist núverandi kjallara hússins. Auk þess verður komið fyrir anddyri sem tengir íbúðarhúsið við bílgeymsluna svo rýmið verður innangengt bæði frá kjallara og aðalhæð, heildar fermetrafjöldi bílgeymslu og kjallararýmis verður 95 m2. Gert er ráð fyrir útidyrahurð frá kjallara á suðurhlið hússins og tröppum upp, tröppurnar liggja 2,5 m. frá lóðarmörkum. Íbúðarhúsið að Víðigrund 35 er skráð 280,1 m2 og eftir breytingu verður íbúðarhúsið ásamt bílskúr, anddyri og kjallara 371, m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 25. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 5. október 2020 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 19, 21, 31, 33, 35, 37 og 39. Kynningartíma lauk 2. desember 2020 Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.2010251 - Vesturvör, Litlavör, Naustavör. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör og Litluvör. Í breytingunni felst að austari tengingu Litluvarar við Vesturvör verði lokað og hljóðvarnir meðfram Vesturvör lengdar til austurs. Við þetta verður Litlavör botngata með tengingu við Vesturvör um hringtorg í vesturenda götunnar. Á fundi skipulagsráðs 19. október 2020 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Litluvarar 1-23, Kársnesbrautar 78, 82a, 84 og Vesturvarar 7. Kynningartíma lauk 26. nóvember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

5.2009186 - Brekkuhvarf 1a-1g. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 19. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a-1g að byggingaráformum á lóðinni. Fyrirhugað er að reisa 3 parhús á tveimur hæðum á lóðinni eins og gildandi deiliskipulag segir til um. Í greinargerð deiliskipulagsins er kveðið á um að frumdrög af byggingaráformum skuli kynnt skipulagsráði til afgreiðslu áður en aðalteikningar eru lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Þar segir að hönnun og frágangur húsa og lóða skuli falla að þeim viðmiðum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem koma fram á skýringaruppdrætti deiliskipulagsins. Í framlögðum byggingaráformum er gert ráð fyrir að færa byggingarreiti til norðvesturs þ.e. fjær Fornahvarfi, minnka sameiginleg umferðarsvæði og breyta hæðarsetningu húsa til þess að jafna hæðamun á milli þeirra. Byggingaráformin eru sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 30. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 19. október 2020 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 2,3 og 4. Kynningartíma lauk 2. desember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.


Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

6.2009017 - Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings dags. 30. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Bollasmára 6 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að reisa sólstofu á vesturhlið hússins með útgengi frá efri hæð. Fyrirhuguð stækkun er 21,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. ágúst 2020. Á fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2020 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum í Bollasmára 1-9 og Brekkusmára 1, 3, 5, 7 og 9. Kynningartíma lauk 2. desember 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2006230 - Hlíðarvegur 63. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ólafs Tage Bjarnasonar byggingarfræðings, dags. 7. ágúst 2020, fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 63. Óskað er eftir að reisa stakstæða bílgeymslu á austurhlið lóðarinnar, við lóðarmörk. Bílgeymslan er samtals 91,3 m2 og hæð hennar er 4,9 m. Íbúðarhúsið á lóðinni er með innbyggða bílgeymslu. Samþykki lóðarhafa nr. 61 og 65 við Hlíðarveg liggur fyrir sbr. erindi dags. 25. maí 2020. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 23. október 2020. Ábending barst á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað í umsögn skipulags- og byggingardeildar. Þá lagt fram nýtt lóðarblað, dags. í nóvember 2020 sem kemur til móts við innsenda athugasemd.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.2010170 - Marbakkabraut 22. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að lokinni kynningu erindi Erlends Birgissonar verkfræðings dags. í september 2020 fh. lóðarhafa Marbakkabrautar 22. Óskað er eftir að hækka þak á stofu á efri hæð hússins til norðurs, setja nýja hurð á norðvestur hluta byggingar á 1. hæð og byggja nýtt anddyri við inngang hússins. Við þetta stækkar húsið um 21,8 m2, fer úr 316 m2 og verður eftir breytingu 337,8 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í september 2020. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. október 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagt erindi fyrir lóðarhöfum Marbakkabrautar 12, 14, 16, 18, 20 og 24. Kynningartíma lauk 26. nóvember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

9.2009375 - Reynihvammur 5. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 20. september 2006, breytt 3. september 2020 fh. lóðarhafa Reynihvamms 5. Óskað er eftir að stækka bílgeymslu um 14,8 m2 sem verður eftir breytingu 48,5 m2 og koma fyrir svölum ofan á bílskúr. Anddyri 1 hæðar er stækkað um 5,7 m2 og felldur út stigi innanhúss og komið fyrir anddyri þar sem stigaopið var áður. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 20 september 2006, breytt 3. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 21. september 2020 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Reynihvamms 3, 7, Hlíðarvegar 18 og 20. Kynningartíma lauk 4. nóvember 2020. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2020 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 7. desember 2020.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2005445 - Álfhólsvegur 105. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Álfhólsvegar 105 þar sem óskað er eftir að koma fyrir 4 bílastæðum framan við húsið, þar af tveimur með hleðslustöð fyrir rafbíla. Húsið við Álfhólsveg 105 er tvíbýli og eru 2 bílastæði meðfram austurhlið hússins.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

11.1610242 - Hrauntunga. Bifreiðastæði og umferð.

Lagt fram erindi íbúa við Hrauntungu varðandi bifreiðastæði og umferð í götunni austan Grænutungu. Er erindið dags. 11. október 2016. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 15. október 2019 var erindinu vísað til skipulagsráðs. Á fundi skipulagsráðs 4. nóvember 2019 var afgreiðslu frestað. Þá lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar dags. 4. nóvember 2020.
Skipulagsráð felur umhverfissviði að kanna stöðu bílastæða í götunni.

Almenn erindi

12.2010120 - Gulaþing 23. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Einars Ólafssonar arkitekts, dags. 13. nóvember 2020 fh. lóðarhafa Gulaþings 23 þar sem óskað eftir breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja einbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni, heildarbyggingarmagn samtals 400 m2. Í framlögðu erindi er óskað eftir að breyta einbýlishúsi í parhús á tveimur hæðum með óbreyttu heildarbyggingarmagni þ.e. samtals 400 m2. Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. nóvember 2020.
Skipulagsráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2011556 - Urðarbraut 7. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings dags. 29. október 2020 fh. lóðarhafa Urðarbrautar 7. Á lóðinni stendur einbýlishús byggt 1949 og stakstæð bílgeymsla byggð 1968. Óskað er eftir að breyta einbýlishúsinu í tvíbýli og fá samþykkta íbúð á eigin fastanúmeri í kjallara hússins. Eftir breytingu væri íbúð á 1. hæð með risi 123,8 m2 og íbúð í kjallara 74,2 m2. Á lóðinni eru 3 bílastæði en mögulegt er að fjölga þeim. Upprættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 29. október 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Urðarbrautar 9, Kastalagerðis 2 og 4, Hófgerðis 30 og Borgarholtsbrautar 18 og 20.

Almenn erindi

14.2011563 - Hlíðarvegur 26. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Páls Poulsen byggingarfræðings dags. 5. október 2020 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 26. Á lóðinni stendur steinsteypt tvíbýlishús á þremur hæðum með sambyggðum tvöföldum bílskúr, byggt á tímabilinu 1963-1967. Óskað er eftir að fjölga íbúðum í húsinu og fá jarðhæðina samþykkta sem íbúð á sér fastanúmeri. Með breytingunni væru þrjár íbúðir í húsinu; íbúð á jarðhæð 76,3 m2, íbúð á 1. hæð: 148,6 m2 og íbúð á 2. hæð: 143,4 m2. Samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. október 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegar 24, 28, Reynihvamms 12 og 15.

Almenn erindi

15.2009374 - Melgerði 34. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Stefáns Ingólfssonar arkitekts dags. 6. ágúst 2020 fh. lóðarhafa Melgerðis 34. Á lóðinni stendur steinsteypt einbýlishús byggt 1958 og bílskúr byggður 5 árum síðar. Húsið er 98,8 m2 að stærð og er nú óskað eftir að reisa 36,8 m2 ris ofan á húsið og koma þar fyrir tveimur herbergjum og baðherbergi. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 6. ágúst 2020.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 29, 31, 32, 33, 36, Borgarholtsbrautar 45, 47 og 49.

Almenn erindi

16.2012041 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 18. nóvember 2020 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 14. Á lóðinni er steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Óskað erf eftir ð breyta 57,6 m2 rými, staðsett undir tvöföldum bílskúr á lóðinni í íbúð á eigin fastanúmeri. Á upphaflegum teikningum af húsinu er þetta rými merkt sem geymsla en frá árinu 1985 hefur rýmið verið notað sem íbúð. Auk þess er óskað eftir að breyta þaki bílskúrs í íverustað og reisa handrið meðfram þakkanti. Samþykki meðeiganda og lóðarhafa aðliggjandi lóða liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 18. nóvember 2020.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.2011686 - Aðalskipulag Garðabæjar. Breyting á aðalskipulagi Brekkuás, búsetukjarna. Skipulagslýsing.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 9. nóvember 2020 og varðar tillögu að skipulagslýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 á reit fyrir samfélagsþjónustu 2.06-S. Í stað leikskóla er áformað að byggja búsetukjarna fyrir fatlað fólk á svæðinu. Skipulagslýsingin er sett fram í greinargerð dags. í nóvember 2020.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

18.2011685 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting á aðalskipulagi Garðaholti og Garðahverfi og breyting á deiliskipulagi Garðahverfis.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur, skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 9. nóvember 2020 og varðar tillögu að skipulagslýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 og varðar breytingu á afmörkun á reitum 1.89 Op og 1.76 Íb, blandaðrar byggðar í Garðaholti. Gera skal eftirfarandi leiðréttingu á villum sem slæddust inn á Norðuruppdrátt Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 við staðfestingu: Bæta við á uppdrátt landnotkunarskilgreiningu 1.80 Íþ fyrir íþróttasvæði á Garðaholti sbr. greinargerð. Taka út af uppdrætti skilgreiningu 12.80 S. lagfæra hringtákn fyrir 1.82 m. Miðsvæði Útbæjar, á uppdrætti. Skipulagslýsingin er sett fram í greinargerð dags. 29. október 2020.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

19.2011396 - Landsskipulag. Tillaga að viðauka.

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 13. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst er til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010 og 105/2006 og reglugerð nr. 1001/2011. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu. Auk þess felur tillagan í sér breytingar á gildandi landsskipulagsstefnu varðandi skipulag haf- og strandsvæða m.t.t. laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

20.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Deiliskipulag.

Lögð fram drög að deiliskipulagi að fyrirhuguðum þriðja áfanga Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með breyttu fyrirkomulagi á vegamótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Drögin sem eru unnin í samvinnu við Reykjavíkurborg og Vegagerðina eru sett fram á uppdrætti í mkv.1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags í nóvember 2020.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 19:50.