Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hallgrímssonar, arkitekts Arkþing/Nordic fh. lóðarhafa Sunnubrautar 6 með ósk um að reisa viðbyggingu og steypa svalir. Á lóðinni stendur steinsteypt hús, byggt 1963, samtals 209 m2. Viðbyggingin er fyrirhuguð á vesturhlið hússins, um 11,8 m2 að flatarmáli og byggðar verða 24,9 m2 svalir meðfram suðurhlið hússins með útgengi frá alrými. Uppdrættir í mvk. 1:100 og 1:500 dags. 14. september 2020. Á fundi skipulagsráðs 16. nóvember 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 4, 8, Mánabrautar 5 og 7. Athugasemdafresti lauk 15. janúar 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Þá lögð fram breytt tillaga dags. í febrúar 2021 þar sem komið er til móts við athugasemdir. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 25. febrúar 2021.