Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að breyttu fyrirkomulagi færanlegra kennslustofa við Kársnesskóla. Í breytingunni felst að komið verði fyrir tveimur færanlegum kennslustofum í viðbót við þær sem frir eru, ásamt tengibyggingu á suðurausturhluta skólalóðarinnar. Tillagan hefur jafnframt í för með sér tilfærslu á leiksvæði. Uppdráttur í mkv. 1:150 dags. í febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. mgr. 43. gr. skipulagslagar nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og Kópavogsbrautar 41, 43, 45, 47, 49, 51, 55, 57. Kynningartíma lauk 16. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Kristinn Dagur Gissurarson og Júlíus Hafstein sitja hjá.
Fundarhlé kl. 17:02
Fundi fram haldið kl. 17:23