Skipulagsráð

96. fundur 19. apríl 2021 kl. 15:30 - 19:01 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2103021F - Bæjarráð - 3042. fundur frá 08.04.2021

1905126 - Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2011714 - Vatnsendahvarf. Deiliskipulagslýsing.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Deiliskipulagslýsing.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2103946 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi. Umsókn um auka íbúð.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2011563 - Hlíðarvegur 26. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2011091 - Vatnsendablettur 1b. Breytt aðalskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2103928 - Markavegur 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2103929 - Markavegur 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2103898 - Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2103900 - Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2103013F - Bæjarstjórn - 1235. fundur frá 13.04.2021

1905126 - Dalaþing 13. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2011714 - Vatnsendahvarf. Deiliskipulagslýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Deiliskipulagslýsing.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2103946 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi. Umsókn um auka íbúð.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Einars A. Þorvarðarsonar, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Péturs H. Sigurðssonar og hafnar erindinu.

2011563 - Hlíðarvegur 26. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2011091 - Vatnsendablettur 1b. Breytt aðalskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

2103928 - Markavegur 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2103929 - Markavegur 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2103898 - Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Bergljótar Kristinsdóttur.

2103900 - Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Bergljótar Kristinsdóttur.

Almenn erindi

3.2103185 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi vesturhluta Glaðheima (reit 1). Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, til norðurs afmarkast það af fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut, Álalind 1-3 og til austurs af athafnasvæði við Askalind og Akralind og til suðurs afmarkast það af veghelgunarsvæði Arnarnesvegar. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að áður fyrirhugaðri byggð um miðbik deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 9 fjölbýlishús sem verða 3-12 hæða með um 468 íbúðum, leikskóla og opið svæði. Á norðurhluta skipulagssvæðisins nánar tiltekið við húsagötu A nr. 2-3 er fallið frá verslunar- og þjónustuhúsnæði á þremur efstu hæðum hússins (húsa) og þess í stað komið fyrir 32 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á svæðinu öllu verður að hámarki 500 íbúðir. Í miðju skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir leikskóla. Suðvestan fyrirhugaðs Glaðheimavegar (á suðurhluta svæðisins) er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á 2 til 4 hæðum. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar um svæðið í framhaldi af Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist.Heildarstærð atvinnuhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 50.000 m2 en um 36.000 m2 án bílageymslna og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 89.000 m2. Stærð leikskóla er um 1.500 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er áætlað um 135.000 m2 þar af um 106.000 m2 án bílageymslna. Svæðisnýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.57 og 1.22 án bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 75 m2 í verslun og þjónustu og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði, geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,2 stæðum á hverja íbúð með gestastæðum. Miðað við 2,5 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 1.250 íbúar.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti B dags. 19. apríl 2021. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um forsendur fyrir bílaumferð dags. 15. apríl 2021, umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 19. apríl 2021 og skýrsla um áhrif nýs deiliskipulags Glaðheima á dags. 29. 3 2021.
Afgreiðslu frestað.

Kristinn Dagur Gissurarson og Júlíus Hafstein sitja hjá.

Fundarhlé kl. 17:02
Fundi fram haldið kl. 17:23

Almenn erindi

4.2101743 - Kársnesskóli. Lausar kennslustofur.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að breyttu fyrirkomulagi færanlegra kennslustofa við Kársnesskóla. Í breytingunni felst að komið verði fyrir tveimur færanlegum kennslustofum í viðbót við þær sem frir eru, ásamt tengibyggingu á suðurausturhluta skólalóðarinnar. Tillagan hefur jafnframt í för með sér tilfærslu á leiksvæði. Uppdráttur í mkv. 1:150 dags. í febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. mgr. 43. gr. skipulagslagar nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og Kópavogsbrautar 41, 43, 45, 47, 49, 51, 55, 57. Kynningartíma lauk 16. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.2102874 - Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 26. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. Íbúðunum fylgja 11 bílastæði og eru þau öll innan lóðar. Að öðru leiti er vísað til gildandi deiliskipulagsskilmála. Samþykki lóðarhafa í húsinu liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 1. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4. Kynningartíma lauk 15. apríl 2021. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

6.2011188 - Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 28. október 2020 fh. lóðarhafa Mánalindar 8 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 212,8 m2 steinsteypt einbýlishús, byggt 1999. Í breytingunni felst að reisa viðbyggingu á vesturhlið hússins, samtals 60,3 m2. Stækkunin á við um anddyri og bílskúr ásamt hluta af óútgröfnu rými á jarðhæð. Byggt verður yfir svalir og rýmið sem áður voru svalir verða hluti af stofu á efri hæð hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 28. október 2020. Á fundi skipulagsráðs 16. nóvember 2020 var samþykkt með tilvísan í 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Mánalindar 6, 9, 10, 11, 12, 13, 15, 17, 19, Laxalindar 5, 7 og 9. Kynningartíma lauk 8. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2010120 - Gulaþing 23. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Einars Ólafssonar arkitekts, dags. 13. nóvember 2020 fh. lóðarhafa Gulaþings 23 þar sem óskað eftir breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja einbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni, heildarbyggingarmagn samtals 400 m2. Í framlögðu erindi er óskað eftir að breyta einbýlishúsi í parhús á tveimur hæðum með óbreyttu heildarbyggingarmagni þ.e. samtals 400 m2. Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. nóvember 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. desember 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 2. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2101741 - Álfhólsvegur 53. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Birgis Teitssonar arkitekts dags. 16. desember 2020 fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 53. Óskað er eftir rífa skúr sem stendur á lóðinni og reisa samliggjandi bílgeymslu og vinnustofu, samtals 69,8 m2, við lóðarmörk Álfhólsvegar 51 og Löngubrekku 15. Undirritað samþykki lóðarhafa Álfhólsvegar 51, Löngubrekku 15, 15a og 17 liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 51, Löngubrekku 15, 15a, og 17. Kynningartíma lauk 8. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2101471 - Borgarholtsbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 16. desember 2020 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 19. Á lóðinni stendur steinsteypt 243,7 m2 íbúðar- og verslunarhús byggt 1952 auk bílgeymslu sem í dag er notuð sem lagerrými. Óskað er eftir að íbúð á efri hæð hússins verði breytt í veitingarými og sameinuð veitingastað/bakaríi á jarðhæð hússins. Eftir breytingu verður veitingarýmið 214,2 m2. Auk þess verður komið fyrir brunastiga frá svölum á suðurhlið hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 16. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar. Þá lagt fram breytt erindi dags. 12. febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 17, 17a, 20-24, Melgerðis 2, 4, 6 og Urðarbrautar 9. Kynningartíma lauk 26. mars 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. apríl 2021 auk yfirlýsing frá lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 19 dags. 15. apríl 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2104170 - Dimmuhvarf 3, 5, 7, 7A, 7B, 9B og Melahvarf 6, 8, 10, 12. Ósk um stækkun lóða.

Lagt fram erindi lóðarhafa Dimmuhvarfi 3, 5, 7, 7a, 7b, 9b og Melahvarfi 6, 8, 10 og 12 dags. 6. apríl 2021 þar sem óskað er eftir stækkun lóða inn á bæjarland sem húsin mynda hring utan um. Umrætt bæjarland er um 3000 m2 og eru óskir um lóðastækkanir breytilegar eftir lóðum. Dimmuhvarf 3 er í dag 3222 m2 en væri eftir breytingu 3281 m2. Dimmuhvarf 5 er í dag 1403 m2 en væri eftir breytingu 1888 m2. Dimmuhvarf 7 er í dag 852 m2 en væri eftir breytingu 1115 m2. Dimmuhvarf 7a er í dag 608,5 m2 en væri eftir breytingu 773,5 m2. Dimmuhvarf 7b er í dag 608,5 m2 en væri eftir breytingu 932,5 m2. Dimmuhvarf 9b er í dag 1032 m2 en væri eftir breytingu 1201 m2. Melahvarf 6 er í dag 1919 m2 en væri eftir breytingu 2891 m2. Melahvarf 8 er í dag 2891 m2 en væri eftir breytingu 3376 m2. Melahvarf 10 er í dag 2011 m2 en væri eftir breytingu 2482 m2. Melahvarf 12 er í dag 2255 m2 en væri eftir breytingu 2541 m2. Hagsmunaaðilar við Dimmuhvarf 9A og Melahvarf 4 eru samþykkir þessum tillögum en óska ekki eftir stækkun á sínum lóðum. Meðfylgjandi skýringarmyndir og undirritað samþykki lóðarhafa, dags. 6. apríl 2021. Auk þess lögð fram samantekt um hugmyndasöfnun um opin svæði frá verkefnastjóra íbúatengla dags. 3. mars 2021 og minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir - mæting: 17:35
  • Birkir Rútsson - mæting: 17:35

Almenn erindi

11.2103759 - Hjóla- og göngustígar á sunnanverðu Kársnesi. Deiliskipulag.

Umhverfissvið Kópavogs óskar heimildar skipulagsráðs Kópavogs að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir hjólastíg á sunnanverðu Kársnesi með tilvísan til 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Brú yfir Fossvoginn og uppbygging á vestanverðu Kársnesi felur í sér aukið vægi stígsins bæði hvað varðar samgöngur og útivist. Minnisblað dags. 14. apríl 2021 ásamt viðaukum A og B frá Eflu verkfræðistofu dags. 21. apríl 2020.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við deiliskipulag hjóla- og göngustíga á sunnanverðu Kársnesi.

Almenn erindi

12.2104325 - Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 16. apríl 2021 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 10 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingu felst að byggingarreitur breytist lítillega og stækkar um 40 cm. til suðurs og 60 cm. til norðurs. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Auðbrekku þróunarsvæðis, Nýbýlavegur 2-12 sem samþykkt var í bæjarstjórn 22. september 2020 og birt í b- deild stjórnartíðinda 4. desember 2020. Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 19. apríl 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 10, 12, Auðbrekku 25 og Dalbrekku30/Laufbrekku 30.

Almenn erindi

13.2102309 - Hlaðbrekka 17. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Arnhildar Pálmadóttur arkitekts dags. 2. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Hlaðbrekku 17. Á lóðinni stendur 144,9 m2 steinsteypt einbýlishús með áföstum bílskúr, byggt 1960. Óskað er eftir að koma fyrir annarri hæð á austari hluta hússins, samtals um 80 m2 og koma fyrir dvalarsvæði á hluta af núverandi þaki. Auk þess er óskað eftir að koma fyrir sólstofu á suðurhlið hússins þar sem nú er timburverönd. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlaðbrekku 11-23, Þverbrekku 3, Fögrubrekku 12, 14, 16, 18, 20, 22 og 24.

Almenn erindi

14.2104219 - Kópavogsbraut 86. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Ívars Haukssonar byggingarverkfræðings dags. 20. mars 2021 fh. lóðarhafa Kópavogsbrautar 86. Á lóðinni stendur steinsteypt tvíbýli byggt 1950, neðri íbúð ásamt bílskúr 134,5 m2 og ris íbúð ásamt bílskúr 126,1 m2. Í erindinu er óskað eftir að stækka kvist í ris íbúð þannig að 2 eldri kvistir eru sameinaðir í einn, lofthæð og þakhalli breytist, heildarstækkun eru 5,5 m2. Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 20. mars 2021.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 84, 87, 88, 89, 91, Hlégerðis 17 og 19.

Almenn erindi

15.2104154 - Skemmuvegur 2A. Skrifstofur Byko. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Sigurðssonar arkitekts dags. 2. mars 2021 fh. lóðarhafa, Byko og Norvik. Fyrirspurnin er framlögð í tveimur útfærslum, tillaga A gerir ráð fyrir nýbyggingu innan gildandi deiliskipulags en tillaga B gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni sem kallar á deiliskipulagsbreytingu. Í fyrirspurninni er óskað eftir viðbrögðum skipulagsráðs á áformum um rífa hluta núverandi húss timbursölu Byko á lóðinni, kallað kálfurinn, og reisa nýja skrifstofubyggingu í stað kálfsins. Sá hluti byggingarinnar sem ekki verður rifinn er 1.110 m2 á tveimur hæðum. Í tillögu A er gert ráð fyrir 1360 m2 nýbyggingu á 4 hæðum, samtals 2470 m2 skrifstofuhúsnæði á 2-4 hæðum með eldri hluta byggingar auk kjallara að hluta undir nýbyggingu. Í tillögu B er er gert ráð fyrir 1735 m2 nýbyggingu á 5 hæðum, samtals 2845 m2 skrifstofuhúsnæði á 2-5 hæðum auk kjallara í hluta nýbyggingar.Drög í mkv. 1:100 dags. 2. mars 2021.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

16.2104312 - Hlíðarvegur 15. Kynning á byggingarleyfi. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Andra Gunnars Lyngberg arkitekts, dags. 13. apríl 2021 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 15. Í fyrirspurninni er óskað eftir viðbrögðum skipulagsráðs á áformum um að rífa núverandi hús og reisa í þess stað fjórbýli. Á lóðinni stendur 114,4 m2 einbýlishús byggt árið 1945 úr holsteini. Í fyrirspurninni er óskað eftir að reisa 445 m2 fjórbýli ásamt 190 m2 bílskýli neðanjarðar. Til að minnka neikvæð umhverfisáhrif bílastæðaplansins er gert ráð fyrir að sameiginlegur garður hússins sé að hluta til ofan á köldu bílskýlinu. Fyrirhugað fyrirkomulag íbúðanna er þannig að í kjallara verður 100 m2 íbúð, á aðalhæð verða tvær 100 m2 íbúðir ásamt yfirbyggðum svölum og á efstu hæð 205 m2 íbúð með yfirbyggðum svölum. Gert er ráð fyrir 7 bílastæðum í bílskýli undir húsinu, þar af 2 stæði í aflokuðu skýli sem fylgir stærstu íbúðinni. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,13 í 0,52, ef bílskýli neðanjarðar er talið 0,71. Meðfylgjandi er afstöðumynd, rúmmyndir og helstu tölur ásamt fyrirspurn dags. 13. apríl 2021.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

17.2103510 - Heiðarhjalli 41. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa Heiðarhjalla 41 um breytt deiliskipulag á lóðinni. Lóðin er 1214 m2 að flatarmáli og er nýtingarhlutfall 0,14. Í breytingunni felst að lóðinni sem er 1214 m2 að flatarmáli verði skipt í tvær minni lóðir 737 m2 og 477 m2 að flatarmáli. Jafnframt er óskað eftir því að heimilt verði að reisa 182,4 m2 einbýlishús á minni lóðinni. Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur. Við þetta eykst nýtingarhlutfall í 0,29. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 2. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu fyrirspurnarinnar frestað.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

18.2011685 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting á aðalskipulagi Garðaholti og Garðahverfi og breyting á deiliskipulagi Garðahverfis.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar dags. 25. mars 2021 þar sem óskað er eftir umsögn á tillögu að breyttu Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 við Garðaholt og Garðahverfi og breytingu á deiliskipulagi í Garðahverfi. Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags 29. janúar 2021, uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 10. febrúar 2021 og uppdráttur í mkv. 1:10.000 dags. 9. febrúar 2021.
Lagt fram.

Almenn erindi

19.2103155 - Endurnýjun á Kolviðarhólslínu 1. Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu.

Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 21. janúar 2021 þar sem óskað er eftir umsögn vegna endurnýjunar á Kolviðarhólslínu 1 milli tengivirkjanna á Kolviðarhól og Geitháls. Erindið var lagt fram og vísað til umsagnar umhverfissviðs. Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa Kópavogsbæjar dags. 8. apríl 2021.
Lagt fram.

Önnur mál

20.2104164 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur um stöðu mála varðandi staðsetningu á hundagerði í Fossvogsdal.

Á fundi skipulagsráðs þann 29. júlí 2019 fól ráðið skipulags- og byggingardeild að leggja fram nýja tillögu að staðsetningu hundagerðis í Fossvogsdal í samráði við Umhverfis- og samgöngunefnd. Óska eftir upplýsingum um stöðu mála.
Greint frá stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 19:01.