Skipulagsráð

99. fundur 17. maí 2021 kl. 15:30 - 17:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Hildur Inga Rós Raffnsöe starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2104011F - Bæjarráð - 3044. fundur frá 29.04.2021

2101743 - Kársnesskóli. Lausar kennslustofur.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2011188 - Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2010120 - Gulaþing 23. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2101741 - Álfhólsvegur 53. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2101471 - Borgarholtsbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2104170 - Dimmuhvarf 3, 5, 7, 7A, 7B, 9B og Melahvarf 6, 8, 10, 12. Ósk um stækkun lóða.Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2104022F - Bæjarráð - 3045. fundur frá 06.05.2021

2103185 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2102874 - Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2104754 - Frostaþing 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2101714 - Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2104749 - Ennishvarf 8. Ósk um stækkun lóðar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2104750 - Álfkonuhvarf 15. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2104839 - Fagrilundur. Standblakvöllur. Breytt fyrirkomulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.2104018F - Bæjarstjórn - 1237. fundur frá 11.05.2021

2101743 - Kársnesskóli. Lausar kennslustofur.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2011188 - Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2010120 - Gulaþing 23. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2101741 - Álfhólsvegur 53. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2101471 - Borgarholtsbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2104170 - Dimmuhvarf 3, 5, 7, 7A, 7B, 9B og Melahvarf 6, 8, 10, 12. Ósk um stækkun lóða.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

2103185 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fresta málinu.

2102874 - Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Helgu Hauksdóttur.

2104754 - Frostaþing 1. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2101714 - Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar, Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.

2104749 - Ennishvarf 8. Ósk um stækkun lóðar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

2104750 - Álfkonuhvarf 15. Breytt aðkoma að bílastæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2104839 - Fagrilundur. Standblakvöllur. Breytt fyrirkomulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Almenn erindi

4.2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri tillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Hámarksfjöldi bílastæða á reitnum er 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 100 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Í tillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,90. Hámarksfjöldi bílastæða á reit B4 er 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð á reitnum. Hámarksfjöldi bílastæði fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Ekki eru ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er tillagan dags. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 11. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Lagðar eru fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 22. apríl ásamt samantektum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu deiliskipulagstillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í október 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð, skýringarmyndum og skipulagsskilmálum í mkv. 1:1000 og í mkv. 1:500 dags. í október 2020. Sett fram tafla yfir fyrirhugað byggingarmagna, fjölda fermetra í íbúðum og í verslunar og þjónustu; fjöldi bílastæða og hjólastæða ásamt nýtingarhlutfalli. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Verkfræðistofunni Mannviti dags. 11. nóvember 2019 þar sem nánar er fjallað um möguleg umhverfisáhrif af fyrirhugaðri uppbyggingu ásamt minnisblaði VSÓ-ráðgjöfum dags 23. september 2019 þar sem fjallað er nánar um umferðargreiningu af fyrirhugaðri uppbyggingu. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílstæðabókhald á miðbæjarsvæði dags. 14. október 2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi fyrirkomulag bílastæða á framkvæmdatíma dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá Árkór varðandi bílastæðabókhald á miðsvæði dags. 14.10.2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi bílakjallara dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi ramp dags. 15. október 2020. Lagt fram minnisblað frá PK arkitektum varðandi aðgengi á framkvæmdatíma dags. 15. október 2020. Lögð fram umsögn Isavia varðandi tillögu að breyttu aðal- og deiliskipulagi dags. 29. júní 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 22. apríl ásamt samantektum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bergljót Kristinsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

6.2101785 - Lækjarbotnaland 15. Reyndarteikningar.

Lagt fram erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir að fá samþykktar reyndarteikningar af sumarbústaði á lóðinni alls 68 m2 að flatarmáli. Uppdrættir í mælikvarða 1:50 dags. í júlí 2016. Þá lögð fram umsögn lögfræðideildar dags. 27. apríl 2021 vegna beiðni um endurupptöku málsins.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2103953 - Digranesheiði 25. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Kristján Ásgeirssonar arkitekts dags. 22. mars 2021 fh. lóðarhafa Digranesheiði 25. Á lóðinni stendur 131,6 m2 steinsteypt einbýlishús ásamt 36 m2 bílgeymslu, byggt á árunum 1957-1960. Í framlagðri fyrirspurn er óskað eftir að hækka ris og koma fyrir kvistum á suður- og norður hlið. Nýrri bílgeymslu yrði komið fyrir framan við eldri bílgeymslu svo samanlögð stærð verður um 70 m2. Vindfang yrði byggt við aðalinngang á suðurhlið hússins, svölum komið fyrir á vesturgafl rishæðar og lóðin girt af. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. mars 2021.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

8.2011200 - Múlalind 3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Stefáns Ingólfssonar arkitekts dags. 19. október 2020 fh. lóðarhafa Múlalindar 3 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að rými undir svölum á suðurhlið hússins er lokað af og þar komið fyrir 9,5 m2 viðbyggingu. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 5. nóvember 2020. Kynningartíma lauk 7. maí sl. engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2103140 - Birkigrund 57. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 14. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Birkigrundar 57. Í erindinu er óskað eftir að þegar framkvæmdar breytingar verði samþykktar auk þess að reisa 15,7 m2 viðbyggingu við efri hæð, ofan á svölum. Það sem hefur þegar verið framkvæmt er sólskáli á suðvesturhorni hússins, aflokuð geymsla undir svölum og útihurð komið fyrir á austurhlið þar sem áður var gluggi auk þess sem innra skipulagi hefur verið breytt. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 14. febrúar 2021. Kynningartíma lauk 7. maí sl., athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.2103945 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfi. Umsókn um dvalarsvæði á þaki bílskúrs.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 fh. lóðarhafa Hraunbrautar 14. Á lóðinni er steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Í erindinu er óskað eftir að breyta þaki bílskúrsins í dvalarsvæði og reisa handrið meðfram þakkanti. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. mars 2021. Kynningartíma lauk 10. maí sl. athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

11.2102585 - Kársnesbraut 59. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sveins Ívarssonar arkitekts dags. 1. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Kársnesbrautar 59. Á lóðinni stendur 133 m2 timburhús byggt 1962 auk 100 m2 bílskúrs sem byggður var síðar. Óskað er eftir að reisa 20,1 m2 garðstofu á suðurhlið hússins með útgengi út á pall við vesturhlið þess. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. febrúar 2021. Kynningartíma lauk 11. maí sl. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.1907192 - Kleifakór 2-4. Nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga að breyttu deiliskipulagi AVH efh. fh. Kópavogsbæjar að sjö þjónustuíbúðum fyrir fatlaða við Kleifakór 2 og 4. Tillagan gerir ráð fyrir 15 bílastæðum og inngangi á austurhlið hússins og sólstofu á vesturhlið. Ofangreind tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar var forkynnt fyrir lóðarhöfum Kleifakórs 1-25 og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fyrir föstudaginn 18. september 2020. Þá eru framkomnar athugasemdir lagðar fram ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 23. febrúar 2021 um ferli málsins, fundargerð frá samráðsfundi dags. 11. febrúar 2020 og umsögn velferðarsviðs um starfsemi íbúðarkjarna dags. 11. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 6. maí sl. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

13.2105322 - Fornahvarf. Göngu- og hjólaleið.

Lagt fram erindi Klöru Soffíu Baldursdóttur Briem dags. 30. apríl 2021 um gönguleið við Fornahvarf. Óskað er eftir því að gerður verði göngustígur fyrir skólabörn í landi Kópavogsbæjar og að bærinn eigi samtal við eigendur Vatnsendalandsins um viðhald á akstursleiðinni.
Lagt fram. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.

Gestir

  • Birkir Rútsson - mæting: 17:00

Almenn erindi

14.2104681 - Foldarsmári 9. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Foldarsmára 9 dags. 20. apríl 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og og bæta við einu bílastæði inn á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags. 12. nóvember 1991 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Erindi ásamt skýringarmyndum dags. 20. apríl 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.2105199 - Mánabraut 5. Kynning á byggingarleyfi

Lagt fram erindi Ingólfs Margeirssonar byggingartæknifræðings dags. 10. maí 2021 fh. lóðarhafa Mánabrautar 5. Óskað er eftir leyfi til að byggja 38,2 m² viðbyggingu (stofa og svefnherbergi) við vesturhlið á núverandi íbúðarhúsi. Núverandi íbúðarhús er skráð 158,1 m², samþykkt þann 29. júní 1961. Öll áferð, efni og gerð viðbyggingar mun verða í samræmi við núverandi hús. Mesta hæð þaks og útveggja helst óbreytt. Fjarlægð frá lóðarmörkum 4m.
Núverandi nýtingarhlutfall er 0,30. Lóðarstærð er 530 m² og heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 204,5 m² sem mun gefa nýtingarhlutfall 0,39.
Meðaltalsnýtingarhlutfall annarra lóða í syðri hluta götulínu Mánabrautar er 0,39 (minnst 0,30 og mest 0,44).
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 1-9 og Sunnubrautar 2-8.

Almenn erindi

16.2104747 - Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sex íbúða fjölbýlishúsi á þremur hæðum á lóðinni. Gert er ráð fyrir sjö bílastæðum á lóðinni ásamt stakstæðri hjóla- og vagnageymslu. Núverandi byggingar á lóðinni verða rifnar. Heildarflatarmál fyrirhugaðrar nýbyggingar er áætlað 709,8 m2. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,12 í 0,67.
Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 30. mars 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.2011221 - Borgarholtsbraut 39, kæra vegna breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lögfræðideildar dags. 26. apríl 2021 varðandi úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 112/2020 varðandi byggingarleyfi á fjórbýlishúsi á lóðinni við Borgarholtsbraut 39.
Lagt fram.

Almenn erindi

18.2105385 - Sæbólsbraut 38. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Arnhildar Pálmadóttur arkitekts fh. lóðarhafa um stakstæða viðbygginu við íbúðarhúsið á vesturhluta lóðarinnar. Fyrirhuguð viðbygging er 24,2 m2 að heildarflatarmáli og rúmar útigeymslu og baðaðstöðu.
Uppdrættir í mælikvarða 1:100 dags. 15. janúar 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 36, 40, 47, 49, 51 og 53.

Fundi slitið - kl. 17:50.