Lögð fram fyrirspurn Hugrúnar Þorsteinsdóttur arkitekt, dags. 1. júní 2021 fh. lóðarhafa Fífuhvamms 19. Óskað er eftir áliti skipulagsnefndar á meðfylgjandi tillögu að útfærslu bílageymslu og að breyta hæðarlegu lóðar. Um er að ræða að reisa bílageymslu við suðvestur horn lóðarinnar, einnig að bílastæði lóðarinnar stækki til vestur fyrir framan bílageymslu. Samhliða er hugmynd um að hækka suðurhluta lóðarinnar um 1m. Hæðarmunur við gangstétt við lóðarmörk (sunnan og austan) verður tekin með steinhleðslu sem verður innan lóðarmarka Fífuhvamms 19.
Stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 929m². Stærð núverandi byggingar skv. fasteignaskrá er 136,9 m² og núverandi nýtingarhlutfall er 0,15. Fyrirhuguð bílageymsla stærð 63,8 m² og nýtt nýtingarhlutfall verður 0,22.