Lagt fram erindi STÁSS Arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Víðihvamms 26 dags. 13. ágúst 2021. Sótt er um leyfi til að rífa létta útbyggingu á austurhlið hússins og byggja þess í stað nýjan inngang. Þak viðbyggingar mun nýtast sem svalir út frá rishæð og viðbótar flóttaleið. Auk þessarar stækkunar er sótt um leyfi fyrir þremur minniháttar breytingum. Að stækka kvist á rishæð og stækka glugga á salerni. Breyta gluggaopi á austurhlið í hurðaop með svalahurð út á nýjar svalir. Breyta núverandi inngangi á norðurhlið í glugga á stækkuðu salerni á jarðhæð.
Núverandi íbúðarhús er skráð 173,2 m². Lóðarstærð er 639 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,27. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,38. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum við Víðihvamm 21, 23, 24, 25, 28, 30 og Fífuhvamm 31, 33 og 35 er 0,37 (lægst 0,26 og hæst 0,54). Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 20. janúar 2016.