Skipulagsráð

105. fundur 20. september 2021 kl. 15:30 - 18:48 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir varamaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður umhverfissviðs
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2108018F - Bæjarráð - 3057. fundur frá 09.09.2021

210616547 - Suðurlandsvegur, lagning strengja. Beiðni um framkvæmdaleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2108294 - Melgerði 17, kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2106563 - Álfaheiði 1D, kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

210616349 - Hvannhólmi 24, kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2106157 - Skemmuvegur 2A, skrifstofur Byko, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2109065 - Breytt lega jarðstrengs frá Vesturvör að Fossvogsbrú.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2108011F - Bæjarstjórn - 1242. fundur frá 14.09.2021

210616547 - Suðurlandsvegur, lagning strengja. Beiðni um framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2108294 - Melgerði 17, kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

2106563 - Álfaheiði 1D, kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

210616349 - Hvannhólmi 24, kynning á byggingarleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Karenar E. Halldórsdóttur og hafnar erindinu.

2106157 - Skemmuvegur 2A, skrifstofur Byko, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2109065 - Breytt lega jarðstrengs frá Vesturvör að Fossvogsbrú.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram deiliskipulagstillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. í október 2020 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði.
Ofangreind tillaga var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 2. janúar 2021 til 2. mars 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
Á fundi skipulagsráðs 17. maí 2021 var framlögð tillaga að deiliskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021 samþykkt með hjásetu Bergljótar Kristinsdóttir og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 25. maí 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest með níu atkvæðum.
Þá er lagt fram erindi Skipulagstofnunar dags. 26. ágúst 2021 þar sem fram kemur að stofnunin geri athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 17. september 2021 þar sem brugðist er við athugasemdum Skipulagsstofnunar og lagðar eru til lagfæringar á deiliskipulagsgögnum sem koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Meðal leiðréttinga eru afmörkun skipulagssvæðisins sem er samræmd í skipulagsgögnum og skipulagssvæðinu lýst með ítarlegri hætti. Skipulagsákvæði sett fram með skýrari hætti fyrir alla reiti svæðisins B1-1, B1-3, B2 og B4. Skilmálatöflu (2) fyrir svæði B1-3 og B2 bætt við á skipulagsuppdrætti. Öryggi og aðgengi á yfirborði og í bílakjallara gerð frekari skil. Aðkoma að bílakjallara gerð skýrari. Bílastæðafjöldi í skilmálatöflu og greinargerð samræmd.
Tillagan lögð fram að nýju með áorðnum breytingum dags. 15. september 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 15. september 2021 með fjórum atkvæðum. Bergljót Kristinsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Bergljótu Kristinsdóttur „Undirrituð sér sér ekki fært að samþykkja þessa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Hamraborg, miðbæ þó aðeins sé um uppfærslu á framsetningu að ræða. Undirrituð hefur áður kallað eftir heilstæðri skipulagningu alls miðsvæðisins þ.m.t. reitsins vestan við téðan miðbæjarreit sem telja verður sem hluta miðbæjarsvæðis. Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á þeim reit í framtíðinni sem munu hafa veruleg áhrif á allt svæðið, m.a. umferð, tengingar við mannlífsás, uppbyggingu almenningsrýma, samgöngumiðju og verslun svo eitthvað sé nefnt. Skammsýni og þjónkun við lóðarhafa ræður hér för sem er ekki góð blanda. Enn fremur er undirrituð afar ósátt við að ekki þótti ástæða til að ná sátt við næstu nágranna reitanna B1-1 og B4 og enn eru mál óútkljáð vegna aðkomu að eignum sem fyrir eru á svæðinu, bæði á verktíma og til framtíðar.“

Gestir

  • Pálmar Kristmundsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Vegagerðarinnar dags. 27. maí 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókninni fylgir lýsing framkvæmdarlýsing dags. í júlí 2021, uppdrættir í mkv. 1:20.000-1:20 dags. 21. apríl 2021, matsskýrsla dags. í júní 2009, áhættumat vatnsverndar dags. í maí 2021, jarðkönnun dags í nóvember 2008 ásamt fylgigögnum. Kynningartíma lauk 17. september 2021. Athugasemdir bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

5.21081328 - Dalvegur 30. Byggingaráform.

Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála fyrir Dalveg 30 eru lögð fram að nýju fh. lóðarhafa byggingaráform Andra Klausen arkitekts dags. 26. ágúst 2021. Á fundi skipulagsráðs 6. september sl. var afgreiðslu málsins frestað. Í uppfærðum byggingaráformum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í lið 2 í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja gildandi deiliskipulagsuppdrætti sem samþykktur var í bæjarstjórn 23. júní 2020 og birtur í B- deild Stjórnartíðinda 29. september 2020. Byggingaráform Dalvegar 30a og 30b verða lögð fram í seinni áfanga.
Í samræmi við almenn ákvæði í skipulagsskilmálum er rampi í bílakjallara færður til norðurs sem og byggingarreitur bílakjallara en í ofangreindum skipulagsskilmálum er tekið fram að hönnuðum sé heimilt að koma bílastæðum og aðkomu fyrir á annan hátt að undangengnu samþykki bæjaryfirvalda. Aspir við Dalveg munu halda sér eins og deiliskipulag svæðisins kveður á um. Við gröft vegna fyllinga undir bílastæði má gera ráð fyrir að skerðing verði á rótarkerfi aspanna við Dalveg. Verður ekki farið nær öspunum með þessa skerðingu en 3.0 metra. Mótvægisaðgerð er að nota rótarvæna burðarfyllingu á vegarkaflanum sem liggur samsíða Dalvegi og þjónustar bílastæðin. Þessi fylling gefur öspunum góða möguleika á að mynda nýtt rótarkerfi á þessu svæði og þar með verja aspirnar fyrir suðaustan áttum. eins og hægt er. Fjarlægja þarf þó aspir á kafla vegna innkeyrslu á lóð.
Tekið er fram í innsendu erindi að skilti á lóð sem og á húshliðum séu ekki ljósaskilti eða flettiskilti en þau eru upplýst með ljóskösturum svo þau séu læsileg í myrkri. Lóðarmörk breytast í samræmi við útgefið mæli og hæðarblað og staðsetning hjólastæða færast til suðurs. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. og byggingaráform dags. 16. september 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlögð byggingaráform að undanskildum áformum um breytt fyrirkomulag umferðar við og á lóðinni með fjórum atkvæðum. Óskað er eftir áliti umferðarsérfræðings á umferðarflæði á lóðinni og Dalvegi.
Bergljót Kristinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Fundarhlé kl. 17:43
Fundi framhaldið kl. 17:54

Bókun frá Bergljótu Kristinsdóttur, Einari Erni Þorvarðarsyni og Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur „Í deiliskipulagi fyrir Dalveg 30 er gerð krafa um samfellda akstursleið austast á lóðum við Dalveg 6-8 að Dalvegi 32. Framlögð byggingaráform eru ekki í samræmi við þessa kröfu. Með því að beina umferð um bílastæði framan við bygginguna við Dalveg 30 skerðist umferðaröryggi gangandi vegfarenda auk þess sem líkur eru á að umferð beinist í meira mæli um Dalveginn sjálfan.“

Gestir

  • Páll Gunnlaugsson - mæting: 16:45

Almenn erindi

6.2109491 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Ómars Ívarssonar skipulagsfræðings fyrir hönd Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. september 2021 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að efri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Gosa við Suðurgil verði hliðrað um 60-70m til suðurs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs færist rör- og rafdreifikerfi fyrir snjóframleiðslu samhliða. Neðri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Drottningar við Kóngsgil verði hliðrað um 10m til suðurs. Staðsetning hættumatslínu C vegna snjóflóða neðan Suðurgils verði uppfærð í samræmi við nýja legu línunnar frá Veðurstofu Íslands. Byggingarreit aðstöðuhúss Ulls verði hliðrað til suðurs um 30 m auk þess sem hann lengist um 15 m til vesturs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs lengist bílastæði til suðurs að nýrri legu byggingarreits. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 15. september 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ómar Ívarsson - mæting: 17:00

Almenn erindi

7.2109328 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Rýma akritekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 20. ágúst 2021 þar sem sótt eru um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst stækkun á byggingareit til norðurs þar sem fyrirhugað er að reisa einnar hæðar viðbyggingu alls 482 m2 að flatarmáli ásamt því að bílastæðum ofanjarðar er fjölgað um 43. Fyrirhuguð viðbyggingin yrði úr stálgrind og klædd með yleiningum.
Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 8. júlí 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2109354 - Holtagerði 20. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Jakobs Emils Líndal arkitekts dags. 1. september 2021 fyrir hönd lóðarhafa Holtagerðis 20. Óskað er eftir leyfi til að byggja 8m² svalir á vesturhlið 2. hæðar. Undirritað samþykki sameigenda liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 1. september 2021 og undirritað samþykki meðeigenda dags. 5. september 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Holtagerðis 15, 16, 18, 22, Kársnesbrautar 69 og 71.

Almenn erindi

9.2109486 - Stefnumótun á umhverfissviði

Lögð fram stefnumótun umhverfissviðs og aðgerðaráætlun stefnumótunar umhverfissviðs fyrir árið 2022. Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi fyrir sitt leyti. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2108436 - Geirland. Malarvinnsla. Endurnýjun starfsleyfis.

Lagt fram erindi Páls Stefánssonar heilbrigðisfulltrúa fh. Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags 10. ágúst 2021 varðandi umsókn um starfsleyfi samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit í Geirlandi v. Suðurlandsveg. Starfsemin felst í rekstri á flokkunarvél, lager og söluaðstöðu jarðefna.
Einnig er lagt fram minnisblað HHK um úttekt á starfseminni dags. 19. júní 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. september 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsögn dags. 15. september 2021.

Almenn erindi

11.2105663 - Borgarholtsbraut 3, kynning á byggingarleyfi

Lagt er fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sævars Geirssonar tæknifræðings fyrir hönd lóðarhafa Borgarholtsbrautar 3. Sótt er um að byggja við húsið til suðurs og upp að bílageymslu til austurs, útbúa stærri svalir ofaná og bæta við kvist á 2. hæð til samræmis við kvist á sömu hlið. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að breyta stigahússglugga og klæða húsið með flísaklæðningu í ljósum lit.
Sótt er einnig um að fá óskráðan bílskúr samþykktan, 70m², sem byggður hefur verið eftir samþykktum teikningum frá 2008.
Stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 554m². Skv. fasteignaskrá eru 2 íbúðir skráðar - samtals 133.2m².
Íbúðastærð og bílskúr, samtals núverandi stærð er 226m² samkv. fasteignaskrá.
Sótt er um að stækka húsið um 45,5m² frá núverandi stærð, eftir breytingu mun húsið verða 271,5m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,40. Eftir breytingu verður nýtingarhlutfallið 0,49. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 10. maí 2021, afstöðumynd og skráningartafla í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. maí 2021, útlit viðbyggingar í mvk. 1:100 dags. 10 maí 2021, götumynd í mkv. 1:200, samþykktar teikningar frá byggingarfulltrúa dags. 16. okt. 2008, byggingarlýsing og athugasemd.
Kynningartíma lauk 1. september 2021. Athugasemd barst á kynningartíma. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. sept. 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2002554 - Umsókn um leyfi fyrir sjálfvirkri veðurstöð í Fossvogsdal.

Lagt fram að nýju erindi Veðurstofu Íslands, dags. 12. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir að setja upp sjálfvirka veðurstöð í austanverðum Fossvogsdal. Veðurstöðinni væri komið fyrir á 10 m. háu mastri auk 1,5 m. háum frístandandi úrkomumæli sbr. skýringamyndir af sambærilegri veðurstöð í Víðidal.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2109531 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur.

Lagt fram erindi bæjarfulltrúa Berljótar Kristinsdóttur dags. 14. september 2021 þar sem óskað er eftir viðbrögðum skipulagsdeildar og formanns skipulagsráðs við bréfi formanns húsfélags Fannborgar 1-9 frá 26. júlí s.l. um opinn fund með starfsmönnum bæjarins og kjörnum fulltrúum um áætlaðar framkvæmdir á svæðinu og framtíð þess.
Jafnframt er óskað eftir tillögum umhverfissviðs að mögulegum staðsetningum ylstrandar við Kársnes og að kallað verði eftir sjónarmiðum Umhverfisstofnunar um áhrif ylstrandar á verndað svæði á suðurhluta Kársness.
Lagt fram. Möguleikum á ylströnd á Kárnsesi vísað til úrvinnslu skipulagsdeildar.

Fundi slitið - kl. 18:48.