Skipulagsráð

109. fundur 15. nóvember 2021 kl. 15:30 - 17:06 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2110023F - Bæjarráð - 3065. fundur frá 04.11.2021

2109354 - Holtagerði 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2108842 - Laufbrekka 28. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2108299 - Víðihvammur 26. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

21081453 - Reynigrund 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

21081454 - Reynigrund 25. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

21081455 - Reynigrund 27. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

21081456 - Reynigrund 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2110020F - Bæjarstjórn - 1246. fundur frá 09.11.2021

2109354 - Holtagerði 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2108842 - Laufbrekka 28. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2108299 - Víðihvammur 26. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

21081453 - Reynigrund 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

21081454 - Reynigrund 25. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

21081455 - Reynigrund 27. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

21081456 - Reynigrund 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Lögð fram drög að endurskoðaðri lýðheilsustefnu í samráðsferli.
Lagt fram og kynnt. Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Gestir

  • Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga verkfræðisfotunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 8. nóvember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagið mótar skipulag fyrir nýjum 2 (plús) 2 stofnveg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og inn á Breiðholtsbraut í Reykjavík. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum hringtorgum við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnresvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu með ljósastýrðum plangatnamótum. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú/vistloki yfir veginn. Uppdráttur í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags 4. nóvember 2021 ásamt greinargerð dags. 8. nóvember 2021.
Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni „Undirritaður efast stórlega um skynsemi deiliskipulags Arnarnesvegar, 3. áfanga er lýtur að breyttri útfærslu á vegamótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Að hverfa frá mislægum gatnamótum sem kynnt var árið 2003 við mat á umhverfisáhrifum og voru eftir það í áætlunum Reykjavíkur og Kópavogs, eru ótrúleg mistök. Mislæg gatnamót þarna tryggja flæði umferðar en þess í stað á að setja brú yfir Breiðholtsbrautina og ljósastýrð gatnamót sem mun örugglega leiða til vandræða frá fyrsta degi. Nær væri að skoða af alvöru einhvers konar útfærslu af hringtorgi eins og er á Arnarnesveginum yfir Reykjanesbraut ef menn telja fyrri áform ómöguleg."

Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur „Undirrituð telur óábyrgt að vinna deiliskipulag fyrir Arnarnesveg sem byggir á 20 ára gömlu umhverfismati. Ljóst er að ýmislegt hefur breyst á undanförnum tveimur áratugum og eðlilegt væri að fá úr því skorið að forsendur matsins standi enn."

Fundarhlé kl. 17:03.
Fundi framhaldið kl. 17:06

Bókun frá Helgu Hauksdóttur, Hjördísi Ýr Johnson, J. Júlíusi Hafstein og Kristni Degi Gissurarsyni „Samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 16. febrúar 2021 er breyting á útfærslu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar ekki háð mati á umhverfisáhrifum."

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi með fimm atkvæðum. Kristinn D. Gissurarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.2110376 - Traðarreitur eystri. Byggingaráform.

Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála fyrir Traðarreit eystri eru lögð fram f.h. lóðarhafa breytt byggingaráform T.ark arkitekta dags. 18. október 2021. Í byggingaráformunum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. nóvember 2020 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 9. september 2021. Uppfærð sérteikning í mkv. 1:120 og skilmálateikningar dags. 18. október 2021.
Skipulagsráð samþykkir framlögð áform með áorðnum breytingum dags. 18. október 2021.

Almenn erindi

6.2109491 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni auglýsingu erindi Ómars Ívarssonar skipulagsfræðings f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. september 2021 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að efri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Gosa við Suðurgil verði hliðrað um 60-70m til suðurs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs færist rör- og rafdreifikerfi fyrir snjóframleiðslu samhliða. Neðri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Drottningar við Kóngsgil verði hliðrað um 10m til suðurs. Staðsetning hættumatslínu C vegna snjóflóða neðan Suðurgils verði uppfærð í samræmi við nýja legu línunnar frá Veðurstofu Íslands. Byggingarreit aðstöðuhúss Ulls verði hliðrað til suðurs um 30 m auk þess sem hann lengist um 15 m til vesturs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs lengist bílastæði til suðurs að nýrri legu byggingarreits. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 15. september 2021. Kynningartíma lauk 15. nóvember 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2111317 - Tónahvarf 12. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar arkitekts dags. 9. nóvember 2021 f.h. lóðarhafa Tónahvarfs 12. Í gildandi deiliskipulagi er leyfi fyrir að byggja 2 hæða iðnaðarhúsnæði með þakrými undir mænisþaki. Leyft er að hafa millipalli á neðri hæð húsins og nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,6.
Í fyrirspurninni er óskað eftir viðbrögðum skipulagsráðs á áformum um að reisa byggingu á þremur hæðum (án millipalls og nýta þakrýmið), fara með inndregna efstu hæð í efri brún byggingareits og auka þar með byggingarmagn um 234 m², úr 3.100 m² í 3.334 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu yrði 0,63. Skipting hæða yrði: 1.hæð 970 m², 2.hæð 1.590 m², 3.hæð 810 m². Byggingin yrði innan gildandi byggingareits. Drög í mkv. 1:100 dags. 9. og 12. nóvember 2021.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

8.2111223 - Flesjakór 13. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram erindi lóðarhafa Flesjukór 13 dags. 8. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kanstein og koma fyrir bílastæði á lóð. Skv. mæliblaði dags. 24. júlí 2003 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. Erindi ásamt skýringarmyndum dags. 8. nóvember 2021.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

9.2111343 - Þinghólsbraut 70. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi Noland arkitekta dags. 26. október 2021 f.h. lóðarhafa Þinghólsbrautar 70. Sótt er um leyfi til að byggja 12,3 m² viðbyggingu á suðvesturhlið hússins. Núverandi íbúðarhús er skráð 203 m². Lóðarstærð er 607 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,33. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 215,3 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 35. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Þinghólsbrautar 63 til 69 og 71 til 74 er 0,32 (minnst 0,10 og mest 56). Uppdráttur og skýringar í mkv. 1:50 dags. 26. október 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 67, 68, 69 og 72.

Almenn erindi

10.2111359 - Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts dags. 21. október 2021 f.h. lóðarhafa Víðigrundar 23. Sótt er um leyfi til að byggja 70,3 m² viðbyggingu við núverandi hús. Viðbyggingin yrði á 1. hæð og kjallara. Núverandi íbúðarhús er skráð 131,1 m². Lóðarstærð er 456 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,28. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 201,4² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,44. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Víðigrundar 9 til 21 og 25 til 35 er 0,37 (minnst 0,27 og mest 0,77). Uppdrættir og skýringar dags. 21. október 2021.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

11.2110804 - Urðarhvarf 14. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Teits Guðmundssonar f.h. lóðarhafa Urðarhvarfs 14 dags. 8. nóvember 2021. Í breytingunni felst að stækka lóðina, inn á bæjarland, til suðurs um að meðaltali 10 m og komið verður fyrir 13 bílastæðum. Gerð er krafa um gróður á þeim hluta nýrrar lóðar sem ekki er nýttur undir bílastæði. Heildar lóðarstærð Urðarhvarfs 14 núna er 4.884 m² en verður 5.600 m² eftir breytingu. Uppdráttur og skýringar dags. 18. október 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:06.