Skipulagsráð

110. fundur 06. desember 2021 kl. 15:30 - 19:27 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2111007F - Bæjarráð - 3067. fundur frá 18.11.2021

2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2109491 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2110804 - Urðarhvarf 14. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir með 10 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2111008F - Bæjarstjórn - 1247. fundur frá 23.11.2021

2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2109491 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

2110804 - Urðarhvarf 14. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir með 10 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag

Greint frá stöðu mála varðandi deiliskipulagsvinnu á Vatnsendahæð. Kynnt eru drög að vinnslutillögu og samráðsáætlun. Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið endurskoðaðs aðalskipulags Kópavogsbæjar. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla, útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Á Vatnsendahæð verða 500 íbúðir alls, þar af um 150-200 íbúðir í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara. Við gerð deiliskipulags á Vatnsenda er metnaður lagður í víðtækt og skilvirkt íbúasamráð. Haft verður samráð við börn og ungmenni í nærliggjandi skólum, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla. Leitað verður eftir áliti eldri borgara, m.a. þeirra sem sækja félagsmiðstöðina Boðaþing. Opinn vinnufundur verður haldinn með íbúum sem láta sig málið varða. Stuðst verður við handbók Sambands sveitarfélaga á Íslandi og samráðsaðferðum í þriðja og fjórða þrepi þátttökustiga sambandsins beitt.
Fundarhlé kl. 18:47
Fundi framhaldið kl.

Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Helgi Mar Hallgrímsson - mæting: 17:55
  • Sigrún María Kristinsdóttir - mæting: 17:55

Almenn erindi

4.2002204 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Deiliskipulag. Lagt fram svar við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2021 þar sem fram kemur að farið hafi verið yfir framlögð gögn fyrir deiliskipulag miðbæjar Kópavogs, Reiti B1-1, B4, B2 og B1-3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. september 2021 og tekið fram að áður en samþykkt deiliskipulagsins er auglýst til gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda telji stofnunin að Kópavogsbær þurfi að yfirfara og bregðast við tilgreindum atriðum í bréfinu.
Tillagan sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. september 2021 nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði.
Ofangreind tillaga var lögð fram á fundi skipulagsráðs 19. október 2020 og samþykkt að auglýsa hana í samræmi við 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi bæjarstjórnar 27. október 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Erindið var auglýst í fréttablaði og lögbirtingarblaði, heimasíðu bæjarins og á íbúafundum.
Frestur til að skila inn athugasemdum var til 2. mars 2021.
Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum og því frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Á fundi skipulagsráðs 3. maí 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsdeildar og erindinu frestað.
Á fundi skipulagsráðs 17. maí 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 22. apríl 2021 og erindið samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 25. maí 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Erindið var sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu 15. júní 2021.
Á fundi skipulagsráðs 20. september 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt erindi Skipulagsstofnunar dags. 26. ágúst 2021 þar sem fram koma athugasemdir við birtingu í B- deild Stjórnartíðinda. Jafnframt lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 17. september 2021 þar sem brugðist er við erindi Skipulagsstofnunar og lagðar til breytingar á skipulagsgögnum samkvæmt eftirfarandi:
Afmörkun skipulagssvæðisins er samræmd í skipulagsgögnum og skipulagssvæðinu er lýst með ítarlegri hætti.
Skipulagsákvæði sett fram skýrari hætti fyrir alla reiti svæðisins B1-1, B1-3, B2 og B4
Skilmálatöflu (2) fyrir svæði B1-3 og B2 bætt við á skipulagsuppdrætti.
Aðkoma að bílakjallara gerð skýrari.
Bílastæðafjöldi í skilmálatöflu og greinargerð samræmd.
Tillagan dags. 1. október 2020 og breytt 15. september var samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 23. september var erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28. september 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Samþykkt deiliskipulag dags. 1. október 2020 og breytt 15. september 2021 er lagt fram að nýju ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2021 þar sem fram kemur að farið hafi verið yfir framlögð gögn fyrir deiliskipulag miðbæjar Kópavogs, Reiti B1-1, B2, B2 og B1-3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. september 2021 og tekið fram að áður en samþykkt deiliskipulagsins er auglýst til gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda telji stofnunin að Kópavogsbær þurfi að yfirfara og bregðast við tilgreindum atriðum í bréfinu.
Þá lögð fram leiðrétt tillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. 1. október 2020 og breytt 15. september 2021 og leiðrétt 3. desember 2021 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Þar er brugðist er við ábendingum Skipulagsstofnunar sem fram komu í bréfi dags. 9. nóv. sl. og eftirfarandi lagfæringar gerðar.
Reitir deiliskipulags B1-1 B1-3, B2 og B4 skilgreindir betur.
Götuheiti Hrímborgar bætt inn á skipulagsuppdrátt nr. 1.00 sem og staðföngum fyrir Fannborg 2. Heiti Mannlífsáss leiðrétt.
Tákn fyrir innkeyrslur í bílakjallara leiðrétt og skilmálatafla hvað varðar stærðir lóða og húsa. Aðkoma að lóðum leiðrétt þar sem við á og dálkar fyrir nýtingarhlutfall feldir út.
Sérskilmálum bætt við skipulagsuppdrátt nr. 1.00 og uppfærsludagsetning sett inn.
Listi yfir gögn deiliskipulagsins bætt inn á skipulagsuppdrátt nr. 1.00.
Skilmálasneiðingu F-F bætt við deiliskipulagsuppdrátt nr. 2.00 sem og lykilmynd með sniðtáknum.
Uppfærsludagsetning bætt við deiliskipulagsuppdrátt nr. 2.00.
Listi yfir fylgigögn gerður ítarlegri í greinargerð skipulags (skipulagsskilmálar) og texti uppfærður í samræmi við 8. breytingu Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.
Texti í greinargerð um skipulagssvæðið uppfærður í samræmi við sérskilmála fyrir reiti B1-3 og B2.
Lóðin Fannborg 8 og svæðið sunnan hennar skilgreind sem hluti af reit B1-3.
Kafli 5.26 í greinargerð skipulags (skipulagsskilmála) sem fjalla um framkvæmdatíma og áfangaskiptingu uppfærður með ítarlegri upplýsingu, m.a. um aðgengismál og samþykktir.
Settur inn í greinargerð skipulags (skipulagsskilmála) nýr kafli 5.27 sem fjallar nánar um aðkomu í bílakjallara reits B1-1.
Almennir skilmálar uppfærðir fyrir reiti B1-3 og B2 með tillit til þeirra áhrifa sem framkvæmdir á reitum B1-1 og B4 munu hafa á þá. Einnig er nú vísað í sérskilmála sem nú hefur verið bætt við deiliskipulagsuppdrátt nr. 1.00 fyrir B1-3 og B2.
Í greinargerð skipulags (skipulagsskilmálum) hefur leiðréttum uppdráttum verið skipt út.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tilllögu að deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags 15. september 2021 og lagfæringum dags. 3. desember 2021 ásamt fylgigögnum og greinargerð með endanlegri áætlun dags. 3. desember 2021 með fjórum atkvæðum. Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundarhlé kl. 16:56
Fundi framhaldið kl. 17:11

Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, Einari Erni Þorvarðarsyni og Bergljótu Kristinsdóttur: „Undirrituð telja óábyrgt að samþykkja deiliskipulag þegar fyrir liggur að ekki hefur náðst samkomulag við íbúa á svæðinu um útfærslu á aðgengi hreyfihamlaðra frá bílakjallara. Fari það svo að íbúar í Fannborg 1-9 hafni uppsetningu lyftu sem tengist eigninni, verður ekki hægt að uppfylla byggingarreglugerð um aðgengi og það myndi því setja alla framkvæmdina í uppnám. Í versta falli gæti farið svo að það þyrfti að gera umfangsmiklar breytingar á deiliskipulaginu svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Skynsamlegra væri að leysa málið í sátt við íbúa áður en lengra er haldið, en íbúar hafa kallað eftir samráðsfundi síðast með bréfi dags. 29. júlí síðastliðinn sem ekki hefur verið orðið við.“

Fundarhlé kl. 17:12
Fundi framhaldið kl. 17:17

Bókun frá Helgu Hauksdóttur, Hjördísi Ýr Johnson, Kristni Degi Gissurarsyni og J. Júlíusi Hafstein: „Með sérstöku samkomulagi Kópavogsbæjar við lóðarhafa, samþykktu í bæjarráði dags. 26. október sl., er kveðið á um samráðsvettvang framkvæmdaðila, íbúa og bæjarins, m.a. varðandi aðgengi íbúa og annarra hagsmunaaðila á svæðinu.“

Gestir

  • Björg Halldórsdóttir - mæting: 16:10

Almenn erindi

5.21081328 - Dalvegur 30. Umsókn um byggingaráform.

Á fundi skipulagsráðs 20. september 2021 samþykkti skipulagsráð framlögð byggingaráform er vörðuðu byggingarreit Dalvegar 30 en gerðu fyrirvara um fyrirkomulag umferðar við og á lóðinni. Óskað var eftir áliti umferðarsérfræðings.
Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála fyrir Dalveg 30 eru lögð fram að nýju fh. lóðarhafa byggingaráform Andra Klausen arkitekts dags. 26. ágúst 2021 er varða fyrirkomulag umferðar við og á lóðinni. Í byggingaráformum kemur fram hvernig aðkoma og umferð fellur að lið 2 í almennum ákvæðum sem fjalla um viðmið um hönnun og frágang húsa og lóða í skipulagsskilmálum.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að aðkoma að Dalvegi 30, og 30a færist norður fyrir Dalveg 30. Í samræmi við almenn ákvæði í skipulagsskilmálum er rampi í bílakjallara færður til norðurs en í ofangreindum skipulagsskilmálum er tekið fram að hönnuðum sé heimilt að koma bílastæðum og aðkomu fyrir á annan hátt að undangengnu samþykki bæjaryfirvalda. Aspir við Dalveg munu halda sér eins og deiliskipulag svæðisins kveður á um. Við gröft vegna fyllinga undir bílastæði má gera ráð fyrir að skerðing verði á rótarkerfi aspanna við Dalveg. Verður ekki farið nær öspunum með þessa skerðingu en 3.0 metra. Mótvægisaðgerð er að nota rótarvæna burðarfyllingu á vegarkaflanum sem liggur samsíða Dalvegi og þjónustar bílastæðin. Þessi fylling gefur öspunum góða möguleika á að mynda nýtt rótarkerfi á þessu svæði og þar með verja aspirnar fyrir suðaustan áttum, eins og hægt er. Fjarlægja þarf þó aspir á kafla vegna innkeyrslu á lóð.
Tekið er fram í innsendu erindi að skilti á lóð sem og á húshliðum séu ekki ljósaskilti eða flettiskilti en þau eru upplýst með ljóskösturum svo þau séu læsileg í myrkri. Lóðarmörk breytast í samræmi við útgefið mæli og hæðarblað og staðsetning hjólastæða færast til suðurs. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 3. desember 2021.
Þá lagt fram minnisblað Smára Ólafssonar verkfræðings hjá verkfræðistofunni VSÓ þar sem fram kemur að færsla safngötu norður fyrir Dalveg 30 sé til bóta fyrir umferð um Dalveg.
Byggingaráform Dalvegar 30a og 30b verða lögð fram í seinni áfanga.
Skipulagsráð samþykkir framlögð byggingaráform með áorðnum breytingum dags. 3. desember 2021 með fimm atkvæðum.
Einar Örn Þorvarðarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Smári Ólafsson - mæting: 17:20
  • Páll Gunnlaugsson - mæting: 17:20
  • Andri Klausen - mæting: 17:20

Almenn erindi

6.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 11. nóvember 2021. Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.2110693 - Skógarlind 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Orra Árnasonar arkitekts dags. 29. október 2021 f.h. lóðarhafa að Skógarlind 1 um breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir auknu byggingarmagni á lóðinni, um 2800 m² úr 12.200 í 15.000 m². Það verði gert mögulegt með því að lengja byggingarreit og breikka lítillega. Varðandi fjölda bílastæða þá er ekki óskað eftir að auka við þau 350 stæði sem eru í gildandi deiliskipulagi, til að koma til móts við nýja bíla- og hjólastæða stefnu í endurskoðuðu Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Vísað er í gildandi skilmála fyrir utan þá eru þeir uppfærðir og gerðar auknar kröfur. Byggingaráform skulu lögð fyrir skipulagsráð til samþykktar og byggingin skal vera umhverfisvottuð. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. 3. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Skipulagsráð óskar eftir því að gerð verði úttekt á umferð á svæðinu ásamt tillögum að úrbótum.

Almenn erindi

8.2111941 - Hafnarbraut 13a og 13b. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Hauks Einarssonar eiganda Álfhóls gistingu ehf. lóðarhafa að Hafnarbrautar 13a og 13b um breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að tveimur skrifstofurýmum sem staðsett eru á jarðhæð, samtals 230 m², verði breytt í tvær fjögurra herbergja íbúðir. Tillaga að uppdrætti í mkv. 1:100 dags, 4. nóvember 2021, umsókn ásamt greinargerð og yfirlýsing allra lóðarhafa.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.21111120 - Þinghólsbraut 56. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi Guðmundar Jónssonar byggingafræðings dags. 2. nóvember 2021 f.h. lóðarhafa Þinghólsbrautar 56. Óskað er eftir leyfi til að falla frá núverandi innbyggðri bílageymslu yfir í 53,8 m² stakstæða bílageymslu upp að götu.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2111387 - Kársnesbraut 106. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sigurþórs Aðalsteinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa Kársnesbrautar 106 dags. 9. júlí 2021. Í fyrirspurninni er óskað eftir viðbrögðum skipulagsráðs á áformum um að innrétta þrjár íbúðir innan hólfs merkt 0101 í núverandi húsnæði trésmíðaverkstæðis. Þá lögð fram fyrirspurn og teikning.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

11.21111138 - Álfhólsvegur 29, fyrirspurn

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 29. nóvember 2021 f.h. lóðarhafa Álfhólsvegar 29. Í fyrirspurninni er óskað eftir viðbrögðum skipulagsráðs á áformum um að reisa 4ra íbúða hús á tveimur hæðum á lóðinni í stað núverandi húss. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður á bilinu 0,52-0,54. Þá lögð fram fyrirspurn dags. 29. nóvember 2021 ásamt fylgigögnum dags. 25. nóvember 2021.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Almenn erindi

12.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 8. nóvember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagið mótar skipulag fyrir nýjum 2 (plús) 2 stofnveg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og inn á Breiðholtsbraut í Reykjavík. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum hringtorgum við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnesvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu með ljósastýrðum plangatnamótum. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú yfir veginn og vistloki á völdum stað. Gert er ráð fyrir undirgöngum eða brú yfir Arnarnesveg við gatnamót Rjúpnavegar og undirgöngum undir Vatnsendaveg næst fyrirhuguðu hringtorgi. Mörk skipulagssvæðis Arnarnesvegar skarast við skipulagsmörk Hörðuvalla frá 2003 og Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis frá 2001. Almennt er gert ráð fyrir að skipulagsmörk liggi við veghelgunarlínu Arnarnesvegar nema við Desjakór og norðvestur hluta hans þar sem mörkin eru nær sveitarfélagamörkum. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags 4. nóvember 2021, breytt 3. desember 2021 ásamt greinargerð dags. 8. nóvember 2021, breytt 3. desember 2021.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

13.21111300 - Vesturvör 44-48. Sky Lagoon. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Halldórs Eiríkssonar arkitekts dags. 23. nóvember 2021 um breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að stækka byggingarreit fyrir gufubaðsskála um 960m² 30m til suðurs þ.e. úr 16m í 44m. Heildar byggingarmagn á lóðinni breytist ekki. Drög að uppdrætti dags. 20. nóvember 2021.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

14.2110222 - Álfhólsvegur 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Evu Huldar Friðriksdóttur arkitekts dags. 8. september 2021 f.h. lóðarhafa Álfhólsvegar 20. Sótt er um leyfi til að koma fyrir óupphituðu 22,5 m² gróðurhúsi í garðrými Álfhólsvegar 20. Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir að hluta. Uppdráttur og skýringar í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. september 2021. Kynningartíma lauk 29. nóvember 2021. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.2110223 - Meltröð 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Lárusar Ragnarssonar byggingarfræðings dags. 30. september 2021 fyrir hönd lóðarhafa Meltröð 6. Um er að ræða hús á einni hæð en óskað er eftir að byggja aðra hæð ofan á hluta hússins og sólskála til suðurs á lóðinni. Þar að auki er óskað eftir að uppfæra skráða stærð. Núverandi íbúðarhús er skráð 164,7 m². Lóðarstærð er 957 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,17. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 296,8 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,31. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Meltröð 2,4,8, 10 og Hátröð 1-9 er 0,22 (minnst 0,19 og mest 0,27). Uppdráttur og byggingarlýsing í mkv. 1:500 dags. 30. september 2021, grunnmyndir, snið og útlit. Kynningartíma lauk 2. desember 2021. Athugasemd barst.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

16.2111223 - Flesjakór 13. Breytt aðkoma að bílastæði.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Flesjakórs 13 dags. 8. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kanstein og koma fyrir bílastæði á lóð. Skv. mæliblaði dags. 24. júlí 2003 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. Erindi ásamt skýringarmyndum dags. 8. nóvember 2021. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 3. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að öllu leyti á kostnað lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.2111343 - Þinghólsbraut 70. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Noland arkitekta dags. 26. október 2021 f.h. lóðarhafa Þinghólsbrautar 70. Sótt er um leyfi til að byggja 12,3 m² viðbyggingu á suðvesturhlið hússins. Núverandi íbúðarhús er skráð 203 m². Lóðarstærð er 607 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,33. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 215,3 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 35. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Þinghólsbrautar 63 til 69 og 71 til 74 er 0,32 (minnst 0,10 og mest 56). Uppdráttur og skýringar í mkv. 1:50 dags. 26. október 2021. Kynningartíma átti að ljúka 17. desember 2021 en var styttur sbr. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt fram undirritað samþykki hagsmunaaðila.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.2108266 - Hrauntunga 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi Marcos Zoles arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Hrauntungu 23 dags. 21. maí 2021. Óskað er eftir leyfi til að byggja 21m² viðbyggingu og port í kjallarahæð til austurs við íbúðarhús. Gengið er úr alrými í kjallara aðalhúss út í port. Hringstigi tengir port við verönd á efri hæð. Gengið er úr bílskúr út í port og glugga hefur verið bætt við. Stoðveggur er á lóðarmörkum til austurs sem snúa að Hrauntungu 25 og utan um viðbyggingu. Viðbyggingin svipar til núverandi húss í uppbyggingu og útliti.
Núverandi íbúðarhús er skráð 241m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,35. Lóðarstærð er 684m² og heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 262m² sem mun gefa nýtingarhlutfallið 0,38. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Hrauntungu 13-21 er 0,31 (lægst 0,22 og hæðst 0,40). Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 21. maí 2021. Kynningartíma lauk 11. október 2021. Athugasemd barst. Þá lögð fram yfirlýsing lóðarhafa að Hrauntungu 23, undirrituð af þeim og lóðarhafa aðliggjandi lóðar.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:27.