Skipulagsráð

115. fundur 28. febrúar 2022 kl. 15:30 - 17:24 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Helga Hauksdóttir formaður
 • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Auður Dagný Kristinsdóttir arkitekt
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
 • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Almenn erindi

1.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag

Lögð fram á vinnslustigi tillaga Arkþing nordic arkitekta dags. 11. febrúar 2022 fh. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi.
Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla og útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara.
Uppdrættir í mkv. 1:2000 og greinargerð dags. 11. febrúar 2022.
Þá lögð fram tillaga að samráðsáætlun dags. 25. febrúar 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða vinnslutillögu skv. samráðsáætlun. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Reitur 13. Vinnslutillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram á ný vinnslutillaga Atelier arkitekta dags. 15. október 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi, ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og samþykktu Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 26.675 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. október 2021. Vinnslutillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkti 18. október 2021 að framlögð vinnslutillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt fyrir íbúum, umsagnaraðilum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartima lauk 17. febrúar 2022. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til úrvinnslu skipulagsdeildar.

Almenn erindi

3.2201624 - Arnarland í Garðabæ. Skipulagslýsing.

Lagt fram á ný erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 8. febrúar 2022 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, við Arnarnesháls (Arnarland) og gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við 30 gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á fundi skipulagsráðs 14. febrúar 2022 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 23. febrúar 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

4.2202180 - Arnarnes, samgöngustígur með Hafnarfjarðarvegi, breytt deiliskipulag.

Lagt fram á ný erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar skipulagsstjóra f.h. Garðabæjar dags. 7. febrúar 2022, þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Arnarness. Í breytingunni felst að skilgreiningu stofnstígs verði breytt í samgöngustíg, með aðgreindri umferð hjólreiða annars vegar og gangandi hins vegar. Verði stígurinn upplýstur og allt að 2 x 3 metrar á breidd. Er með tillögunni vísað til samþykktar sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um stofnun opinbers hlutafélags "Betri samgöngur" um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
Á fundi skipulagsráðs 14. febrúar 2022 var erindinu vísað til umsagnar umhverfissviðs. Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 24. febrúar 2022.
Lagt fram.

Almenn erindi

5.2201817 - Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.

Lagt fram á ný erindi Skala arkitekta fh. lóðarhafa dags. 26. janúar 2022, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgi um 8, verði 48 í stað 40 í sama rými og fyrir er og að bílageymsla verði stækkuð neðanjarðar og fjöldi bílastæða á lóð verði í samræmi við íbúðastærðir.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. janúar 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2109355 - Nýbýlavegur 32. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram á ný erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 9. september 2021 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 32. Í erindinu er óskað eftir að að byggja skyggni yfir innganga íbúða á þriðju hæð og bæta við tveimur gluggum á austur- og vesturhlið. Uppdrættir dags. 17. desember 2021.
Á fundi skipulagsráðs 20. desember 2021 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 30, Dalbrekku 27, 29, 56 og 58. Kynningartíma lauk 31. janúar 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2201461 - Hlíðarvegur 15, kynning á byggingaleyfisumsókn.

Lagt fram erindi Tripóli arkitekta fh. lóðarhafa þar sem sótt er um að byggja fjölbýlishús á lóðinni í stað einbýlishúss. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, einbýlishús frá árinu 1945, 114,4 m² að flatarmáli verði rifið. Á lóðinni verði reist 459,1 m² (byggingarmagn ofanjarðar og geymsla í kjallara) fjölbýlishús með fjórum íbúðum á tveimur hæðum og kaldri bílgeymslu í kjallara fyrir átta bíla. Lóðin er 850 m², nýtingarhlutfallið 0,13 og eftir breytingar verður það 0,94 með bílgeymslu. Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 6. desember 2021.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2201884 - Hraunbraut 18, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram byggingarleyfisumsókn Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2022 fh. lóðarhafa, þar sem sótt er um heimild til að stækka viðbyggingu sem er í byggingu um 0.7 metra til vesturs og stækka með því alrými hússins um 4 m2.
Meðfylgjandi skýringaruppdráttur dags. 24. febrúar 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbraut 25, 27, 29, 31 og Hraunbraut 11, 15, 16, 17, 19, 20 og 22.

Almenn erindi

9.2202644 - Skemmuvegur 36, fyrirspurn um stækkun húsnæðis.

Lagt fram erindi Guðna S. Sigurðssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa dags. 17. febrúar 2022. Óskað er eftir umsögn skipulagsráðs varðandi stækkun húsnæðisins um 300 - 350 m² að eða út fyrir lóðarmörk til norðurs. Í erindinu eru nefndar þrjár mögulegar leiðir til stækkunar.
Meðfylgjandi skýringarmyndir dags. 17. febrúar 2022.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

10.22021187 - Garðabær, Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðings fh. Garðabæjar dags. 25. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir afgreiðslu Kópavogsbæjar vegna tillögu að breytingu sameiginlegs deiliskipulags Kjóavalla. Sbr. afgreiðslufund skipulagsstjóra Garðabæjar dags. 8. febrúar 2022, þar sem fram kemur að breyting þessi er talin óveruleg og samræmist aðalskipulagi Garðabæjar 2016 2030.
Helstu breytingar á deiliskipulagi eru að húsum fækkar úr 56 í 53, uppröðun og stærð lóða breytist lítillega og dreifistöð færist norðar.

Meðfylgjandi deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 26. janúar 2022.
Lagt fram.

Almenn erindi

11.2202332 - Reykjanesbraut, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Hafnarfjarðarbæjar dags. 15. febrúar 2022, þar sem kynnt er breyting á deiliskipulagi tvöföldunar Reykjanesbrautar, frá gatnamótum Krísuvíkurvegar að mörkum Hafnarfjarðar og Voga.
Greinargerð dags. 1. nóv. 2021 og uppdráttur dags. 1. nóv. 2021 í mkv. 1:2500.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:24.