Skipulagsráð

116. fundur 14. mars 2022 kl. 15:30 - 18:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2202019F - Bæjarráð - 3080. fundur frá 03.03.2022

2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2201817 - Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2109355 - Nýbýlavegur 32, kynning á byggingarleyfisumsökn.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2201461 - Hlíðarvegur 15, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2202018F - Bæjarstjórn - 1253. fundur frá 08.03.2022

2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2201817 - Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2109355 - Nýbýlavegur 32, kynning á byggingarleyfisumsökn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2201461 - Hlíðarvegur 15, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2203787 - Borgarlínan í Kópavogi.

Lögð fram kynning verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni um stöðu vinnu við 1. lotu Borgarlínunnar í Kópavogi.
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis hjá Vegagerðinni, Arndís Ósk Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni og Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson aðstoðar hönnunarstjóri Borgarlínunnar hjá Vegagerðinni gerðu grein fyrir erindinu ásamt Bryndísi Friðriksdóttur svæðisstjóra Höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Arndís Ósk Arnalds - mæting: 15:35
  • Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson - mæting: 15:30
  • Bryndís Friðriksdóttir - mæting: 15:35

Almenn erindi

4.2110841 - Borgarlínan í Kópavogi, lota 2, leiðarval.

Lagt fram að nýju minnisblað um valkostagreiningu á legu annarrar lotu Borgarlínu í Kópavogi frá Hamraborg að Smáralind. Minnisblaðið, dags. 14. október 2021, er unnið af Verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni í samráði við Strætó bs. og umhverfissvið Kópavogsbæjar.
Á fundi skipulagsráðs 1. nóvember 2021 var minnisblað lagt fram og kynnt, afgreiðslu málsins var frestað.
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðis hjá Vegagerðinni, Arndís Ósk Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu hjá Vegagerðinni og Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson aðstoðar hönnunarstjóri Borgarlínunnar hjá Vegagerðinni gerðu grein fyrir erindinu.
Afgreiðslu frestað.

Gestir

  • Arndís Ósk Arnalds - mæting: 15:55
  • Bryndís Friðriksdóttir - mæting: 15:55
  • Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson - mæting: 15:55

Almenn erindi

5.2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Reitur 13.

Lögð fram að nýju vinnslutillaga Atelier arkitekta dags. 15. október 2021 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi, ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og samþykktu Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 160, á 2-5 hæðum þar sem 5. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 26.675 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 15. október 2021. Vinnslutillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021.
Skipulagsráð samþykkti 18. október 2021 að framlögð vinnslutillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt fyrir íbúum, umsagnaraðilum og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartima lauk 17. febrúar 2022.
Á fundi skipulagsráðs 28. febrúar 2022 var afgreiðslu málsins frestað og því vísað til úrvinnslu skipulagsdeildar.
Þá lagðar fram umsagnir og athugasemdir er bárust á kynningartíma ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 11. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkir með 5 atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og Einars Arnar Þorvarðarsonar að á grundvelli framlagðrar vinnslutillögu að breyttu deiliskipulagi Bakkabrautar 2-4, Bryggjuvarar 1, 2, 3 og Þinghólsbrautar 77 og 79 og þeirra umsagna, athugasemda og ábendinga er fram komu er vinnslutillagan var kynnt, verði hafin vinna við gerð tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.

Bókun:
"Mikilvægt er að tillagan verði þróuð á þann hátt að ríkt tillit verði tekið til þeirra athugasemda sem komið hafa fram við kynningu á vinnslutillöginni um of mikið byggingarmagn, lækkun hæða, útsýnisskerðingu og skuggamyndum. Leggja þarf áherslu á góð almannarými, ekki síst við strandlengjuna."
Helga Hauksdóttir

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir því að þegar deiliskipulagstillaga að reit 13 verður tilbúin til auglýsingar verði gert “físískt" þrívíddarmódel og haft til sýnis fyrir almenning. Slík módel henta mjög vel til að gera sér grein fyrir raunútliti byggingarreits."
Bergljót Kristinsdóttir

Fundarhlé kl. 16:40 til kl. 16:55

Bókun:
"Í framkomnum athugasemdum eftir kynningu vinnslutillögu kalla íbúar eftir auknu samráði. Meðal annars er óskað eftir kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu og heildarbyggingarmagni á stærra svæði Kársness, auk stefnu um hönnun og arkitektúr á svæðinu. Samþykkt skipulagslýsing gerir ráð fyrir 18.700 fermetrum en í vinnslutillögu er tæplega 43% aukning á byggingamagni. Af þessum sökum telja undirrituð mikilvægt að staldra við og fara í meira samráð við íbúa og hagsmunaaðila á svæðinu áður en lengra er haldið."
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson.

Almenn erindi

6.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram ný tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og
Reykjavíkurborgar dags. 13. desember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagstillagan nær til þess hluta Arnarnesvegar sem liggur frá gatnamótum Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og er um 1,9 km að lengd. Við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar er gert ráð fyrir nýju hringtorgi sem og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnesvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu við Breiðholtsbraut með ljósastýrðum gatnamótum. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti hans liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú / vistloki yfir Arnarnesveginn.
Gert er ráð fyrir undirgöngum eða brú yfir Arnarnesveg við
gatnamót Rjúpnavegar og undirgöngum undir Vatnsendaveg nálægt fyrirhuguðu hringtorgi. Mörk skipulagssvæðis Arnarnesvegar skarast við skipulagsmörk í gildandi deiliskipulagi Hörðuvalla frá 2003, Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis frá 2001 og Vatnsendahvarfs - athafnasvæðis, svæðis 3 frá 2007 og verða gerðar breytingar á umræddum deiliskipulögum samhliða deiliskipulagi Arnarnesvegar. Almennt er gert ráð fyrir að skipulagsmörk liggi nálægt veghelgunarlínu Arnarnesvegar nema við Desjakór og Lymskulág þar sem mörkin eru nær sveitarfélagamörkum. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags 13. desember 2021 ásamt greinargerð dags. 13. desember 2021.
Skipulagsráð samþykkti 20. desember 2021 með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi. Á fundi bæjarstjórnar 11. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 11. mars 2022, þá lagðar fram framkomnar athugasemdir, ábendingar og umsagnir.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

7.2201624 - Arnarland í Garðabæ.

Lagt fram á ný erindi Sólveigar Helgu Jóhannsdóttur skipulagsfræðings f.h. Garðabæjar dags. 8. febrúar 2022 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, við Arnarnesháls (Arnarland) og gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið í samræmi við 30 gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á fundi skipulagsráðs 14. febrúar 2022 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Á fundi skipulagsráðs 28. febrúar 2022 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 23. febrúar, afgreiðslu frestað.
Lagt fram og kynnt.

Bókun skipulagsráðs:
"Skipulagsráð leggur áherslu á að megin aðkoma að svæðinu og umferð sé um og undir Arnarnesveg og hafi ekki í för með sér umferðaraukningu á Fífuhvammsvegi í Kópavogi. Skipulagsráð leggur jafnframt áherslu á að gerðar verði umferðargreiningar samhliða skipulagsvinnunni og áskilur sér rétt til athugasemda á seinni stigum.
Þá leggur skipulagsráð til við bæjarráð að hafið verði samtal við bæjaryfirvöld í Garðabæ um legu sveitarfélagamarkanna á þessu svæði."

Almenn erindi

8.2112582 - Brekkuhvarf 5, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts fyrir hönd lóðarhafa dags. 4. febrúar 2022. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi, sem felst í að skipta upp lóðinni sem er 4.216 m² í tvær lóðir. Brekkuhvarf 5 (2.799 m²) hús á lóðinni standi áfram, með nýtingarhlutfall 0,071 og Brekkuhvarf 7A og 7B (1.417 m²) þar sem heimilað verði að reisa parhús á einni hæð samtals 400 m² að flatarmáli, nýtingarhlutfall 0,28.
Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 4. febrúar 2022.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

9.2102309 - Hlaðbrekka 17. Kynning á byggingarleyfi. Endurupptaka máls.

Lagt fram að nýju erindi Arnhildar Pálmadóttur arkitekts dags. 2. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Hlaðbrekku 17. Á lóðinni stendur 144,9 m² steinsteypt einbýlishús með áföstum bílskúr, byggt 1960. Óskað er eftir að koma fyrir annarri hæð á austari hluta hússins, samtals um 80 m² og koma fyrir dvalarsvæði á hluta af núverandi þaki. Auk þess er óskað eftir að koma fyrir sólstofu á suðurhlið hússins þar sem nú er timburverönd.
Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2021.
Kynningartíma lauk 1. júní 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.
Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var erindinu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júlí 2021. Á fundi skipulagsráðs 5. júlí 2021 var erindinu hafnað. Á fundi bæjarráðs 15. júlí 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Á fundi bæjarráðs 18. nóvember 2021 var lögð fram umsögn lögfræðideildar dags. 10. nóvember 2021 um beiðni lóðarhafa um endurupptöku málsins, bæjarráð samþykkti að vísa málinu til skipulagsráðs til nýrrar málsmeðferðar.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.22021253 - Álfhólsvegur 29, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 25. febrúar 2022, vegna umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús, sbr. teikningar Vektors - hönnun og ráðgjöf dags. 9. febrúar 2022.
Lóðin er 1.063 m², einbýlishús 84,4 m² og bílskúr 42 m², sem lóðarhafi hyggst rífa og byggja í staðin tveggja hæða fjölbýlishús með fjórum íbúðum, tveimur á hvorri hæð. Alls fermetrar nýrrar byggingar 562 m², nýtingarhlutfall 0,529.
Skýringaruppdrættir dags. 9. febrúar 2022 í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31, 33, Löngubrekku 39, 41, 43, 45 og 47.

Almenn erindi

11.2112659 - Fífuhvammur 19. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi Hugrúnar Þorsteinsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa Fífuhvamms 19 dags. 2. desember 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu alls 67 m2 að flatarmáli á suðvesturhluta lóðarinnar ásamt útitröppum og sorpgeymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,15 í 0,22.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skýringar myndum og greinargerð dags. 2. desember 2021.
Á fundi skipulagsráð 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 15, 17, 21 og 23. Kynningartíma lauk 10. mars, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Helga Hauksdóttir vék sæti undir meðferð málsins.

Almenn erindi

12.2203103 - Smiðjuvegur 64-66, fyrirspurn um stækkun húsnæðis.

Lagt fram erindi Arkitektastofunnar gb Design f.h. lóðarhafa dags. 1. mars 2022. Fyrirspurnin varðar stækkun byggingar til austurs að horni aðliggjandi húss. Stækkun hvorrar hæðar og kjallara yrði alls um 448,2 m² (3 x 149,4 m²). Þak breytist úr tvíhalla í einhalla. Skv. erindinu var í tillögu að deiliskipulagi 2011, gert ráð fyrir að lóðir stækkuðu til austurs.
Meðfylgjandi skýringaruppdættir dags. 1. mars 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

13.2203289 - Jöklalind 10, fyrirspurn um breytt deiliskipulag.

Lögð fram fyrirspurn Garðars Snæbjörnssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 3. mars 2022 um mögulega stækkun húsnæðis til austurs um 40,5m². Húsnæði er 223,9 m² og stærð lóðar er 912 m², nýtingarhlutfall yrði 0,29.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

14.2203652 - Hraunbraut 47, fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 8. mars 2022 um byggingu 32 m² bílskúrs við eystri mörk lóðarinnar að nr. 45.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur í mkv. 1:100 dags. 27. febrúar 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn.

Fundi slitið - kl. 18:15.