Skipulagsráð

119. fundur 02. maí 2022 kl. 15:30 - 18:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir formaður
  • Jóhannes Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2203024F - Bæjarráð - 3085. fundur frá 07.04.2022

22032524 - Kjarrhólmi 2 - 38, framkvæmdaleyfi vegna rafhleðslustöðva.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1,2,3 og Þinghólsbraut 77 og 79, Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2112233 - Hliðarvegur í Lækjarbotnum. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2102346 - Skilti HK við Breiddina. Kynning á byggingarleyfi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2202230 - Lyklafellslína 1 - Hamraneslínur, núllkostur 2.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2201221 - Hörðuvellir, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2201223 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2109065 - Breytt lega jarðstrengja frá Vesturvör að Fossvogsbrú.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2203017F - Bæjarstjórn - 1255. fundur frá 12.04.2022

2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

2112233 - Hliðarvegur í Lækjarbotnum, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulagsráðs.

2102346 - Skilti HK við Breiddina. Kynning á byggingarleyfi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

2202230 - Lyklafellslína 1 - Hamraneslínur, núllkostur 2.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

2109065 - Breytt lega jarðstrengja frá Vesturvör að Fossvogsbrú.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

2201221 - Hörðuvellir, breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

2201223 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

3.2204010F - Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa - 8. fundur frá 12.04.2022

22033070 - Skólagerði 46, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skólagerði 42, 44, 48, 60, 55 og 57.

2204318 - Hlíðarhvammur 12, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegi 4, 6, 8 og Hlíðarhvammi 10.

Almenn erindi

4.220426643 - Létta Borgarlínan. Kynning.

Lagt fram erindi Þórarins Hjaltasonar samgönguverkfræðings dags. 19. apríl 2022 um kynningu á verkefninu „Létta Borgarlínan“.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Þórarinn Hjaltason - mæting: 15:33

Almenn erindi

5.2204680 - Hjóla- og göngustígur meðfram Hafnarfjarðarvegi, deiliskipulag.

Lagt fram erindi umhverfissviðs dags. 28. apríl 2022 þar sem óskað er heimildar skipulagsráðs til að hefja skipulagsvinnu fyrir hjóla- og göngustíg meðfram Hafnarfjarðarvegi, frá sveitarfélagsmörkum Garðabæjar og Kópavogs að Hamraborg.

Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar gerir grein fyrir erindinu.

Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við deiliskipulag hjóla- og göngustígs meðfram Hafnarfjarðarvegi.
Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur: "Undirrituð leggur áherslu á að samráð verði haft við Landssamtök hjólreiðamanna strax við upphaf skipulagsvinnu."
Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir taka undir bókun Sigurbjargar.

Gestir

  • Birkir Rútsson - mæting: 16:18

Almenn erindi

6.2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 27.maí 2021 með breytingum dags. í júlí 2021, um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókninni fylgir framkvæmdarlýsing dags. í júlí 2021, uppdrættir í mkv. 1:10.000 dags. 21. apríl 2021, matsskýrsla dags. í júní 2009, áhættumat vatnsverndar dags. í maí 2021, jarðkönnun dags í nóvember 2008 ásamt fylgigögnum.

Jafnframt er lögð fram að nýju umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021 ásamt athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma sem lauk 17. september 2021.

Þá lögð fram greinargerð dags. 29. apríl 2022 um framkæmdaleyfi í samræmi við 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 28. apríl 2022 um feril málsins.
Skipulagsráð telur að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt og framkvæmd sú sem lýst er í matsskýrslu dags. í júní 2009. Skipulagsráð hefur jafnframt tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum. Sjá nánar í greinargerð framkvæmda-leyfis dags. 29. apríl 2022.

Skipulagsráð samþykkir umsóknina með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim takmörkunum að aðeins sé um að ræða lagningu vegarins og að hann verði tekinn í notkun samhliða síðasta hluta áfangans. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju á vinnslustigi tillaga Arkþing nordic arkitekta dags. 11. febrúar 2022 fh. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi.

Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla og útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 og greinargerð dags. 11. febrúar 2022.

Á fundi skipulagsráð 28. ferbrúar sl. var samþykkt með tilvísun í 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða vinnslutillögu skv. samráðsáætlun.

Á fundi bæjarstjórnar 8. mars sl. var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Kynningartima lauk 22. apríl sl. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Lagt fram. Vísað til úrvinnslu skipulagsdeildar.

Almenn erindi

8.2201276 - Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts, f.h. Nónhæðar ehf. dags. 11. janúar 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Nónsmára 1-7 og 9-15. Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m² í 17.300 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022.

Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var afgreiðslu erindisins frestað.

Þá lögð fram skuggavarpsgreining dags. 27. janúar 2022.

Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.

Á fundi bæjarstjórnar 8. febrúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Kynningartíma tillögunnar lauk 6. apríl sl. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

9.22032545 - Sæbólsbraut 34A, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Sæbólsbraut 34A, skv. teikningum KJ Hönnun dags. 23. mars 2022. Óskað er eftir heimild til þess að byggja yfir svalir á austurhlið (16 m²), nýta rými undir palli efri hæðar á vesturhlið fyrir útigeymslu (17 m²), lagnarými á neðri hæð verði geymsla (40 m²) og bílgeymsla stækkuð (6 m²). Alls nýtanleg stækkun 79 m². Húsnæðið er 311,1 m² og verður því 390,1 m². Nýtingarhlutfall er 0,4, verði 0,5.

Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 5. janúar 2022 í mkv. 1:100 og 1:50.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 32-40, 41, 43, 45, 47, 49, 51 og 53.

Almenn erindi

10.22033170 - Urðarhóll, leikskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram breytt tillaga umhverfissviðs dags. 29. apríl 2022 að breyttu deiliskipulagi lóðar leikskólans Urðarhóls. Í breytingunni felst að komið verði fyrir byggingarreit fyrir lausa kennslustofu á norðvesturhluta lóðarinnar. Áætluð stærð byggingarreits er um 135 m². Uppdrættir í mkv. 1:1000, 1:500 og 1:250 dags. 29. apríl 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrúnar 1, 2 og 4.

Almenn erindi

11.2204079 - Kársnesbraut 108, breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Lárusar Ragnarssonar byggingarfræðings dags. 22. apríl 2022 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Kársnesbraut 108. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til suðurs á 2. hæð um 2,7 metra og þaksvölum komið fyrir þar ofaná. Byggingarreitur er stækkaður að hluta til á norðurgafli til að koma fyrir svölum á 2. og 3. hæð. Á vesturhlið eru settar utanáliggjandi svalir og húsið klætt með klæðningu úr sementsbundnum plötum.

Heildarstærð atvinnuhúsnæðis breytist úr 1.868 m² í 1.806 m² og íbúðarhúsnæðis úr 849 m² í 776.5 m². Nýtingarhlutfall lækkar úr 1.2 í 1.1. Gert er ráð fyrir 1,3 bílastæðum á hverja íbúð og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var 14. nóvember 2017 og var birt í B- deild Stjórnartíðinda.

Uppdrættir dags. 2. maí 2022 í mkv. 1:250, 1:500, 1:1000.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 106, 110, 123, 125, 127, 129 og Hafnarbrautar 10.

Almenn erindi

12.2204316 - Reynigrund 65, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir 64 m² bílgeymslu. Lóðarhafar Reynigrund 65 og 67 sækja um stækkun lóðar um 1,0 meter til suðurs.

Uppdrættir dags. 11. mars 2022 í mkv. 1:100.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 45, 47, 49 og Víðigrundar 45.

Almenn erindi

13.2204333 - Reynigrund 67, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir 64 m² bílgeymslu. Lóðarhafar Reynigrund 65 og 67 sækja um stækkun lóðar um 1,0 meter til suðurs.

Uppdrættir dags. 11. mars 2022 í mkv. 1:100.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 45, 47, 49 og Víðigrundar 45.

Almenn erindi

14.2204660 - Birkihvammur 6, fyrirspurn.

Lagt fram erindi Alark arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa dags. 13. apríl 2022, spurst er fyrir um afstöðu skipulagsráðs til þess að komið verði fyrir 40 m² forsmíðuðu hús á suðvesturhluta lóðarinnar.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.
Fylgiskjöl:

Almenn erindi

15.2112927 - Sunnubraut 43, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi frá Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt fyrir hönd lóðarhafa dags. 8. desember 2022. Einbýlishúsið á lóðinni er í dag skráð 216 m². Í dag er kjallari með malargólfi undir húsinu sem og bátaskýli 27 m². Sótt er um leyfi til að byggja við húsið á efri hæða alls 21 m² og að dýpka hluta núverandi kjallara alls 68,7 m² í kóta 2.25 og steypa plötu þar sem áður var moldargólf. Í umsögn siglingarsviðs Vegagerðarinnar er tekið fram að þess sé gætt að ekki flæði inn í kjallara, hvorki í gegnum veggi, botnplötu né um aðkomuleið í rýmin, þ.e. að aðkomuleið sé ekki lægri en lágmarksgólfkóti sem er 4,6 í hæðarkerfi Kópavogsbæjar. Eftir stækkun er því húsið alls 318 m² og nýtingarhlutfall 0.62. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 25. janúar 2022. Á fundi skipulagsráðs 31. janúar sl var afgreiðslu erindisins frestað.

Á fundi skipulagsráð 14. febrúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 41, 42, 44, 45 og 46.

Kynningartíma lauk 24. mars sl. og voru athugasemdir lagðar fram á fundi skipulagsráðs 28. mars og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 29. apríl 2022 ásamt breyttum teikningum dags. 27. apríl 2022.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi með áorðnum breytingum dags. 27. apríl 2022. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2201884 - Hraunbraut 18, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram á ný byggingarleyfisumsókn Trípólí arkitekta dags. 28. janúar 2022 fh. lóðarhafa, þar sem sótt er um heimild til að stækka viðbyggingu sem er í byggingu um 0.7 metra til vesturs og stækka með því alrými hússins um 4 m2.

Meðfylgjandi skýringaruppdráttur dags. 24. febrúar 2022.

Á fundi skipulagsráðs 28. febrúar sl. var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbraut 25, 27, 29, 31 og Hraunbraut 11, 15, 16, 17, 19, 20 og 22.

Kynningartíma lauk 7. apríl sl, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.22021253 - Álfhólsvegur 29, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 25. febrúar 2022, vegna umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús, sbr. teikningar Vektors - hönnun og ráðgjöf dags. 9. febrúar 2022.

Lóðin er 1.063 m², einbýlishús 84,4 m² og bílskúr 42 m², sem lóðarhafi hyggst rífa og byggja í staðin tveggja hæða fjölbýlishús með fjórum íbúðum, tveimur á hvorri hæð. Alls fermetrar nýrrar byggingar 562 m², nýtingarhlutfall 0,529.

Skýringaruppdrættir dags. 9. febrúar 2022 í mkv. 1:100 og 1:500.

Á fundi skipulagsráð 14. mars sl. var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31, 33, Löngubrekku 39, 41, 43, 45 og 47.

Kynningartíma lauk 22. apríl sl, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

18.2111929 - Markavegur 2. Breytt deiliskipulag

Lagt fram á ný erindi Benjamíns Markússonar lóðarhafa Markavegar 2 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í gildandi deiliskiplagi er heimild fyrir byggingu hesthúss á einni hæð, byggingarreitur er 240 m² og lóðin 862 m². Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim heimilað að reisa parhús með sameiginlegu gerði. Það er að segja tvö samhangandi hesthús með byggingarreit á stærð 120 m² að flatarmáli hvort um sig. Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:200 dags. 9. desember 2021.

Á fundi skipulagsráðs 20. desember 2021 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.

Á fundi bæjarstjórnar 11. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Kynningartíma lauk 6. apríl sl. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

19.2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Reitur 13.

Lagt fram uppfært skjal dags. 25. apríl 2022 með athugasemdum og ábendingum sem bárust við forkynningu á tillögu að deiliskipulagi Bakkabrautar 2-4, Bryggjuvarar 1, 2, 3 og Þinghólsbrautar 77 og 79 ásamt lista yfir efnisatriði dags. 7. mars 2021. Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 27. apríl 2022.
Lagt fram.

Almenn erindi

20.2108635 - Menningarstefna Kópavogsbæjar 2021

Lögð fram drög að menningarstefnu Kópavogs sem lista- og menningarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl 2022 til umfjöllunar í ráðum og nefndum Kópavogsbæjar.
Lagt fram. Skipulagsráð samþykkir að veita jákvæða umsögn. Skipulagsráð samþykkir að gert verði ráð fyrir útilistarverkum þar sem við á.

Almenn erindi

21.2204590 - Aðalskipulag Sveitarfélgsins Ölfuss 2020-2036, endurskoðun,

Lagt fram erindi Sveitarfélagsins Ölfuss dags. 25. apríl 2022, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar vegna endurskoðunar aðalskipulags Ölfuss 2020 - 2036.

Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Fundi slitið - kl. 18:00.