Skipulagsráð

122. fundur 20. júní 2022 kl. 15:30 - 18:47 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2205018F - Bæjarstjórn - 1259. fundur frá 14.06.2022

2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2201276 - Nónsmári 1-7 og 9-15, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu erindis.
2112233 - Hliðarvegur í Lækjarbotnum. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2112582 - Brekkuhvarf 5, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22021253 - Álfhólsvegur 29, kyunning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2206341 - Kosningar í skipulagsráð 2022-2026.

Á fundi bæjarstjórnar 14. júní 2022 var kosið í skipulagsráð 2022 - 2026.
Aðalmenn:
Gunnar Sær Ragnarsson
Kristinn Dagur Gissurarson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Hákon Gunnarsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir

Varamenn:
Sveinn Gíslason
Ívar Atli Sigurjónsson
Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Axel Þór Eysteinsson
Bergljót Kristinsdóttir
Einar Þorvarðarson
Kolbeinn Reginsson

Áheyrnarfulltrúi:
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Varaáheyrnarfulltrúi
Indriði Ingi Stefánsson

Formaður var kosinn: Hjördís Ýr Johnson.
Varafomaður var kosinn: Kristinn Dagur Gissurarson

Almenn erindi

3.1610406 - Erindisbréf skipulagsráðs

Erindisbréf skipulagsráðs samþykkt af bæjarstjórn 25. október 2016, lagt fram og kynnt.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.22063566 - Yfirlit yfir verkefni skipulagsdeildar.

Kynning á starfssemi og verkefnum skipulagsdeildar.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

5.22061304 - Íbúasamráð í skipulagsmálum. Þróun verklagsreglna.

Lögð fram tillaga um að hafin verði vinna við þróun verklagsreglna um íbúasamráð í skipulagsmálum með það fyrir augum að auka upplýsingarflæði til íbúa og virkja íbúa til að taka þátt í skipulagsferlinu með því að auðvelda þeim að koma sjónarmiðum sínum á framfæri frá fyrstu stigum.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 16. júní 2022.
Skipulagsráð samþykkir að hafin verði vinna við þróun verklagsreglna um íbúasamráð í skipulagsmálum.

Almenn erindi

6.2204674 - Skíðasvæðið Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Landslags f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 14. júní 2022 að breyttu deiliskipulagi fyrir Bláfjöll skíðasvæði í Kópavogi.
Í breytingunni fellst að lón vegna 1. áfanga snjóframleiðslu sem staðsett er norðan vélaskemmu færist um 200 m til norðurs að Bláfjallavegi. Ástæða færslunnar er að hæðarlega lónsins er heppilegri á nýjum stað þar sem það er staðsett í náttúrulegri lægð í landi og rammað inn af hlíð til austurs, hraunkanti til norðurs og vegi til vesturs.
Vegna færslu lónsins er þörf á að færa skilgreint svæði/byggingarreit fyrir borplan og borsvæði og verður svæðið á milli lónsins og núverandi vélaskemmu. Stærð borplansins/borsvæðisins er óbreytt eða um 5.300 m².
Þá er bætt við í skilmála að spennistöð Veitna megi vera innan byggingarreits fyrir borplan og borholu.
Ekki er talið að breyting á deiliskipulagi hafi veruleg umhverfisáhrif þar sem aðeins er verið að hliðra staðsetningu lóns og borsvæðis
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarráði 4. nóvember 2004 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 11. apríl 2005.
Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:5000 dags. 14. júní 2022.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.22061276 - Vatnsendablettur 724. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Andra Martins Sigurðssonar byggingartæknifræðings dags. 13. júní 2022 f.h. lóðarhafa, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Byggingarreitur verði stækkaður til suðurs á suðausturhorni reitsins um 3,76 metra og verði samsíða lóðarmörkum í 4,89 metra fjarlægð. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni helst óbreytt miðað við gildandi skipulagsskilmála. Þá er óskað eftir breytingu á aðkomu að lóðinni, sem verði í suðvesturhorni lóðarinnar. Fyrir liggur samþykki landeiganda.
Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 13. júní 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendabletta nr. 0, 18, 720, 721, 722, 723 og 725.

Almenn erindi

8.2111359 - Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts dags. 21. október 2021 f.h. lóðarhafa Víðigrundar 23. Sótt er um leyfi til að byggja 70,3 m² viðbyggingu við núverandi hús. Viðbyggingin yrði á 1. hæð og kjallara. Núverandi íbúðarhús er skráð 131,1 m². Lóðarstærð er 456 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,28. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 201,4 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,44. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Víðigrundar 9 til 21 og 25 til 35 er 0,37 (minnst 0,27 og mest 0,77).
Uppdrættir og skýringar dags. 21. október 2021.
Á fundi skipulagsráðs 31, janúar 2022 var samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 11, 13, 21, 25, 29 og 31. Kynningartíma lauk 20. maí, athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar
skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. júní 2022.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2111369 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. 7. október 2021 f.h. lóðarhafa Melgerðis 11 þar sem sótt er um breytingar á lóðinni. Á lóðinni er steinsteypt 160 m2 einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Í erindinu er óskað eftir reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls brúttó 139,8 m² að stærð. Jafnframt er bílastæðum á lóðinni fjölgað úr tveimur í fjögur. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 340 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,46. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær á lóðinni.
Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. október 2021.
Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 9, 10, 12, 13, 14, Vallargerðis 10, 12 og 14.
Kynningartíma lauk 3. júní 2022, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.22061767 - Kópavogsbraut 101. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. júní 2022 sem vísar til skipulagsráðs umsókn Yrki arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi. Sótt er um að hluti fyrstu hæðar núverandi húss verður stækkaður til suðausturs um 3 metra að útvegg efrihæðar. Heildarstækkun húss er áætluð um 30 m².
Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:100 dags. 10. maí 2022 ásamt skýringarmyndum og greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 99, 103, Þinghólsbrautar 66 og 68.

Almenn erindi

11.22052750 - Breiðahvarf 4. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónssonar arkitekts dags. 10. júní 2022 f.h. lóðarhafa Breiðahvarfs 4 um fjölgun íbúða á lóðinni, fjölgun bílastæða og breytt fyrirkomulag bílastæða og aðkomu.
Uppdráttur í mkv. 1:200 dags. 23. maí 2022 ásamt greinargerð.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

12.2205998 - Kársnesbraut 96. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn A2F arkitekta f.h. lóðarhafa Kársnesbrautar 96 um breytt fyrirkomulag á lóðinni. Í tillögunni er gert ráð fyrir að í stað núverandi einbýlishúss komi fjórbýlishús á tveimur hæðum og 5 bílastæði á norðvesturhluta lóðar. Nýtingarhlutfall lóðar eykst og verður eftir breytingu 0.48. Heildarflatarmál fyrirhugaðrar nýbyggingar er áætlað 490 m² og hámarkshæð 7.4 m.
Uppdrættir í mkv. 1:200 ásamt skýringarmyndum og skuggavarpi dags.19. maí 2021.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

13.2205847 - Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Björns Skaptason arkitekts fh. lóðarhafa dags. 12. maí 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar ásamt uppfærðum gögnum dags. 16. júní 2022. Í breytingunni felst aukning byggingarmagns á lóðinni um alls 1.220 m2. Þar af 774 m2 af A-rýmum í sameign neðanjarðar, 305,8 m2 af A-rýmum ofanjarðar á 1.-5. hæð og 327,8 m2 af B-rýmum ofanjarðar vegna stækkunar svala og breytts fyrirkomulags loftræstingar. Fyrirkomulag geymslna breytist og sérgeymslum er komið fyrir í kjallara innan bílageymslu. Fjöldi bílastæða er óbreyttur 103 stæði í niðurgrafinni bílageymslu ásamt 29 stæði ofanjarðar. Samtals 162 bílastæði. Nýtingarhlutfall hækkar úr 1,9 í 2,2.
Meðfylgjandi skýringaruppdrættir í mkv. 1:200 dags. 27. maí 2022.
Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var afgreiðslu frestað.
Þá lagt fram uppfært erindi dags. 16. júní 2022 þar sem fallið er frá áformum um að koma fyrir 11 bílskúrum innan niðurgrafinnar bílageymslu.

Fundarhlé 18:27

Fundur hófst á ný kl. 18:38

Skipulagsráð samþykkir að líta jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fjórum atkvæðum gegn atkvæðum Einars Þorvarðarsonar, Hákons Gunnarssonar og Kolbeins Reginssonar.

Bókun: Undirrituð hafna tillögu um aukið byggingarmagn. Ekki hefur verið lögð fram uppfærð rammaáætlun í skipulagsráði fyrir alla byggingarreiti á Kársnesi.
Einar Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Hákon Gunnarsson og Kolbeinn Reginson.

Kristinn D. Gissurarson vék af fundi kl. 18:41

Almenn erindi

14.22033171 - Álfkonuhvarf 17. Sólhvörf, leikskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram á ný tillaga umhverfissviðs dags. 31. mars 2022 að breyttu deiliskipulagi lóðar leikskólans Sólhvörf. Í breytingunni felst að byggingarreit fyrir lausa kennslustofu er komið fyrir á hluta lóðarinnar austan núverandi leikskólabyggingar. Núverandi byggingarmagn er 841,7 m² og fyrirhuguð breyting er 135 m², nýtingarhlutfall á lóðinni eykst því úr 0,14 í 0,16 við breytinguna.
Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags. 31. mars 2022.
Skipulagsráð samþykkti 4. apríl 2022 með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfkonuhvarfs 7, 9, 11, 13 og 15, Álfahvarfs 10, 12 og 14, Akurhvarfs 16, Asparhvarfs 17-17E og 19-19E.
Kynningartíma lauk 14. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

15.22033071 - Þinghólsbraut 55, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 25. mars 2022, tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 31. mars 2022 fh. lóðarhafa um að byggja viðbyggingu við núverandi hús og stakstæða vinnustofu neðst í lóð. Í breytingunni felst viðbygging á jarðhæð til suðurs og austurs, alls 53 m² með svölum ofan á viðbyggingu auk 106 m² vinnustofu á einni hæð neðst í lóð.
Uppdráttur í mkv. 1:1500 ásamt skýringamyndum dags. 28. mars 2022.
Á fundi skipulagsráðs 4. apríl 2022 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58.
Kynningartíma lauk 15. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2204315 - Þinghólsbraut 59, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar Albínu Huldu Thordarson arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir bílskúr ásamt bílskýli á norðaustur hluta lóðarinnar. Samtals 56,7 m² að flatarmáli. Samþykki lóðarhafa Þinghólsbrautar 57 liggur fyrir.
Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 dags. 28. mars 2022.
Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 57, 58, 60, 61 og 62.
Kynningartíma lauk 16. júní, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.2204316 - Reynigrund 65, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir 64 m² bílgeymslu. Lóðarhafar Reynigrund 65 og 67 sækja um stækkun lóðar um 1,0 meter til suðurs.
Uppdrættir dags. 11. mars 2022 í mkv. 1:100.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 45, 47, 49 og Víðigrundar 45.
Kynningartíma lauk 8. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.2204333 - Reynigrund 67, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram á ný erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir 64 m² bílgeymslu. Lóðarhafar Reynigrund 65 og 67 sækja um stækkun lóðar um 1,0 meter til suðurs.
Uppdrættir dags. 11. mars 2022 í mkv. 1:100.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Reynigrundar 45, 47, 49 og Víðigrundar 45.
Kynningartíma lauk 8. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:47.