Skipulagsráð

123. fundur 04. júlí 2022 kl. 15:30 - 18:37 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Axel Þór Eysteinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2205015F - Bæjarráð - 3091. fundur frá 23.06.2022

2204674 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2111359 - Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
22033171 - Álfkonuhvarf 17. Sólhvörf, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
22033071 - Þinghólsbraut 55, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2204315 - Þinghólsbraut 59, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2204316 - Reynigrund 65, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2204333 - Reynigrund 67, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2206007F - Bæjarstjórn - 1260. fundur frá 28.06.2022

2204674 - Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2111359 - Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22033171 - Álfkonuhvarf 17. Sólhvörf, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22033071 - Þinghólsbraut 55, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2204315 - Þinghólsbraut 59, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2204316 - Reynigrund 65, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2204333 - Reynigrund 67, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2201242 - Verkfærakista -leiðbeiningar og gæðaviðmið fyrir skipulag og breytingar á lóðum og húsnæði.

Lögð fram drög að leiðbeiningum um gæði byggðar og breytingar á lóðum og húsnæði dags. 1. júlí 2022. Í aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 kemur fram að á skipulagstímabilinu verði unnin greining á íbúðahverfum Kópavogs og að sett fram markmið og leiðbeiningar um fjölgun íbúða innan núverandi byggðar. Í aðgerðaráætlun Umhverfissviðs (stefnuáhersla 5-Umhverfisvæn skipulagsheld) er verkefnið nánár útfært.
Verkfærakistan og leiðbeiningar eru unnar af Alta í samvinnu við umhverfissvið. Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsfræðingur gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 15:33

Almenn erindi

4.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju á vinnslustigi tillaga Arkþing/Nordic arkitekta f.h. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis í Vatnsendahvarfi. Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla/skóla og útivistarsvæðum ásamt möguleika á verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara.
Jóhanna Helgadóttir skipulagsfræðingur gerir grein fyrir erindinu.
Greint frá stöðu mála.

Gestir

  • Helgi Mar Hallgrímsson - mæting: 16:18
  • Jóhanna Helgadóttir - mæting: 16:18

Almenn erindi

5.2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.

Lögð fram tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur 2 2. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Uppdrættir dags. 30. júní 2022 í mkv 1:10000.
Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt gerir grein fyrir erindinu.
Fundarhlé kl. 17:14

Fundur hófst á ný kl. 17:19

Frestað.

Almenn erindi

6.22067532 - Rafhleðsla ökutækja í Kópavogi.

Lagt fram erindi Hákons Gunnarssonar varabæjarfulltrúa dags. 26. júní 2022, þar sem óskað er eftir yfirferð á stefnu Kópavogsbæjar í rafhleðslumálum ökutækja fyrir almenning. Þá lagt fram minnisblað gatnadeildar dags. 1. júlí 2022.
Lagt fram. Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Almenn erindi

7.2204337 - Borgarholtsbraut 13A. Breytt aðkoma.

Lagt fram á ný erindi lóðarhafa dags. 6. apríl 2022, þar sem óskað er eftir því að merking bílastæðis við Borgarholtsbraut og innkeyrsla að lóðinni verði heimiluð. Skv. lóðarleigusamningi Borgarholtsbraut 13A dags. 17. apríl 1972 er gert ráð fyrir bílastæði á norðvestur- horni lóðarinnar við Borgarholtsbraut.
Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var afgreiðslu frestað. Vísað til úrvinnslu umhverfissviðs.
Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 24. júní 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2111369 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju erindi Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. 7. október 2021 f.h. lóðarhafa Melgerðis 11 þar sem sótt er um breytingar á lóðinni. Á lóðinni er steinsteypt 160 m2 einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Í erindinu er óskað eftir reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls brúttó 139,8 m² að stærð. Jafnframt er bílastæðum á lóðinni fjölgað úr tveimur í fjögur. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 340 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,46. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær á lóðinni.
Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 7. október 2021.
Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 9, 10, 12, 13, 14, Vallargerðis 10, 12 og 14.
Kynningartíma lauk 3. júní 2022, athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 20. júní 2022 var afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. júlí 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Theódóra S Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.22033170 - Kópavogsbraut 19. Urðarhóll, leikskóli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs dags. 29. apríl 2022 breytt 30. maí 2022 að breyttu deiliskipulagi Kópavogstúns, samþykkt í bæjarstjórn 8. nóvember 2005 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 7. mars 2006.
Í breytingunni felst að lóðin Kópavogsbraut 19 verður breytt og stækkuð til suðurs, vesturs og austurs. Lóðarstærð breytist og verður 6.130 m2 í stað 950 m2. Auk þess verður stofnuð ný lóð 315 m2 að stærð sem tilheyrir Kópavogsbraut 19, innan svæðis sem skilgreint er sem "frestað svæði" í gildandi deiliskipulagi og fær sú lóð staðfangið Kópavogsbraut 19b.
Á umræddri lóð nr. 19b verður komið fyrir byggingarreit á einni hæð fyrir færanlega kennslustofu. Svæðið er skilgreint fyrir samfélagsþjónustu í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Hámarks hæð byggingarreitar er áætluð 2.8 - 3 metrar og áætluð stærð byggingarreits er um 135 m².
Leiksvæði barna mun verða á núverandi leikskólalóð en girðingu verður komið upp umhverfis færanlegu kennslustofuna. Lagður verður upphitaður stígur milli færanlegu kennslustofunnar og leikskólans Urðarhóls. Staðsetning færanlegu kennslustofunnar er tímabundin.
Uppdrættir í mkv. 1:2000, 1:100 og 1:250 dags. 29. apríl 2022, breytt 30. maí 2022.
Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbarðs 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17 og 19, Kópavogsbrautar 5A, 5B, 5C, 9, 11 og 17.
Kynningartíma lauk 1. júní 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.22061308 - Álfhólsvegur 15, stækkun lóðar.

Lagt fram erindi lóðarhafa dags. 14. júní 2022, þar sem óskað er eftir því að heimiluð verði stækkun lóðarinnar til vesturs um rúma tvo metra.
Greinargerð ásamt skýringarmyndum dags. 14. júní 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.22067413 - Snókalönd. Afþreyingar- og ferðamannasvæði. Skipulagslýsing.

Lagt fram erindi Berglindar Guðmundsdóttur landslagsarkitekts f.h. umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar dags. 20. júní 2022. Óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar vegna skipulagslýsingar fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Snókalönd - afþreyingar og ferðamannasvæðis, dags. 9. júní 2022.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.

Fundi slitið - kl. 18:37.